Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Siglinganámskeið verða haldin á vegumSiglingafélagsins Brokeyjar frá Reykja-víkurhöfn í allt sumar. Friðrik Örn Guð-mundsson siglingaþjálfari heldur utan um námskeiðin. Hverjir geta sótt námskeiðin? „Þau eru ætluð fyrir alla eldri en 14 ára. Sams konar námskeið hafa verið haldin fyrir börn í Siglunesi en mér fannst vanta kynningarnám- skeið fyrir eldri hópa, fullorðna en einnig unglinga sem hafa áhuga á siglingum.“ Hvernig fer námskeiðið fram? „Þetta er 5 daga verklegt námskeið, í 3 tíma á dag og hefst klukkan 19. Meðal þess sem farið er yfir er meðhöndlun segla, almenn siglingaheiti og öryggi á sjó. Ég kenni eftir bresku kerfi sem kem- ur frá RYA, Royal Yacting Association og er þetta grunnnámskeiðið í því kerfi. Það eru hámark 6 manns á hverju námskeiði og kennt er á 8 metra seglbát, Secret 26.“ Er mikill áhugi á siglingum í Reykjavík? „Áhugi á siglingum á Íslandi hefur aukist mjög mikið á undanförnum árum. Það sem ber hæst hérna í Reykjavík er vikuleg siglingakeppni á þriðjudögum sem er haldin af Siglingafélagi Reykjavíkur, Brokey. Siglt er um eyjasvæðið í Kollafirði og bátarnir eru um 20 talsins þegar mest er. Nú ert þú vanur kennari í siglingum og hefur kennt bæði börnum og fullorðnum, er munur þar á? Nei, eiginlega ekki. Það er mjög svipað að kenna börnum og fullorðnum að sigla. Maður reynir kannski að beita sér aðeins öðruvísi í sam- bandi við fullorðna, en það kemur oft fyrir að mað- ur detti inn í barnakennsluna án þess að taka eftir því.“ Hvert er markmið námskeiðanna? „Það er að kynna íþróttina og lífsstílinn sem siglingar eru. Það þurfa ekki allir að keppa, það er líka hægt að njóta útiverunnar sem íþróttin býður upp á. Námskeiðið er hugsað sem kynning og hentar öllum sem hafa litla sem enga reynslu eða þekkingu á seglbátum. Þátttakendur eiga að geta tekið þátt í áhafnarstarfi á seglbát í lok námskeiðs og verið stoltir af því. Hægt er að fá nánari upplýsingar með því að senda tölvupóst á nokia@simnet.is og fyrsta nám- skeiðið hefst þann 13. júní. Siglingar | Námskeið fyrir byrjendur á öllum aldri hefst 13. júní Mikill áhugi á siglingum  Friðrik Örn Guð- mundsson er fæddur í Reykjavík árið 1976. Hann útskrifaðist af náttúrfræðibraut frá Kvennaskólanum í Reykjavík og er lærður tækniteiknari frá Iðn- skólanum í Reykjavík. Hann er einnig með 30 tonna skipstjórnarrétt- indi og er formaður kænu- og kappróðrar- deildar Siglingafélags Reykjavíkur, Brokeyjar. Friðrik æfði ólympískan kappróður í tvö ár og hefur kennt siglingar frá árinu 1993. Hann er í sambúð með Gunnhildi Guðmundsdóttur sál- fræðinema. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Óvæntar gjafir eða skyndileg innkaup fyrir heimilið gleðja hrútinn um þess- ar mundir. Kannski festir hann kaup á einhverju mjög nútímalegu eða óvenjulegu. Naut (20. apríl - 20. maí)  Gerðu ráð fyrir því að kynnast nýrri manneskju í dag. Viðkomandi verður hugsanlega vinur þinn eða þá að þú lætur heillast um stund, án þess að framhald verði á. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Eitthvað óvænt gæti gerst tengt pen- ingamálum tvíburans í dag. Ef allt fer á besta veg gæti hann fundið fé, ef allt fer á versta veg tapar hann pen- ingum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Einhver sem hefur gerólíkar skoðanir og krabbinn verður á vegi hans. Kannski hefur viðkomandi gerólíkan bakgrunn og krabbinn. Hvað sem því líður fær hann tækifæri til þess að víkka sjóndeildarhringinn. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Óvenjulegar hugsanir gera vart við sig í höfði ljónsins um þessar mundir. Það áttar sig ekki á hvort um er að ræða fyrirboða eða eitthvað tilvilj- anakennt. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Meyjan lyftir sér óvænt upp í góðum félagsskap í dag. Þiggðu heimboð eða annan gleðskap fyrir alla muni. Vertu opin fyrir því að kynnast fólki með annan bakgrunn eða frá fjarlægum slóðum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Eitthvað kemur voginni ánægjulega á óvart í dag. Hún er á réttum stað á réttum tíma og segir það sem við á við rétta fólkið. Að því leyti hefur hún heppnina með sér í dag. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Óvænt tækifæri gefst til ferðalaga eða menntunar á næstunni. Ef það gerist þarf sporðdrekinn að vera fljótur að hugsa og bregðast hratt við. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Peningar, gjafir og hlunnindi rata til þín í dag. Eða þá að einhver nákominn verður þeirra aðnjótandi og bogmað- urinn nýtur góðs af líka. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Samræður við aðra eru kraftmiklar, hressilegar og heillandi í dag. Um- ræðuefnið er óvenjulegt og aðstæður frábrugðnar. En skemmtilegur dagur! Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Samstarfsfólk vatnsberans kemur honum í opna skjöldu varðandi eitt- hvað í dag. Annað hvort býður það lið- sinni sitt og stuðning eða þá að nýr einstaklingur mætir til starfa. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fiskurinn hefur heppnina með sér í dag. Kýldu á verkefni þótt ekki sé víst að allt gangi upp. Sköpunarmáttur fisksins er líka með mesta móti núna. Þiggðu boð í veislur og annan gleð- skap. Stjörnuspá Frances Drake Tvíburarnir Afmælisbarn dagsins: Þú ert bjartsýnismanneskja og tekur því að sem höndum ber í lífinu, sama hvað það er. Þú býrð yfir miklum krafti og ert sífellt á ferðinni og gefur fjölskyldu og vin- um rausnarlega af tíma þínum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 dyngja, 4 dæma, 7 steinn, 8 skrá, 9 pinni, 11 raddar, 13 dvöldust, 14 æviskeiðið, 15 verkfæri, 17 dútl, 20 elska, 22 loð- skinns, 23 ljúkum, 24 híma, 25 lengdareining. Lóðrétt | 1 tryggingafé, 2 mjúkum, 3 svelgurinn, 4 spilltan félagsskap, 5 hrúgan, 6 bardaganum, 10 hakan, 12 urmul, 13 sár, 15 lágfótan, 16 skart- gripir, 18 snerum, 19 myrkur, 20 kvenfugl, 21 klæðleysi. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 sjávardýr, 8 lækur, 9 kytra, 10 nýr, 11 turna, 13 afræð, 15 spors, 18 klára, 21 kol, 22 fatta, 23 Óttar, 24 sakamanns. Lóðrétt | 2 jakar, 3 varna, 4 ríkra, 5 ýktur, 6 hlut, 7 gauð, 12 nær, 14 fól, 15 sófl, 16 ostra, 17 skaða, 18 klóra, 19 ástin, 20 aurs.  Tónlist Íþróttahúsið í Reykjahlíð | Lokatónleikar kórastefnu við Mývatn. 200 manna kór og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands flytja Messías eftir Händel í íþróttahúsinu í Reykjahlíð. Einsöngvarar: Auður Gunn- arsdóttir, Margrét Bóasdóttir, Sigríður Að- alsteinsdóttir, Garðar Thor Cortes og Ágúst Ólafsson. Guðmundur Óli Gunn- arsson stjórnar. Leiklist Skemmtihúsið | Ferðir Guðríðar – leikrit leikið á ensku kl. 20.30 fimmtudaga og sunnudaga í Skemmtihúsinu á Laufásvegi 22. Leikkona Caroline Dalton. Myndlist 101 gallery | Ólafur Elíasson til 1. júlí. Café Karólína | Hugleikur Dagsson. Energia | Sigurður Pétur Högnason. Feng Shui húsið | Diddi Allah sýnir olíu- og akrýlverk. Gallerí i8 | Lawrence Weiner til 6. júlí. Gallerí Sævars Karls | Kristín Blöndal. Gerðuberg | Sýningin Stefnumót við safn- ara II er opin virka daga kl. 11–17 og um helgar kl. 13–17. Grafíksafn Íslands | Samsýning þýskra listamanna. Síðasta sýningarhelgi. Götur Reykjavíkur | Margrét H. Blöndal. Hafnarbakkinn í Reykjavík | Kristinn Benediktsson Fiskisagan flýgur. Hafnarborg | Wilhelm Sasnal, Bojan Sarce- vic, Elke Krystufek, On Kawara til 21. ágúst. Hallgrímskirkja | Guðbjörg Lind Jóns- dóttir sýnir myndverk í forkirkju og kór. Þórólfur Antonsson og Hrönn Vilhelmsótt- ir sýna ljósmyndir í turni. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi | Auð- ur Vésteinsdóttir. Hrafnista Hafnarfirði | Rúna (Sigrún Guð- jónsdóttir) sýnir í Menningarsalnum. Hönnunarsafn Íslands | Circus Design frá Noregi. Til 4. sept. Kaupfélag listamanna | KFL – group er með hressandi myndlist í Gamla Kaup- félaginu í Hafnarfirði að Strandgötu 28, 2. hæð. Opið alla daga frá 14–18. Aðgangur er ókeypis. Kling og Bang gallerí | John Bock til 26. júní. Leonard | Mæja sýnir út júnímánuð. Listasafn ASÍ | Ólafur Árni Ólafsson, Libia Pérez de Siles de Castro til 3. júlí. Listasafn Einars Jónssonar | Opið er alla daga nema mánudaga frá kl. 14–17. Listasafnið á Akureyri | Matthew Barney, Gabríela Friðriksdóttir til 26. júní. Listasafn Íslands | Dieter Roth til 21. ágúst. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Gabríel Kuri, Jennifer Allora og Guilliermo Calza- dilla, Brian Jungen, Hekla Dögg Jónsdóttir, John Latham, Kristján Guðmundsson. Listasafn Reykjanesbæjar | 365 skúlptúr- ar eftir Martin Smida. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Dieter Roth, Peter Fischli, David Weiss, Haraldur Jónsson, Urs Fischert til 21. ágúst. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Sumarsýning Listasafns Íslands. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sum- arsýning – Aðföng, gjafir og lykilverk eftir Sigurjón Ólafsson. Opið kl. 14–17. Norræna húsið | Norski málarinn Örnulf Opdahl. Norska húsið í Stykkishólmi | Ástþór Jó- hannsson. Nýlistasafnið | Thomas Hirschhorn. Safn | Carsten Höller til 10. júlí. Saltfisksetur Íslands | Kristinn Benedikts- son ljósmyndari með ljósmyndasýningu. Slunkaríki | Elín Hansdóttir, Hreinn Frið- finnsson til 26. júní. Skaftfell | Anna Líndal til 26. júní. Smekkleysa Plötubúð – Humar eða frægð | Ólöf Nordal og Kelly Parr. Coming Soon. Suðsuðsvestur | Sólveig Aðalsteinsdóttir. Vatnstankarnir við Háteigsveg | Finnbogi Pétursson. Sjá: www.or.is. Við fjöruborðið | Inga Hlöðvers. Vinnustofa Aðalheiðar Valgeirsdóttur | Málverkasýning Grettisgötu 3, opið fim.– sun. kl. 14–18 til 12. júní. Þjóðminjasafn Íslands | Mynd á þili í Boga- sal. Sýningin er afrakstur rannsókna Þóru Kristjánsdóttur á listgripum Þjóðminja- safnsins frá 16., 17. og 18. öld. Árbæjarsafn | Samsýning á bútasaumi, Röndótt – Köflótt, í Kornhúsinu. Söfn Árbæjarsafn | Samsýning á bútasaumi, Röndótt – Köflótt, í Kornhúsinu. Opið í sumar kl. 10–17. Klukkan 14 munu Steindór Andersen, Rósa Jóhannesdóttir og Hilmar Örn Hilmarsson leika tónlist og kveða rímur. Klukkan 14.30 mun Ásatrúarfélagið standa fyrir kynningu á heiðnum sið. Meðal annars verða útskýrðar ýmsar at- hafnir heiðinna manna og viðhorf þeirra auk þess sem sagðar verða sögur af goð- unum. Klukkan 15.30 munu Steindór, Rósa og Hilmar taka aftur við, með tónlist og rímnakveðskap. Bókasafn Kópavogs | Sýning á ljós- myndum úr fórum Kópavogsbúa af börn- um í bænum í tilefni af 50 ára afmæli Kópavogsbæjar í samstarfi Bókasafns og Héraðsskjalasafns Kópavogs. Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Hljóð- leiðsögn um húsið, margmiðlunarsýning og skemmtilegar gönguleiðir í nágrenninu. Jagúarinn í hlaðinu. Opið alla daga í sumar frá kl. 9 – 17. Ráðhús Þorlákshafnar | Á sýningu í Ráð- húsi Ölfuss gefur að líta margar tegundir uppstoppaðra fiska, bæði vel þekktar teg- undir og furðufiska. Smámunasafnið í Sólgarði | Eyjafjarð- arsveit. Opið alla daga í sumar fram til 15. september frá kl. 13–18. Þjóðmenningarhúsið | Fyrirheitna landið er heiti sýningar sem segir frá ferðum fyrstu Vestur-Íslendinganna; mormónanna sem settust að í Utah. Þjóðmenningarhúsið | Sýningar í Þjóð- menningarhúsinu eru opnar alla daga frá kl. 11 til 17. Helstu sýningar eru; Handritin, Fyrirheitna landið og Þjóðminjasafnið – svona var það. Á veitingastofunni Matur og menning er gott að slaka á og njóta veit- inganna og útsýnisins yfir Arnarhólinn og höfnina. Þjóðmenningarhúsið | Norrænt bókband 2005. Á sýningunni er áttatíu og eitt verk eftir jafnmarga bókbindara frá Norð- urlöndunum. Sýningin fer um öll Norð- urlöndin og verður í Þjóðmenningarhúsinu til 22. ágúst. Opið frá kl. 11–17. Dans Komið og dansið | Samtökin „Komið og dansið“ standa fyrir dansleikjum á Ingólfs- torgi í miðbæ Reykjavíkur sunnudagana 5. og 12. júní kl. 14–16. Létt sveifla og línu- dansar í fyrirrúmi. Allir velkomnir. Nóg danspláss. Enginn aðgangseyrir. Bara hiti og sviti í vonandi góðu veðri. Kramhúsið | Helgina 10.–12. júní verður helgarnámskeið í hinum sívinsæla Argent- ínska tangódansi í Kramhúsinu við Berg- staðarstræti. Gestakennarar frá Buenos Aires, Cecilia Pugin og Mariano Galeano. Í helgarlok verður Milonga-kvöld í Iðnó. Tangósveit Lýðveldisins leikur fyrir dansi og Cecilia og Mariano sýna dans. Útivist Ferðafélagið Útivist | Sunnudaginn 12. júní verður farið að Tröllakirkju. Brottför frá BSÍ kl. 8. Vegalengd 16–18 km. Göngutími 6–7 tímar. Verð 3500/4100 kr. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Óþarfa áhætta. Norður ♠G10 ♥K76 A/Allir ♦ÁK98 ♣Á1042 Suður ♠ÁD98762 ♥53 ♦G1054 ♣ – Vestur Norður Austur Suður – – 2 hjörtu * 2 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass * Veikir tveir. Vestur kemur út með hjartatíu og fær að eiga þann slag. Hann spilar hjarta áfram og austur drepur kóng blinds með ás og spilar drottningunni. Suður trompar með níu og vestur hendir laufi. Hvernig á nú að spila? BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.