Morgunblaðið - 12.06.2005, Síða 23

Morgunblaðið - 12.06.2005, Síða 23
húsi, en svo yfirfull af safngripum að þar verður naumast drepið niður fæti, enda er Aðalsteinn hættur að taka við munum sem bjóðast. Það er einfaldlega ekki hægt að koma þeim fyrir. Ekki vantar almennan áhuga á að koma merkilegum hlutum í safnið; fólk hringir stöðugt, segir Aðalsteinn. Fyrir atbeina Ingimundar Sigur- pálssonar, fyrrverandi bæjarstjóra í Garðabæ, fékkst liðlega 100 fer- metra sýningarrými í leigusal við Garðatorg, en mjög lítið af safneign- inni er hægt að hafa til sýnis þar. Safngripir eru eins og áður segir miðaðir við 20. öldina og árin fimm sem síðan eru liðin. Í stórum dráttum má segja að safnað hafi verið tvennskonar grip- um: Listiðnaði, handunnum eða fjöldaframleiddum, og því sem flokka má undir iðnhönnun. Af list- iðnaði má til dæmis nefna rjúpuna og fleiri verk, brennd í leir, eftir Guðmund frá Miðdal, vasa frá Glit, sem Ragnar Kjartansson hannaði og framleiddi. Iðnhönnunargripir eru miklu fleiri og fyrirferðarmeiri og helgast það ekki sízt af því að um 85% af safneigninni heyra til húsgagna- deildinni. Það sem til er núna dugar samt til þess, segir Aðalsteinn Ing- ólfsson, að mynda álitlegt safn. Hér skal vísað til mynda af nokkrum merkilegum og gerólíkum stólum í eigu safnsins. Sá elzti þeirra er frá árinu 1911; en frá fyrsta áratugi ald- arinnar á safnið engan grip. Ný viðhorf í hönnun um og eftir 1950 Félag húsgagna- og innanhúss- arkitekta var stofnað í janúar 1955 og sá atburður markar allnokkur tímamót. Ég man það vegna þess að ég hóf störf sem blaðamaður í sama mánuði, að áhugi sem áður varð ekki vart, spratt skyndilega upp, einkum hjá yngri kynslóðinni. Í ár- anna rás sá ég um að kynna nýja húsgagnahönnun, en úr þessum hópi ungra hönnuða, sem þá bar með sér nýbylgju, man ég eftir Hjalta Geir Kristjánssyni, Sveini Kjarval, Gunnari Magnússyni og Gunnari H. Guðmundssyni. Sér á parti voru bræðurnir á Laufásveg- inum, Guðmundur og Jón Bene- diktssynir, sem hönnuðu og smíðuðu módelhúsgögn, og Jóhann Ingi- marsson, Nói í Valbjörk, á Akur- eyri, sem hannaði og framleiddi húsgögn með mjög persónulegu og listrænu svipmóti í nærri tvo ára- tugi. Margir fleiri góðir hönnuðir hafa komið við sögu eins og Pétur B. Lúthersson, Finnur Fróðason, Þór- dís Zoëga, Sigurður Gústafsson, Erla Sólveig Óskarsdóttir og Rut Káradóttir, svo einhverjir séu nefndir. Með tímanum þyrfti Hönn- unarsafn Íslands að eiga úrvalsgripi eftir alla þessa hönnuði. Það er samt ekki neitt viðlíka sterk tízkuhreyf- ing á ferðinni núna og var um 1955. Áhrifin þá voru skandinavísk; um- fram allt dönsk, enda voru Danir þá orðnir stórveldi í hönnun. Það segir sína sögu að maður, sem allsstaðar var með á nótunum, Halldór Lax- ness, var fljótur að afla sér „Eggs- ins“, frægs stóls eftir danska arki- tektinn Arne Jacobsen. Menn höfðu á hraðbergi nöfn á dönskum hönn- uðum og engin furða að íslenzkir hönnuðir yrðu fyrir áhrifum frá þeim. Við erum orðin eitthvað sjálfstæð- ari núna og áhrifin koma víðar að; til að mynda frá Japan. Það segir sig sjálft að fjöldi iðn- hönnunarverka getur aldrei orðið í verulegum mæli hluti af safneign Hönnunarsafnsins. Það eru til að mynda fastar innréttingar í stofn- unum, veitingahúsum og á heimil- um. Á síðustu árum hefur orðið gífurleg aukning í þá veru að fólk lætur lærða hönnuði teikna baðher- bergi og eldhús í ný íbúðarhús og þar er nú að finna margt af því at- hyglisverðasta sem hönnuðir vinna að. Safngripir í einkaeign eða á öðrum söfnum Það er óraunhæfur draumur að allir athyglisverðustu list- og iðn- hönnunargripir okkar geti að lokum ratað á Hönnunarsafn Íslands í Garðabæ. Til þess liggja margar ástæður. Ein er sú að verulegur fjöldi slíkra gripa er nú þegar á öðr- um söfnum, ekki sízt á byggðasöfn- unum. Til dæmis má ætla að all- nokkrir gripir í Byggðasafninu á Skógum ættu ekki síður heima á Hönnunarsafni Íslands. En þeir verða að sjálfsögðu áfram á sínum stað. Ég tel að stærsti einstaki safn- gripurinn sé Listasafn Einars Jóns- sonar, að öllu meðtöldu sem fyrir augu ber. Jafnvel suðurhlið hússins er ein og út af fyrir sig stórfenglegt dæmi um listhönnun. Annað eins átti sér ekki stað aftur fyrr en við fengum Norræna húsið með hönnun Alvars Aaltos á stóru og smáu. Meðal sýninga sem Hönnunar- safn Íslands hefur staðið að var „Hagvirkni“, sýning á húsbúnaði eftir íslenzka myndlistarmenn 1904– 2004. Sýningin var haldin í Lista- safninu á Akureyri. Ótrúleg fjöl- breytni einkenndi þessa sýningu, en sýningargripirnir voru þá annað- hvort í eigu einstaklinga, stundum höfundanna sjálfra, eða á Þjóð- minjasafninu. Þar á meðal er skápur sem Ásgrímur Jónsson listmálari teiknaði snemma á öldinni, prýddur útskurði eftir Stefán Eiríksson. Annar skápur og með honum tveir stólar voru eftir Kristínu Jóns- dóttur listmálara frá árinu 1930, af- ar glæsilegir hlutir, en í einkaeign. Fyrir gripina fékk Kristín fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni 1928, en framkvæmdanefndin kaus að hunsa úrskurðinn og veitti verð- launin Ríkarði Jónssyni. Ekki ólík- legt að pólitík hafi ráðið einhverju þar um. Ekki hefur verið á almennu vit- orði að Gunnlaugur Blöndal listmál- ari hóf sinn listferil með námi í tré- skurði hjá Stefáni Eiríkssyni. Á þjóðminjasafninu gefur að líta sveinsstykki hans, skáp með afar íburðarmiklum útskurði. Af ger- ólíku tagi er „Höfðingjastóll“ eftir Sigurjón Ólafsson, myndhöggvara. Hann má að jöfnu meta sem sjálf- stæðan skúlptúr, mjög í anda Sigur Austasti hluti Gálgahrauns – næst Sjálandshverfinu sem hér er í baksýn – er á allstóru svæði flatneskja þar sem hið úfna og fagra Gálgahraun virðist hafa runnið yfir eldra hraun. Á því svæði væri skaðlítið að aflétta friðun og ætla Hönn- unarsafninu stað. Hraunkarlinn í brún Gálgahrauns horfir yfir svæðið. Hér gæti Hönnunarsafn Íslands risið á óbyggðu svæði sem nær frá Arnarnesvogi að Hafnarfjarðarvegi og norður að Arnarneslæk, sem fellur í voginn. Safnið yrði eins nærri alfaraleið og hægt væri og vel sýnilegt, svo framarlega sem ekki yrðu byggð hús of nærri því. Vík inn úr Arnarnesvogi, Gálgahraun til vinstri. Sé eindregin andstaða gegn því að byggja Hönnunarsafnið ögn út með ströndinni þar sem frekar slétt hraun hefur runnið fram í sjó, mætti íhuga staðinn hér við víkina. Sjálandshverfið í baksýn. þarf veglegt hús MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 2005 23

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.