Morgunblaðið - 12.06.2005, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 12.06.2005, Qupperneq 12
12 SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ sjúkrahúsanna í Reykjavík árið 2000 hafi verið stefnt að því að gera starf- semi þeirra skilvirkari og ódýrari, bæta þjónustuna og auka ánægju sjúklinga með hana og að lokum að styrkja rannsóknir og kennslu innan sjúkrahússins. Ríkisendurskoðun segir ljóst að þessi meginmarkmið hafi að mörgu leyti náðst. Með sam- einingu sérgreina mynduðust fag- lega sterkar einingar sem gáfu aukna möguleika á sérhæfingu, markvissari og betri þjónustu við sjúklinga og meiri möguleikum á kennslu og vísindastörfum. Þá sé umfang þeirrar þjónustu sem starfs- fólkið skili svipað og fyrir samein- ingu þrátt fyrir að því hafi fækkað nokkuð. Sameiningin hefði hins veg- ar hvorki leitt til aukinna afkasta né sparnaðar eins og að hafi verið stefnt. Þó að biðlistar hefðu styst í sumum sérgreinum hefðu þeir lengst í öðrum. Þá hefði sameining deilda, fækkun starfsfólks og minni yfirvinna ekki orðið til að draga úr kostnaði. Hann hefði þvert á móti hækkað svo mikið að minni þjónusta fengist fyrir hverja krónu en áður. Var í skýrslunni sýnt fram á að rekstrarkostnaður hefði aukist um 33% frá 1999–2002. Þetta mætti m.a. rekja til mikilla launahækkana á tímabilinu en einnig til aukins kostn- aðar vegna tækninýjunga og nýrra lyfja. Gagnrýni svarað LSH svaraði gagnrýni Ríkis- endurskoðunar og taldi niðurstöð- urnar villandi að ýmsu leyti. Taldi starfshópur LSH sem fór yfir skýrsluna m.a. ósanngjarnt að nota almenna launavísitölu og neyslu- verðsvísitölu til að bera saman kostnað milli ára. Í samanburði sem sjúkrahúsið hefur nú sjálft gert kem- ur í ljós að rekstrarkostnaður hefur ekki aukist í líkingu við það sem Ríkisendurskoðun hélt fram í sinni skýrslu. Einnig benti LSH á að ekki væri hægt að bera saman tölur úr rekstri og starfsemi fyrir árin 1999 og 2002 líkt og Ríkisendurskoðun gerði, vegna breytinga sem urðu á þessum tíma með sameiningu. Einn- ig skekki niðurstöðuna að S-merkt lyf sem fluttust frá Tryggingastofn- un til LSH árið 2001 voru inni í rekstrartölum árið 2002 en ekki árið 1999. Kostnaður við þessi lyf var rúmlega 1,3 milljarðar árið 2002. Sé þessi upphæð tekin út í samanburð- inum og tillit tekið til verðlags, hafi kostnaður við rekstur ekki hækkað á tímabilinu. Ríkisendurskoðun vinnur nú að sambærilegri úttekt á starfsemi LSH fyrir árin 2003 og 2004. Er það álit stjórnenda LSH að niðurstaða þeirrar úttektar leiði í ljós að nú sé hagræðing vegna sameiningar farin að skila sér í rekstrinum. Á þeim tíma sem fyrri skýrsla Ríkisendur- skoðunar var gerð hafi sameining sérgreina staðið sem hæst með til- heyrandi tilkostnaði. Tíma hafi tekið fyrir starfsemina að jafna sig og ná fyrri hæðum og meira til. Sá tími sé nú kominn. Er þess að vænta að framhaldsskýrsla Ríkisendurskoð- unar komi út í haust. Flestir eru sammála um að helsti ávinningur sameiningarinnar felist í sameiningu sérgreina. Með þessu móti hafi myndast faglega sterkar einingar á alþjóðlegan mælikvarða sem opni möguleika á skiptingu í undirsérgreinar og aðra sérhæfingu, líkt og það er orðað í skýrslu Ríkis- endurskoðunar. Tvöföldun þjónustu hafi minnkað verulega eða horfið. Sem dæmi um hagræði sem hlotist hefur af sameiningu sérgreina er starfsemi skurðlækninga á LSH. Búið er að sameina ákveðnar sér- greinar skurðlækninga annars vegar við Hringbraut og hins vegar í Foss- vogi. Hefur með þessum hætti verið hægt að skipuleggja starfsemina mikið, hagræða í rekstri, fjölga að- gerðum og auka sérhæfingu starfs- fólksins. Ytri sameiningu lokið Ytri sameiningu er að flestu leyti lokið fyrir utan augljóst óhagræði við að vera á tveimur stöðum með meginstarfsemina. Nú, þegar fyrstu skrefin hafa verið stigin að byggingu nýs sjúkrahús, telja margir að tíma- bært sé að huga betur að innra starfi sjúkrahússins. Hefur m.a. verið ákveðið að stefna að aukinni göngu- og dagdeildarþjónustu og hafa verk- ferlar við útskriftir sjúklinga verið endurskoðaðir eins og nánar verður fjallað um síðar. Meðal þess sem Ríkisendurskoð- un og fleiri hafa gagnrýnt er að stefnumótun er varðar verkaskipt- ingu milli LSH og annarra aðila inn- an heilbrigðiskerfisins, vanti. Skip- aði heilbrigðisráðherra í þessum tilgangi nefnd haustið 2003 undir formennsku Jónínu Bjartmarz sem stefnt var að að myndi skila niður- stöðum vorið 2004. Ekki varð þó úr því en nefndin skilaði áfangaáliti haustið 2004. Var hún hins vegar endurvakin nú í ársbyrjun og er nið- urstaðna að vænta á næstu vikum. Er það álit margra viðmælenda Morgunblaðsins að á meðan skorti á skýra sýn í framtíðarverkefnum LSH sé erfiðara að hefja byggingu nýs spítala.                           !                      !  "# $ %&  '(  & %&)*$+ $(+    !  , - & .  /& 0    & & 1# 2#   $% & 3( 4& 5 ,!!& & 6.78 9  9)&$3& 0 5-& 0'  :  : & "$ & /$ 5-& ; &  5-& 2#5& 6/$ % < & " " "         #$    % #$  ## &' =  > = > ( "       Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra „Þó að fjárhagslegur ávinningur hafi náðst með sameiningu sjúkrahúsanna þá er það hinn mikli faglegi ávinningur sem er aðal- atriðið. Hann er ótvíræður. Öllum ber sam- an um að spítalinn sem hátæknisjúkrahús hafi nú sterkar einingar og öflugri en fyrir sameiningu. En við ljúkum ekki sameining- unni fyrr en við komum meginstarfsemi spítalans, sérstaklega bráðaþjónustunni, undir eitt þak. Þar með mun sameiningunni ljúka en þróun spítala lýkur aldrei.“ Margrét S. Björnsdóttir, fulltrúi Samfylkingar í stjórnarnefnd „Ég er alveg sannfærð um að það var heilla- spor að sameina spítalana. Menn fóru að vísu íslensku leiðina, dembdu sér út í það, sjálfsagt hefði mátt undirbúa það betur. En sameining var nauðsynleg og kostir hennar eru að birtast í aukinni framleiðni og sterkari fagsviðum. Í Svíþjóð er til dæm- is sú þumalfingursregla að það þurfi að minnsta kosti milljón íbúa upptökusvæði fyrir háskólasjúkrahús sem vill rísa undir nafni. En nú er bygging nýs spítala stóra málið. Þjóðin þarf að gera upp við sig hvort hún vilji fara í hana á þessum tímapunkti, vegna þess að það koma ekki mörg svona tækifæri þar sem jafnmiklir fjármunir eru til ráðstöfunar í verkefni sem þetta,“ segir Margrét og á þar við sölu Símans. Jóhannes M. Gunnarsson, lækningaforstjóri og forstjóri LSH sl. vetur „Það er mín skoðun að sam- einingin hafi heppnast mæta- vel en það fylgja því að sjálf- sögðu einhverjar aukaverkanir og ein þeirra er ákveðin fjarlægð sem verður í stærri fyrirtækjum.“ Anna Lilja Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga „Sameiningin er að megninu til búin, miðað við núverandi húsnæði. Við erum á 18–19 stöðum og rekum tvö bráðahús en utan þess er sameiningin að mestu komin. Við getum ekki mikið meira gert til hagræðingar fyrr en við komumst undir eitt þak. Það er mjög erfitt að segja hvaða rekstrar- legi ávinningur hefur orðið vegna samein- ingarinnar og hvað vegna almennrar hag- ræðingar. Við erum alla vega að sýna fram á hagræðingu með því að vera með sama rekstrarkostnað nú og árið 2000 en stóraukna þjónustu.“ Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri tækni og eigna „Það er að mestu bú- ið að sameina sér- greinarnar. Þetta hefur verið mjög mikil vinna og sjálf- sagt skiptar skoð- anir um einstök skref í því.“ Hvað segja þau um árangur sameiningar?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.