Morgunblaðið - 25.06.2005, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
Safnið er opið í sumar
Árleg flughelgi 25. og 26. júní
Upplýsingar á www.flugsafn.is
Krónunni, 2. hæð, sími 462 3505,
Hafnarstræti 97, 600 Akureyri.
Opið laugardaga kl. 10-16
Sumarfatnaður
í miklu úrvali
stakir jakkar, bolir,
pils, buxur og vesti
i j li
il i
Ný sending frá
BUSNEL
jakkapeysur
Forseti og formaður | Óskar
Gunnarsson, oddviti K-listans í
bæjarstjórn Sandgerðisbæjar, gegn-
ir tveimur af mestu ábyrgðarstörf-
unum innan meirihlutans síðasta ár
kjörtímabils bæjarstjórnar. Á síð-
asta fundi bæjarstjórnar var hann
endurkjörinn forseti bæjarstjórnar
til eins árs og jafnframt kjörinn í
bæjarráð þar sem hann verður for-
maður.
Oddvitar meirihlutans, Óskar
Gunnarsson frá K-lista og Reynir
Sveinsson frá D-lista, hafa skipst á
um að gegna embættum forseta
bæjarstjórnar og formanns bæjar-
ráðs á kjörtímabilinu. Í málefna-
samningi meirihlutans er kveðið á
um að K-listinn tilnefni í bæði emb-
ættin síðasta ár tímabilsins og tekur
Óskar þau störf að sér. Reynir var
kosinn fyrsti varaforseti bæjar-
stjórnar og til setu í bæjarráði með
Óskari og Ester Grétarsdóttur frá
B-listanum.
Sigurður Valur Ásbjarnarson er
bæjarstjóri Sandgerðisbæjar.
Grindavík | „Ég fæ allar upplýs-
ingar í tölvunni, um aflabrögð og
hvað verið er að gera,“ segir Páll
H. Pálsson, útgerðarmaður í Vísi
hf. í Grindavík. Hann hætti af-
skiptum af daglegum rekstri fyrir-
tækisins fyrir fáeinum árum og
hefur ásamt eiginkonu sinni, Mar-
gréti Sighvatsdóttur, komið sér vel
fyrir í íbúð á Hrafnistu í Hafnar-
firði. Þar hafa þau gott útsýni yfir
höfnina enda er sjónaukinn ekki
langt undan.
Mikið afmælisár er hjá Páli og
fjölskyldu hans. Fjörutíu ár eru nú
liðin frá því Páll og tveir félagar
hans stofnuðu Vísi. Páll var aðal-
stofnandi fyrirtækisins, keypti síð-
ar hluti meðeigenda sinna og var
forstjóri þess þar til fyrir fimm ár-
um að sonur hans, Pétur Hafsteinn
tók við. Páll er enn formaður
stjórnar.
Haldið var upp á afmæli fyrir-
tækisins í tengslum við sjómanna-
daginn. Allir starfsmenn fyrirtæk-
isins sem vettlingi gátu valdið
komu saman til fagnaðar í Grinda-
vík, meðal annars fólkið af starfs-
stöðvum Vísis á Þingeyri, Húsavík
og Djúpavogi. Á sjómannadaginn
áttu Páll og Margrét gullbrúðkaup
og Páll var heiðraður af Sjómanna-
dagsráði Grindavíkur.
Þótt Páll sé hættur daglegri
stjórnun fyrirtækisins fylgist hann
vel með, eins og áður segir. „Það er
mjög gott að losna aðeins frá starf-
seminni, vera ekki alveg ofan í
þessu alla daga. Og hér höfum við
meira einkalíf,“ segir hann.
Hann æfir línudans og
hún leikur í hljómsveit
Páll og Margrét taka virkan þátt
í félagsstarfi eldri borgara á
Hrafnistu og í Hafnarfirði. Hann er
í línudansi en hún syngur í kór og
leikur í danshljómsveit sem spilar
fyrir dansi á Hrafnistu einu sinni í
viku. „Ég leik eftir minni enda eru
þetta flest vel þekkt lög,“ segir
hún.
Páll segir að margir félagar hans
úr Grindavík viðurkenni seint að
þeir séu orðnir gamlir og byrji því
of seint að taka þátt í félagsstarfi
eldri borgara. „Nú er ég farin að
trúa fólki sem segist aldrei hafa
haft meira að gera en eftir að það
flutti í íbúðir fyrir aldraða,“ segir
Margrét.
Páll er sáttur við ævistarfið.
„Það hefur gengið upp sem maður
hefur verið að gera. Útgerðin hef-
ur verið áhugamál mitt frá því ég
var krakki og ég hef aldrei haft
nein önnur áhugamál.“ Þótt fyrir-
tækið hafi vaxið mikið undanfarin
ár og yfirtekið rekstur gamal-
gróinna útgerðar- og fiskvinnslu-
fyrirtækja á þremur öðrum stöðum
segir Páll að fyrstu árin hafi verið
skemmtilegust, þegar hann var að
brjótast áfram. Þá hafi stundum
verið mikið basl og ekki alltaf mikl-
ir aurar til. „Ég var alltaf heppinn
með starfsfólk og sama fólkið var
lengi hjá mér.“
Páll H. Pálsson og Margrét Sighvatsdóttir hafa komið sér vel fyrir á Hrafnistu
Gott að vera
ekki ofan í
þessu alla daga
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Í ró og næði Páll H. Pálsson, útgerðarmaður úr Grindavík, og Margrét
Sighvatsdóttir í sælureit sínum á svölum íbúðarinnar á Hrafnistu.
AKUREYRI
SUÐURNES
Síðumúla 34 - sími 568 6076
Ýmislegt áhugavert
fyrir safnara
AKUREYRINGAR og gestir þeirra
kepptu í golfi að næturlagi 19. árið
í röð nú í vikunni og veðrið lék við
kylfinga og áhorfendur eins og svo
oft áður. Sólin skein skært um
miðnættið á fimmtudag þegar
myndin var tekin og spáin var líka
góð fyrir gærkvöldið og nóttina.
Keppni lýkur raunar líklega ekki
fyrr en nú í morgunsárið, þegar
síðustu kylfingarnir koma inn eftir
síðari 18 holu göngutúrinn um
Jaðarsvöll. Arctic Open mótið lað-
ar iðulega að fjölda fólks og þátt-
takendur að þessu sinni voru rúm-
lega 160, þar af 40 útlendingar.
Meðal keppenda í mótinu að
þessu sinni eru Úlfar Jónsson,
margfaldur Íslandsmeistari, Eyj-
ólfur Sverrisson fyrrverandi at-
vinnumaður í knattspyrnu og nú
þjálfari íslenska ungmennalands-
liðsins og einnig Jóhannes Jóns-
son, kenndur við Bónus, en hann
ku nú taka þátt í sínu fyrsta golf-
móti.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Blessuð sólin elskar allt
NÝNEMAR verða ekki innritaðir í
upplýsingatæknideild Háskólans á
Akureyri (HA) í haust í sparnaðar-
skyni og auðlindadeild verður endur-
skoðuð með það að markmiði að ná
fram rekstrarhagræðingu. Þetta
tvennt er meðal þess sem háskólaráð
HA ákvað á fundi í gær, en fyrir ligg-
ur að fjárveitingar nægja ekki fyrir
kennslukostnaði við núverandi
námsframboð. A.m.k. 40 milljónir
króna skortir að jafnaði á ári.
Starfshópur vinnur
fram á haust
Á fundi háskólaráðs í gær var
skipaður starfshópur sem fara á yfir
rekstrarkostnað og skipulag auð-
lindadeildar, upplýsingatæknideild-
ar, félagsvísinda- og lagadeildar,
sem og stjórnsýslu og þjónustu há-
skólans, með það að markmiði að ná
fram mögulegum sparnaði.
„Á undanförnum árum hefur verið
mikill vöxtur í starfsemi Háskólans á
Akureyri. Nemendum hefur fjölgað
verulega og mikil áhersla hefur verið
lögð á að efla rannsóknir. Allt þetta
hefur leitt til umtalsverðs kostnaðar-
auka í rekstri skólans. Að stærstum
hluta hefur vextinum verið mætt
með auknum framlögum ríkisins til
kennslu á síðustu árum. Skólinn hef-
ur þó einnig mætt þessum vexti með
hagræðingu í starfseminni, t.d. með
stækkun nemendahópa og fækkun
námskeiða. Mikil fjölgun nemenda
og kostnaðarhækkanir valda því að
núverandi fjárveitingar duga ekki til
að viðhalda óbreyttri starfsemi,“
segir í frétt frá háskólaráði.
Starfshópurinn sem nefndur var
áður á að skila áliti fyrir 15. október,
en hann á að huga að almennum
rekstrarkostnaði, samstarfi milli
deilda, möguleikum á innheimtu
skólagjalda af nemendum frá þriðja
landi, sem og starfsmannahaldi.
Upplýsingatæknideildin hefur
starfað við HA frá árinu 2001. Deild-
in er alþjóðleg og erlendir nemendur
hafa einkum sótt í hana, kennt hefur
verið á ensku og námið allt sniðið að
alþjóðlegum viðmiðum og kröfum en
rekstrargrundvöllur deildarinnar
hefur verið ótraustur undanfarið ár
og þess vegna er gripið til áður-
nefndra aðgerða.
Áfram hagrætt
„Háskólinn hefur undanfarin
misseri ráðist í umfangsmiklar og af-
ar erfiðar aðgerðir til að draga úr
kostnaði meðal annars með því að
auka samkennslu og fækka nám-
skeiðum. Áfram verður unnið að út-
færslu þeirra hagræðingaraðgerða
sem þegar hafa verið ákveðnar og
háskólaráð hefur fjallað um fyrr á
árinu,“ segir í frétt frá háskólaráði.
Í tilkynningu Háskólans á Akur-
eyri er tekið fram að skólinn fari í
nefndar aðgerðir í trausti þess að
stjórnvöld styðji hann áfram og komi
til móts við fjárhagsvanda skólans,
m.a. með auknum fjárframlögum
þannig að háskólinn geti framfylgt
þeim markmiðum sem löggjafinn
hefur sett honum.
Háskólinn þarf að spara 40 millj. á ári
Engir nýnemar í
upplýsingatækni-
deildina í haust
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Gengið um í Hrísey | Efnt verður
til gönguferðar um Hrísey í dag,
laugardag, með leiðsögn kunnugra.
Þorsteinn Þorsteinsson og Hanna
Rósa Sveinsdóttir munu fara fyrir
göngunni sem meðal annars liggur
um rústir eyðibýlisins Hvatastaða.
Einnig verður komið við í Gamla
Syðstabæjarhúsinu og Holti.
Gangan tekur um 2 klukkustundir
og er um það bil 5 km löng.
Lagt verður af stað frá Árskógs-
sandi kl. 13:30.
VERÐMERKINGAR teljast „góð-
ar“ í einungis 36% verslana í miðbæ
Akureyrar, skv. könnun Neytenda-
samtakanna sem gerð var í 30 versl-
unum fyrr í vikunni.
Í gluggum 63% verslana eru engar
eða ófullnægjandi verðmerkingar að
mati samtakanna.
Neytendasamtökin gerðu sams
konar könnun fyrir ári en þá voru ein-
ungis 20% verslana með góðar verð-
merkingar. Ástandið hefur því aðeins
skánað, en ef miðað er við kannanir
Samkeppnisstofnunar á verðmerk-
ingum í Reykjavík eiga Akureyringar
langt í land, segir í frétt frá samtök-
unum.
Bestu merkingarnar í miðbænum
voru í JMJ, Bónus skóm, Akurlilj-
unni, Toppmönnum og Sport, List-
fléttunni, Stjörnusport, Gallerí, Bóka-
búð Jónasar, Tískuverslun Steinunn-
ar og í skartgripabúðunum Studio og
Gullsmiðir Sigtryggur og Pétur, að
mati Neytendasamtakanna.
Samkvæmt samkeppnislögum er
skylt að verðmerkja vörur í sýning-
argluggum. Markmið laganna er að
efla verðvitund neytenda og efla
þannig samkeppnina. Skortur á verð-
merkingum í gluggum er því brot á
samkeppnislögum.
Verðmerk-
ingar í glugg-
um ekki góðar