Morgunblaðið - 12.06.2005, Page 32

Morgunblaðið - 12.06.2005, Page 32
32 SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Jón bóndi í Ölfusi veit hvað hann syngur þegar kemur að sölu bújarða Ef þú ert að leita að bújörð þá ertu í traustum höndum með Jón þér við hlið Til þjónustu reiðubúinn í síma 896 4761 Jón tekur á móti viðskiptavinum Hóls samkvæmt samkomulagi á Skúlagötu 17. Franz Jezorski, hdl. og lögg. fasteignasali Hóll er landsþekkt fyrir fagleg vinnubrögð og úrvalsþjónustu í á annan áratug. Taktu enga áhættu með þína fasteign. Skiptu við heiðarlega og ábyrga fasteignasölu sem hefur hagsmuni þína að leiðarljósi. Einna fremstir í bújörðum FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Grenimelur- efri hæð og ris m. bílskúr Mjög glæsileg og mikið endurnýjuð 175 fm efri hæð og ris á frá- bærum stað auk frístandandi bílskúrs. Sérinngangur í forstofu, fallegur stigi upp á efri hæð sem skiptist í hol, eldhús með miklum nýjum innrétt. góðri borðaðst. og útg. á svalir, tvær stórar og bjartar stofur, samliggj. m. rennihurð, 2 herb., og bað- herb. Viðarstigi upp í ris sem skiptist í stórt sjónvarpsh., rúmg. baðherb., 3 herb. og svalir útaf einu herb. Verð 41,9 millj. Skaftahlíð - efri hæð m. bíl- skúr. Falleg 122 fm 5 herb. efri hæð ásamt 28 fm bílskúr. Hæðin skiptist í for- stofu, gestasalerni/þvottah., samliggjandi rúmgóðar og bjartar stofur, eldhús m. borðaðst., 3 herb. og baðherb. Tvennar svalir. Hiti fyrir framan hús. Verð 30,5 millj. Glaðheimar - 3ja herb. m. sérinng. Mjög falleg og afar vel skipu- lögð 79 fm íbúð á jarðhæð í góðu stein- húsi. Nýlegar beykiinnrétt. og nýleg tæki í eldhúsi, tvö rúmgóð parketl. herb., flísal. baðherb. og rúmgóð parketl. stofa. Rækt- uð lóð, hiti í stéttum. Góð staðsetn. innst í botnlanga við opið grænt svæði. Verð 17,5 millj. Kristnibraut - 3ja herb. Falleg 109 fm íbúð á 3. hæð í glæsilegu lyftu- húsi. Eldhús m. fallegri innr., rúmgóð stofa m. útg. á stórar suðvestursv., 2 rúmgóð herb., baðherb. m. baðkari og sturtu., þvottahús. Sérgeymsla á jarðh. Falleg, ræktuð lóð. Verð 22,3 millj. Smáragata Stórglæsilegt 280 fm einbýlishús auk 33 fm frístandandi bílskúrs, í hjarta miðborg- arinnar. Húsið er teiknað af Gunnlaugi Halldórssyni. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð á síðustu árum á vandvirkan og smekklegan hátt og skiptist m.a. í stórt hol með arni, samliggjandi, rúmg. stofur, eldhús með innr. úr peruviði, sjón- varpshol, þrjú herb. auk fataherb., stórt vinnu- og fjölskylduherb. með arni og tvö baðherb. Mjög góðar geymslur. Þrennar svalir. Ræktuð lóð, hiti í innkeyrslu og stéttum að hluta. EIGN Í SÉRFLOKKI. Óskað er eftir tilboðum í eignina. Tígulsteinn - Mosfellsbæ Vel staðsett 131 fm einbýlishús á einni hæð auk 50 fm bílskúrs. Húsið stendur í útjaðri byggðar í Mosfellsbæ og er í dag nánast tilbúið undir innréttingar. Forstofa, hol, stórt rými þar sem gert er ráð fyrir eldhúsi og borðstofu, þvottaherb., þrjú herbergi, samliggjandi stofur og baðher- bergi. Búið er að endurnýja þak, gler, glugga og allar útihurðir. Einnig hefur húsið verið einangrað upp á nýtt. Selst í núverandi ástandi. Verð 28,9 millj. Geitland Fallegt 179 fm raðhús ásamt 21 fm bíl- skúr á þessum eftirsótta stað í Fossvogi. Húsið sem er á fjórum pöllum skiptist m.a. í eldhús með eikarinnréttingum, stórt sjónvarpshol, góða stofu og borð- stofu, fimm herbergi og flísalagt baðher- bergi auk gestasalernis. Stórar svalir til suðus út af stofu. Ræktuð lóð með timb- urverönd, yfirbyggð að hluta og með heitum potti. Garðhús á lóð. Hiti í stéttum fyrir framan hús. Verð 45,0 millj. Barðastaðir 17 — Sölusýning í dag frá kl. 15-16 — Til sölu á mjög vinsælum stað Björt, vel skipulögð og falleg 100 fm 3ja herbergja íbúð með sérinngangi á efstu hæð í 3ja hæða fjölbýli með útsýni yfir flóann. Íbúðin er með 2 rúmgóðum svefnherbergjum með skápum og parketi. Mjög stór parketlögð stofa og borðstofa sem hægt er að skipta niður. Baðherberbergi flísalagt í hólf og gólf. Opið og fallegt eldhús með beykiinnréttingu og steinflísum á gólfi. Sérþvottahús í íbúðinni við hlið baðherbergis. Forstofa flísalögð með skáp. Rúm- góðar svalir í suður. Sameign er mjög snyrtileg með hjólageymslu og sérgeymslu sem fylgir íbúðinni. Húsið er nýmálað og lítur vel út. Snyrtileg lóð með stórri grasflöt og leiktækjum fyrir börnin. 2 mín gangur bæði í leikskóla og nýjan grunnskóla. Stutt í fjöru, náttúruperlur og golfið. Eignin getur verið laus til afhendingar fljótlega. Verð 21,5 millj. Guðrún Árnadóttir, lögg. fasteignasali. Upplýsingar gefur Gunnar S. Tryggvason, sími 895 6554. Barðastaðir 17 Leikskóli Grunnskóli Golfvöllur ÍSLENSKA ríkið hefur verið dæmt til að greiða fyrrverandi starfs- manni varnarliðsins eina milljón í bætur þar sem honum var hvorki kynntur andmælaréttur þegar að- gangsheimild hans að varnarsvæð- inu var numin úr gildi, né var hon- um leiðbeint um að hann gæti kært ákvörðunina til utanríkisráðuneyt- isins. Maðurinn, sem var yfirmaður á skrifstofu söludeildar afgangsvöru varnarliðsins, lá um tíma undir grun um að hafa tekið þátt í að selja vörur þaðan með ólögmætum hætti. Það mál var síðar fellt niður að því er hann varðaði. Vegna rannsóknar málsins lét sýslumaðurinn á Kefla- víkurflugvelli í nóvember 2002 gera húsleit á heimili mannsins, hand- taka hann og færa til yfirheyrslu. Maðurinn neitaði tengslum við málið sem varð til þess að rann- sóknin hófst en viðurkenndi á hinn bóginn tollalagabrot sem fólst í því að hann fékk starfsmann varnar- liðsins til að kaupa fyrir sig bíldekk og varahluti. Héraðsdómur synjaði að mestu kröfum mannsins Í framhaldi af yfirheyrslum var hann sviptur aðgangsheimild að varnarsvæðinu til bráðabirgða og í lok janúar 2003 var honum sagt upp störfum. Í lok mars lauk tollamál- inu með sekt og í apríl 2003 var hann varanlega sviptur aðgangs- heimild. Maðurinn höfðaði mál gegn rík- inu og krafðist um 10,5 milljóna í bætur, m.a. með þeim rökum að það hefði tekið sýslumann of langan tíma að ljúka rannsókn á sínum þætti málsins og illa hefði gengið að fá yfirlýsingu um að málið hefði ver- ið fellt niður hvað hann varðaði. Þá hefði hann ekki fengið greidd samn- ingsbundin laun meðan á þessu stóð og þar að auki orðið fyrir mikilli mannorðsskerðingu. Brotið sem hann hefði framið væri smávægi- legt og með viðbrögðum sínum hefði sýslumaður brotið meðalhófs- reglu. Héraðsdómur Reykjavíkur synjaði að mestu kröfum mannsins en féllst á að andmælaréttur hefði ekki verið virtur. Eggert Óskarsson kvað upp dóminn. Björn Ólafur Hallgrímsson hrl. flutti málið f.h. mannsins en Einar Karl Hallvarðsson hrl. fyrir ríkið. Milljón í bætur vegna brots á andmælarétti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.