Morgunblaðið - 12.06.2005, Qupperneq 29
Við sitjum í eldhúsi viðMeðalfellsvatn. Út umgluggann sé ég hvernigsunnanáttin ýfir vatns-yfirborðið rétt áður en
það rennur af stað niður Bugðu; það-
an liggur leið þess í Laxá í Kjós og til
hafs.
Út um stóra stofugluggana horfi
ég síðan austur eftir vatninu og á
fagran fjallahringinn. Stofusófinn
snýr að glugganum; á sófabakinu
liggur fluguveiðistöng; á taumnum
tvær flugur, Black Ghost og Pheas-
ant Tail.
Húsráðandinn, Óskar Páll Sveins-
on upptökustjóri, fann sér drauma-
hús á vatsbakkanum og flutti inn í
haust sem leið. Hann þarf bara að
ganga örfá skref niður að vatni og
þar bíða urriðarnir.
„Ég var byrjaður að sjá fisk hérna
við eldhúsgluggann í janúar. Þá voru
urriðar komnir í æti uppá grunnið.“
– Gastu nokkuð staðist það?
„Nei. Þá veiddi ég gegnum ís.
Fiskarnir voru feitir og pattaralegir,
mjög góður matfiskur.“
Og Óskar Páll hefur verið að veiða
síðan um miðjan janúar. „Nú skrepp
ég reglulega út, oft uppúr klukkan
sex á kvöldin, og tek einn í soðið
hérna við stofugluggann. Það er svo
merkilegt að hér beint útaf húsinu
næ ég yfirleitt einum, í fyrsta eða
öðru kasti. Svo er alveg sama hvort
ég kasta í hálftíma eða klukkutíma,
ég fæ ekki annan. Ég á mér hér litla
matarkistu,“ segir hann og brosir.
Laxinn mættur
Uppistaðan í veiðinni í Meðalfells-
vatni er urriði. „Í fyrra voru um 1300
urriðar skráðir úr vatninu og 300
bleikjur. Menn eru ekki mjög dug-
legir að skrá hérna, það er alveg
óhætt að tvöfalda þessa tölu. Fisk-
urinn sem ég er að fá er mikið frá
einu og hálfu pundi uppí þrjú. Það
eru fínir fiskar innanum.“
Hann segir fiskana taka klass-
ískar flugur: Black Ghost og púpur á
borð við Pheasant Tail, Peacock og
Watson Fancy. „Urriðinn getur ver-
ið mjög gráðugur og tekur vel, betur
en í mörgum öðrum vötnum.“
Aflahæstu veiðimennirnir á sumr-
in, eru oft sumarhúsaeigendur sem
veiða af bátum. En það er alveg
hægt að veiða líka frá fjörunni?
„Alveg hiklaust. Urriðinn er hér
oft á örgrunnu vatni. Ég sé mikið af
því hér í kringum húsið þegar hann
kemur uppá grynningarnar. Það er
mikið af seiðum við bakkana og hann
sækir sennilega í þau.“
Óskar Páll á hund og þeir ganga
oft niður með Bugðu, félagarnir. Það
er meira en hálfur mánuður síðan
hann sá fyrstu laxana í ánni og síðan
hefur hann séð þó nokkra, fiska sem
hverfa upp í vatnið. Á hverju sumri
er fjöldi laxa skráður í veiðibækur
Meðalfellsvatns. Ætlar Óskar ekki
að kasta á þá í sumar?
„Ég prófa. Það er ekki spurning.
Það gengur örugglega mjög mikið af
laxi í vatnið. Það er meira af laxi hér
en menn grunar,“ segir hann og
rennir augunum yfir vatnið.
„Hér eru sennilega einhver ódýr-
ustu laxveiðileyfi landsins.“
Óskar Páll var um tvítugt þegar
hann byrjaði að veiða á flugu, hann
segir delluna hafa hellst yfir sig.
„Það opnaðist nýr heimur. Það er
svo ofboðslega GAMAN að veiða á
flugu,“ segir hann með þungri
áherslu.„Ég fór strax að hnýta eigin
flugur, eins og margir aðrir undir
góðri handleiðslu Kolbeins Gríms-
sonar. Ég er svo mikill dellukall að
ég hætti ekkert fyrr en ég var farinn
að smíða allar mínar flugustangir
sjálfur. Ég hef sjálfsagt smíðað 20,
30 stangir fyrir mig og vini mína.“
Besta urriðaá í heimi
Það fer ekki á milli mála hvaða
veiðisvæði er í allra mestu uppáhaldi
hjá hljóðmanninum.
„Án nokkurs vafa er það urriða-
svæðið í Laxá í Mývatnssveit. Þar er
ég í opnuninni á hverju ári. Það er
paradís. Ég fullyrði að það sé besta
urriðaá í heimi. Það er svo gríðarlegt
magn af fiski þarna. Þótt maður fái
hann ekki alltaf til að taka, þá er svo
gaman að vita af því að þú ert að
kasta fyrir fisk og mikið af honum.
Og svæðið er svo fallegt og fjöl-
breytilegt. Fiskurinn rosalega
sterkur og áin straumhörð svo bar-
áttan verður alltaf skemmtileg.
Laxá er bara perla.“ Hann verður
dreyminn við að bregða upp þessari
svipmynd að norðan.
„Þetta er eftirsótt veiði og sífellt
erfiðara að komast að. Ég get vel
skilið það. Það er ekkert í líkingu við
þetta svæði annarsstaðar á Íslandi.
Fiskurinn fer nánast ekkert um.
Hann á sín óðul – þessir staðir eru
nánast alltaf fullir af fiski. Allt í einu
fer að gefa og maður fær fimm, tíu í
beit. Síðan getur maður komið á
sama stað daginn eftir og fær ekki
högg. Fiskurinn er þarna en annað
hvort er maður ekki með réttu flug-
una eða hann er bara upptekinn við
eitthvað annað.“
Flestir draumar á fisk
Af öðrum reglulegum veiðiferð-
um, minnist Óskar Páll á veiði í
Lónsá, með veiðifélaga sínum til
margra ára, Stefáni Jóni Hafstein.
„Í Lónsá, fyrir utan Þórshöfn, höf-
um við fengið gríðarlega góða veiði.
Þar er skemmtileg boltableikja,
óvenjulega stór og sterk. Þetta er
nett á, á hjara veraldar.“
– Var ekki kalt hjá ykkur í maí?
„Það var hreinlega stórhríð,“ seg-
ir hann og hristir höfuðið. „Við
þurftum að taka á öllu sem við átt-
um, klæða okkur í öll föt sem við vor-
um með, en við fengum samt fína
veiði. Sautján fiska á einum og hálf-
um degi. Það þurfti hörku til.
Við förum þarna til að ná úr okkur
veiðihrollinum, áður en við förum í
opnunina í Laxá.“
Hann fer nokkrar ferðir í bleikju í
Sogið, fyrir Bíldfellslandi. „Ég er að
byrja að læra á svæðið og hef fengið
nokkrar boltableikjur. Bíldsfellið er
gríðar skemmtilegt bleikjusvæði.“
– Hver er galdurinn þar?
„Pheasant Tail! Andstreymis. Það
þarf bara eina flugu – og finna fisk-
inn …
Í laxveiði stendur ein á uppúr.
Selá í Vopnafirði. Ég hef nú ekki
veitt hana í nokkur ár, en Selá gefur
fleiri drauma á fisk en nokkur önnur
laxveiðiá sem ég hef veitt í!
Það er eins og hver einasta taka
endi í baráttu upp á líf og dauða. Ég
hef nokkrum sinnum verið mjög
heppinn þar og sett í beit í nokkra 12
til 16 punda nýgengna. Í þessum
gríðarlega straumþunga og hrika-
legu aðstæðum þá er það engu líkt.
Ég fór nokkra ógleymanlega túra í
Selá með K.K. gamla. Ég lærði
margt gott af honum. Hann kallaði
Selá alltaf „Tröllaána“, það er allt
svo tröllvaxið við hana, jafnt fiskar
sem veiðistaðir.
Ég er nýfluttur heim eftir nokk-
urra ára dvöl í Englandi en er byrj-
aður að reyna að komast aftur þar til
veiða. En það er hægara sagt en
gert að fá veiðileyfi í Selá.“
Spenningur hverfur
Óskar Páll er á leið í hljóðver
seinnipartinn, en fyrst ætlar hann að
veiða í smá stund. Hann klæðir sig í
vöðlur sem hanga við útidyrnar, tek-
ur stöngina og horfir yfir vatnið af
pallinum. Hvað skyldu veiðidagar
hans verða margir í sumar?
„Þeir verða ófáir. Eru þegar orðn-
ir margir. Ætli þeir verði ekki um 90
– hafa aldrei verið fleiri.
Tilfinningin fyrir veiðiskapnum
breytist þegar maður býr svona við
vatnið. Þessi yfirgengilegi spenn-
ingur hverfur. Nú getur maður farið
út og kastað á fisk, hvenær sem er.
En ég hef alls ekki minna gaman af
því,“ segir Óskar Páll að lokum,
gengur út í vatnið og byrjar að
kasta. Þar bíður hans urriði á vísum
stað.
STANGVEIÐI | VEITT MEÐ ÓSKARI PÁLI SVEINSSYNI Í MEÐALFELLSVATNI
Urriðar við eldhúsgluggann
Morgunblaðið/Einar Falur
„Hér beint útaf húsinu næ ég yfirleitt
einum, í fyrsta eða öðru kasti. Svo er
alveg sama hvort ég kasta í hálftíma
eða klukkutíma, ég fæ ekki annan.“
Óskar Páll Sveinsson veiðir í Meðal-
fellsvatni.
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 2005 29
Að þessu sinni
er veitt með
Óskari Páli
Sveinssyni upp-
tökustjóra, sem
kunnur er af
vandaðri hljóð-
versvinnu.
Hann er alinn
upp á Sauð-
árkróki, í sam-
býli við lands-
þekkta hesta, en faðir Óskars
Páls er Sveinn Guðmundsson
hrossaræktandi.
„Ég hef verið að veiða síðan
ég var krakki,“ segir Óskar Páll.
„Ólst upp við veiðiskap. Bæði
pabbi og eldri bróðir minn
veiddu, á byssu og stöng.
Það var mikið veitt í fjörunni
við Sauðárkrók. Maður kastaði
spúni bæði fyrir sjóbirting og
bleikju – eða ljósnál eins og sjó-
bleikjan er kölluð í Skagafirði.
Þetta orð lýsir sjóbleikjunni mjög
vel.“
Veiddi sjóbirting
og ljósnál
Óskar Páll
Sveinsson
Dagskrá:
Föstudagur 24. júní
Kl. 21.00 Sögustund í Minningarkapellu
sr. Jóns Steingrímssonar:
Hanna Hjartardóttir
Kl. 22.00 Jónsmessunæturganga umhverfis
Hæðargarðsvatn, varðeldur og brekkusöngur.
Kl. 23.00 Miðnæturgolfmót á golfvellinum í Efri-Vík
Laugardagur 25. júní
Kl. 09.30 Gengið á fjallið Lómagnúp í Fljótshverfi.
Lagt er af stað frá mynni Fossdals austan
við Lómagnúp. Tími ca 8-10 klst.
Gangan er tileinkuð 15 ára afmæli
Skaftárhrepps. Allir þátttakendur
fá viðurkenningarskjal við lok göngunnar.
Kl. 13.00–18.00 Markaðstjald við félagsheimilið Kirkjuhvol.
Markaður, kökubasar, lukkupakkar,
harmonikkutónlist, andlitsmálning,
leikir og leiktæki fyrir börn. Spákona er
á svæðinu.
Kl. 13.00 Hlutavelta kvenfélaganna
í Kirkjuhvoli
Kl. 14.00 Sögustund í Minningarkapellu
sr. Jóns Steingrímssonar:
Hanna Hjartardóttir
Kl. 17.00 Atriði úr leiksýningunum
Ávaxtakörfunni og Benedikt búálfi
Kl. 18.00-20.00 Útigrill við Félagsheimilið Kirkjuhvol
Kl. 22.00- 23.00 Tónleikar á Systrakaffi:
Jón Rafnsson og félagar
Kl. 23.30 Dansleikur í Kirkjuhvoli:
Hljómsveitin Spútnik
Sunnudagur 26. júní
Kl. 13.30-16.00 Handverkssýning eldri borgara
á Klausturhólum
Kl.14.00 Fornleifafræðistofan kynnir ýmsar
rannsóknir í Skaftafellsþingi
í Félagsheimilinu Kirkjuhvoli.
Málverkasýning Unnar Sæmundsdóttur er opin alla helgina
á veitingahúsinu Systrakaffi. Handverksmarkaður er opinn
laugardaginn 25. júní kl. 13.00-17.00 í Kirkjuhvoli.
Sýningarsalur Kirkjubæjarstofu er opinn þriðjudaga–
sunnudaga kl. 14.00-18.00. Nánari upplýsingar í síma
892 9650, á netfangi olafiaj@centrum.is og www.klaustur.is
Jónsmessubál
2005
á Kirkjubæjarklaustri
dagana 23.-26. júní