Morgunblaðið - 25.06.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.06.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2005 25 DAGLEGT LÍF | FERÐALÖG Vika íDanmörku hertzerlendis@hertz.is 19.350 kr. - ótakmarkaður akstur,kaskó, þjófavörn, flugvallargjaldog skattar.*Verð á viku miðað við 14 daga leigu.* Opel Corsa eða sambærilegur ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 27 70 7 03 /2 00 5 50 50 600 Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta Hjólhýsi Eigum nokkur hjólhýsi á frábæru verði frá Fáið besta verðið án allra milliliða. Persónuleg og góð þjónusta. Nánari uppl. í síma 455-7980 og í tölvupósti island@pt.lu Ólafur Ólafsson, Luxemborg ÁSuðureyri gefst ferðamönnumnú tækifæri til að fara í róðurmeð Guðmundi Svavarssyni skipstjóra á hraðfiskibátnum Golunni ÍS. Sjóferðin er liður í ferða- mannanýjung sem inniheldur líka skoðunarferð í fiskvinnsluna Íslands- sögu, en þar geta ferðamennirnir séð hvað verður um aflann. Skoðunarferð og kvöldverður, þar sem á matseðl- inum er fiskur sem gestirnir hafa sjálfir aflað fyrr um daginn, er í boði um kvöldið auk sundferðar og gist- ingar með morgunverði á Veg- gistingu. Suðureyri er 350 manna byggða- kjarni innan Ísafjarðarbæjar sem byggir á sjávarútvegi. Að sögn Elíasar Guðmundssonar, sem rekur gistiheimilið og veit- ingareksturinn ásamt konu sinni Jó- hönnu Þorvarðardóttur, var gerð til- raun með sjóferðirnar síðasta sumar og gáfu þær góða raun því ferðamenn, sem þetta prófuðu, komu til baka með eitt sólskinsbros, segir Elías. „Ferðir þessar heilla útlendinga meira en Ís- lendinga, en við erum að leyfa gestum okkar að taka þátt í atvinnumenning- unni okkar með því að fara á sjó með alvöru sjómönnum í alvöru sjóferð á línuveiðar.“ Hér er um að ræða samstarfsverk- efni skipstjórans, fiskvinnslunnar og gistiheimilisins. Tveir sjómenn eru á bátnum og því er ekki hægt að taka fleiri en tvo ferðamenn í hverja ferð. „Við sjáum um að taka við pöntunum og hjálpum viðskiptavinunum við að upplifa íslenskt sjávarþorp með þátt- töku og fræðslu um íslenskan sjávar- útveg,“ segir Elías og bætir við að heildarupplifunin kosti rúmar 16.450 krónur. Bjóða ferðamönnum að koma með í róður  SUÐUREYRI Tómas, ferðamaður frá Ungverjalandi, bograr yfir fiskikari á Golunni ÍS ásamt Daníel Viðari Elíassyni. TENGLAR .......................................................... sudureyri.is gistiheimili@sudureyri.is Elías Guðmundsson, gistihúsaeigandi á Suðureyri, ásamt syni sínum, Daníel Viðari, um borð í Golunni ÍS. Helsinki hefur upp á margtað bjóða og í Aftenpost- en gefa fjórir Finnar ábend- ingar um tólf staði sem ferða- menn ættu að heimsækja í höfuðborg Finnlands.  Dómkirkjan Tuomiokirkko trónir yfir miðbæ Helsinki og að mati Liisa Wilkman er hún fallegasta byggingin. Liisa gengur þangað og borðar hádegismatinn á ein- hverju af 48 steinþrepunum fyrir framan kirkjuna.  Sami Hautakoski mælir með stað í næsta nágrenni kirkjunnar, þ.e. háskóla- bókasafninu. Þar er sér- stakt andrúmsloft og gott kaffihús.  Sveaborg er staður sem ferðamenn ættu að heim- sækja, að mati Leena Virt- ala-Pulkkinen, starfsmanns upp- lýsingaskrifstofu ferðamála. Stundarfjórðungsbátsferð er út í eyjuna þar sem hægt er að skoða gamlar hallir, rústir og bruggverk- smiðju.  Tallinn, höfuðborg Eistlands, er 17-18 mínútur í burtu, ef þyrla er valin sem ferðamáti en slík ferð kostar 89 evrur aðra leið. Með hraðbát tekur ferðin 90 mínútur.  Mörg góð kaffihús eru í Helsinki. Kafé Moskva í Eerikinkatu er í uppáhaldi meðal íbúa Helsinki.  Sasso er einn af fínu veitingastöð- unum og Demo er annar vinsæll veitingastaður.  Innfæddir mæla einnig með heim- sókn á markaðinn við höfnina. Ferskur fiskur, grænmeti og skinnhúfur er á meðal þess sem hægt er að kaupa.  Finnsk hönnun er þekkt víða um heim og í Helsinki er hægt að kaupa ýmislegt. Stockmann er deildaverslun og nokkrar Mari- mekko-verslanir eru í miðbænum.  Klúbbar og skemmtistaðir í Hels- inki eru af ýmsum toga. Zetor er klúbbur þar sem stemningin er sérstök og traktorar skreyta stað- inn.  Göngutúr í kringum Tölöviken er skemmtileg upplifun að mati heimamanna. Vatnið er í miðri borginni og inni í garði. Tónlistarhúsið Finlandia eftir Al- var Aalto verður á vegi manns á leiðinni. Alvar Aalto er þekktasti arkitekt Finna og verslunin Artek selur húsgögn sem hann hefur hannað. Margar byggingar í Hels- inki eru eftir hann, m.a. Akadem- íska bókaverslunin og Aalto Café.  Lautarferð á einhverri af eyjunum utan við Helsinki er góð leið til að eyða deginum. Á eyjunni Uun- insuu er veitingastaður og gufubað með góðu útsýni.  Í Helsinki eru að síðustu mörg fal- leg hús og byggingarstíllinn er blanda á milli austræns og vest- ræns stíls. Mælt er með gönguferð um borgina til að skoða arkitektúr. Tólf staðir til að heimsækja  HELSINKI Morgunblaðið/Steingerður Dómkirkjan Tuomiokirkko trónar yfir miðbæ Helsinki og að mati Liisa Wilkman er hún fallegasta byggingin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.