Morgunblaðið - 25.06.2005, Side 48

Morgunblaðið - 25.06.2005, Side 48
48 LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING www.kringlukrain.is Borðapantanir í síma 581 2455 Stórdansleikur í kvöld hljómsveitin Tilþrif Sumarkvöld við orgelið í Hallgrímskirkju 26. júní kl. 20.00: Hörður Áskelsson leikur m.a. verk eftir Fresco- baldi, Bach, Franck og Jón Nordal. LISTAKONAN Aðalheiður S. Ey- steinsdóttur opnar sýninguna „Hreindýr og Dvergar í göngum Laxárstöðvar“ í dag kl. 13. Um dvergana sem heiti sýning- arinnar vísar í segir Aðalheiður „Í ævintýrinu um Mjallhvít og dverg- ana 7 eru dvergarnir námumenn. Þeir eru samheldnir og úrræðagóðir við að nýta náttúruauðlind steinsnar frá heimili sínu. Dvergarnir þurfa að laga sig að aðstæðum og kljást við fordóma en eru samt stoltir og dug- miklir menn. 7 dvergar bera með sér viðkvæmni einstaklingsins og kraft heildarinnar.“ Aðalheiður stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri 1989- 1993 og hefur síðan unnið ýmis störf á myndlistasviði. Þar má nefna safnakennslu, aðstoð við uppheng- ingu og flokkun við Listasafnið á Akureyri, myndmenntakennslu við Brekkuskóla á Akureyri, námskeiðs- hald á Siglufirði og á Akureyri og ýmis störf í þágu Gilfélagsins. Hreindýr og dvergar í Laxárstöð HOLLENSKA forlagið Sign- ature tryggði sér í vikunni út- gáfuréttinn á glæpasögu Æv- ars Arnar Jósepssonar, Svartir englar. For- lagið gefur meðal annars út verk Arn- aldar Ind- riðasonar og Kristínar Marju Baldursdóttur. Meðal ann- arra höfunda forlagsins eru Jostein Gaard- er, Ingvar Ambjörnsen, Sjö- wall & Wahlöö, Kurt Aust, Leena Lehtolainen, Åke Ed- vardson, og Carlos Ruiz Zafón. Metsölubók Ruiz Zafon, Skuggi vindsins, er væntanleg í íslenskri þýðingu í haust hjá Máli og menningu. Að sögn Eddu útgáfu sóttust nokkur forlög eftir réttinum í Hollandi. Í Þýskalandi hefur hið þekkta forlag Random House tryggt sér réttinn að Svörtum englum. Svartir englar koma út í Hollandi Ævar Örn Jósepsson HALDINN verður handverksdagur á landsvísu í dag. Fjölmargt hand- verks- og listiðnaðarfólk opnar vinnustofur sínar og/eða sölustaði og býður gestum og gangandi að koma og kynnast vinnuferli handunninna verka. Að sögn Fjólu Guðmunds- dóttur hjá Handverki og hönnun er markmiðið með deginum að auka skilning og þekkingu almennings á vinnu handverks og listiðnaðarfólks. „Hugmyndin er að kynna fólki vinnuferlið og sýna hversu mikil vinna liggur að baki handunnum munum,“ segir Fjóla. Handverksdagurinn er haldinn í fyrsta skipti í ár en Fjóla vonar að vel gangi og að hægt verði að end- urtaka leikinn að ári. Um undirbún- inginn segir Fjóla: „Á þessum degi fær fólk tækifæri til að sjá hvernig hlutirnir verða til og hvernig lista- mennirnir bera sig að.“ Þátttakendur eru margir og auk þess að listamenn opni vinnustofur sínar verða nokkur minja- og byggðasöfn með kynningar á gömlu handverki og vinnusýningar í tengslum við daginn. Sem dæmi um áhugaverða staði til að skoða nefnir Fjóla vinnustofu Sigrúnar Ein- arsdóttur í Gleri í Bergvík en hún býður fólki að fylgjast með gler- blæstri og mótun, á Jökuldal sýnir Ólafía Sigmarsdóttir hvernig unnið er úr hreindýraleðri, á Hjalteyri er býður Skinnasútunin Skrugga fólki að kynnast sútun á skinni, rétt fyrir utan Borgarnes fær fólk að prófa að þæfa sér lítinn hlut hjá Snjólaugu Guðmundsdóttur á Brúarlandi og á Hvanneyri vinna Ríta og Páll með horn og bein. Fjóla hvetur fólk til að kíkja á listafólkið en það kostar ekkert og er tilvalið fyrir fjölskyldur og alla sem áhuga hafa á hönnun og handverki. Nánari upplýsingar um það sem er í boði á Handverksdaginn er að finna á www.handverkoghonnun.is. Vinnustofur lista- manna opnar í dag Ríta og Páll á Hvanneyri vinna m.a. úr kinda- og hreindýrahornum. Snjólaug Guðmundsdóttir á Brúar- landi vinnur með ull. Orgeltónlist á Skólavörðuholt-inu lætur vel í eyrum á fal-legu sumarkvöldi. Það er svo skemmtileg stemmning á sumr- in þegar tónlistarviðburðir eru nán- ast á hverju kvöldi. Þá er fólk í sumarfríi og hefur jafnvel fleiri tækifæri en á veturna til að sækja ýmsa viðburði. Annað kvöld hefst tónleikaröðin Sumarkvöld við orgelið í Hall- grímskirkju. Tónleikaröðin stendur til 14. ágúst og samanstendur af þrennum tónleikum í viku hverri; hádegistónleikum á fimmtudögum og laugardögum og tónleikum á sunnudagskvöldum. Það er því nóg framundan í nágrenni við Leif heppna fyrir orgeláhugafólk næstu helgar. Þetta er þrettánda sumarið sem Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir sumartónleikaröð sem þessari og nýtur hún mikilla vinsælda og virðingar á meðal áhugfólks um orgeltónlist.    Hörður Áskelsson, organisti íHallgrímskirkju og listrænn stjórnandi Sumarkvöldsins, mun opna hátíðina með tónleikum sínum annað kvöld. Hann segir efnisskrá kvöldsins vera hlustendavæna og fjölbreytta og mun spila tónlist allt frá bar- rokktímanum fram til okkar daga, frá Ítalíu, Frakklandi, Þýskalandi og Íslandi. Aðal orgelverk kvölds- ins er hið rómantíska Kóral nr. 1 eftir Frakkann César Franck. Hörður hefur ekki spilað verkið áð- ur í Hallgrímskirkju og er það því ánægjulegur áfangi. Félag íslenskra organleikara kostar alla fimmtudagstónleikana og þar mun íslenskum organistum gefast tækifæri til að leika á stærsta orgel Íslands, Klaisorgelið. Hörður segir listamennina í tón- leikaröðinni vera nokkuð fjöl- breytta. Fram koma sjö íslenskir organistar og sjö erlendir, þar á meðal er organisti frá Nýja- Sjálandi sem verður forvitnilegt að fylgjast með. „Menn hafa nokkuð frjálst efnisval og líkt og áður er grunnhugsunin sú að fá breiðan hóp flytjenda sem kynnir orgel- tónlist frá sínum löndum,“ segir Hörður. „Orgelið býður upp á fjöl- breytni og tónlist af ólíkum toga en auðvitað er þetta samt sem áður allt orgeltónlist.“    Tónleikaröðin er þannig byggðupp að sunnudagstónleikarnir eru þungamiðjan þar sem hrein orgeltónlist verður flutt. Hádegis- tónleikarnir eru síðan örlítil frávik frá orgelinu. Þar mun meðal annars vera á dagskrá kórsöngur, saxafón- og fiðluleikur. Eins og áður segir ríður Hörður Áskelsson á vaðið annað kvöld á fyrstu tónleikum Sumarkvölds við orgelið. Á fimmtudaginn kemur, 30. júní, mun svo Marteinn H. Friðriksson organisti koma fram en laugardag- inn 2. júlí og sunnudaginn 3. júlí flytur Mattias Wager, organisti Hedvig Eleonora-kirkjunnar í Stokkhólmi, meðal annars verk eft- ir Roman, Wammes og Bach. 7. júlí er komið að Kára Þormar organista og 9. og 10. júlí leikur Björn Andor Drage, dómorganisti í Bodö í Noregi, verk eftir tónskáld á borð við Sinding, Svendsen og Sæverud. Fimmtudaginn 14. júlí leikur organisti Háteigskirkju, Douglas A. Brotchie. 16. júlí kemur fram fiðlu- leikarinn Manfred Gräsbeck ásamt Maija Lehtonen, orgelleikara og kennara frá Helsingfors í Finnlandi en Maija Lehtonen mun einnig spila á tónleikunum sunnudagskvöldið 17. júlí.    Stúlknakórinn PhiladelphiaCommunity undir stjórn Marks Andersons kemur fram á hádeg- istónleikunum fimmtudaginn 21. júlí og 23. og 24. júlí fá tónleika- gestir að hlýða á Nigel Potts, einn efnilegasta organista Nýja- Sjálands. Sigurður Flosason, saxófónleik- ari, og Gunnar Gunnarsson, org- elleikari, verða á fimmtudags- tónleikunum 28. júlí og Anne Kirstine Mathiesen, organisti Sct. Nicolai-kirkju í Köge í Danmörku, mun halda tónleika bæði 30. og 31. júlí. Næstsíðustu helgi tónleikarað- arinnar Sumarkvöld við orgelið koma fram Steingrímur Þórhalls- son organisti Neskirkju, 4. ágúst og Zygmunt Strzep, frá Póllandi, bæði 6. og 7. ágúst. Það eru svo Sigrún Magna Þór- steinsdóttir og James David Chris- tie, prófessor í orgelleik frá Banda- ríkjunum, sem ljúka tónleikaröðinni í Hallgrímskirkju þetta árið. Sigrún verður með há- degistónleika 11. ágúst og Christie kemur fram bæði 13. og 14. ágúst. Orgelið er fagurt og fjölbreytt ’Orgelið býður upp áfjölbreytni og tónlist af ólíkum toga en auðvitað er þetta samt sem áður allt orgeltónlist.‘ AF LISTUM Vala Ósk Bergsveinsdóttir Morgunblaðið/Jim Smart Hörður Áskelsson organisti í Hallgrímskirkju og listrænn stjórnandi tón- leikaraðarinnar Sumarkvöld við orgelið. valaosk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.