Morgunblaðið - 06.06.2005, Side 32
32 MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 fæðir kópa, 4
verða færri, 7 vesöldin, 8
hárug, 9 rödd, 11 líkams-
hluta, 13 at, 14 a kvæmum,
15 greinilegur, 17 af-
bragðsgóð, 20 mann, 22
hæð, 23 baunum, 24 tappi,
25 mál.
Lóðrétt | 1 kaunin, 2
kryddtegund, 3 romsa, 4
ljósleitt, 5 veslast upp, 6
hinn, 10 kyrra, 12 leðja, 13
lítil, 15 sjófuglinn, 16 úði,
18 hrognin, 19 lengdarein-
ing, 20 doka, 21 halarófa.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 seinförul, 8 linir, 9 dulur, 10 tíu, 11 torga, 13
rimma, 15 hatta, 18 snáða, 21 lóm, 22 grund, 23 árinn, 24
kinnungur.
Lóðrétt | 2 efnir, 3 narta, 4 öldur, 5 uglum, 6 flot, 7 hráa, 12
gat, 14 inn, 15 hagi, 16 tauti, 17 aldin, 18 smáan, 19 álitu, 20
asni.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Í dag er nýtt tungl og við það tækifæri er
upplagt að strengja heit fyrir framtíðina.
Reyndu að bæta sambandið við systkini
og ættingja.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Notaðu daginn til þess að fara yfir pen-
ingamál þín. Reiknaðu út hvað þú skuld-
ar mikið og hve miklar tekjurnar eru.
Hvað getur þú gert til þess að auka þitt
peningalega sjálfstraust?
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Nýtt tungl er í merki tvíburans. Það er
upplagt tækifæri til þess að gaumgæfa
hvernig þú getur bætt útlit þitt og fram-
komu.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Veltu andlegum gildum fyrir þér í dag,
ef þú getur. Það er sama hverjar skoð-
anir þínar eru, þú trúir á eitthvað, svo
mikið er víst.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Hvernig á ljónið að fara að því að bæta
samskipti sín við félaga eða samtök?
Reyndar er besta leiðin til þess að bæta
tengslin að vera vingjarnlegri við náung-
ann.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Nýtt tungl trónir efst í sólarkorti meyj-
unnar. Það þýðir að hún á að nota tím-
ann til þess að hugsa um starfsframa
sinn og stefnu í lífinu.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Vogin þarf að spá í hvort hún eigi að afla
sér aukinnar menntunar eða þjálfunar til
þess að bæta aðstæður sínar. Veltu því
fyrir þér í dag.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Það er óhugsandi að lifa í þessum heimi
án þess að þurfa að taka tillit til gildis-
mats annarra. Aðrir sjá hlutina ekki
sömu augum og þú.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Hvernig á bogmaðurinn að fara að því að
bæta sín nánustu sambönd? Mundu, þú
þarft að reynast maka þínum jafn vel og
hann reynist þér.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Notaðu tímann til þess að skoða hvernig
þú getur bætt vinnuaðstæður þínar eða
vinnuaðferðir. Kannski þarftu að auðga
sambandið við vinnufélagana?
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Jafnvægi er nauðsynlegt í lífinu. Maður
getur ekki unnið stanslaust og ekki
skemmt sér allan sólarhringinn. Hvern-
ig tekst vatnsberanum að koma á stöð-
ugleika að þessu leyti?
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Á nýju tungli fær fiskurinn tækifæri til
þess að bæta aðstæður á heimili og sam-
skipti innan fjölskyldunnar. Hvernig fer
hann að því að gera heimilislífið meira
aðlaðandi?
Stjörnuspá
Frances Drake
Tvíburar
Afmælisbarn dagsins:
Fólk sem á afmæli í dag er einstaklega
listrænt og skapandi í eðli sínu. Það þarf
hreinlega að tjá sig við aðra.
Hugmyndir afmælisbarna dagsins
virðast oft fráleitar vegna þess hversu
framsýnar þær geta verið.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Dagana 13.–25. júní breytist Háskóli Ís-lands í Háskóla unga fólksins (HUF).Þá gefst unglingum, 12–16 ára (fædd áárunum 1989–1993), tækifæri á að
sækja fjölbreytt námskeið um allt milli himins og
jarðar á háskólasvæðinu. Björn Þorsteinsson,
verkefnisstjóri HUF, segir skólann hafa fengið
góðar viðtökur í ár, rétt eins og í fyrra en þó séu
enn nokkur sæti laus. Björn segir markmiðið hafa
verið að kynna ungu fólki starfsemi Háskóla Ís-
lands. „Við viljum veita krökkum á þessum aldri
innsýn í fræðistarf Háskóla Íslands og sýna þeim
hvað sú starfsemi er fjölbreytt og lifandi.“
Hann bætir við að Háskóli unga fólksins sé
kærkomin viðbót við þann fjölda námskeiða sem
er í boði fyrir þennan aldurshóp yfir sumarið en
hafi þá sérstöðu að sinna andanum líka. Nám-
skeiðin sem boðið er upp á eru margvísleg. Þau
eru alls 25 og eru allt frá kynjafræði og lögfræði
upp í japönsku og veðurfræði. „Stjörnufræðin er
ansi vinsæl en þar er fjallað um kenningar um
upphaf alheimsins, líf á öðrum hnöttum og meðal
þess sem verður gert er að skoða stjörnurnar í
gegnum einn stærsta sjónauka heims, sem er
staðsettur á Hawaii.“
Eins hefur eðlisfræðinámskeiðið vakið athygli
sem kalla mætti Vetnisskóla Háskóla unga fólks-
ins. „Þar er farið yfir það allra nýjasta í vetnis-
rannsóknum hér á landi sem eru á heims-
mælikvarða og talað verður meðal annars um
vetnisstrætisvagna.“ Framboð á tungumála-
námskeiðum hefur aukist frá því í fyrra og nú hef-
ur aldurstakmarkið einnig verið lækkað um eitt
ár. Eitthvað virðast unglingarnir feimnir, því
læknisfræðin, þar sem áherslan er á kynfræðslu,
hefur ekki verið alveg jafn vinsæl og búist var við
en Björn segir að þátttakan þar sé að glæðast.
Hægt að skrá sig á heimasíðunni www.ung.is til
9. júní. Þar getur nemandinn valið allt að 10 nám-
skeið sem hann hefur áhuga á, búið til sína eigin
stundaskrá og greitt skráningargjald eða sent
tölvupóst.
Sumarnám | Háskóli unga fólksins starfræktur annað árið í röð
Allt frá upphafi alheimsins til
vetnisstrætisvagna
Björn Þorsteinsson
fæddist árið 1967 í
Kaupmannahöfn. Hann
lauk doktorsnámi í
heimspeki frá Háskól-
anum í París 8. apríl sl.
Björn starfar sem verk-
efnisstjóri hjá skristofu
rektors Háskóla Ís-
lands, og Háskóla unga
fólksins. Björn er
kvæntur Sigrúnu Sig-
urðardóttur sagn- og menningarfræðingi og
eiga þau tvær dætur, Snædísi og Matthildi.
Myndlist
Café Karólína | Hugleikur Dagsson.
Energia | Sigurður Pétur Högnason.
Gallerí Sævars Karls | Kristín Blöndal sýn-
ir málverk.
Gamla Kaupfélagshúsið | KFL group sýnir.
Opið alla daga 14–18. Aðgangur ókeypis.
Gerðuberg | Sýningin Stefnumót við safn-
ara II er opin virka daga frá kl. 11–17 og um
helgar frá kl. 13–17.
Kaffikönnur, bangsar, gosdrykkjamiðar,
dúkkulísur, munkar, listaverk úr brotajárni
og herðatrjám, fyrirlestrar, bíó o.fl. Sjá
www.gerduberg.is.
Hafnarbakkinn í Reykjavík | Kristinn
Benediktsson, Fiskisagan flýgur, ljós-
myndasýning til 31. ágúst.
Hallgrímskirkja | Sumarsýning Listvina-
félags Hallgrímskirkju. Guðbjörg Lind
Jónsdóttir sýnir myndverk í forkirkju og
kór Hallgrímskirkju.
Hallgrímskirkja | Þórólfur Antonsson og
Hrönn Vilhelmsóttir sýna ljósmyndir í Hall-
grímskirkjuturni.
Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi | Auð-
ur Vésteinsdóttir.
Hrafnista Hafnarfirði | Rúna (Sigrún Guð-
jónsdóttir) sýnir í Menningarsalnum á
fyrstu hæð.
Leonard | Mæja sýnir út júnímánuð. Sjá
nánar á www.maeja.is.
Norræna húsið | Norski málarinn Örnulf
Opdahl.
Norska húsið í Stykkishólmi | Ástþór Jó-
hannsson.
Saltfisksetur Íslands | Kristinn Benedikts-
son ljósmyndari með ljósmyndasýningu.
Smekkleysa Plötubúð – Humar eða
Frægð | Ólöf Nordal og Kelly Parr. Sýningin
heitir Coming Soon er fyrsta úrvinnsla í
samvinnu þeirra.
Við Fjöruborðið | Inga Hlöðvers.
Þjóðminjasafn Íslands | Mynd á þili í Boga-
sal. Sýningin er afrakstur rannsókna Þóru
Kristjánsdóttur á listgripum Þjóðminja-
safnsins en munirnir eru frá 16., 17. og 18.
öld. Sýningin er liður í Listahátíð í Reykja-
vík 2005.
Listasýning
Árbæjarsafn | Sýningin Röndótt – Köflótt í
Kornhúsinu.
Gamla Kaupfélagið | KFL–group með sýn-
ingu. 27 myndlistamenn í 23 daga.
Söfn
Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Hljóð-
leiðsögn um húsið, margmiðlunarsýning og
skemmtilegar gönguleiðir í nágrenninu.
Jagúarinn í hlaðinu. Opið alla daga í sumar
frá kl. 9 – 17.
Ráðhús Þorlákshafnar | Á sýningu í Ráð-
húsi Ölfuss gefur að líta margar tegundir
uppstoppaðra fiska, bæði vel þekktar teg-
undir og furðufiska.
Þjóðmenningarhúsið | Fyrirheitna landið
er heiti sýningar sem segir frá ferðum
fyrstu Vestur-Íslendinganna; mormónanna
sem settust að í Utah.
Þjóðmenningarhúsið | Sýningar í Þjóð-
menningarhúsinu eru opnar alla daga frá
kl. 11 til 17. Helstu sýningar eru; Handritin,
Fyrirheitna landið og Þjóðminjasafnið –
svona var það. Á veitingastofunni Matur og
menning er gott að slaka á og njóta veit-
inganna og útsýnisins yfir Arnarhólinn og
höfnina.
Mannfagnaður
Rangæingafélagið Reykjavík | Árleg gróð-
ursetningarferð í Heiðmörk verður mið-
vikudaginn 8. júní, mæting í reit félagsins
Landmenaslóð kl. 20. upplýsingar í síma
847-2548.
Málþing
Háskólinn á Akureyri | Hvernig verður
akademískt samfélag til? Félagsvísinda–
og lagadeild Háskólans á Akureyri stendur
fyrir málþingi 6. júní um tilurð akademísks
samfélags. Fundarstaður: L101 Sólborg v/
Norðurslóð. Fundarstjóri: Ágúst Þór Árna-
son. Kl 09:00 Setning: Þóroddur Bjarna-
son. Kl. 10:30 umræður.
Námskeið
Hátíðarsalur íþróttamiðstöðvar Álfta-
ness | Diane Gossen kennir skólamönnum
aðferðir í nemendamálum, að skapa að-
stæður fyrir uppbyggingu–sjálfsaga. Marg-
ir hafa hrifist af hugmyndum hennar og
verður hún með framhaldsnámskeið 20.–
21. júní. Skráning á: www.sunnuhvoll.com
eða á netfanginu sunnuhvoll@ismennt.is
eða í síma 561 1004.
Fyrirlestrar
Verkfræðideild Háskóla Íslands | Í dag, 6.
júní kl. 16, heldur Anna María Jónsdóttir
fyrirlestur um MS-verkefni sitt: „Hagnýting
umferðargreina–umferðarflæði og ökubil“.
Á Íslandi eru í notkun yfir 30 umferðar-
greinar. Þeir skrá og greina þá umferð sem
yfir þá aka. Umferðargreinunum hefur ver-
ið komið fyrir víða á vegum landsins.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
Tvær svíningar í boði.
Norður
♠KG109
♥Á74
♦Á54
♣K64
Suður
♠ÁD8652
♥3
♦KG3
♣ÁG8
Suður verður sagnhafi í sex spöðum
og fær út hjartakóng.
Hvernig er best að spila?
Einn augljós möguleiki er að svína í
báðum láglitum. En það er heldur ná-
kvæmari spilamennska að trompa
fyrst út hjartað, því þá er vestur enda-
spilaður ef hann drepur á drottningu
aðra í þeim lit sem fyrst er svínað.
En best af öllu er að hreinsa upp
hjartað, taka ÁK í tígli og spila gos-
anum. Þá er spilið unnið ef vestur lend-
ir inni eða ef drottningin fellur önnur. Í
versta falli fær austur slaginn og spilar
laufi. En í því tilfelli vaknar laufáttan
til lífsins, svo það dugir að austur sé
með drottninguna EÐA 109.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
1. g3 g6 2. Bg2 Bg7 3. c4 d6 4. Rc3 Rf6 5.
d4 O-O 6. Rf3 c6 7. O-O Bf5 8. b3 Re4 9.
Bb2 Rxc3 10. Bxc3 Be4 11. e3 d5 12. De2
e6 13. Hfc1 Rd7 14. Bf1 Bxf3 15. Dxf3
De7 16. Hab1 a6 17. Be1 Hfe8 18. Hc2
Rf6 19. a4 Had8 20. cxd5 cxd5 21. Hbc1
Da3 22. Hc3 Hd7 23. Dd1 Bf8 24. Bd3
Dd6 25. Hc8 Hxc8 26. Hxc8 Hd8 27. Hc1
Dd7 28. b4 Hc8 29. b5 axb5 30. Bxb5 Dd8
31. Hb1 b6 32. Db3 Bd6 33. Ba6 Hb8 34.
Hc1 Kg7 35. Kg2 h5 36. h3 Rg8 37. Bd3
Re7 38. Hb1 Rg8 39. Db5 Dc7 40. Bd2
Re7 41. Hc1 Dd8 42. Hc2 Hc8 43. Hb2
Hb8 44. Hb3 Rg8 45. Hc3 Re7 46. Hc1
Hc8 47. Hb1 Hb8 48. Hb2 Rg8 49. Hc2
Re7 50. e4 dxe4 51. Bxe4 De8 52. Db3
Dd7 53. Bg5 Da7 54. Be3 Da5 55. Bd2
Da7 56. Db5 Hc8 57. Hb2 Hb8 58. Hb3
Dc7 59. h4 Rg8 60. Hc3 Dd8 61. Hc6 Rf6
62. Bf3 Kh7
Staðan kom upp á pólska meist-
aramótinu sem lauk fyrir skömmu í
Poznan. Tomasz Markowski (2560)
hafði hvítt gegn Pavel Jaracz (2530). 63.
Hxd6! Dxd6 64. Bf4 Dxd4 svartur hefði
einnig staðið upp með gjörtapað tafl eftir
64... Dd8 65. Bxb8 Dxb8 66. a5. 65. Bxb8
Re4 66. Bxe4 Dxe4+ 67. Kh2 Dd4 68.
Kg1 Dd1+ 69. Kg2 Dd4 70. Bf4 og
svartur gafst upp. Atkvöld Hellis fer
fram í dag. Nánari upplýsingar er að
finna á vefsíðunni www.skak.is.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
Lista- og menningarhátíð Hafn-
arfjarðar.
Kl 20. Á sumarkvöldi. Tónleikar
Kammerkórs Hafnarfjarðar í Há-
sölum. Á efnisskránni eru m.a. ís-
lensk og erlend þjóðlög, norræn
kóratónlist og fleira. Aðgangseyrir
er kr. 1.000 / 500 fyrir nemendur
og eldri borgara. Miðar eru seldir
við innganginn.
Bjartir dagar