Morgunblaðið - 12.06.2005, Síða 28

Morgunblaðið - 12.06.2005, Síða 28
28 SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ S tarfssvið UNESCO er vítt. Stofnunin fjallar um mennta- og menningarmál, vísindi og fjöl- miðla. „Mörg af málum UNESCO eru gríðarlega stór og snerta alla afkomu okkar í veröldinni,“ segir Sveinn Einarsson. Hann var kos- inn í aðalstjórn árið 2001 og hefur síðan þá eytt um þriðjungi ársins í París. Stjórnarsetu Sveins lýkur í október á allsherjarráðstefnu UNESCO. Læsi fyrir árið 2015 „Stærsta mál samtakanna er á sviði mennt- unar – að útrýma ólæsi í veröldinni. Ólæsið er undirrót fátæktar,“ segir Sveinn. Hann bendir á að kynin hafi ójafnt aðgengi að menntun. Marg- falt fleiri konur en karlar séu ómenntaðar. „UNESCO var falið að útrýma þessari mis- munun og stofnunin setti sér að koma á læsi í heiminum fyrir árið 2015. Það er ekki víst að þetta takist. Satt að segja eru því miður líkur á að þetta mistakist. Hins vegar er ljóst að til- raunin fæðir af sér eitthvað jákvætt og að ástandið muni batna,“ segir Sveinn. – Hefur það skánað? „Já, það hefur gert það. Í þrjátíu til fjörutíu ríkjum hefur þetta orðið til þess að hækka pró- sentutölu þeirra sem eru læsir um 30–40%.“ Tengt átaki UNESCO urðu ríki heims að fara í saumana á menntunarkerfi sínu. 30 manna nefnd var sett saman hér á landi. Ísland kom vel út en eitt af því sem talið var mega bæta var ný- búakennsla. Listin er fyrir fólkið Sveinn segist alltaf hafa haft tilhneigingu til að vera í „veraldarbjörgunarsveitinni“ eins og hann orðar það. „Ég held að það sé engin tilviljun að ég hafi hafnað hjá UNESCO. Ég hef kunnað vel við mig í stjórninni og hefði ekki farið út í þetta nema vegna þess að ég hef áhuga á því. Ég starfaði í leikhúsi lengst af og býst við að þeir sem fylgst hafi með mér þar, hafi orðið þess var- ir að mér er ekki nóg listin fyrir listina. Ég tel listina eiga að vera fyrir fólkið. Sé hún það er hún eitthvað í líkingu við það sem fram fer hjá UNESCO.“ Það kostaði vinnu að koma manni inn í að- alstjórnina fyrir fjórum árum og Ísland háði skipulega kosningabaráttu. Sveinn náði kosn- ingu með glæsibrag. Það liggur beint við að spyrja hvort hann sé ánægður með árangurinn. „Já, að mörgu leyti. Ég er ánægður því að rödd Íslands er í dag virt á þessum vettvangi. Við höfum lagt ýmislegt af mörkum og haft skýrar skoðanir sem hafa haft áhrif á stefnu samtakanna. Mér þykir ánægjulegt að Ísland taki sjálft sig alvarlega og sé tekið alvarlega.“ – Hvað áttu við með skýrum skoðunum? „Menningarleg fjölbreytni er eitt af stóru málunum hjá UNESCO. Tungumálin eru eitt af grundvallaratriðunum varðandi hana. Við höf- um krafist þess að tungumálum sé sinnt með ákveðinni stefnumótun í aðalstöðvunum. Við höfum farið fram á að sett verði á laggirnar sér- stök skrifstofa sem beri ábyrgð á þessu og sam- ræmi öll þau verkefni þar sem tungumál skipta máli. Við höfum fengið mikinn stuðning frá öðr- um þjóðum varðandi þetta. Af málapólitík okk- ar, sem sumir vilja meina að hafi verið of þröng, helgast meðal annars að litið er á okkur sem sér- fræðinga í að halda tungumáli lifandi. Þessi póli- tík, þótt hún sé reyndar aðeins farin að láta á sjá, hefur þótt merkileg.“ Siðareglur í lífvísindum Sveinn segir íslensku nefndina einnig hafa lagt sig fram í baráttunni gegn ólæsi. „Á seinustu tveimur stjórnarfundum höfum við bent á leiðir til að stofnunin haldi sér betur við efnið. Við höfum krafist þess að tímaáætlun sé sett saman og viljum að skýrt sé hvaða verk- efni sé um að ræða, hverjir komi að því og við hvaða tímamörk sé miðað. Samstarfskona mín Guðný Helgadóttir hefur staðið í götuvíginu varðandi þetta, ásamt fulltrúa frá Bretlandi og Ástralíu.“ Eitt af því sem heyrir undir UNESCO eru siðareglur innan vísinda. Verið er að útbúa sátt- mála um reglur í lífvísindum. „Íslendingar hafa lagt talsvert af mörkum í þessum efnum. Vegna Íslenskrar erfðagrein- ingar hófum við snemma að ræða þessi mál hér á landi. Þótt við enduðum ekki með lagasetn- ingu, eins og margir gerðu sér vonir um, varð til þekking í rökum og mótrökum. Þegar umræðan hófst annars staðar var á Íslandi búið að fjalla um þetta frá ólíkum sjónarmiðum. Við gátum því lagt ýmislegt af mörkum varðandi sáttmála- gerðina,“ segir Sveinn. Þingvellir og Þjórsárver Menningarmálin er það sem ef til vill fær mesta athygli af störfum UNESCO. Hæst ber hinn þekkta heimsminjalista. Á honum eru hundruð menningarminja og náttúruundra um heim allan. Þingvellir komust á listann í ágúst síðastliðnum. „Reglurnar eru mjög strangar. Danir fengu til að byrja með neitun um að Kronenburg færi á listann. Ástæðurnar voru ónógt viðhald og skipasmíðastöð sem þótti staðsett of nálægt Kronenburg. Allra fyrst þegar fulltrúar UNESCO komu hingað til lands til að meta Þingvelli, var glaðasólskin og afskaplega fallegt. Við vorum viss um að þeir hlytu að falla bók- staflega fyrir Þingvöllum. Þegar við komum á staðinn benti einn nefndarmanna á nálæga furu og spurði hvað hún væri að gera þarna, hvort hún væri ekki amerísk? Annar rak augun í Val- höll og spurði hvaða skúr þetta væri eiginlega,“ segir Sveinn og skellir upp úr. Bent hefur verið á að Þjórsárver eigi heima á listanum. Sveinn segist ekki kunna að spá um hvort þau verði á honum en hann sé nokkurn veginn sannfærður um að í framtíðinni sjáist þar fleiri íslensk nöfn en Þingvellir. Þjóðir keppast um að koma sínum minjum á umræddan lista. Af hverju er hann svona eft- irsóknarverður? „Í fyrsta lagi er þetta viðurkenning á að í um- ræddu landi sé eitthvað sem sé einstakt, annað hvort hvað náttúru eða menningu snertir – svo einstakt að líta megi á það sem alþjóðlega eign eða eitthvað sem sé alþjóðlega eftirsóknarvert og merkilegt út fyrir landamæri ríkisins. Í ann- an stað er það ekkert launungarmál að ferða- mannastraumur eykst mikið á þeim stöðum sem komast á listann.“ Sveinn segir sáttmálann um menningarminj- arnar hafa hlotið þá gagnrýni að vera of bund- inn við evrópsk sjónarmið. Hann prýddi til dæmis fjöldi gotneskra kirkna. Bent var á að í heiminum væri mikið af óáþreifanlegri menn- ingu – hefðum – sem væru ólíkar kirkjum og köstulum. Sveinn segir nýjan sáttmála hafa ver- ið samþykktan um lista þar sem dans, söngur, frásagnarhefðir og annað eigi heima. „Þar gætum við komið rímunum inn,“ segir hann kampakátur. Einlægur vilji til að bæta kjör Umræðan um fátækt í heiminum og leiðir til að sporna gegn henni, er orðin fyrirferðarmeiri. Vestrænir þjóðarleiðtogar hafa lýst yfir vilja til að auka framlög til þróunarhjálpar og fella nið- ur skuldir við fátæk ríki heims. Telur Sveinn að efndir munu fylgja orðum? Býr sterkur vilji að baki? „Já, ég held það. Ég held að á bak við þetta sé einlægur vilji til að bæta aðstæður og kjör fólks. Það er hins vegar talsvert um mistök og margt verður til hindrunar. Eyðni getur til dæmis ver- ið hindrun. Skóli gæti verið byggður upp en helmingurinn af kennurunum síðan látið lífið úr eyðni.“ Sveinn bendir á að framlög Íslands til hjálparstarfs og alþjóðamála hafi aukist. Íslend- ingur gegni til dæmis formennsku hjá Alþjóða- heilbrigðismálastofnuninni, WHO, og starf Þró- unarsamvinnustofnunar hafi vaxið. Íslendingar séu með verkefni í Úganda, Malaví, Mósambík, Namibíu, Sri Lanka og á fleiri stöðum. Auk þess hafi ríkið stutt hjálparstarf í gegnum Rauða kross Íslands, Hjálparstarf kirkjunnar og fleiri. Viðhorfsbreytingar gæti hjá almenningi. „Lengi vel tóku Íslendingar ekki heils hugar þátt í starfi alþjóðastofnana. Það var rótgróin hugsun að við værum bæði fá og fátæk. Stað- reyndin er hins vegar sú að hvað höfðatölu snertir erum við á meðal ríkustu þjóða heims. Látum vera að efnahagskerfi okkar sé smátt miðað við mörg önnur en við getum lagt fram mikla þekkingu og reynslu. Áður fyrr fannst mér áberandi að menn litu á stofnun eins og Sameinuðu þjóðirnar sem ein- hvers konar alþjóðlegt bruðl. Að þetta væri bákn sem kafnaði í skrifræði og að þeir sem tækju þátt væru í raun einungis að skemmta sér. Þetta hefur breyst. Ég held að menn geri sér grein fyrir því að þarna býr gríðarleg vinna að baki.“ – Hvað um umrætt skrifræði? Er mikið af því innan UNESCO? „Það væri að fegra myndina að segja að ekki væri talsvert um skrifræði. Skipulagið í heild hefur hins vegar batnað mikið á síðustu árum. Skilvirknin er miklu meiri en áður. Krafist er árangurs og hann reglulega metinn. Þetta var ekki alsiða í stofnunum áður fyrr.“ Aftur í leikhúsið Í haust gengur Sveinn út úr stjórninni. Hvað tekur þá við? „Þá get ég farið að vinna aftur í leikhúsinu. Í fjögur ár hef ég varla getað gert neitt innan þess,“ segir hann og bætir við að ofan á stjórnarstörfin, sem tekið hafi mikinn tíma, hafi ýmis erindi borist inn á borð. „Eftir að ég tók sæti í stjórninni hélt fólk að ég væri orðinn miklu gáfaðri en áður. Það var alltaf verið að fá mig til að stýra fundum, flytja erindi eða álíka,“ segir hann og skellihlær. Sveinn hyggst meðal annars taka upp þráðinn með leikflokknum Bandamönnum og einbeita sér að skrifum. „Ég er með fullt af verkum í smíðum,“ segir hann grallaralegur en neitar að gefa nokkuð meira upp. „Segjum bara að ég ætli að fást við ýmis verkefni.“ Í veraldar- björgunarsveitinni „Lengi vel tóku Íslendingar ekki heils hugar þátt í starfi alþjóðastofnana. Það var rótgróin hugsun að við værum bæði fá og fátæk,“ segir Sveinn Einarsson leikstjóri, rithöfundur og fyrrverandi leikhússtjóri. Sveinn sagði Sigríði Víðis Jónsdóttur frá setu sinni í aðalstjórn UNESCO hjá Sam- einuðu þjóðunum. Morgunblaðið/Jim Smart Sveinn Einarsson segir vinnuna hjá UNESCO enga tilviljun. Áhugi hans á störfum sem þessum sé mikill og hann hafi kunnað vel við sig í aðalstjórninni. UNESCO er Menntunar-, vísinda- og menn- ingarstofnun Sameinuðu þjóðanna (United Nations Educational, Scientific and Cultural Organization). Hún sinnir fjórum megin- sviðum: Menntunarmálum Meðal annars er reynt að jafna aðgengi kynjanna að námi og berjast gegn ólæsi. Vísindamálum Í þennan flokk falla siðareglur innan vísinda, svo dæmi sé tekið. Menningarmálum Hér er fyrst og fremst hugað að verndun auðlegða heimsins á sviði menningar og nátt- úru. Fjölmiðla- og upplýsingamálum Á þessu sviði er meðal annars hugað að tján- ingar- og fjölmiðlafrelsi og skorti á því víða um heim. Hvað er UNESCO? Á heimsminjalistanum svokallaða eru nærri átta hundrað náttúru- og menningarminjar víða um heim, sem þykja einstakar á einn eða annan hátt. Á listanum eru til dæmis: Kínamúrinn Píramídarnir í Giza í Egyptalandi Akrópólis í Grikklandi Miklagljúfur í Bandaríkjunum Stonehenge í Bretlandi Machu Picchu í Perú Angkor Wat í Kambódíu Kilimanjaro í Tansaníu Santiago de Compostela á Spáni Taj Mahal á Indlandi Krem og Rauða torgið í Moskvu Þingvellir á Íslandi Heimsminjalistinn sigridurv@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.