Morgunblaðið - 06.06.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2005 21
VINSTRIHREYFINGIN –
grænt framboð er að eignast síð-
búna bandamenn úr ólíkum áttum í
að kalla eftir ábyrgri framgöngu
stjórnvalda og aðgerðum til þess að
tryggja efnahagslegan stöðugleika.
Við fluttum einn
flokka á síðasta þingi
tillögu um aðgerðir í
því skyni, (sjá http://
www.althingi.is/
altext/131/
s/1014.html) og höfum
með margvíslegum
hætti bent á og varað
við þeim hættum sem
steðja að í hagkerfinu
og atvinnulífinu. Helst
hefur það verið Seðla-
bankinn sem af veik-
um mætti reynir að
halda aftur af þensl-
unni og kæla niður
hagkerfið en mætir
litlum skilningi ann-
arra, sérstaklega rík-
isstjórnarinnar.
Stjórnin vinnur í
reynd beinlínis gegn
viðleitni Seðlabank-
ans. Stóriðjustefnan,
óheft og blind, er
áfram leiðarljós rík-
isstjórnarinnar í at-
vinnumálum þó hún sé
einn meginorsaka-
valdur vandans ásamt
hinum gríðarlegu
skattalækkunum sem
lögfestar hafa verið
fram í tímann. Loks á ríkisstjórnin
einnig aðild að þriðja meginþætt-
inum sem útskýrir vaxandi verð-
bólgu, þenslu og spennu í hagkerf-
inu sem er ástandið á fasteigna-
markaði.
Nú hefur Efnahags- og framfara-
stofnunin í nýrri skýrslu sent frá
sér tiltölulega afdráttarlausa aðvör-
un og staðhæfingu um að íslenskt
efnahagslíf sé að ofhitna. Athygl-
isvert er að skoða viðbrögð rík-
isstjórnarinnar við þessum varn-
aðarorðum. Þau eru að engu höfð,
t.d. í fréttabréfi fjármálaráðuneyt-
isins frá fimmtudeginum 26. maí sl.
Þar er Efnahags- og framfarastofn-
unin sökuð um að gera allt of mikið
úr hagsveifluvandanum, og jafnvel
að vera ekki með á nótunum hvað
varðar alþjóðavæðingu í efnahags-
málum. Er auðvitað stórmerkilegt
að íslenska fjármálaráðuneytið
skuli hafa gert þá uppgötvun að
OECD í París hafi alls ekki tekið
eftir alþjóðavæðingu í efnahags-
málum. Einu tekur þó fjár-
málaráðherra Geir H. Haarde fagn-
andi, þ.e. hugmyndum um að skerða
vaxtabætur.
Viðskiptahalli og
skuldasöfnun
Alvarlegustu veikleikamerkin í
íslenskum efnahagsmálum um þess-
ar mundir eru hinn gríðarlegi við-
skiptahalli og stórfelld erlend
skuldasöfnun. Nú gera spár ráð fyr-
ir að viðskiptahallinn slái öll met
þegar á þessu ári, verði yfir tólf pró-
sent af vergri landsframleiðslu.
Gangi þetta eftir verður hér um
mesta halla Íslandssögunnar að
ræða og einnig hæsta hlutfall af
landsframleiðslu, nema ef vera
skyldi að hallinn hafi verið svipaður
hlutfallslega árið 1947. Hvorki síld-
arleysisárin fyrir 1970, erfiðleika-
árin á miðjum áttunda áratugnum,
né nokkur önnur erfiðleika- eða
óstöðugleikatímabil í okkar hag-
sögu slá út það tímabil viðskipta-
halla og skuldasöfnunar sem nú
gengur yfir.
Þessi gríðarlegi viðskiptahalli
kemur að sjálfsögðu fram í stór-
felldri aukningu erlendra skulda.
Um síðastliðin áramót nam erlend
skuldastaða þjóðarbúsins yfir 130%
af landsframleiðslu, hrein staða
þjóðarbúsins versnaði og var í árs-
lok neikvæð um 87%. Rétt er að
minna á að ef ekki væru jafnlágir
vextir erlendis, sérstaklega í Evr-
ópu, og raun ber vitni væri við-
skiptahallinn auðvitað enn hrika-
legri en ella vegna meiri
vaxtagreiðslna. Skuldaaukning
bæði fyrirtækja og heimila er gríð-
arleg um þessar mundir og áttum
við þó heimsmet fyrir
hvað varðar skuldir
fyrirtækja og deildum
heimsmetinu hvað
varðaði skuldir heim-
ilanna með tveimur
öðrum þjóðum.
Valgerður
kyndir undir
Það er við þessar að-
stæður, þegar yfir okk-
ur rignir aðvörunum
um jafnvægisleysi í
efnahagslífinu og of-
hitnun hagkerfisins,
sem Valgerður Sverr-
isdóttir iðnaðarráð-
herra tvíeflist við þá
iðju sína að boða
áframhaldandi og
auknar stóriðjufram-
kvæmdir og tala upp
gengi krónunnar.
Veiklulegar raddir
heyrast frá einstaka
talsmanni atvinnulífs-
ins eins og fram-
kvæmdastjóra LÍÚ um
að menn verði að reyna
að hafa einhvern hemil
á stóriðjuæðinu en það
virðist litlu skipta. Á
einum og sama sólar-
hringnum koma nú fréttir af hátt á
annað hundruð störfum sem eru að
hverfa úr fiskvinnslu og iðnaði
vegna ruðningsáhrifa stór-
iðjuframkvæmdanna. Vegna Kára-
hnjúkavandans, sem hagorður mað-
ur hefur notað sem samheiti yfir
heildaráhrif stórvirkjana- og álvers-
framkvæmda sunnan lands og aust-
an. Forstjóri eins stærsta iðnfyr-
irtækis landsins útskýrir hvernig
fyrirtækið sé að bregðast við háu
raungengi og þenslu með því að
beina frekari uppbyggingu til út-
landa. Vöxtur ferðaþjónustunnar
virðist hafa stöðvast og færri ferða-
menn koma nú til landsins en á
sama tíma fyrir ári. Verkalýðsfor-
ingjar, sem flestir hverjir skrifuðu
fyrirvaralaust upp á stóriðjuleið-
angurinn, haltra nú um og kveinka
sér eðlilega undan uppsögnum og
horfandi upp á þrælahaldið við
Kárahnjúka í ofanálag.
Í greinargerð sinni til ríkisstjórn-
arinnar hinn 18. febrúar sl. komst
Seðlabankinn svo að orði um rætur
þess vanda sem við væri að glíma
undir fyrirsögninni „verðbólgu-
vandinn“: „Á næstu árum mun
reyna mjög á hina nýju skipan pen-
ingamála. Framkvæmdir við virkj-
anir og álbræðslur, sem til samans
slaga að umfangi upp í þriðjung
landsframleiðslu eins árs, fela í sér
meira umrót í þjóðarbúskapnum en
nokkurt annað land sem hagar pen-
ingastefnunni með svipuðum hætti
hefur þurft að glíma við.“ Svo mörg
voru þau orð. Í þessum skrifuðu
orðum er Seðlabankinn líklega að
taka ákvörðun um enn eina vaxta-
hækkunina og hvað annað getur
hann svo sem gert einn og óstuddur
með ríkisstjórnina á móti sér.
Ruðningsáhrifin blasa við og
bitna tilfinnanlegast á fólki sem er
að missa atvinnuna. Allur almenn-
ingur ber einnig hluta herkostn-
aðarins t.d. gegn um að borga meira
af verðtryggðum lánunum sínum
vegna aukinnar verðbólgu. Hið al-
menna atvinnulíf stynur undan
Kárahnjúkabyrðunum og störf tap-
ast hundruðum saman í útflutnings-
og samkeppnisgreinum. Vilja menn
virkilega fleiri og stærri skammta
af þessari lyfjan í bili?
Efnahagslífið
og Kárahnjúka-
vandinn
Eftir Steingrím J.
Sigfússon
Steingrímur J.
Sigfússon
’Hið almennaatvinnulíf styn-
ur undan Kára-
hnjúkabyrð-
unum og störf
tapast hundr-
uðum saman í
útflutnings- og
samkeppnis-
greinum.‘
Höfundur er formaður Vinstrihreyf-
ingarinnar – græns framboðs.
og fólk lyfti sér upp í söng,
yndarar Morgunblaðsins
nguna víða um land.
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
m prýtt. Fyrir eldri Norðfirð-
aðir, þeir Jón Ölversson skip-
iðraður, Hans Jakop Joensen,
Morgunblaðið/Golli
Hin ýmsu sjávarföng vöktu athygli ungmennanna á Miðbakkanum í Reykjavík.
tursson, áhugamaður um varð-
rir Hafbjörgina og aflaskýrslu.
eyri við góðar undirtektir.
Morgunblaðið/Golli
Fimm sjómenn voru heiðraðir í Reykjavík í gær, f.h. Eyjólfur Guðjónsson skipstjóri, Eyj-
ólfur Eyjólfsson matsveinn, Eiríkur Eiríksson sjómaður, Grétar Bjarnason sjómaður og
Sigfús Jóhannsson vélstjóri. Þá fékk Bragi Ragnarsson árlega viðurkenningu vélstjóra.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Morgunblaðið/Sigurgeir
us tvö ár í röð.
Morgunblaðið/Golli
Sjómannadagsmessan var haldin utandyra í Grafarvogskirkju í gærmorgun. Árni John-
sen, fyrrverandi þingmaður, flutti hugleiðingu við messuna og tók lagið í blíðunni en undir
söng kirkjukór Grafarvogskirkju. Sr. Vigfús Þór Árnason predikaði.
nadegi
Morgunblaðið/Alfons
Í Ólafsvík voru heiðraðir Magnús Þorsteinsson og Færeyringurinn Finnur Gærdbo. Finn-
ur hefur verið búsettur hér í 50 ár og Magnús er vélamaður á frystitogaranum Snorra
Sturlusyni, 69 ára gamall. Með Magnúsi, t.v., er eiginkona hans, Þuríður Lára Ottósdóttir,
og með Finni er kona hans, Svava Alfonsdóttir.
Morgunblaðið/Golli
urhöfn í gær af starfsfólki
kiskip landsins, Engey RE,
ana og er hin mesta prýði.