Morgunblaðið - 12.06.2005, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 2005 31
Ekkert bendir til þess að sú naflaskoðun, sem
ESB mun neyðast til að hefja eftir fall stjórnar-
skrárinnar, muni breyta þessu. Þótt sjávarút-
vegur sé mikilvæg atvinnugrein á Íslandi verðum
við að horfast í augu við að hann er jaðarmálefni í
ESB og ekki eitt af þeim vandamálum, sem sjónir
manna beinast að þegar þeir neyðast til að leita
nýrra lausna í stað stjórnarskrárinnar. Með inn-
göngu nýrra ríkja í Mið- og Austur-Evrópu,
margra landluktra, í sambandið minnkar vægi
hans enn.
Þetta gæti breytzt ef Noregur gengi í ESB en
ekkert bendir til að það sé á döfinni. Hér á landi er
hópur manna, sem talar eins og Noregur geti sótt
um aðild að ESB hvenær sem er. Það er ekki svo
og hefur orðið ólíklegra eftir að stjórnarskráin var
felld. Með sama hætti er hópur manna í Noregi,
sem lætur eins og Ísland kynni að ákveða það í
næstu viku að sækja um aðild að ESB. Fyrr í mán-
uðinum var hér staddur norskur stjórnmálamað-
ur, sem sagðist eftir samræður við íslenzka sér-
fræðinga í Evrópumálum ekkert botna í því
hvaðan norskir fjölmiðlar hefðu heimildir sínar
um að Ísland kynni að vera á hraðri leið í ESB.
Hér virðist því einhver gagnkvæm óskhyggja á
ferð.
Eini ljósi punkturinn í falli stjórnarskrár ESB,
hvað sjávarútvegsmálin varðar, er að í III. kafla
hennar er skýrt ákvæði um að sambandið hafi „al-
ger yfirráð“ hvað varðar verndun auðlinda sjávar,
í samræmi við sameiginlegu sjávarútvegsstefn-
una. Slíkt ákvæði kynni að loka stöðunni enn frek-
ar ef til aðildarviðræðna Íslands kæmi og þar af
leiðandi gott að vera laus við það – en það er auð-
vitað ekki útilokað heldur að það rati inn í endur-
skoðaðan stofnsáttmála sambandsins.
Evran
Davíð Oddsson nefndi
einnig evruna sem
hindrun í vegi fyrir
Evrópusambandsaðild Íslands. Margir ræða hins
vegar um hana sem meginástæðu þess að Ísland
ætti að ganga í ESB. Evran hefur haft ýmsa kosti í
för með sér fyrir aðildarríki ESB, en hin gríð-
arlega jákvæðu efnahagslegu áhrif hennar, sem
margir spáðu, hafa látið á sér standa. Ekki er
hægt að horfa framhjá því vandamáli, sem Davíð
nefnir, að efnahagslegar aðstæður eru ólíkar eftir
ríkjum og jafnvel héruðum innan evrusvæðisins.
Fyrir nokkrum dögum kvartaði innanríkisráð-
herra Ítalíu yfir því að evran gerði mönnum erfitt
fyrir að taka á veikari efnahag, atvinnuleysi og
versnandi samkeppnisskilyrðum. Málið hefur
horft öðruvísi við út frá sjónarhóli Írlands; þar
hefur efnahagslífið verið í uppsveiflu á sama tíma
og lægð hefur verið í kjarnaríkjum sambandsins;
hagvöxtur á árinu stefnir í að verða þrefaldur
meðalhagvöxtur á evrusvæðinu. Margir Írar
kvarta nú yfir því að stefna Seðlabanka Evrópu
um lága vexti henti afar illa þegar hætta sé á of-
hitnun hagkerfisins. Á þeim sex árum, sem liðin
eru frá upptöku evrunnar, eru raunar lítil merki
um aukna samleitni hagkerfa aðildarríkja Efna-
hags- og myntbandalagsins, þótt hagfræðingar
bendi enn á að til lengri tíma muni evran vænt-
anlega ýta undir milliríkjaviðskipti og fjárfesting-
ar á svæðinu. Bæði í Svíþjóð og Bretlandi, sem
ásamt Danmörku standa enn utan myntbanda-
lagsins, hafa margir hagfræðingar efasemdir um
að upptaka evrunnar gangi upp vegna þess hve
hagsveiflan í þessum löndum sé ólík þeirri á
meginlandinu. Í Danmörku eru hins vegar fyrst
og fremst pólitískar ástæður fyrir því að taka ekki
upp evru. Á meðan þessi þrjú ríki, sem Ísland á við
um 30% af utanríkisviðskiptum sínum, taka ekki
upp evruna er þrýstingurinn á Ísland að endur-
skoða afstöðu sína takmarkaður.
Þegar óstöðugleiki eða óvissa er í gengismálum,
eins og nú er hér á landi, heyrast raddir um að evr-
an gæti leyst öll okkar vandamál. Þá gleymist ann-
ars vegar að hagsveiflan á Íslandi er ólík því sem
gerist í kjarnaríkjum ESB og hins vegar að upp-
taka evrunnar er engin skyndilausn. Ekkert ríki
getur fengið aðild að Efnahags- og myntbandalag-
inu nema vera í fyrsta lagi aðildarríki ESB, í öðru
lagi að uppfylla skilyrði Maastricht-sáttmálans
um lágar ríkisskuldir, fjárlagahalla, vexti og verð-
bólgu og í þriðja lagi að hafa haldið gengi sínu
stöðugu gagnvart evrunni um tveggja ára skeið.
Þannig er það í raun ekki evran, sem kemur hag-
kerfinu til bjargar, heldur efnahags- og peninga-
málastefna, sem leiðir af sér stöðugleika. Slíkri
stefnu þurfa ríki að fylgja hvort sem þau eru innan
eða utan Efnahags- og myntbandalagsins.
Fríverzlunar-
samningar
Fleiri atriði koma til
skoðunar, þegar metið
er hvort Ísland eigi að
sækja um aðild að
Evrópusambandinu á næstu árum. Nú á tímum al-
þjóðavæðingar viðskipta er það t.d. athyglisvert
að Ísland skuli vera bæði á undan Evrópusam-
bandinu og hinum EFTA-ríkjunum að hefja und-
irbúning að fríverzlunarsamningum við Kína.
Eins og fram kemur á forsíðu Morgunblaðsins í
dag, laugardag, virðist ESB hafa meiri áhuga
þessa dagana á að takmarka fríverzlun við Kína en
að auka hana; sambandið setur höft á innflutning
vefnaðarvöru frá Kína til að vernda störf í eigin
vefnaðariðnaði.
Fyrstu árin eftir að EES-samningurinn var
gerður voru EFTA-ríkin taglhnýtingar ESB hvað
varðaði gerð fríverzlunarsamninga; þegar ESB
hafði gert samning kom EFTA á eftir og gerði
eins samning. Margir töldu þá að það borgaði sig
fremur að vera innan ESB en utan til að ná góðum
fríverzlunarsamningum; þungi ESB í samninga-
viðræðum væri miklu meiri en EFTA. Nú hefur
þetta hins vegar breytzt. EFTA hefur náð forskoti
á ESB hvað varðar viðræður við Kanada og ýmis
Asíuríki. Grétar Már Sigurðsson, skrifstofustjóri
viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, var
spurður um ástæðu þessa í viðtali við Viðskipta-
blað Morgunblaðsins fyrir skömmu. Hann svar-
aði: „EFTA er lítill klúbbur. Þar er samráð milli
aðeins fjögurra landa, en í ESB þarf miklu víðtæk-
ara samráð. Við höfum verið fljót að stökkva á
tækifæri, sem hafa opnazt. Við vitum líka að um
leið og þessi lönd byrja að semja við ESB stoppar
allt og þau einblína á þá samninga. Við reynum því
að nota mjög vel þann tíma, sem við höfum til að
semja áður en ESB er klárt í slaginn. Það getum
við helzt af því að boðleiðirnar eru stuttar og
ákvarðanatakan einföld.“
Við þetta bætist að sumum viðsemjendum
finnst jafnvel EFTA of stórt; þannig vildu Kín-
verjar ekki ganga til samninga við bandalagið þótt
þess væri farið á leit, heldur ræða við Íslendinga
eina.
Íslenzka utanríkisþjónustan á auðvitað mikið í
þessum árangri. Skilvirkni hennar í samningavið-
ræðum, ekki sízt um viðskiptamál, hefur sýnt sig
hvað eftir annað á undanförnum árum. En um leið
hlýtur það að vera umhugsunarefni fyrir hina
mörgu eindregnu stuðningsmenn ESB-aðildar í
utanríkisþjónustunni hvort hún hefði í för með sér
missi sveigjanleikans og hinna stuttu boðleiða.
Félagsskapur
og þjóðarhags-
munir
Evrópusambandið er
félagsskapur, sem Ís-
land á að flestu leyti
samleið með vegna
legu sinnar, sögu og
pólitískra tengsla. Þar
eru fyrir flest nánustu bandalagsríki okkar í Atl-
antshafsbandalaginu og Norðurlandaráði – Nor-
egur er helzta undantekningin. Samningurinn um
Evrópska efnahagssvæðið, ásamt Schengen-
samningnum og fleiri sáttmálum við sambandið er
auðvitað staðfesting þess að við eigum samleið
með ESB; þessir samningar gera okkur kleift að
taka þátt í stórum hluta af starfsemi bandalagsins,
fyrst og fremst auðvitað innri markaðnum.
Ástæðan fyrir því að við höfum ekki sótt um
fulla aðild að bandalaginu er ekki að okkur mislíki
félagsskapurinn, heldur hindranir, sem snerta
mikilvæga þjóðarhagsmuni okkar; yfirráð yfir
fiskimiðunum og samkeppnishæfni hagkerfisins.
Þessi atriði vega þyngra en sá meginókostur
EES-samningsins að Ísland hefur ekki sömu áhrif
og aðildarríki ESB á nýja löggjöf, sem þó tekur
gildi á Íslandi.
Þótt Evrópusambandsríkin endurskoði sam-
starf sitt og færi sambandið nær almenningi í kjöl-
far höfnunar stjórnarskrárinnar í Frakklandi og
Hollandi, dugir það ekki til að gera aðild aðgengi-
lega fyrir Ísland. Þeir, sem vilja sækja um aðild að
ESB, þurfa fyrst að finna lausnir á þeim augljósu
annmörkum, sem eru á núverandi stefnu banda-
lagsins í mikilvægum hagsmunamálum Íslands.
„Áhugi sumra
stjórnmálaleiðtoga
á að gera ESB að
sambandsríki – sem
það er enn langt frá
að vera – hefur aldr-
ei verið meginrök-
semd þeirra, sem
telja ekki tímabært
fyrir Ísland að
sækja um aðild að
Evrópusambandinu.
Aðrar hindranir eru
í veginum, sem
snerta beint ís-
lenzka grundvall-
arhagsmuni.“
Laugardagur 11. júní
REUTERS
Meirihluti franskra og hollenzkra kjósenda kaus „nei“ í þjóðaratkvæðagreiðslum um stjórnarskrá Evrópusambandsins. Hvaða áhrif hefur það á Íslandi?