Morgunblaðið - 12.06.2005, Page 30

Morgunblaðið - 12.06.2005, Page 30
30 SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ 8. júní 1975: „Alþýðu- sambandið hefur á und- anförnum árum lagt höf- uðáherzlu á svonefnda láglaunastefnu í öllum sam- þykktum sínum um kjaramál. Þetta var meginstefið í kröfu- gerðinni fyrir febrúarsamn- ingana 1974, enda hafði Björn Jónsson, forseti Alþýðu- sambands Íslands, sagt, þeg- ar þeir samningar voru á und- irbúningsstigi, að enginn grundvöllur væri fyrir mikl- um almennum kauphækk- unum. Niðurstöður febr- úarsamninganna urðu hins vegar á þann veg, að verka- menn fengu um 26% kaup- hækkun en iðnaðarmenn frá 38% til 54%. Alþýðu- sambandið knúði þannig fram aukinn launamismun með þessum samningum.“ . . . . . . . . . . 9. júní 1985: „Hér skal ekkert fullyrt um það hvert það fé, sem á þessum reikningum er, hefði farið, ef leyfi til að stofna gjaldeyrisreikninga hefði ekki verið gefið, enda ekki unnt að styðja fullyrð- ingu um það með neinum rannsóknum eða rökum. Hinu skal slegið föstu, að það frelsi sem ákvörðuninni um gjald- eyrisreikningana leiddi hefur borið ávöxt. Er það í sam- ræmi við reynslu okkar og annarra þjóða af frjálsræð- isskrefum í efnahagsmálum.“ . . . . . . . . . . 11. júní 1995: „Enn í dag eru sveitarfélögin það stjórn- sýslustig, sem næst stendur þegnunum. Sveitarstjórnir búa að staðbundinni þekk- ingu á aðstæðum íbúanna – og geta þess vegna mætt samfélagslegum þörfum þeirra með hagkvæmari hætti en fjarlægara stjórn- vald. Samband íslenzkra sveitarfé- laga heldur upp á fimmtíu ára afmæli sitt í dag. Farsælt samstarf sveitarfélaga innan sambandsins hefur skilað ríkulegum árangri. Af þeim sökum standa þau sterkari að vígi, bæði gagnvart ríkisvald- inu og til að takast á við marg- vísleg verkefni.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. A fleiðingar þess, að kjósendur í Frakklandi og Hollandi höfnuðu stjórnarskrársátt- mála Evrópusambandsins, eru enn að verulegu leyti ófyrirséðar. Mikið veltur á því hvernig málum vindur fram á leiðtogafundi sam- bandsins í Brussel í lok vikunnar. Það blasir þó við að Evrópusambandið er í kreppu og verður upp- tekið af innri málum sínum næstu misserin, jafn- vel árin. Menn kunna að segja sem svo að vanda- mál hafi áður komið upp við samþykkt sáttmála ESB; Danir höfnuðu Maastricht-samningnum 1992 og Írar Nice-sáttmálanum fyrir réttum fjór- um árum. Það kom ekki í veg fyrir að þessir sátt- málar tækju gildi; um þá báða var kosið aftur eftir að gripið hafði verið til aðgerða til að sætta við- komandi ríki betur við sinn hlut. En þetta var eitt ríki í hvort sinn og auk þess er litið á bæði Dan- mörku og Írland sem jaðarríki í ESB, þar sem vænta megi úrslita af þessu tagi. Enginn af höf- undum stjórnarskrár ESB vænti þess að tvö af stofn- og kjarnaríkjum ESB höfnuðu henni með jafnafdráttarlausum hætti og raunin varð. Öryggismál og efnahagur Eðlilega hefur verið spurt hvaða áhrif óvissan innan ESB hafi á stöðu Íslands gagnvart sambandinu. Margir hafa velt því fyrir sér hvort niðurstaðan geri það að verkum að aðild Íslands að bandalaginu verði líklegri eða ólíklegri. Þær afleiðingar stjórnarskrárkreppunnar, sem er mest ástæða til að óttast, koma þó aðild Íslands að ESB ekkert við, heldur fyrst og fremst stöðu okkar sem Evrópuríkis, sem hefur mikil og náin viðskipti og pólitísk samskipti við ESB, þar sem flest okkar nánustu bandalags- og vinaríki eru saman komin. Það er þannig neikvætt fyrir Ísland eins og öll önnur Evrópuríki ef afleiðingarnar verða þær að það hægir á stækkun ESB til austurs. Sá pólitíski og efnahagslegi árangur, sem fyrirheit um ESB- aðild hefur skilað í ríkjum Mið- og Austur-Evrópu, er undraverður. Það er áhyggjuefni ef ESB-aðild Rúmeníu og Búlgaríu seinkar, ef aðildarviðræður við Tyrkland tefjast, ef ríkin á vestanverðum Balkanskaganum og Úkraína sjá síður möguleika á aðild. Það ógnar stöðugleika og friði á megin- landinu, sem er að sjálfsögðu hagsmunamál Ís- lands eins og allra annarra Evrópuríkja. Af sömu ástæðum er það áhyggjuefni ef stjórnarskrár- kreppan verður til að draga úr samheldni núver- andi bandalagsríkja og auka fylgi þjóðernissinn- aðra afla á meginlandinu, eins og ýmsir óttast. Íslendingar hafa enn fremur ástæðu til að hafa áhyggjur af því ef niðurstaðan verður sú að hægi á umbótum og breytingum í átt til frekara frjáls- ræðis í efnahagsmálum í ESB-ríkjunum. Það fer ekki á milli mála að það átti sinn þátt í niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslnanna á dögunum, ekki sízt í Frakklandi, að ýmsum kjósendum þykir efna- hagslegt frjálsræði í ESB vera of mikið. Hægi ESB á sér í viðleitni sinni til að fækka höftum og hindrunum í efnahagslífinu, ekki sízt á vinnu- markaði, má hins vegar gera ráð fyrir að dragi úr hagvexti og kaupmáttur á þessum stærsta mark- aði íslenzkra fyrirtækja verði minni en ella, sem er auðvitað neikvætt fyrir íslenzka hagsmuni. Aðgengilegra samband? Þessum atriðum hefur ekki verið gefinn mikill gaumur í umræðum hér á landi. Þeim mun meira hefur verið rætt um það hvaða áhrif senni- leg endalok stjórnarskrársáttmálans hafi á hugs- anlega Evrópusambandsaðild Íslands. Ef horft er til næstu ára, þýða þau án efa að umsókn um ESB- aðild verður ekki á dagskrá hér næstu árin – væntanlega fram yfir næstu kosningar. Annars vegar má gera ráð fyrir að almenningsálitið verði neikvæðara í garð aðildarumsóknar. Ekki liggja fyrir neinar kannanir á því hér á landi, en ætla verður að viðbrögð íslenzkra kjósenda séu svipuð og norskra, sem skiptu margir hverjir um skoðun á aðildarumsókn eftir að Frakkar og Hollendingar sögðu nei. Hins vegar liggur fyrir, eins og áður sagði, að ESB verður upptekið af sínum innri mál- um næstu árin og mun tæplega hafa mikinn áhuga á að verja tíma sínum og orku í viðræður við ríki, sem enn hafa ekki einu sinni sótt um aðild að sam- bandinu. Aukinheldur þýða endalok stjórnar- skrárinnar að þróun ESB næstu árin er í óvissu. Það eru út af fyrir sig ekki sjálfstæð rök fyrir því að bíða með aðildarumsókn að ESB sé í þróun; eðli sambandsins er að vera í stöðugri þróun, sem aldrei lýkur. En uppnámið í stofnana- og lagakerfi ESB er slíkt um þessar mundir, að lítið vit er í öðru en að bíða þess að sjáist í gegnum moldviðrið. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði hér í blaðinu síðastliðinn miðvikudag að fall stjórnar- skrárinnar þýddi að ESB yrði vænlegri kostur fyrir Ísland. „Ég tel að það að þessi stjórnarskrá var felld geri Evrópusambandið aðgengilegra fyr- ir Ísland í framtíðinni,“ sagði forsætisráðherra í samtali við blaðið. „Stóru tíðindin í þessu að mínu mati eru að þeir sem vildu ganga lengst í samruna- ferlinu hafa orðið undir. Það hefur aldrei verið nokkur áhugi fyrir því á Íslandi að eiga aðild að einhverju sem heitir sambandsríki í Evrópu. En við eins og Norðmenn þurfum að fylgjast vel með þróuninni á næstunni og meta stöðuna. Að mínu mati dregur þessi staða úr því að menn haldi áfram að vinna að því – að mínu mati óraunhæfa – verkefni að Evrópa verði einhvers konar sam- bandsríki. Ég tel að þessi niðurstaða sýni að það er ekki stuðningur við það meðal þessara þjóða. Þess vegna tel ég að það Evrópusamband sem verður til í framhaldi af þessu sé aðgengilegra fyr- ir lönd eins og Norðurlöndin með sínar lýðræð- ishefðir og sína áherslu á að þjóðríkin starfi áfram með eðlilegum hætti en deili fullveldi sínu á ákveðnum sviðum.“ Þetta er að líkindum rétt mat, svo langt sem það nær. Hafi stjórnmálamenn í Evrópusambands- ríkjunum eitthvert vit í kollinum munu þeir hætta að reyna að hengja utan á Evrópusambandið hin ýmsu einkenni ríkis, á borð við stjórnarskrá, sam- eiginlega skattastefnu, „utanríkisráðherra“ og sameiginlegan her. Þeir munu a.m.k. læra að kalla þá hluti einhverjum öðrum nöfnum. Þeir munu væntanlega líka leitast við að tryggja að almenn- ingur í sambandinu sé sammála næstu skrefum í samrunaþróuninni áður en þau verða stigin. Hitt er svo annað mál að áhugi sumra stjórnmálaleið- toga á að gera ESB að sambandsríki – sem það er enn langt frá að vera – hefur aldrei verið meg- inröksemd þeirra, sem telja ekki tímabært fyrir Ísland að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Aðrar hindranir eru í veginum, sem snerta beint íslenzka grundvallarhagsmuni. Davíð Oddsson forsætisráðherra vék að tveim- ur af þessum hindrunum í Morgunblaðinu á mið- vikudag: „Ég held að það hafi enginn í raunveru- legri alvöru talað um inngöngu Íslands í ESB, það dæmi gengur alls ekki upp af mörgum ástæðum. Ekki bara sjávarútveginum, þó það sé augljóst út frá því, heldur jafnframt vegna evrunnar og bind- ingar við þá þætti. Við sjáum hvert vandamálið er, við erum að hækka vexti af því að hér er svo mikill uppgangur, en þeir eru að kýla vexti niður í botn af því þeir eru í svo mikilli lægð.“ Sjávarútvegs- stefnan Sjávarútvegsstefna ESB er misheppnuð og ekki aðgengileg fyr- ir Ísland. Deilt er um hver efnahagsleg áhrif aðildar að óbreyttri sjáv- arútvegsstefnu yrðu. Talsmenn ESB-aðildar benda á að vægi sjávarútvegs í þjóðarbúskapnum fari minnkandi, en greinar á borð við stóriðju og þjónustugreinar sæki í sig veðrið. Vandinn við sjávarútvegsstefnuna er hins vegar aðeins að hluta til efnahagslegs eðlis. Færa má rök fyrir því að hann sé raunar miklu fremur pólitískur. Yfir- ráð yfir fiskimiðunum eru tilfinningamál fyrir marga Íslendinga og nátengd hugsun okkar um sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar. Íslendingar háðu þrjú þorskastríð við aðildarríki Evrópusam- bandsins til að öðlast yfirráð yfir fiskimiðunum. Þótt færa megi rök fyrir því að Íslendingar myndu sjálfir í raun ráða flestum ákvörðunum um fisk- veiðar á Íslandsmiðum, gætum við ekki sætt okk- ur við að hin formlega ákvörðun væri tekin á fund- um í sjávarútvegsráði ESB í Brussel. Aðeins hinn fræðilegi möguleiki á að sjávarútvegsráðherrar Bretlands, Þýzkalands eða Belgíu (svo dæmi séu nefnd) gætu haft áhrif á ákvarðanir um nýtingu fiskveiðiauðlindanna á Íslandsmiðum í ráðherra- ráðinu myndi þýða að aðildarsamningur, sem inni- héldi slík ákvæði, félli í þjóðaratkvæðagreiðslu á Íslandi. Þetta hefur reynzt torvelt að útskýra fyrir ráða- mönnum í ESB. Halldór Ásgrímsson reyndi, á meðan hann var utanríkisráðherra, að finna leiðir til þess. Í ræðu í Berlín 2002 lagði hann til þá lausn að Íslendingar færu einir með stjórn fiskstofna sem þeir ættu og nýttu einir, en sameiginleg stefna skyldi gilda um sameiginlega fiskstofna, sem við stjórnum hvort sem er með samningum við ESB og önnur ríki. Halldór fékk engin við- brögð hjá ESB við þessari hugmynd sinni, eins og hann rakti í ræðu á Akureyri í fyrrahaust, skömmu áður en hann tók við embætti forsætis- ráðherra. „Þegar kemur að fiskveiðiþjóðunum við Norður-Atlantshafið sjást engin merki um sveigj- anleika. ESB hefur ekki einu sinni gefið í skyn að það sé tilbúið að sýna þann sveigjanleika sem er nauðsynlegur til þess að tryggja grundvallarhags- muni fiskveiðiþjóðanna í norðanverðri Evrópu,“ sagði Halldór í þeirri ræðu. SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Samband íslenskra sveitarfé-laga var stofnað fyrir 60 ár-um og hefur starfsemi þess sennilega aldrei verið mikilvægari, ekki síst vegna þess að stöðugt færast fleiri verkefni á hendur sveitarfélaganna. Frumkvæði að stofnun sambandsins átti Jónas Guðmundsson, sem var jafnframt fyrsti formaður þess, allt frá stofn- un til ársins 1967. Sambandi íslenskra sveitarfélaga var ætlað að vera vettvangur þeirra til að bera saman bækur sínar og skapa þeim vigt í samskiptum við ríkisvaldið. Ekki var full eining meðal sveitarfélaga landsins um mikilvægi slíks sambands í upphafi. 53 sveitarfélög af 218 tóku þátt í stofnun sambandsins og var það ekki fyrr en á áttunda áratugnum að öll sveitarfélög landsins höfðu sameinast undir merkjum þess. Nú eru sveitarfélög á landinu 101 og hefur þeim því fækkað um rúmlega helming frá stofnun sambandsins. Sveitarfélögin eru ákaflega misjöfn að stærð, eins og fram kemur í við- tali við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, formann Sambands íslenskra sveitarfélaga, í Morgunblaðinu í gær, eða allt frá 38 íbúum upp í 114 þúsund. Starfsemi sveitarfélaga er af ýmsum toga og gegna þau því hlutverki að veita íbúunum marg- víslega grundvallarþjónustu. Sveit- arfélögin hafa á undanförnum árum yfirtekið mikilvæga málaflokka, sem ríkið sá áður um að reka, og ber þar helst að nefna rekstur grunnskólanna. Kom í ljós í verk- falli grunnskólakennara á liðnum vetri hversu þröng staða sveitarfé- laganna getur orðið og einnig hversu ólíkir hagsmunir einstakra sveitarfélaga eru í raun. Felst mikilvægi samtakanna ekki síst í því að sýna sveigjanleika og þurfa forustumenn þeirra að átta sig á hvenær er best að standa saman og hvenær hentar að fara eigin leiðir. Það er hins vegar enginn vafi á því að þegar kemur að því að tryggja sveitarfélögunum tekjur til að reka grundvallarþjónustu á borð við grunnskólakerfið eru hagsmunirnir sameiginlegir og öflug samtök sveitarfélaga nauðsynleg. „Stjórn sambandsins hefur hverju sinni lagt áherslu á þau við- fangsefni í störfum sínum sem eru sameiginleg hagsmunamál sveitar- félaganna, en hefðbundin flokkap- ólitík hefur afar sjaldan átt upp á pallborðið hjá okkur,“ segir Vil- hjálmur í viðtalinu. Þetta viðhorf er vitaskuld forsenda þess að samtök á borð við Samband íslenskra sveit- arfélaga njóti trausts allra, sem í samtökunum eru, og hafa þau starfað í anda þess í stjórnartíð Vilhjálms. KONUR Í STJÓRNUM Þegar Valgerður Sverrisdóttir við-skiptaráðherra sendi 81 fyrir- tæki bréf um hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja voru konur 10,08% stjórn- armanna í hlutafélögum. Nú er aðal- fundahrinu hlutafélaga lokið og hef- ur hlutfallið hækkað upp í 11,28%. Þetta er óveruleg hækkun og lýsir Valgerður því yfir í Morgunblaðinu í gær að þetta séu ekki góð tíðindi þótt viðbrögð við bréfinu hafi verið mikil og undirtektir í þjóðfélaginu góðar. Það hversu fáar konur sitja í stjórnum fyrirtækja er ekki einangr- að tilvik, heldur lýsandi fyrir stöðu jafnréttismála á Íslandi, þótt fram- gangur kvenna hafi reyndar víðast hvar orðið meiri en í stjórnar- herbergjum fyrirtækja. Það er greinilega ekki einfalt mál að fjölga tækifærum kvenna í forystu ís- lenskra fyrirtækja og þegar það ger- ist ekki af sjálfu sér vakna spurn- ingar. Viðskiptaráðherra kveðst enn vera þeirra skoðunar að lagasetning sé ekki ákjósanleg og undir það hefur Morgunblaðið tekið. Það er augljóst af öllu að ekki ráða verðleikar för þegar á hólminn er komið, hvað sem sagt er í ræðum og yfirlýsingum um jafnréttismál á tyllidögum. Og hvað er þá til bragðs að taka?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.