Morgunblaðið - 06.06.2005, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2005 33
Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00
Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is
CIRKUS CIRKÖR 14.-17. JÚNÍ
Sirkusinn sem allir tala um!
Stóra svið
BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA
- gildir ekki á barnasýningar!
Nýja svið, Litla svið og Þriðja hæðin
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Einleikur Eddu Björgvinsdóttur
Fi 9/6 kl 20
Fö 10/6 kl 20 - UPPSELT
Lau 11/6 kl 20, Þri 14/6 kl 20
Fi 16/6 kl 20
Lau 17/6 kl 20
Su 18/6 kl 20
Síðustu sýningar
KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren
Í samstarfi við Á þakinu
Su 12/6 kl 14 - UPPSELT
Su 12/6 kl 17
Lau 18/6 kl 14
Su 19/6 kl 14 - UPPSELT
Su 26/6 kl 14, Lau 9/7 kl 14
Su 10/7 kl 14, Su 17/7 kl 14
Su 24/7 kl 14
99% UNKNOWN - Sirkussýning
CIRKUS CIRKÖR FRÁ SVÍÞJÓÐ
Þri 14/6 kl 20,
Mi 15/6 kl 20,
Fi 16/6 kl 20,
Fö 17/6 kl 20
Aðeins þessar sýningar
25 tímar
Dansleikhús/samkeppni
LR og Íd í samstarfi við SPRON
Fi 9/6 kl 20 - kr. 2.500
Einstakur viðburður
BLÁSARAKVINTETT Hafnarfjarðar heldur tónleika í
Hásölum annað kvöld, þriðjudag.
Á efnisskránni verður létt og leikandi tónlist í takt
við sumarkomuna og m.a. flutt íslensk sönglög í útsetn-
ingu Páls P. Pálssonar, ungverskir dansar eftir F.
Farkas. Eftir D. Milhaud leikur kvintettinn svítu sem
m.a. hefur verið notuð í kvikmynd og kvintett eftir
Franz Anton Rosetti.
Blásarakvintettinn skipa þeir Gunnar Gunnarsson
sem leikur á þverflautu, Peter Tompkins sem leikur á
óbó, Ármann Helgason er klarinettuleikarinn, Rúnar
Vilbergsson leikur á fagott og Emil Friðfinnsson á
horn.
Félagarnir eru bæði kennarar við Tónlistarskóla
Hafnarfjarðar og hljóðfæraleikarar í Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands.
Tónleikarnir hefjast kl. 20. Aðgangseyrir er kr.
1.000, en kr. 500 fyrir nemendur.
Blástur í Hásölum
HALLBERG Hallmundsson er höf-
undur fjölda ljóðabóka, frumsam-
inna og þýddra. Með þýðingum sín-
um hefur hann oftar en ekki kynnt
skáld sem rutt hafa brautir í ljóðlist-
inni, verið öðruvísi ef svo má að orði
komast. Í frumsömdu ljóðunum
stendur hann að minnsta kosti öðr-
um fæti í hefð-
inni. Þannig bera
ljóð hans í senn
kunnuglegt og
framandi svip-
mót. Skyldi síst
undra þar sem
Hallberg mennt-
aðist hér heima
en var svo lengst
af búsettur er-
lendis. Titill bók-
ar þessarar er
auðvitað sóttur í Alþing hið nýja
Jónasar og helgast af því, meðal
annars, að þetta eru smáform eða
baggar skoplitlir eins og Jónas
komst að orði. Fyrirsagnir eru eng-
ar. Þess í stað eru ljóðin tölusett, tvö
hundruð og fimmtíu talsins. Ber því
að skoða þetta sem ljóðaflokk. Ekki
er ófyrirsynju að skírskotað sé til
Jónasar sem gerðist tengiliður við
umheiminn jafnframt því sem hann
varð boðberi íslenskrar endur-
reisnar. Samlíkingar Hallbergs og
hugmyndafræði eru mest á þjóðlegu
nótunum. Lífspekin er sömuleiðis
runnin upp af reynslu kynslóðanna,
stöku sinnum með þjóðsagnaívafi
eða dæmum úr Íslandssögunni. Eða
jafnvel úr slitrum af gömlum dæg-
urlagatextum. Gagnort formið leyfir
ekki málalengingar en gerir sjálf-
krafa kröfu um tæpitungulaust orða-
val, jafnvel nokkurs konar spak-
mælastíl. Á stöku stað er lyft undir
stemminguna með auðskildum orða-
leikjum. Þetta eru gagnsæ ljóð sem
engu leyna. Sum eru nánast svip-
leiftur, kenndaskáldskapur, mynd-
rænar náttúrulýsingar – kyrrlífs-
myndir mætti allt eins kalla það –
auganu beint að stað og stund, til-
vistin skyggnd út frá jarðföstu sjón-
arhorni. Slíkt má kalla vegsömun
eða upphafning einfaldleikans. Í
raun tekst Hallberg best upp þegar
hann einskorðar sig við þá hliðina.
Samanber þessa aftanstemming:
Loka nú blómin
litfögrum krónum sínum.
Sólin er sigin.
En Hallberg á líka til að tengja
unaðssemdir náttúrunnar við af-
stæðan veruleika, lauma inn í mynd-
ina þversögnum þar sem minnt er á
mannlífsins ófullkomleika, stundum
með nokkurri kaldhæðni. Dæmi af
slíku:
Hugur hans er tær
og bjartur sem bergvatnslind
en botninn auður.
Þó grunntónninn í ljóðum Hall-
bergs sé í raun klassísks eðlis og
skírskotanir hans séu hefð og venju
samkvæmar er ljóst að honum er í
mun að gerast ekki yfirmáta hátíð-
legur. Þannig notar hann allvíða úr-
fellingarmerki lesandanum til leið-
beiningar, áréttar þannig að textinn
skuli lesinn sem hvert annað alþýð-
legt talmál. Allt eins bregður fyrir
orðum sem til þess eru fallin að drífa
lesandann upp frá værð þeirri sem
fögur landslagsmynd og stillt og
blítt veður framkallar einatt í sálar-
lífinu. Að gefa bókinni einhverja
heildareinkunn er því hvergi auð-
velt. Og reyndar óþarft. Sumt er ag-
að, slétt og fellt. Annað sýnist til
þess ætlað að skemmta. Og enn ann-
að ber svip af tilraunaljóðlist. Þann-
ig vísa ljóð þessi til ýmissa átta;
minna á að lífið er torskilið og mót-
sagnakennt.
Einu gildir þó hvert Hallberg
stefnir, orð hans hafa alltént merk-
ingu. Hann hefur alltaf eitthvað að
segja, eitthvað sem kveikir glampa í
hugskotinu, eitthvað sem í minni
festist.
Myndræn smáform
BÆKUR
Ljóð
eftir Hallberg Hallmundsson. 69 bls. Útg.
Brú. Reykjavík, 2005.
Baggar skoplitlir
Erlendur Jónsson
Hallberg
Hallmundsson
ÚTILISTAVERK Margrétar Blön-
dal við Bárugötuna og nágrenni í
Reykjavík eru hluti af stóru heildinni
sem skapar sýninguna Tími, Rými,
Tilvera, myndlistarhluta Listahátíð-
ar í ár. List á götum úti er í góðu
samræmi við titil og þema sýning-
arinnar og þann alþýðlega boðskap
sem finna má í mörgum verka Diet-
ers Roth. Margrét Blöndal hefur
skapað listaverk sem gengur vel upp
við þessar aðstæður. Verk hennar
samanstendur af þrettán myndum á
ólíkum húsum, unnum upp úr fimm
myndröðum. Myndirnar er flestar að
finna á Bárugötu, niður í Fischer-
sund og út á Bræðraborgarstíg.
Upprunalegu myndirnar eru ljós-
myndir, unnar og prentaðar á skilta-
plötur og að hluta málaðar. Þegar
þær loks mæta áhorfandanum eru
myndverkin hálfabstrakt en þó má
greina kunnuglega þætti, hendur,
eitthvað sem minnir á kött, einhvers
konar efni, pils eða sæng? Myndefnið
er samt mjög greinilega upprunnið í
þeim heimi sem tilheyrir innviði
húsanna sem þau prýða, hinum lok-
aða heimi sem er einkamál. Litirnir
eru bjartir og gefa í skyn friðsælt
heimilislíf, þó ekki svo að ekki geti
eitthvert leyndarmál dulist bak við
sakleysislegt yfirborð. Val Mar-
grétar á staðsetningu tengist án efa
búsetu hennar þar sem verkin eru án
efa unnin með þessa staðsetningu í
huga því þau eru í svo góðu samræmi
við hana, við þann heim sem er að
finna í þessum götum gamalgróinna
garða, notalegra skjólríkra hús-
veggja, þessar götur þar sem margir
hafa gengið í gegnum tíðina og ófáir
lifað lífi sínu innan veggja þessara
húsa. Litirnir í sumum þessara
mynda minna örlítið á litanotkun
Skagamálaranna, eða impressionista
sem máluðu gjarnan friðsælt heim-
ilislíf og þegar gengið er um Báru-
götuna á friðsælum morgni og sólin
skín gegnum laufkrónurnar svo sól-
blettirnir dansa á gangstéttinni eru
það einmitt friðsælar stundir heima
við sem koma upp í hugann, kannski
er einhver að æfa sig á hljóðfæri á
hæðinni fyrir ofan og á leikvellinum í
fjarska eru börn að leik. Myndir
Margrétar eru þó einnig mátulega
ólæsilegar til þess að ýta ekki um of
undir þessa einföldu ídyllísku mynd
og þetta ólæsi gefur þeim aukið svig-
rúm og skapar ólíka túlkun þeirra í
hugum vegfarenda. List í opinberu
rými getur tekið á sig ótal myndir og
Margrét hefur alls ekki farið auð-
velda leið við gerð þessa verks,
margt hefði getið farið úrskeiðis og
þá á ég ekki við tæknilegu hliðina
heldur framsetningu verka og túlkun
þeirra. Henni hefur tekist ótrúlega
vel að skapa lifandi og mátulega sýni-
legt/ósýnilegt listaverk sem með
engum hætti þrengir sér upp á veg-
farandann heldur gefur honum færi
á að upplifa umhverfi sitt á innihalds-
ríkari og fegurri máta en áður. Þetta
framlag Margrétar lætur ekki mikið
yfir sér en er mikilvægur hluti af
þeirri hugmyndalegu og sjónrænu
heild sem Tími, Rými, Tilvera sækist
eftir að skapa og Jessica Morgan hef-
ur greinilega fengið réttu hugmynd-
ina þegar hún valdi list Margrétar
Blöndal stað utandyra.
Friðsælir leyndardómar
Morgunblaðið/Jim Smart
„Jessica Morgan hefur greinilega fengið réttu hugmyndina þegar hún
valdi list Margrétar Blöndal stað utandyra,“ segir m.a. í umsögninni.
MYNDLIST
Listahátíð í Reykjavík
Útilistaverk við Bárugötu
og nágrenni
Út júlímánuð.
Margrét Blöndal
Ragna Sigurðardóttir
KÝR verða í öndvegi í Barcelona í
sumar en hafin er sýning á 75 högg-
myndum af þessari göfugu skepnu
víðs vegar um borgina. Mun hún
standa í allt sumar. Listamennirnir
eru allir borgarbörn og hér sést
einn þeirra, Jordi Traphero, leggja
lokahönd á verk sitt „vaca-mundi“.
Reuters
Kýr á hverju strái