Morgunblaðið - 25.06.2005, Síða 4

Morgunblaðið - 25.06.2005, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR REKSTUR Heilsugæslunnar í Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnar- nesi og Mosfellsumdæmi skilaði 40,7 milljóna króna afgangi miðað við fjárheimildir á árinu 2004. Svarar það til 1,4% af heildar- útgjöldum stofnananna á árinu. Lækkar þessi afgangur uppsafn- aðan halla frá liðnum árum um 13%. Þetta kemur fram í frétta- tilkynningu frá Heilsugæslunni. Í tilkynningunni segir enn- fremur: „Frá árinu 2000 hefur heilsu- gæslan í þessum fjórum sveitar- félögum verið rekin undir sömu stjórn. Nær starfsemin til reksturs ellefu heilsugæslustöðva, fimm sér- fræðimiðstöðva og deilda, auk stjórnsýslu. Útgjöld stofnananna námu sam- tals 2.821 milljónum króna á síðasta ári og höfðu aukist um 6,5% frá árinu áður. Um 76% útgjaldanna voru vegna launagreiðslna. Á árinu var unnið að ýmsum hag- ræðingaraðgerðum innan heilsu- gæslunnar. Gerður var samstarfs- samningur við Landspítala – háskólasjúkrahús um framkvæmd margskonar rannsókna, m.a. blóð-, meinefnarannsókna, fyrir heilsu- gæsluna. Þá var heimahjúkrun end- urskipulögð á árinu. Innan Heilsugæslunnar í Reykja- vík, Kópavogi, Seltjarnarnesi og Mosfellsumdæmi voru árið 2004 unnin 427 ársverk. Komur til lækna og hjúkrunarfræðinga heilsugæslu- stöðvanna voru samtals um 300 þúsund.“ Rekstur Heilsu- gæslunnar skilaði afgangi „VIÐ verðum ekki vör við yfirvöld nema þegar þau koma og fjarlægja eitthvert okkar,“ segir Soltani Mohamed Reba en hann ásamt níu öðr- um mótmælti afskiptaleysi yfirvalda af mál- efnum hælisleitenda í Reykjanesbæ í gær. Hælisleitendurnir búa allir á Gistiheimilinu Fit í Njarðvík á meðan þeir bíða úrlausnar sinna mála. Þar búa nú ríflega tuttugu manns sem hafa verið þar allt að tíu mánuðum. Soltani er frá Alsír. Hann segir aðstæður í heimalandi sínu mjög slæmar og að hann geti ekki snúið þangað aftur. „Þetta er auðvitað fyrsta landið þar sem hryðjuverkamenn réðust á saklaust fólk,“ segir Soltani og bætir við að hann hafi misst þrettán manns úr fjölskyldu sinni. „Fjölskylda mín dó öll á fimmtán mín- útum. Ég get sannað þetta allt með pappírum sem ég hef en íslenskum yfirvöldum er sama um það. Þau senda fólk bara í burtu.“ Soltani segir að mótmælin hafi verið ákveðin með dagsfyrirvara en að í gær- morgun hafi tengiliður hópsins frá Reykjanesbæ varað þá við því að fara út og mótmæla. Það gæti haft slæm áhrif á meðferð mála þeirra og kynni að vera ólöglegt. Riaz Ahmed Khan, frá Afganist- an, segir að aðgerðaleysið sé það versta við dvölina en hann hefur verið hér á landi í níu mánuði. „Við gerum fátt annað en að borða og sofa. Hér er ein tölva fyrir tuttugu manns og svo fáum við 2.000 krón- ur í vasapeninga á viku. Þeir eru fljótir að fara,“ segir Riaz og bendir á að hælisleitendurnir hefðu gjarn- an viljað mótmæla í Reykjavík en að þeir hafi ekki haft efni á að fara þangað. Sr. Baldur Rafn Sigurðsson, sóknarprestur Njarðvíkurkirkju, hefur haft þó nokkur samskipti við hælisleitendurna og segir að það hafi ekki komið sér á óvart að þeir hafi tekið sig saman og mótmælt. „Það eru auðvitað komnir ýmsir sálrænir kvill- ar þarna eins og þunglyndi. Þau fá ekkert að vinna og svo er óvissan erfið,“ segir Baldur og bætir við að það sé skelfilegt að eiga alltaf yfir höfði sér að lögreglan birtist og sendi mann í burtu. Baldur fór með hælisleitendunum í stutt ferðalag nýverið og segir mikla ánægju hafa verið í hópnum. „Ferðin gerði þeim mjög gott. Þau virtust mörg hver fá trú á lífið aftur,“ segir Baldur en ítrekar að allir sem hafi veitt hælis- leitendunum þjónustu hafi gert það vel. Hælisleitendur mótmæla afskiptaleysi yfirvalda Morgunblaðið/Þorkell Hælisleitendurnir með mótmælaspjöldin sem þeir gengu með um Reykjanesbæ í gær. Haydar Majed Mahdi frá Írak, Soltani Mohamed Reba frá Alsír og Khalil Namazi frá Afganistan voru meðal þeirra sem mót- mæltu afskiptaleysi yfirvalda af málefnum hælisleitenda í gær. Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is PRESTASTEFNA Íslands beinir þeim eindregnu tilmælum til biskups að hann feli ráðgjafarnefnd um kenn- ingarleg málefni að bregðast við ósk- inni um að þjóðkirkjan komi að hjú- skaparstofnun samkynhneigðra para með hliðstæðum hætti og þegar um karl og konu er að ræða. Þannig hljóðar ein af fjórum ályktunum Prestastefnunnar, sem samþykktar voru í gær Séra Jón Helgi Þórarinsson, sem sæti á í starfshópi um málefni sam- kynhneigðra innan þjóðkirkjunnar, segir að skýr vilji sé innan kirkjunnar um að taka á málefnum samkyn- hneigðra með markvissum hætti. Margir vilji stíga skrefið til fulls og leyfa vígslu samkynhneigðra en aðrir vilji þó fara hægar í sakirnar. „Með ályktuninni er verið að mæta þeirri ósk sem komið hefur fram frá sam- kynhneigðum, aðstandendum þeirra, prestum og fleirum um að þjóðkirkj- an komi að hjúskaparstofnun sam- kynhneigðra með hliðstæðum hætti og þegar um karl og konu er að ræða.“ Hann segir að með ályktuninni sé verið að vísa málinu í ákveðinn far- veg. Það sé stórt skref. Gert sé ráð fyrir því að ráðgjafarnefndin, sem skipuð sé færum guðfræðingum, fjalli um málið með málefnalegum hætti og skili síðan áliti sínu til biskups. Aðspurður segir hann að nefndinni verði ekki gefinn neinn tiltekinn frestur til að skila áliti sínu. „Við munum hins vegar, án efa, óska eftir upplýsingum um hvernig staðan verður, á Prestastefnunni að ári, verði nefndin þá ekki búin að skila áliti sínu.“ Í annarri ályktun Prestastefnunn- ar er yfirstjórn kirkjunnar hvött til „að fylgja eftir áherslunni á heimilið á komandi vetri með því að gera það sem unnt er til þess að prestar geti gengið fram með góðu fordæmi og ræktað heimili sitt öðrum til eftir- breytni, verið myndugir feður og mæður barna sinna, geti haft góða reglu á vinnu sinni þar sem skýr skil milli frítíma og vinnutíma verði höfð að leiðarljósi.“ Hvatt er til að fólk efli holl fjöl- skyldugildi í samfélaginu, umhyggju, ást og tryggð, gefi gaum að þörfum barnanna og ráðstafi meiri tíma til fjölskyldusamveru. Málefni samkyn- hneigðra fari í ákveðinn farveg Eftir Örnu Schram arna@mbl.is  Geta samkynhneigðir | 10 MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Vel- ferðarsviði Reykjavíkurborgar: „Vegna gruns um meintan fjár- drátt af hálfu starfsmanns Reykja- víkurborgar úr heimilissjóði íbúa á einu þeirra heimila sem ætlað er fötluðum, hefur að undanförnu far- ið fram rannsókn af hálfu Reykja- víkurborgar m.a. til þess að ganga úr skugga um hvort tilefni væri til að vísa málinu til lögreglu. Á fundi borgarráðs í gær 23. júní var samþykkt að vísa málinu til lög- reglu til frekari rannsóknar. Borgaryfirvöld ákváðu einnig að bæta íbúunum það tjón sem athug- un Reykjavíkurborgar gaf til kynna að þeir hefðu orðið fyrir.“ Meintum fjár- drætti vísað til lögreglu HILDUR Dungal, forstjóri Útlendingastofn- unar, segir að á meðan fólk hefur enn stöðu hælisleitenda sé ekki búið að sannreyna að það þurfi á aðstoð að halda samkvæmt flótta- mannasamningi Sameinuðu þjóðanna. Hildur segir að auk þess að vera í fullu fæði og húsnæði fái hælisleitendurnir alla þjónustu sem Reykjanesbær hefur upp á að bjóða. Að sögn Hildar er það minnihluti hælisleit- enda sem þarf að stoppa lengi við á Íslandi. „Þeir sem þurfa að vera lengi eru oft á tíðum ekki með nein skilríki. Þá þarf að byrja á að finna út hver viðkomandi er og hvort hann hafi sótt um hæli annars staðar,“ segir Hildur og bætir við að Evrópuríkin séu með samstarf til að koma í veg fyrir að fólk sæki um hæli í mörgum löndum. Hafi fólki verið hafnað á ein- um stað sé því að öllum líkindum einnig hafnað hér á landi. Hildur segir að til að manneskja fái stöðu flóttamanns þurfi að vera staðfest að hún geti ekki eða vilji ekki af ástæðuríkum ótta fært sér í nyt þá vernd sem heimaland hennar býður. T.d. ef hún verður fyrir ofsóknum vegna trúarbragða eða pólitískra skoðana. Efnahagslegar eða einkaréttarlegar ástæður nægi ekki til þess að fá stöðu flóttamanns. Ekki víst að fólkið þurfi á aðstoð að halda METAÐSÓKN er í sagnfræðideild Háskóla Íslands en 87 nýnemar hafa skráð sig í B.A nám í sagn- fræði fyrir næsta skólaár. Nýnem- um hefur því fjölgað mikið frá fyrra ári en 48 nemendur voru ný- skráðir í B.A. nám í sagnfræði árið 2004. Valur Ingimundarson, for- maður sagnfræðiskorar, segir það greinilegt að almennur sagnfræði- áhugi hafi aukist og sé það ánægju- efni. „Sagnfræðin virðist eiga meira upp á pallborðið hjá ungu fólki á seinustu árum en árið 2003 var einnig mikil aðsókn í deildina. Þá hefur það aukist síðustu ár að fólk á öllum aldri hefji nám í deildinni,“ segir Valur. 203 hafa sótt um að hefja B.A. nám í sálfræði, 187 um B.A. nám í lögfræði, 167 um B.S nám í við- skiptafræði og 138 um B.S. nám í hjúkrunarfræði. Heildarfjöldi raf- rænna umsókna í grunnnámi 2005- 2006 er 2240 en þá er læknadeild ekki talin með og óskráðar eru um 50 umsóknir. Þá eiga um þrjú hundruð erlendir nemar eftir að bætast við þennan fjölda í haust. Árið 2004 var fjöldi nýnema 2324 en samkvæmt upplýsingum frá nemendaskráningu má gera ráð fyrir því að þeim fjölgi nokkuð í ár. Nýnemum fjölgar í HÍ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.