Morgunblaðið - 06.06.2005, Qupperneq 10
10 MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HÖSKULDUR Jónsson, forstjóri
Áfengis- og tóbaksverslunar rík-
isins, hefur óskað eftir lausn frá
embætti frá og með 1. september
nk. Höskuldur hefur verið forstjóri
ÁTVR í tæplega 20 ár. Hann hóf
störf 1. apríl 1986, eftir að hafa
starfað í 21 ár í fjármálaráðuneyt-
inu, þar af 11 ár sem ráðuneyt-
isstjóri.
Miklar breytingar hafa orðið á
starfi og rekstri ÁTVR á þeim tíma
sem Höskuldur hefur setið sem for-
stjóri. Í samtali við Morgunblaðið
sagði Höskuldur að ástandið eins
og það var hefði þó hvorki verið
íhalds- né afturhaldssemi forvera
sinna að kenna heldur hefði tíðar-
andinn tekið miklum breytingum á
þessum árum.
Stærsta breytingin fólst í ákvörð-
un fjármálaráðuneytisins þegar
Höskuldur var þar ráðuneytisstjóri,
þegar ákveðið var að opna verslun í
Kringlunni sem átti eftir að gjör-
breyta allri ásýnd og þjónustu
ÁTVR.
Það kom einnig í hlut Höskuldar
að opna verslunina í Kringlunni
1987 sem var fyrsta sjálfs-
afgreiðsluverslun ÁTVR. Fyrir
tíma hennar var allt áfengi selt yfir
borðið og miklar biðraðir jafnan við
afgreiðsluna. Verslunin var einnig
fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem nýtti
sér rafrænan lestur á strikamerkj-
um sem þýddi að hægt var að
stemma af lager og sölu á hverjum
degi.
Áfengi og barnaföt
á sama stað
Í forstjóratíð Höskuldar hefur
þjónustan við landsbyggðina stór-
aukist. ÁTVR hóf samstarf við
verslanir víðs vegar á landinu.
Fyrsta tilraunin var gerð í Ólafsvík
í samstarfi við barnafataverslun.
Að sögn Höskuldar þótti ýmsum
þetta helst til djarft en fyrir-
komulagið fylgdi þó öllum reglum
um einkasölu og árangurinn reynd-
ist góður.
Að sögn Höskuldar voru versl-
anirnar á landinu 13 þegar hann
hóf störf en eru nú orðnar 46, auk
þess sem ÁTVR rekur netverslun.
Þetta hefur skipt sköpum fyrir hin-
ar strjálu byggð, t.d. nefnir Hösk-
uldur að eina verslunin á svæðinu
frá Akureyri til Selfoss hafi verið á
Seyðisfirði.
Á síðasta ári fékk ÁTVR við-
urkenningu frá fjármálaráðuneyt-
inu fyrir að teljast fyrirmynd-
arstofnun í ríkisrekstri. Auk þess
hlaut ÁTVR íslensku gæðaverð-
launin sem Samtök atvinnulífsins
veita. Það er því óhætt að segja að
Höskuldur skilji við gott bú núna í
haust.
Höskuldur er mikill áhugamaður
um útivist og ferðalög. Hann var
forseti Ferðafélags Íslands á ár-
unum 1985–94 og hefur hug á að
starfa frekar á þeim vettvangi sér
til ánægju í framtíðinni.
Höskuldur Jónsson að hætta eftir nærri 20 ára starf sem forstjóri ÁTVR
Engin íhaldssemi heldur
breyting á tíðarandanum
Morgunblaðið/Jim Smart
Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, hættir í haust, tæpum 20 árum eftir að hann fór úr fjármálaráðuneytinu.
Eftir Kristján Torfa Einarsson
kte@mbl.is
AUGLÝSTAR hafa verið stöður
forstjóra Samkeppniseftirlits og
forstjóra Neytendastofu. Ekki er
krafist menntunar á háskólastigi í
auglýsingu iðnaðar- og viðskipta-
ráðuneytisins um umsóknir um
stöðu forstjóra Neytendastofu.
Hins vegar er krafist reynslu á
þeim sviðum sem Neytendastofa
tekur til. Þekking á opinberri
stjórnsýslu og reynsla af stjórnun
er æskileg.
Sömu sögu er að segja um kröf-
ur til umsækjenda um embætti
talsmanns neytenda. Þar er ekki
krafist háskólamenntunar en við-
komandi þarf að hafa þekkingu á
málefnum neytenda, geta unnið
sjálfstætt og sýnt frumkvæði í
störfum.
Að sögn Kristjáns Skarphéðins-
sonar, ráðuneytisstjóra hjá iðnað-
ar- og viðskiptaráðuneytinu, var
ákveðið að krefjast ekki háskóla-
menntunar hjá umsækjendum um
stöðu forstjóra Neytendastofu í
ljósi viðhorfa til hæfniskrafna í
efnahags- og viðskiptanefnd Al-
þingis þegar lög um Neytenda-
stofu og talsmann neytenda voru
til umfjöllunar í þinginu. Segir
hann að ekki hafi þótt ástæða til
að gera ríkari kröfur til umsækj-
enda í auglýsingu um starfið en
kveðið sé á um í lögunum. Þrátt
fyrir að það hefði ekki verið
óframkvæmanlegt hafi hitt orðið
ofan á.
Skal hafa háskólamenntun og
víðtæka þekkingu og reynslu
Við annan tón kveður í auglýs-
ingu um umsóknir um starf for-
stjóra Samkeppniseftirlitsins. Þar
segir að umsækjandi skuli hafa
menntun á háskólastigi og búa yfir
víðtækri þekkingu og reynslu á
sviði samkeppnismála. Hann skal
hafa stjórnunarreynslu og m.a. er
æskilegt er að hann hafi þekkingu
á opinberri stjórnsýslu.
Staða forstjóra
Neytendastofu auglýst
Ekki kraf-
ist háskóla-
menntunar
KVEIKT var á stærsta auglýsinga-
skilti landsins á þaki nýs húsnæðis
Bílanausts á Bíldshöfða 9 um helgina.
Eins og sjá má á myndinni er skilt-
ið engin smásmíði, alls um 40 fer-
metrar að stærð og blasir við öku-
mönnum og vegfarendum í
grenndinni. Skiltið var smíðað í Lett-
landi og hefur mikil vinna farið í upp-
setningu þess, en sex starfsmenn
hafa séð um uppsetninguna undan-
farna tvo mánuði, að sögn Birgis
Ingimarssonar, framkvæmdastjóra
Taktik en fyrirtækið hafði yfirum-
sjón með uppsetningu og hönnun
skiltisins.
Alls eru 86 ljósaperur í skiltinu og
var kveikt á þeim öllum á miðnætti á
föstudagskvöld. Birgir hefur séð um
uppsetningu á fjölmörgum stórum
skiltum og segir hann óhætt að full-
yrða að lykillinn sé stærsta auglýs-
ingaskilti sem sett hafi verið upp hér
á landi.
Hið nýja húsnæði Bílanausts er
alls um tíu þúsund fermetrar að
stærð og verður það opnað síðar í
mánuðinum.
Kveikt á stærsta aug-
lýsingaskilti landsins
Morgunblaðið/Jim Smart
Starfsmenn Taktik vinna að uppsetningu skiltisins á föstudagskvöld.
HELGI I. Jónsson, dómstjóri Hér-
aðsdóms Reykjavíkur og fyrrver-
andi formaður Dómarafélags Ís-
lands, telur rétt að skoða hvort
banna eigi myndatökur af sakborn-
ingum og vitnum í dómhúsum hér á
landi og það hljóti að koma til álita
hvort einnig eigi að banna að mynd-
ir séu teknar af sakborningum og
vitnum á leið til og frá dómi. Hann
hefur komið ábendingu þar að lút-
andi á framfæri við réttarfarsnefnd
og dómsmálaráðuneytið.
Myndatökur af sakborningum
hafa verið talsvert til umræðu í
kjölfar tveggja dóma sem Pétur
Guðgeirsson, héraðsdómari í
Reykjavík, kvað upp í þessum mán-
uði. Í báðum dómunum hefur hann
gagnrýnt myndatökumenn fyrir
framgöngu þeirra og sagt að þeir
hafi gengið svo langt að elta sak-
borninga um dómhúsið og niður-
lægt þá með nærgöngulum mynda-
tökum. Pétur telur að það liggi í
augum uppi að maður sem stefnt
hefur verið fyrir dóm eigi rétt á því
að vera látinn í friði og það hljóti að
vera skylda dómstóla að skýla þeim
fyrir ásókn myndatökumanna. Pét-
ur vekur einnig athygli á því að
engar reglur gildi um myndatökur í
dómhúsum landsins, fyrir utan að
óheimilt er að taka myndir eftir að
þinghald hefst, þ.e. eftir að dómari
kemur í sal og lýsir því yfir að þing
sé sett.
Í samtali við Morgunblaðið sagði
Helgi I. Jónsson að sjónarmið Pét-
urs Guðgeirssonar um myndatökur
væru réttmæt. „Þetta vandamál
hefur verið rætt hér í dóminum og í
dómstólaráði. Mönnum finnst sem
myndatökumenn hafi á stundum
gengið nokkuð hart fram við að
taka myndir af sakborningum,“
sagði hann. Harkan hefði töluvert
aukist á síðustu misserum.
Bannað í Danmörku
og Noregi
Helgi benti á að í Danmörku og
Noregi væri bannað með lögum að
taka myndir af sakborningum og
vitnum á leið til og frá dómhúsi og í
dómhúsinu sjálfu, og á Englandi og
Írlandi væri bannað að taka myndir
inni í dómhúsum. Í íslenskum lög-
um væri á hinn bóginn einungis
bannað að taka myndir eftir að
þinghald hefst og að hans mati er
því ekki lagastoð fyrir því að banna
myndatökur í dómhúsum. Helgi
sagði að í lögum væri kveðið á um
að allir ættu rétt á réttlátri máls-
meðferð og í því fælist að menn
hefðu rétt á að undirbúa málsvörn
sína í friði. Myndatökur þegar í
dóminn væri komið gætu á hinn
bóginn hæglega komið þeim úr
jafnvægi og truflað málsvörn
þeirra. Þar sem sakborningar yrðu
að mæta fyrir dóm til að standa
fyrir máli sínu væru þeir berskjald-
aðir fyrir myndatökum. „Þetta
snýst um að sakborningar fái rétt-
láta málsmeðferð, þeir eiga ekki að
þurfa að sæta því að vera eltir um
dómhúsin og þurfa að skýla sér fyr-
ir myndatökumönnum,“ sagði
Helgi.
Niðurlæging í dómsal
Í öðrum dómi Péturs Guðgeirs-
sonar segir að sakborningar hafi
verið niðurlægðir með nærgöngul-
um myndatökum. Spurður um í
hverju niðurlægingin væri fólgin,
sagði Helgi að ljóst væri að margir
sakborningar legðu mikla áherslu á
að myndir væru ekki teknar af
þeim og reyndu með ýmsu móti að
skýla andliti sínu, s.s. með því að
draga hettu yfir höfuðið, meðan
öðrum virtist standa nokkuð á
sama. Þá gæti hver sem er sett sig
í spor sakbornings og hugsað hvað
honum myndi finnast um að vera
ljósmyndaður við slíkar aðstæður.
Helgi I. Jónsson dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur
Athugandi er að banna
myndatökur í dómhúsum
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is