Morgunblaðið - 25.06.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 25.06.2005, Blaðsíða 52
HINN óforskammaði forsprakki Oasis, Noel Gallagher, hefur lýst því yfir að honum finnist Live 8 góðgerðartónleikarnir vera al- gjörlega tilgangslaus tímaeyðsla. Engu verði áorkað í baráttunni fyrir því að skuldum verði aflétt af „þriðja heims“ ríkjum því póli- tíkusar muni hvort eð er ekki gefa tónleikunum gaum. „Leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér, en eru þeir virkilega að vona að einhver G8 gaur sjái An- nie Lennox syngja „Sweet Dreams“ og hugsi með sjálfum sér; fjandinn, hún hefur eitthvað til síns máls. Eða Keane syngja „Somewhere Only We Know“ og einhver jap- anskur auðjöfur horfi á að segi „við ættum eiginlega að fella nið- ur þessar skuldir“. Það er ekki að fara að gerast, er það?“ Noel hefur enga trú á Live 8 Reuters Noel Gallagher verður seint sak- aður um að liggja á skoðunum sínum. 52 LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ BATMAN EINS OG ÞÚ HEFUR ALDREI SÉÐ HANN ÁÐUR ! Stranglega bönnuð innan 16 ára. Heimildarmynd frá Óskarsverðlauna hafanum Brian Grazer Ó.H DV H.L MBL Ó.H.T RÁS 2 aston kutcher amanda peet RÓMANTÍK GETUR EYÐILAGT GÓÐA VINÁTTU   H.J. MBL  C ROGER EBERT S.K. DV.  Capone XFM frumsýnd 29.júní SAMBÍÓIN Álfabakka Keflavík og HÁSKÓLABÍÓ .j í l l í  Kvikmyndir.is Gleymið öllum hinum Batman myndunum. Þessi er málið Andri Capone / X-FM 91,9 “Einn af stærstu smellum ársins.”  B.B. Blaðið Loksins, Loksins  M.M.M / Xfm 91,9 Þórarinn Þ / FBL Gleymdu hinum. Þetta er alvöru Batman Ó.Ö.H / DV  D.Ö.J. / Kvikmyndir.com Nýr og miklu betri leðurblökumaður. H.L. / Mbl. Nýr og miklu betri leðurblökumaður. H.L. / Mbl. Loksins, Loksins  M.M.M / Xfm 91,9  Kvikmyndir.is Gleymdu hinum. Þetta er alvöru Batman Ó.Ö.H / DV Gleymið öllum hinum Batman myndunum. Þessi er málið Andri Capone / X-FM 91,9 Þórarinn Þ / FBL  D.Ö.J. / Kvikmyndir.com “Einn af stærstu smellum ársins.”  B.B. Blaðið Batman Begins kl. 5 - 7 - 9 og 11 b.i. 12 Inside Deep Throat kl. 10.15 Stranglega b.i. 16 ára Voksne Mennesker kl. 5.45 - 8 og 10.15 Crash kl. 5.45 - 8 og 10.15 b.i. 16 The Hitchhiker´s.. kl. 5,45 og 8 H.B. / SIRKUS H.B. / SIRKUS HÁDEGISBÍÓ 400 KR. MIÐAVERÐ Á A ÚT ER kominn nýr geisla- diskur frá tónlistarmanninum Guðmundi Vigni Karlssyni sem kallar sig Kippa Kanínus. Happens Secretly nefnist disk- urinn en þetta mun vera annar stóri diskurinn sem Kippi gef- ur út en utan þeirra hefur hann sent frá sér nokkra heimabrennsludiska. Sam- kvæmt áreiðanlegum heim- ildum er Guðmundur úr Hafnarfirðinum og hefur með- al annars getið sér gott orð fyrir söng í kórum. Sömu heimildir herma að tengdafaðir hans sé Hörður Áskelsson, stjórnandi Hall- grímskirkjukórs. Guðmundur Vignir er þessi misseri í Hol- landi, nánar tiltekið í Den Haag, ásamt fjölskyldu sinni við listnám, leik og störf. Í fréttatilkynningu frá 12 Tónum, sem dreifir plötunni, segir: „Happens Secretly er frumlegur og fallegur diskur, melódískur og á elektrónískum nótum en einnig bregður fyrir orgelleik, strengjum og barnasöng.“ Eins og áður sagði er Kippi staddur í Hollandi og eftir nokkrar árangurslausar tilraunir undirritaðs til að ná símasambandi við tónlistarmanninn varð ofan á að viðtalið færi fram í gegnum tölvu- póst: Hver er Kippi Kanínus og hvernig tónlist fremur hann? „Fremur góða tónlist, að sumra mati.“ Hver er hans tónlistarlegi bak- grunnur? „Ekki veruleg tónlistarmenntun en ég reyni að læra af öllu.“ Hvar var platan tekin upp og hverjir spiluðu á henni? „Í raun er platan tekin upp á jafnmörgum stöðum og það eru hljóð á henni, sumir vissu af því að þeir væru að spila á henni eins og Pétur [Þór Benedikts- son] á gítar, en t.a.m. allir orgel- leikararnir höfðu ekki hugmynd um það.“ Hvernig kom nafnið til? „Æskuminning tengist þessu nafni, hef munað eftir því lengi.“ Þetta er önnur platan þín, verðurðu sjálfur var við ein- hverja þróun og þá hvernig? „Reyndar fjórða, þetta verð- ur manni tamara svo að það er gott mál.“ Happens Secretly? „Já, flest gerist þannig ein- hvernveginn finnst mér. Og ver- andi heima-tónlistarmaður finnst mér maður stundum ansi laumulegur eitthvað. En svo er alltaf gaman að hafa gert plötu.“ Hvað er hann að gera í Hollandi? „Reyna að gera mest með það sem hann á til.“ Hvert er ferðinni heitið? „Veit bara ekkert hvað ég á að segja hér.“ Útgefandi plötunnar er Svarti ehf. í samvinni við Kippa. Tónlist | Kippi Kanínus sendir frá sér nýja plötu Elektrónískar nótur Jólin, jólin, alls staðar: Guðmundur Vignir, öðru nafni Kippi Kanínus, á góðri stundu. DANSKA leðurrokksveitin The Raveonettes hefur bæst við þann fríða flokk listamanna sem koma munu fram á tónlistarhátíðinni Inni- púkanum um Verslunarmannahelg- ina. Innipúkinn mun standa yfir á Nasa við Austurvöll í tvo daga, hefst laugardaginn 30. júlí og lýkur aðfara- nótt mánudagsins 1. ágúst. Hægt verður að kaupa miða á alla hátíðina, eða hvert kvöld fyrir sig, en miðaverð er aðeins 3900 krónur, sem verður að teljast lítið fyrir tvenna tónleika þar sem í boði verða velkunnir tónlistar- menn, bæði erlendir sem innlendir. 20 atriði á tveimur dögum Auk The Raveonettes koma þar fram tilraunarokksveitin Blonde Redhead og bandaríski tónlistarmað- urinn Jonathan Richman og íslensku hljómsveitirnar Vonbrigði, Rass, Reykjavík!, Singapore Sling, Mugi- son, Hjálmar, Apparat, Helvar, Þórir, Dr. Gunni, Drep, Hudson Wayne, 9elevens, Skátar, Doctor Spock, Helgi Valur og Trabant. The Raveonettes er nú um mundir kunnasta sveit Dana og nýtur tölu- verðrar hylli beggja vegna Atlants- hafs. Sveitin gaf út í byrjun maí sína þriðju plötu, Pretty in Black, en áður höfðu komið út Whip it On árið 2002 og Chain Gang of Love árið 2003 sem báðar hlutu mjög góðar viðtökur gagnrýnenda um heim allan sem og unnenda jaðarrokks. Sveitinni hefur gjarnan, og þá sérstaklega í upphafi ferils, verið líkt við The Jesus And Mary Chain. Rétt eins og íslensku Singapore Sling en þeir Sling-liðar þekkja vel til Raveonettes og hafa leikið með þeim á tónleikum erlendis. Að sögn Gríms Atlasonar skipuleggj- anda Innipúkans þá hefur lengi staðið til að fá Raveonettes til að leika á Ís- landi og að þeim hafi litist sérstak- lega vel á að taka þátt í tónlistarhátíð á borð við Innipúkann. Miðasala á Innipúkann hefst 8. júlí í versluninni 12 Tónum og á netsíð- unni hive.is. Dúettinn Raveonettes er skipaður Sune Rose Wagner og Sharin Foo. Raveonettes leika á Innipúkanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.