Morgunblaðið - 25.06.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.06.2005, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Leyndardómar Austurlands FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, tók í gær þátt í hátíðar- höldum í tilefni af 150 ára afmæli landnáms Íslendinga í Utah en það er elsta landnám Íslendinga í Bandaríkjunum. Hann tekur einn- ig þátt í hátíðarhöldunum í dag. Í tilefni þessara tímamóta verð- ur fjölbreytt dagskrá í Spanish Fork, sem fyrrum var miðstöð ís- lenska samfélagsins og mun for- seti m.a. taka þátt í vígslu minnis- merkis sem reist er til að heiðra minningu íslenskra brautryðjenda í Utah. Forsetinn verður einnig aðal- ræðumaður í hátíðarkvöldverði fólks af íslenskum uppruna og tek- ur þátt í málþingi um arfleifð Ís- lendinga í fylkinu. Þá mun forset- inn eiga fundi með Jon M. Hunts- man ríkisstjóra Utah, forystu- mönnum íslenska samfélagsins og æðstu leiðtogum mormónakirkj- unnar. Forsetinn tekur þátt í hátíðar- höldum í Utah FORSETI eistneska þingsins, Ene Ergma, verður í opinberri heim- sókn á Íslandi í boði Halldórs Blön- dal, forseta Alþingis, dagana 26.– 30. júní. Í för með eistneska þingforset- anum verður sex manna sendinefnd sem í eru þingmennirnir Enn Eesmaa, formaður utanríkismála- nefndar eistneska þingsins, Liina Tönisson, Maret Maripuu og Imre Sooäär, auk Heiki Sibul, skrif- stofustjóra eistneska þingsins, og Merle Pajula, forstöðumanns al- þjóðasviðs þingsins. Í heimsókninni mun Ene Ergma eiga fundi með forseta Alþingis, formönnum þingflokka og fulltrú- um utanríkismálanefndar. Þá mun hún heimsækja Ólaf Ragnar Gríms- son, forseta Íslands, á Bessastaði. Þriðjudaginn 28. júní mun sendi- nefndin skoða Nesjavallavirkjun, Írafossvirkjun og Ljósafossvirkjun auk þess sem hún heimsækir þjóð- garðinn á Þingvöllum. Miðvikudag- inn 29. júní mun þingforsetinn halda í dagsferð um Norðaustur- land. Heimsókninni lýkur fimmtu- daginn 30. júní. Heimsókn forseta eistneska þingsins SJÓSUNDMAÐUR um þrítugt var fluttur á slysadeild með ofkælingu eftir að hafa gefist upp á erfiðri sund- leið milli Skildinganess og Siglu í Bessastaðahreppi á fimmtudag. Leiðin er um 2 km löng og var mað- urinn að þreyta sundið ásamt fimm sundfélögum, þar á meðal sjósund- drottningunni Viktoríu Áskelsdóttur sem synti yfir Breiðafjörðinn í fyrra. Helmingur hópsins er í Sundfélagi Hafnarfjarðar. Að sögn Hálfdáns Örnólfssonar, sem hjálpaði félaga sínum í sjónum þegar ofkælingin ætlaði að bera hann ofurliði, lenti hópurinn í vondum sjó og straumi á leiðinni. Ölduhæð var orðin allt að 150 cm og um tíma miðaði sundinu afar hægt þegar glímt var við strauminn. Félagi hans gafst upp þegar tveir þriðju hlutar leiðarinnar voru búnir og komu björgunarsveit- armenn frá Ársæli honum til bjargar en þeir fylgdu hópnum á báti. Vildi Hálfdán þakka innilega fyrir aðstoð- ina. „Þetta var ekki átakalaust, enda hvessti um tíma og ölduhæðin var talsverð,“ sagði Hálfdán. „Það er ekki eins auðvelt að synda í sjó og það sýnist því maginn fer í flækju, bætti hann við.“ Til marks um erf- iðleikana má nefna að þegar Hálfdán synti framhjá bauju í mesta straum- inum hélt hann varla sjó og gerði sér ljóst að baujan nálgaðist ekki þuml- ung þótt hann tæki kröftuglega á því. Þess má geta að hann ásamt hinu sundfólkinu kom í loks í mark á góð- um tíma, eða um 40 mínútum. Sjósundmanni bjargað úr háska STÚLKA sem grunuð er um rán og ránstilraun á skyndibitastað og í lyfjaverslun í Kópavogi og Reykja- vík í vikunni var í gær úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar í Reykjavík. Atburð- irnir áttu sér stað með klukku- stundarmillibili og var notaður oddhvass hnífur til að ógna starfs- stúlku á skyndibitastaðnum en sprauta í lyfjaversluninni. Þar tókst stúlkunni að ræna nokkru af lyfjum en hluti þeirra hefur fundist aftur. Þá handtók lögreglan pilt og stúlku fyrir ránstilraun í söluturn við Vesturgötu í fyrrakvöld. Pilt- urinn viðurkenndi brotið og var sleppt að loknum yfirheyrslum. Í söluturninum var hann með ógn- andi framkomu og hvolfdi úr pen- ingaskúffu en flúði síðan tómhent- ur áður en lögreglan kom. Gæsluvarðhald fyrir rán Hornafjörður | Sturla Böðvarsson samgönguráðherra opnaði jarðgöng undir Almannaskarð formlega í gær. Jarðgöngin sjálf eru 1.146 metrar að lengd og steyptir forskálar eru 162 metrar. Göngin teljast því í heild 1.308 metrar. Heildarfjárveiting til verksins er 1,1 milljarður króna. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er endanlegur kostnaður innan þess ramma. Þegar ráðherra hafði klippt á borðann ók 75 ára gamall vörubíll í gegnum göngin. Bíllinn var áður í eigu Guðmundar bónda í Þórisdal í Lóni en í gær var það Óskar Alfreðsson sem ók bílnum. Farþegi var Karl Guðmundsson á Þorgeirsstöðum í Lóni. Bíllinn var fenginn sér- staklega til að fara þessa jómfrúarferð í gegn um göngin. Fjórir Lón- menn notuðu tækifærið og fengu far með bílnum að gömlum sið og sátu á pallinum. Almannaskarðsgöng leysa af hólmi hættulegan veg yfir Almannaskarð og bröttustu brekku á hringveginum með 17% halla. Vegurinn hefur löngum verið farartálmi vegna grjóthruns og hálku. Í kjölfar aukinna landflutninga síðari ár hafa stórir flutningabílar oft lent í erfiðleikum í Skarðinu. Íslandsmet í gerð sprengdra ganga Framkvæmdir við gangagerðina hófust í lok mars 2004. Gangagröft- urinn gekk mjög vel allan tímann þrátt fyrir misjafnar jarðfræðilegar aðstæður, og lauk mun fyrr en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Meðal annars var sett Íslandsmet í gerð sprengdra ganga: 105 metrar á viku. Samgönguráðherra sprengdi síðasta haftið í göngunum við hátíð- lega athöfn hinn 8. október sl., langt á undan upphaflegri áætlun. Aðalverktaki við verkið var Héraðsverk ehf. og norska fyrirtækið Leonhard Nilsen & Sönner AS. Undirverktaki við vegskálabyggingar var G. Þorsteinsson ehf. frá Höfn. Fyrsti bíllinn ekur í gegn, 75 ára gamall Ford, sem áður var í eigu bónda í Lóni. Bíllinn hefur vafalaust skrölt ófáar ferðirnar yfir Almannaskarð en í gær brunuðu Óskar Alfreðsson, núverandi eigandi hans, og Karl Guðmundsson frá Þorgeirsstöðum í Lóni í gegnum fjallið. Nokkrir Lónmenn fengu far á pallinum. Morgunblaðið/Sigurður Mar Halldórsson Sturla Böðvarsson klippti á borðann og opnaði Almannaskarðsgöng form- lega í gær. Honum til aðstoðar var Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri. Fé- lagar í Karlakórnum Jökli sjást í baksýn inni í göngunum. Jómfrúarferðin farin á 75 ára gömlum bíl VORBRAUTSKRÁNING kandídata frá Háskóla Ís- lands fer fram í Egilshöll í dag. Alls útskrifast 801 kandídat og er það mesti fjöldi sem þaðan hefur út- skrifast í sögu Háskólans samkvæmt upplýsingum HÍ. Þetta er jafnframt 24. og síðasta brautskráning í rektorstíð Páls Skúlasonar. Frá því að Páll tók við embætti hafa rúmlega níu þúsund nemendur lokið námi við Háskóla Íslands að meðtöldum þeim sem brautskrást í dag en til samanburðar má geta þess að fram til 1997 höfðu brautskráðst alls tæplega 16 þús- und kandídatar. Síðustu ár hefur Laugardalshöll verið notuð við brautskráningar frá HÍ en þar standa nú yfir við- gerðir og fer athöfnin því fram í Egilshöll og hefst hún kl. 13. Fjölmennasta brautskráning í sögu Háskóla Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.