Morgunblaðið - 12.06.2005, Síða 42

Morgunblaðið - 12.06.2005, Síða 42
42 SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Það er mikið um að veranæstkomandi sunnu-dag. Þá verða 90 ár síð-an íslenskar konurfengu kosningarétt og 24. október verða 30 ár liðin frá kvennafrídeginum sem vakti heimsathygli. Þá eru 25 ár síðan Vigdís Finnbogadóttir varð for- seti lýðveldisins en hún var fyrsta konan í heiminum sem kosin var af þjóð sinni til að gegna hlutverki þjóðhöfðingja og jafnframt verða 10 ár liðin frá því að aðgerðaáætl- un Sameinuðu þjóðanna í jafn- réttismálum var samþykkt í Pek- ing. Vegna þessa alls boðar sérstök afmælisnefnd til Þingvallarfundar kvenna 19. júní. M.a. verður geng- ið um Almannagjá og þar verða listamenn sem minnast atburð- anna við Drekkingarhyl og ann- ars. Á Efrivöllum tekur við bar- áttuhátíð, en hún endar með samþykkt gerðar Þingvallar- fundar sem afhent verður stjórn- völdum. Kvenfélagssamband Suðurlands annast þjóðlegar veit- ingar og boðið verður upp á rútu- ferðir til og frá höfuðborgarsvæð- inu. Afmælum sem þessum ber að sjálfsögðu að fagna, og vonandi að sem flestar konur skundi á Þing- völl. En það er fleira að gerast þenn- an dag. Hinn 9. maí árið 1905 missti bandarísk kona, Anna M. Jarvis að nafni, móður sína. Í kjölfar þess tók hún upp á að minnast árstíðar hennar á næstu árum, og hvatti aðra til að gera svipað. Árið 1908 ritaði hún þúsundir bréfa til áhrifamanna um gjörvöll Banda- ríkin, og hvatti til þess að annar sunnudagur í maí yrði helgaður öllum mæðrum. Árangurinn varð sá, að árið eftir var haldið upp á daginn í 45 fylkjum landsins, á einhvern hátt. Þetta var upphafið að mæðradeginum. Sonora Louise Smart, ung kona úr austanverðu Washington-fylki í Bandaríkjunum, var einmitt að hlusta á ræðu á umræddum degi 1909, þegar hugmynd um sam- svarandi „feðradag“ vaknaði með henni. Þar var hún með föður sinn í huga, William Jackson Smart, fyrrum hermann úr Borgarastríð- inu, en hann var þá ekkjumaður, því eiginkonan hafði látist þegar hún var að fæða sjötta barn þeirra hjóna. Þegar Sonora var komin á fullorðinsár og leit til baka, til ár- anna þegar faðir hennar var einn að berjast með ungahópinn sinn fylltist hún þeirri aðdáun yfir fórnfýsi hans sem leiddi til áður- nefndrar niðurstöðu. Ákvað þessi dóttir hans, sem þá var orðin gift kona og hét John Bruce Dodd, að feðradagurinn skyldi haldinn í af- mælismánuði Williams Smart, og í fyrsta sinn var dagsins minnst 19. júní 1910, í Spokane í Wash- ington-fylki. Inn í þetta allt spilaði að hún var sjálf orðin móðir, eign- aðist son árið 1909, og kom eigin- maður hennar að uppeldi hans, rétt eins og hún sjálf. Og þegar hún fór að líta í kringum sig varð henni ljóst að þetta var ekkert einsdæmi, heldur tíðkaðist víða. Calvin Coolidge Bandaríkja- forseti hvatti til þess árið 1924 að dagurinn yrði haldinn um öll fylki ríkisins og árið 1966 gaf Lyndon Johnson forseti út yfirlýsingu þess efnis að upp frá því skyldi þriðji sunnudagur í júní verða kallaður feðradagur og hans minnst á tilheyrandi hátt um öll Bandaríkin. Árið 1972 festi Richard Nixon það enn frekar í sessi. Ekki veit ég til þess að feðra- dagsins hafi verið minnst hér á landi, sem er dálítið undarlegt, því hann er eiginlega frá sama tíma og mæðradagurinn. E.t.v. er skýringarinnar að leita í hinu lok- aða fasi íslenskra karlmanna og að þetta hafi aldrei verið raun- hæfur möguleiki af þeim sökum. En nú eru breyttir tímar og hinn mjúki karlmaður á hverju strái. Og því ekki eftir neinu að bíða. Ég nefndi þetta raunar allt hér í pistli fyrir ári og er bara að minna á það skrif og hvetja kyn- bræður mína til að gera nú eitt- hvað í málinu, þegar 95 ár verða liðin frá því umræddur dagur varð til. En hvað eigum við að gera? Jú, eflaust er hægt að fara margar leiðir og ólíkar til að heiðra íslenska feður, s.s. að kaupa handa þeim einhverja smá- gjöf eða gleðja þá með óvæntri uppákomu eða eitthvað í þá veruna. Svipað og gert er á mæðradaginn. Frú Dodd lagði það til að fólk gengi með rós í barmi; hvíta, ef faðir væri dáinn, en rauða, ef hann væri á lífi. Það finnst mér góð hugmynd og við- eigandi. Sjálfur ætla ég að leggja drottningu plönturíkisins á gröf föður míns og beggja afa. Þegar María kyssir hin ljósu blöð í Para- dís verða þau rjóð, segir helgi- sagan. Rósin er talin eiga sér uppruna- leg heimkynni í Asíu. Á persnesku nefndist hún „gul“, sem einnig merkti „blóm“, og var ekki langt frá orðinu „ghul“, sem þýddi „andi“. Í grísk-rómverskri vitund táknaði rósin fegurðina, vorið og ástina en einnig hverfulleikann og þar með dauðann. Og eilífðina. Hún er því verðugur fulltrúi kær- leika og væntumþykju, í þessum heimi sem öðrum. Og svo er hún auðvitað ímynd Jesú Krists, eins og m.a. kemur fram í sálminum góða, „Hin feg- ursta rósin er fundin.“ En boðskapur minn í dag er sumsé þessi: Stúlkur, til hamingju með það sem áunnist hefur í jafnréttismál- um. Bleik rós til ykkar. Og piltar, það er vika til stefnu. Rósir sigurdur.aegisson@kirkjan.is Það er góður siður að fagna tímamót- um. Og eftir viku, 19. júní, gefst sann- arlega ærið tilefni. Sá mánaðardagur er á Íslandi tileink- aður konum en er- lendis víðast hvar er annað gjarnan upp á teningnum. Sigurður Ægisson kemur inn á það í eftirfarandi pistli. FERÐAMÁLASTOFA er heiti nýrrar stofnunar sem hefur starf- semi um næstu áramót. Hún mun taka við verkefnum núverandi Ferðamálaráðs og fá aukin stjórn- sýsluleg verkefni, svo sem útgáfu ýmissa leyfa í ferðaþjónustu, t.d. ferðaskrifstofuleyfa, skráningu á starfsemi og eftirlit með að skilyrð- um sé fullnægt. Ferðamálastofa mun heyra undir samgönguráðherra. Breytingin er samkvæmt lögum um skipan ferðamála sem Alþingi sam- þykkti í vor. Ferðamálaráð fær nýtt hlutverk. Það á að gera tillögur til ráðherra um markaðs- og kynningarmál ferðaþjónustunnar auk þess að vera ráðherra til ráðgjafar um áætlanir í ferðamálum. Einnig að veita um- sagnir um breytingar á lögum og reglum sem varða ferðamál og annað sem ráðherra felur því. Í nýju Ferða- málaráði munu sitja tíu fulltrúar. Ráðherra mun skipa formann og varaformann án tilnefningar og aðra fulltrúa samkvæmt tilnefningu Sam- taka ferðaþjónustunnar, Sambands íslenskra sveitarfélaga Ferðamála- samtaka Íslands og Útflutningsráðs. Annast leyf- isveitingar vegna ferða- þjónustu HUGVEKJA Ég hef í tæpan áratug búið áÁlftanesi, litlu, vinalegusveitarfélagi, sem stund-um virðist afskekkt, þóttþað sé á höfuðborgar- svæðinu. Hér hafa hross, kindur og fuglar, fjörur, tjarnir og móar verið kærkomnir nágrannar mínir, auk þess ágæta fólks sem ber svipaðan hug og ég til skepnanna og hins sveitalega og lítt snortna um- hverfis. Sveitarfélagið hefur verið græn dreif- býlisvin í sífellt umfangsmeiri steinsteypuauðninni allt í kring. Hingað hefur fólk sótt sér annan valkost í búsetu og um- hverfi, en þann sem blasir við hvar- vetna annars staðar. En ekki leng- ur. Á vettvangi fjölmiðla er Álftanes afskekkt byggðarlag. Þetta má meðal annars merkja af því að enn tæpu ári eftir að það hætti að vera Bessastaðahreppur og varð sveitar- félagið Álftanes, gengur það undir gamla nafninu í fasteignablaði Morgunblaðsins og þegar tölur um hækkun fasteignaverðs á höf- uðborgarsvæðinu voru birtar á dög- unum, var Álftanes ekki nefnt frek- ar en svo oft áður í viðlíka samhengi. Það er helst að það kom- ist í fréttir þegar einhverjum dettur í hug að nýta það til að leysa skipu- lagsvanda í öðrum kaupstöðum. Þessi fjölmiðlalega fjarlægð Álftaness er á margan hátt guðsþakkarverð og hluti af þeim gæðum sem felast í byggðinni. En ég hef á undanförnum mánuðum velt því fyrir mér hvort hún sé kannski engum eins kærkomin og núverandi bæjarstjórnarmeirihluta. Einu fréttirnar sem íbúar fá af gangi mála eru fáorðar fund- argerðir bæjarstjórnar á Netinu og svo verkin sem tala hátt og snjallt eitthvert allt annað mál þegar allt er frágengið og hver hagsmunaaðili hefur fengið sitt. Fagurt hjal langvarandi meiri- hlutans í bæjarstjórn fyrir hverjar sveitarstjórnarkosningar um „sveit í borg“ og varðstöðu um sérkenni Álftaness, hafa reynst orðin tóm. Íbúar Álftaness hafa einfaldlega fyrir augunum hvaða mál er raun- verulega talað þegar kemur að skipulagsmálum sveitarfélagsins. Og það er svo sannarlega ekkert umhverfismál, frekar en annars staðar í pólitísku stjórnkerfi lands- ins. Það er mál peninga og gróða- fíknar. Hungur landeigenda á svæðinu í eitthvað af þeim hundruðum millj- óna króna sem gætu legið í mýrum þeirra og móum annars vegar og óstöðvandi gróðafíkn verktaka og banka hins vegar, hafa leitt til þess að hver skikinn af öðrum hverfur nú undir nýjar byggingar með leiftur- hraða. Hver sviplitli byggingaklas- inn af öðrum sprettur upp úr jörð- inni rétt eins og annars staðar í kringum okkur. Fyrri yfirlýsingar bæjarstjórnar um áætlaðan hámarksfjölda íbúa hafa nú áþekkt gildi og bygginga- ruslið sem fýkur hér yfir æ fleiri hæðir. Það er líkt og meirihlutinn hafi misst valdið sem hann þó er kjörinn til að fara með, eða hrein- lega látið það af hendi. Þegar litið er á þróun mála að undanförnu er erfitt að komast að annarri niðurstöðu en þessari: Þeir sem í raun stýra skipulagsmálum á Álftanesi eru ekki kjörnir fulltrúar íbúanna. Það eru landeigendur, verktakar og bankar sem ráða ferð- inni og standa fyrir þeirri skipulags- legu herför sem nú er hafin að þessu góða sveitarfélagi. Engum þeirra karla og kvenna sem mynda meirihluta bæjar- stjórnar Álftaness ætla ég nokkuð illt eða óvandað innræti, en hitt virðist augljóst að meirihlutinn hef- ur misst tökin á þróun byggð- arinnar til aðila sem ekki þurfa að sækja umboð sitt til íbúanna á fjög- urra ára fresti og leggja verk sín í þeirra dóm. Aðförin að Álftanesi HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson Hlíðahverfi | Öskjuhlíðarskóli fagn- aði 30. ára afmæli sínu á fimmtudag og hélt af því tilefni vorhátíð á leik- svæði og í grenndarskógi skólans. Hátíðahöldin hófust kl. 10. með kaffisamsæti foreldra og velunnara skólans. Þá fluttu skólastjóri og fulltrúi foreldra ávörp og nemend- urnir sýndu skemmtiatriði. Að lok- um var farin skrúðganga í Lunda- skóg þar sem menn héldu gillveislu og slitu formlega skólaárinu. Morgunblaðið/Golli Nemendur Öskjuhlíðarskóla skemmtu sér vel á vorhátíð skólans. Vorhátíð á afmælinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.