Morgunblaðið - 25.06.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.06.2005, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Fastlega er reiknað með þvíað sósíalistar, sem áðurkenndu sig við komm-únisma, sigri í þingkosn- ingum sem fara fram í Búlgaríu í dag. Virðist sem almenningur í land- inu hafi fengið nóg af núverandi for- sætisráðherra og fyrrverandi kon- ungi Búlgaríu, Simeon af Sachsen-Coburg-Gotha (eða Simeon Saxe-Coburg), þrátt fyrir að í stjórn- artíð hans hafi hagvöxtur aukist, dregið hafi úr atvinnuleysi, Búlgarar hafi gengið í Atlantshafsbandalagið (NATO) og markviss skref hafi verið stigin í átt að aðild að Evrópusam- bandinu. Skoðanakannanir sem birtar voru á fimmtudag sýna að sósíalistar munu hljóta á bilinu 35-46% at- kvæða. Þetta er afgerandi forysta á Þjóðarhreyfingu Simeons, en hún fær á bilinu 18,5-25% atkvæða skv. könnunum. Myndi það verða umtals- vert fylgistap fyrir Simeon af Sach- sen-Coburg-Gotha, eða Saxcoburg- gotski eins og búlgörsk, borgaraleg útgáfa ættarnafnsins hljómar, en flokkur hans fékk meira en helming þingsæta í kosningunum í júní 2001. Viðurkennir mistök en biður um áframhaldandi umboð Fréttaskýrendur segja að kjós- endur hafi misst tiltrú á hinum 68 ára gamla Saxcoburggotski en hann lofaði því, eins og frægt er orðið, að koma á betri tíð með blóm í haga á 800 dögum í embætti. Hagvöxtur í Búlgaríu er um þess- ar mundir mjög mikill, 6%, og at- vinnuleysi hefur farið úr 18% í 13% en óánægja íbúa landsins með for- sætisráðherrann er engu að síður mikil, þannig sýna kannanir að að- eins 37% almennings eru ánægð með störf hans. Hafði konungurinn fyrr- verandi einu sinni meira en 70% þjóðarinnar á bakvið sig. Er staðreyndin sú að þrátt fyrir að miðað hafi í rétta átt þá býr enn helmingur íbúa Búlgaríu við fátækt, glæpagengi leika lausum hala og spilling er landlæg. „Ég hef mjög neikvætt álit á kon- unginum núna. Hann sveik loforð sín og það finnst mér agalegt,“ hefur AFP-fréttastofan eftir Ivo Ivanov, Búlgara sem hún tók tali á útifundi sósíalista í Sofiu á fimmtudagskvöld. „Hann laug um 800 dagana,“ bætti Ivanov við. Saxcoburggotski hefur fyrir sitt leyti viðurkennt að hann hafi ekki náð settu marki. „Vegna mistaka sem ríkisstjórnin hefur gert þá varð seinkun á því að sumum umbótaað- gerðum yrði hrint í framkvæmd og ekki allir íbúar landsins hafa notið ávaxta umbótanna eins og ég hafði vonast eftir,“ sagði hann í sjónvarps- ávarpi á fimmtudagskvöld. Fór konungurinn fyrrverandi fram á það við landsmenn að þeir gæfu honum tækifæri til að halda umbótum sínum áfram, sagði að næstu átján mánuðirnir myndu skipta sköpum fyrir búlgörsku þjóð- ina en Búlgaríu hefur verið heitið inngöngu í ESB 2007 standi hún sína plikt og hrindi tilteknum umbótum í framkvæmd. Styður aðgerðir í Írak Saxcoburggotski fæddist Simeon II og var krýndur konungur Búlg- aríu aðeins sex ára gamall. Komm- únistar afnámu hins vegar kon- ungdæmi í Búlgaríu árið 1946 og hrökklaðist Simeon þá í útlegð, bjó á Spáni næstu fimm áratugina. Hann sneri aftur til Búlgaríu árið 1996, eft- ir hrun kommúnismans, og ákvað þá að láta til sín taka í stjórnmálum landsins og einungis fimm árum síð- ar var hann orðinn forsætisráðherra; fyrsti fyrrverandi konungurinn í Evrópu til að verða kosinn forsætis- ráðherra í heima- landi sínu. Mikil jákvæð bylgja fylgdi kjöri Simeons en hún hefur ekki varað, líkt og áður var vikið að. Hefur sú ákvörðun hans að styðja hernaðar- íhlutun Banda- ríkjamanna í Írak m.a. verið óvinsæl en Búlgarar hafa 460 manna herlið í Írak um þessar mundir. Þrettán búlgarskir hermenn hafa fallið í átökum í Írak og hefur það valdið forsætisráðherranum miklum pólitískum erfiðleikum. Saxcoburggotski þykir sum- partinn hafa verið óvenjulegur stjórnmálaleiðtogi og hann virðist ekki kunna alfarið við hinn harða tón er einkennir stjórnmálabaráttuna. Það bendir hins vegar ýmislegt til þess að almenningur sé tekinn að líta á „fágaðan“ stjórnarstíl Saxco- burggotskis sem veikleikamerki og að það skýri hugsanlega að hluta til dvínandi fylgi við hann. Enginn fær hreinan meirihluta Forystumenn Sósíalistaflokksins (PSB) hafa fyrir sitt leyti heitið því að hækka laun fólks um 20%, efla velferðarkerfið, lækka virðis- aukaskattinn og skera upp herör gegn spillingu í stjórnkerfinu komist þeir til valda eftir kosningarnar í dag. Og sósíalistar hafa sett inngöngu í ESB á oddinn, rétt eins og núverandi valdhafar. Hefur Sergej Stanishev, leiðtogi PSB, lýst því yfir að ef hann verði næsti forsætisráðherra þá muni hann skikka þing landsins til að sitja út sumarið í því skyni að gera allar þær lagabreytingar sem ESB gerir kröfu um, þ.m.t. að setja nýja refsilöggjöf, en með því vill hann af- stýra hugsanlegum töfum á inn- göngu Búlgaríu. Búlgarskur Le Pen? Ellefu ár eru liðin síðan sósíalistar voru síðast í stjórn í Búlgaríu og Stanishev, sem er aðeins 39 ára, til- heyrir nýrri kynslóð stjórnmála- manna á vinstri vængnum. Ekki er hins vegar talið líklegt að sósíalistar nái að tryggja sér hreinan meirihluta í kosningunum í dag og raunar er næsta víst að næsta stjórn verður samsteypustjórn. Hafa sósíalistar gefið í skyn að þeir myndu taka flokk múslímska minnihlutans í landinu, MDL, með sér í stjórn en því er spáð að hann fái á bilinu 6-10% í kosningunum. Hugsanlega mun þetta ekki duga, skiptist atkvæði jafnt, og sósíalistar gætu því neyðst til að bjóða hægri- flokkum til samstarfs einnig. Við þær aðstæður þykir ljóst að pólitísk- ur óstöðugleiki verði niðurstaðan næsta kjörtímabilið. Einn hægriflokkanna, Árás, er lík- legur til að fá talsvert fylgi skv. könnunum, þrátt fyrir að um glænýj- an flokk sé að ræða sem ekki hafði verið spáð góðu gengi. Málflutningur forvígismanns flokksins, Volen Sid- erov, virðist hins vegar óvænt hafa fallið í góðan jarðveg meðal fólksins en þar er höfðað til fordóma gegn ýmsum minnihlutahópum í landinu, s.s. sígaunum og Tyrkjum. Hafa ýmsir álitsgjafar í búlgörskum fjöl- miðlum líkt Siderov við franska þjóð- ernisöfgamanninn Jean-Marie Le Pen og hinn austurríska Jörg Haider í aðdraganda kosninganna. Fréttaskýring | Þingkosningar fara fram í Búlgaríu í dag. Davíð Logi Sigurðsson segir að svo virðist sem búlgarskur almenningur sé óánægður með frammistöðu forsætisráðherrans og konungsins fyrrver- andi, Simeon Saxe-Coburg, þrátt fyrir aukinn hagvöxt og minna atvinnuleysi. Sósíalistar lík- legir sigurveg- arar í Búlgaríu david@mbl.is Reuters Búlgarskir kjósendur ganga framhjá kosningaspjöldum í miðborg Sofiu með myndum af Simeon Saxe-Coburg. Simeon Saxe-Coburg Volen Siderov Sergej Stanishev Róm. AP. | Norðurbandalagið á Ítalíu hef- ur lagt fram tillögu þess efnis að hægt verði að grípa til þess að vana nauðgara til að refsa þeim fyrir glæp sinn. Roberto Calderoli, umbótaráðherra og meðlimur Norðurbandalagsins, lagði tillöguna fram í kjölfar glæpaöldu sem talin er tengjast innflytjendum í landinu. Calderoli hefur einnig sagst telja að innflytjendur ættu að borga einskonar tryggingargjald þegar þeir koma inn í landið. Hafa niðrandi um- mæli hans um innflytjendur vakið reiði og víða verið fordæmd á Ítalíu. Mótmælasamkomur gegn innflytjendum Fjölgun ofbeldisglæpa á Ítalíu að undanförnu hefur þó einnig aukið á al- menna tortryggni gagnvart innflytjend- um. Fréttavefur BBC segir frá því að ný- lega hafi nokkrum stúlkum verið nauðgað í Mílanó og Bologna af, að því er talið er, innflytjendum frá Norður-Afríku og í kjölfarið hafi verið haldnar mótmælasam- komur gegn innflytjendum. Í könnun á vegum ítalska tímaritsins L’Espresso kemur fram að 53% Ítala telja að aukinn fjöldi innflytjenda sé ógn við ör- yggi borgaranna, en 45% telja að innflytj- endur hafi engin áhrif á öryggi fólks í landinu. Nauðgarar verði vanaðir STJÓRN José María Aznar, þáverandi for- sætisráðherra Spánar, leitaðist við að afvega- leiða kjósendur eftir að hryðjuverkamenn höfðu myrt 191 mann í sprengjutilræðum í Madríd í marsmánuði í fyrra. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar sem lauk störfum nú í vikunni. Fjöldamorðið var framið 11. mars í fyrra en þremur dögum síðar gengu Spánverjar að kjörborðinu. Þvert á flestar spár tapaði flokk- ur Aznars, Þjóðarflokkurinn (PP), kosning- unum og til valda komst minnihlutastjórn sósíalista. Ýmsir héldu því fram að sigur sósíalista væri til marks um að hryðjuverkamönnum hefði tekist það ætlunarverk sitt að hafa áhrif á niðurstöðu kosninga í lýðræðisríki. Með svo ofboðslegu ódæðisverki hefði illvirkjunum tek- ist að hræða almenning frá stuðningi við PP. Hart var þá deilt um stuðning stjórnvalda á Spáni við innrásina í Írak en skoðanakannanir sýndu að yfirgnæfandi meirihluti var andvígur framgöngu Aznars í málinu. Aðrir héldu því fram að Aznar og menn hans hefðu reynt að nýta sér fjöldamorðið í pólitísk- um tilgangi í ljósi kosninganna. Stjórnvöld héldu því fram í rúman sólarhring að ETA- veg talist „viðeigandi í lýðræðisríki“. Ýmsir fréttaskýrendur og sérfræðingar halda því fram að almenningur hafi séð í gegn- um viðleitni stjórnvalda til að beita blekk- ingum eftir tilræðið og sú framganga hafi orðið til þess að kalla fram snögga fylgissveiflu frá Þjóðarflokknum. Þannig hafi viðbrögð Aznars og manna hans kostað þá sigurinn. Í skýrslunni, sem er 300 blaðsíður, kemur ennfremur fram að stjórn Aznars hafi ítrekað fengið viðvörun um að íslamskir hryðjuverka- menn kynnu að láta til skarar skríða á Spáni. Er því haldið fram að ríkisstjórnin hafi „aug- ljóslega vanmetið þá hættu sem varað hafði verið við“. „Fáránleg“ niðurstaða Sjö flokkar og hópar á þingi Spánar áttu fulltrúa í rannsóknarnefndinni. Fulltrúar PP neituðu hins vegar að fallast á þessa helstu niðurstöðu skýrslunnar og eiga því formlega ekki aðild að henni. Þingmenn Þjóðarflokksins lögðu í gær fram sérstaka ályktun um skýrsl- una þar sem niðurstöðu hennar er hafnað. Að sögn spænska dagblaðsins El Mundo segir í samþykkt þessari að niðurstöður skýrslunnar séu „fáránlegar“ og „í engu samræmi við hið sanna í málinu“. Skýrslan verður nú rædd á þingi og gert er ráð fyrir atkvæðagreiðslu um hana í næstu viku. hreyfingin baskneska hefði verið að verki þó svo að illvirkið líktist á engan veg fyrri ódæð- isverkum þessara samtaka sem haldið hafa uppi vopnaðri baráttu fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis Baska í 37 ár eða svo. Aznar og undirsátar hans ráku og reka enn af- dráttarlausa stefnu gegn ETA og boðuðu enga eftirgjöf í viður- eigninni við hryðju- verkaógnina. Andstæðingar Aznars héldu því fram að hann óttaðist að upplýsingar um að ísl- amskir öfgamenn hefðu verið að verki myndu verða til þess að sannfæra kjósendur um að stefna hans í málefnum Íraks hefði orðið til þess að kalla þessar hörmungar yfir spænsku þjóðina. Þingnefndin kemst að þeirri niðurstöðu að stjórnvöld hafi gert einmitt þetta, þ.e. leitast við að afvegaleiða kjósendur með upplýsingum þeim sem þau veittu eftir fjöldamorðið. „Segja má að framganga stjórnvalda hafi algjörlega mótast … af flokkshagsmunum,“ segir m.a. í skýrslunni og er þá vísað til Þjóðarflokks Azn- ar. Segir þar og að slík háttsemi geti á engan Saka Aznar um að hafa beitt pólitískum blekkingum Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is José María Aznar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.