Morgunblaðið - 25.06.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.06.2005, Blaðsíða 29
leið að slysstaðnum, með línubyssu, rakettur, taugar, björgunarstól og u klæddir í sjóstakka og yrsta spölinn var hægt að en svo fór að falla að og ð fikra sig upp í bratta oft snjóinn í klof. Byrð- og þyngdust eftir því sem son frá Sléttu var leið- uddi oftast slóðina, enda ur. um morguninn var leið- n að eyðibýlinu Sléttu. pp til að hita húsið og af nestinu sem bryti varð- búið. Eftir stutta viðdvöl ið í síðasta áfangann á Veðrið hafði versnað, kom- g, ofsahríð og vindurinn á ur í bakið. menn eru orðnir slappir og er haldið, þó er farið að msra um að ef slíkt veður séu litlar líkur á að skip nþá ofansjávar. Það er st, þar sem einn hefur nú sendur til baka í fylgd nframt eru fjórir menn trandstað, án nokkurs kynna sér allar aðstæður. 10 þreyttir menn sem ð finna sér eitthvert af- ekkert að finna, og þeir dann og eru leiksoppar sem enga miskunn sýnir. að líða, þar sem menn finnst það heil eilífð, öðru hvoru er rýnt út í sortann til að vita hvort ekki sést til könnunarmanna, loks- ins kemur einn könnunarmannanna í ljós út í sortanum, auðséð er að hann hefur tíðindi að færa, því hann hleypur við fót, og hefur sparkað af sér stígvélunum til að vera léttari á sér. Hér er þá kominn leið- sögumaðurinn, og hefur þær gleðilegu fréttir að færa, að það sæjust menn um borð og allar aðstæður til björgunar væru sæmilegar,“ skrifar Helgi. Eftir erfiða göngu, þar sem menn m.a. þurftu að renna sér niður snarbratta fjallshlíðina að strandstaðnum, voru þeir á leiðarenda. Þegar var sett upp línubyssa og þriðja skotið heppnaðist vel. Björg- unarstóllinn var settur upp og björgunin hófst. Skipbrotsmenn voru meira og minna þrekaðir þegar þeir komu í land. Lítið klæddir og margir skólausir. Þeim var skenkt koníak sem skipverji af Aust- firðingi hafði með og hresstust þeir nokk- uð við það. Alls var 16 mönnum bjargað þarna á land og kom sá síðasti í land um kl. 14.45. Höfðu þá skipbrotsmennirnir hafst við í kortaklefa og brú flaksins í 18 klukkustundir. Haldið var til baka að Sléttu með fyrstu skipbrotsmennina áður en allir voru komnir í land. Tveir skipbrotsmanna voru orðnir kalnir á fótum og þurfti að styðja þá, en hinir gengu óstuddir. Hinir skó- lausu drógu fram buxnaskálmarnar og hnýttu fyrir til að hlífa fótunum í fjöru- grjótinu. Helgi sagði í samtali við Morgunblaðið að það hafi bjargað miklu að hægt var að ganga fjöruna til baka að Sléttu og eins að það var frostlaust. „Þetta var langerfiðasta björgun sem ég lenti í á mínum ferli,“ sagði Helgi. Þeir sem voru á Sléttu komu á móti hópnum og hjálpuðu honum síðasta spöl- inn. Læknir hlúði að mönnunum um leið og þeir voru komnir inn í hlýjan bæinn. Menn lögðust til hvíldar hvar sem þeir fundu pláss. Ekkert var til hressingar annað en heitt vatn. Hópur 16 skíða- manna frá Ísafirði kom um kl. 22 um kvöldið, auk 17 skipverja af togaranum Neptúnusi, með fatnað og vistir til skip- brots- og björgunarmannanna. Klukku- stund síðar kom Magnús Gíslason skip- stjóri á Goðanesi, stýrimaður á Jörundi og átta skipverjar af Ísólfi með enn meiri matvæli og fatnað. Þegar gengið var til náða voru um 60–70 manns í bænum á Sléttu og þröng á þingi. Daginn eftir hafði lægt. Léttbátar frá varðskipinu Ægi sóttu alla á Sléttu og var síðan siglt með skipbrotsmenn og björg- unarmenn þeirra til Ísafjarðar. Þá voru komnir þangað skipbrotsmennirnir sem togararnir Jörundur og Goðanes fluttu til Ísafjarðar. Allir skipbrotsmennirnir 29 voru síðan fluttir til Reykjavíkur með varðskipinu Ægi. Jón Páll getur sérstaklega hraust- legrar framgöngu skipstjórans á Agli rauða og skrifar: „Allan þann tíma sem björgunarstarfið hafði staðið yfir stóð Ís- leifur skipstjóri Gíslason á Agli rauða á þaki stjórnpalls og stjórnaði hann björg- un manna sinna. En allir þeir, sem þátt tóku í björgunarstarfinu og skipverjar hans, róma mjög drengilega framkomu hans, karlmennsku og þrek.“                            /"A / ,'" @ ?+ 4 7, ?+ 4 !  "           #          !  "    #    '  $               + *  (  '          )'    %             , ,          $     #-    /,,; &' '( %   !   $.      " /      "&  "&        ! " #  $ % & $ % )  '  % ' *' %      +        ,  ' +    +  ## $+' *    #  . # ' + - '    '( / 0    +        #   '       % %  1  # 5  +    +  '4     +  * '(+  %  * '$     &' '(                 + - '"     ' &' "0 &' '(    '( %  5     )6    ' +'   $' +  7   %  +   +   gils rauða var bjargað við hrikalegar aðstæður í vetrarmyrkri og fárviðri umlega úr brimrótinu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2005 29 STEINN Jónsson var stýrimaður á togaranum Austfirðingi þegar Egill rauði fórst. Hann býr nú á Eskifirði og er 86 ára gamall. Hér er gripið niður í frásögn hans af því þegar beðið var átekta fyrir utan Hesteyri og þingað hvað skyldi til bragðs taka: „Þá hófust bollaleggingar um með hvaða hætti best væri að komast á strandstaðinn. Við Austfirðingarnir lögðum strax þunga áherslu á að lagt yrði strax af stað fótgangandi frá Hesteyri. Ísfirðingarnir ræddu hins vegar þann möguleika að bíða morg- uns og reyna þá landgöngu á Sléttu. Vissulega þekktu þeir aðstæðurnar betur og voru raunsærri en við. Okkar hugsun var auðvitað á meiri tilfinn- inganótum þar sem við þekktum flesta mennina um borð í Agli. Formaður björgunarsveitarinnar tók þá ákvörð- un að hann legði ekki sína menn í þá hættu að ganga þessa leið um nóttina enda var hið versta veður. Ég fór þá til minna félaga og til- kynnti þeim þessa ákvörðun. Menn voru ekki á eitt sáttir með þetta og því ákváðum við að fara sjálfir í land. Við báðum um að fá björgunarbúnaðinn lánaðan. Þegar þessi ósk okkar barst til Ísfirðinganna man ég að Ásgeir Guðbjartsson, einn Ísfirðinganna, sagði að ef við færum, þá færi hann líka. Hann tók því af skarið og þar með var ákveðið að allir færu í þessa ferð strax um kvöld- ið. Seinna kom í ljós að ekki var lendandi á Sléttu morguninn eftir þannig að það reyndist rétt ákvörðun að halda strax af stað fót- gangandi. Með því að rifja upp þessi skoðanaskipti er ég alls ekki að kasta rýrð á björgunarsveitarmennina frá Ísafirði, síður en svo. Þarna tókust á sjónarmið okkar sem ekkert þekktum til aðstæðna og hinna sem gjörþekktu aðstæður og vissu hversu mikil hættu- för það var að fara fótgangandi alla þessa leið með björgunarbúnaðinn. Formanni þeirra bar auðvitað skylda til þess að leggja blákalt mat á að- stæður og leggja menn ekki í of mikla hættu. Því má segja að tilfinningar okkar hafi orðið raunsæi Ísfirðinganna yfirsterkari.“ Aldrei upplifað svo óstjórnlega reiði og ofsa- lega gleði. Frásögn Steins Jónssonar. Bæjarins besta, Ísafirði, 29.12.2004. Tilfinningarnar sigruðu raunsæið Steinn Jónsson GUÐMUNDUR Arason var bátsmaður á Agli rauða. Hann og Axel Óskarsson, loftskeytamaður, eru einir eftirlifandi þeirra 15 Íslendinga sem voru í áhöfn togarans. Hér er gripið niður í lýsingu Guðmundar á vistinni í brú og korta- klefa skipsflaksins meðan beðið var björgunar. Frásögn hans og björg- unarmannanna Steins og Gísla birtist í síðasta jólablaði Bæjarins besta og var skráð af Halldóri Jónssyni blaðamanni. „Þarna höfðust menn við og einnig í stiganum niður í skipstjóraklefann. Við höfðumst þarna við í miklum þrengslum allan tímann sem við vorum í skipinu. Við reyndum að berja okkur til hita. Það hjálpaði okkur mikið að olíutankarnir höfðu brostið um leið og skipið brotnaði og olían lak öll út. Hún lagðist yfir allt og hlífði okkur í raun fyrir kuldanum. Um það er ég sann- færður. Þessi vera okkar þarna var frekar tilbreytingarsnauð og ömurleg, svo ekki sé meira sagt. Enginn veit með vissu hvenær fjórir Íslendinganna um borð fórust en við teljum að þá hafi tekið út strax í upp- hafi. Þá þegar náðu nokkrir skipverja sér í björgunarvesti en þau gerðu lítið gagn á þessum tíma. Að vera með þessu stóru vesti hjálpaði ekki mikið þegar sjórinn gekk yfir, því þau tóku mikið í. Síðan þegar við vorum allir komn- ir í kortaklefann tóku þau óneitanlega mik- ið pláss. Einhverjir fóru því úr þeim til þess að skapa meira pláss. Þegar við strönduðum var að byrja aðfall. Um klukkan tíu um kvöldið var háflóð en ég vissi nú ekki alveg hvað tímanum leið þar sem ég var ekki með úr á mér. Það varð eftir í klefanum. Á meðan flæði var urðum við að skiptast á að vera í ganginum en þar var mikið kul og bleyta. Skipið hallaði meira og meira við lætin og á tímabili vorum við hræddir um að því myndi hvolfa. Allt í einu hætti skipið að halla meira. Við töldum að það hefði lagst inn að katlinum og að hann hefði stoppað frekari halla. Sé það rétt hefur hann bjargað lífi okkar.“ Man ennþá eftir ilminum af kaffinu á Sléttu. Frásögn Guðmundar Arasonar. Bæjarins besta, Ísafirði. 29.12.2004. Guðmundur Arason Olían hlífði gegn kuldanum GÍSLI Jónsson frá Sléttu var aðeins 17 ára gamall þegar hann gekk í farar- broddi björgunarmanna frá Hesteyri að strandstað Egils rauða í óveðri og ófærð. Hér birtist kafli úr frásögn Gísla: „Þegar við finnum skipið erum við orðnir mjög þreyttir en að sjá mennina veifa af brúarvængnum fyllti mann því- líkum krafti að erfitt er að lýsa því. Maður fyllist einhverri orku sem maður telur sig ekki eiga til. Það er mjög skrít- in lífsreynsla. Við förum því til baka, Steinn Jónsson og ég, og til þess að flýta ferðinni fórum við úr stígvélunum því öðruvísi hefðum við ekki komist upp hlíðina. Hún var svo brött og sleip. Við vorum fljótir til baka enda fullir orku eftir að hafa séð mennina á lífi. Þegar við komum á Engjarnar voru hinir mennirnir farnir. Þeir voru þar á ber- svæði og höfðu fært sig heim á sand til þess að komast í skjól, að ég tel. Fyrst varð maður reiður þegar maður sá að þeir voru farnir og þá bætti maður í ferðina til þess að ná þeim fyrr. Seinna fannst mér skýrast af hverju þeir færðu sig. Þegar búnaðurinn var kominn á strandstaðinn skaut Hrefnu-Gestur úr línubyssunni og hitti brúna í öðru skoti. Björgun hófst strax. Við Steinn vorum til skiptis í fjörunni að taka á móti mönnum þegar þeir komu í land í stólnum. Það þurfti að hjálpa þeim á fætur og leiða þá upp fjöruna. Þeir voru mjög misjafn- lega klæddir. Sumir voru einungis í nærbuxum. Þeir voru að vonum mjög glaðir þeg- ar þeir höfðu fast land undir fótum. Vistin um borð hlýtur að hafa verið hræðileg því skipið lét mjög illa. Það kastaðist til í fjörunni allan tímann. Mennirnir voru auðvitað mjög þreyttir en allir náðu þeir samt að ganga á eigin fótum. Þeir fóru mjög misjafnlega mikið í kaf þegar þeir voru dregnir í land. Sumir fóru alveg á bólakaf en aðrir að- eins upp að mitti. Mönnum hlýtur að hafa verið mjög kalt en nefndu það ekki, einfaldlega vegna þess að þeir hafa eflaust gleymt því í fögnuðinum yf- ir að hafa verið bjargað í land.“ Bíóferðin varð að tveggja sólarhringa björg- unarferð. Frásögn Gísla Jónssonar. Bæjarins besta, Ísafirði. 29.12.2004. Maður fyllist einhverri orku Gísli Jónsson jórir enn á lífi, þeir Tó- en, Hilmar Larsen, Eg- Leivur Clementsen. uðust en eru nú látnir r Petersen, Hildibjart- Zachariassen, Edvald Hentze, Sigurd Hentze, Berg Nielsen, Hjalgrím Joensen, Olrik Christi- ias Christiansen, Karl nnes Jacobsen. i rauði frá Neskaupstað. FRÉTTAUMFJÖLLUN Morgun- blaðsins um strand togarans Egils rauða og björgun áhafnarinnar var afrek út af fyrir sig. Vegna óveðurs- ins sem gekk yfir landið var Ísa- fjörður sambandslaus við umheim- inn þegar slysið varð og næstu daga á eftir. Jón Páll Halldórsson fram- kvæmdastjóri, sem þá var fréttarit- ari Morgunblaðsins á Ísafirði, dó ekki ráðalaus heldur fann leið til að senda fréttir suður. Morgunblaðið var því eitt fjölmiðla með fregnir af strandinu og björgunaraðgerðum fyrstu dagana. „Ég leitaði til Gríms Jónssonar loftskeytamanns á Sólborginni. Við fórum um borð í togarann og hlust- uðum í talstöðinni á hvernig björg- unaraðgerðirnar gengu. Síðan fékk ég að hafa samband um talstöðina við Sverri Þórðarson, blaðamann á Morgunblaðinu. Ég fékk bágt fyrir hjá Loftskeyta- stöðinni því skip máttu ekki nota loftskeytatæki eft- ir að komið var til hafnar,“ segir Jón Páll. „Við Sverrir vorum í sambandi mikið til allan tím- ann sem björg- unaraðgerðir stóðu yfir. Þetta varð þess valdandi að Morgunblaðið gat verið á undan öllum öðrum fréttamiðlum, þar á meðal Ríkis- útvarpinu. Seinustu fréttina gat ég sent í gegnum ritsímann.“ Sendi fréttir gegnum talstöð Jón Páll Halldórsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.