Morgunblaðið - 25.06.2005, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 25.06.2005, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. SÝNING á ljósmyndum Ragnars Axelssonar var opnuð á Austurvelli í gær. Myndirnar eru teknar á Íslandi, í Færeyjum og á Grænlandi. Sýningin stendur til 1. sept- ember nk. Ragnar tók m.a. mynd af Kristni Guðnasyni frá Skarði í Landsveit og kom sá síðarnefndi ríðandi á sýninguna og stillti sér upp við hliðina á Ragnari og myndum hans á Austurvelli. Kristinn brá á leik og sést hér halda í Ragnar ljósmyndara alveg eins og hann hélt í kindina á myndinni, sem er í bak- grunni. | 24 Morgunblaðið/Árni Sæberg Góðra vina fundur á Austurvelli UMHVERFISNEFND Hafnar- fjarðar segir í nefndaráliti að hún kysi helst að áform um stækkun álversins í Straumsvík yrðu lögð til hliðar og telur að það þjónaði hagmunum Hafnfirðinga best til lengdar að ekki verði tekið meira land svo nærri íbúðabyggð undir mengandi stóriðju, en það sem þegar sé búið að ráðstafa undir slíka starfsemi. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir að álit nefndar- innar sé ekki í takt við samhljóða álit bæjarstjórnar og skipulags- nefndar. Hann segir að til greina komi að Hafnfirðingar kjósi um hvort veita eigi álverinu starfsleyfi um leið og kosið verður um tillögu um sameiningu Hafnarfjarðar og Voga í haust. Álit nefndarinnar kom fram þegar nefndin fjallaði um tillögu Alcan að deiliskipulagi fyrir stækkun álversins í Straumsvík. Nefndin leggst ekki gegn því að tillagan verði send út til kynningar og umræðu, en tekur fram að í því felist engin skuldbinding um að styðja stækkunina á síðari stigum. Kristján Bersi Ólafsson, vara- formaður nefndarinnar, sagði ýmsar ástæður fyrir því að hann telji best að álverið rísi ekki. Í fyrsta lagi færi mikið land undir álverið og enn meira þegar bætt væri við varúðarsvæðum vegna mengunar. Hafnfirðingar hefðu ætlað að byggja íbúðarhús á þessu landsvæði en stækkunin takmark- aði möguleika Hafnarfjarðar til stækkunar í suðurátt. „Hitt er það líka að mörgum Hafnfirðingum blöskrar að þurfa að lifa í nágrenni við mengandi starfsemi eins og þarna er, og byggðin er að færast suður á þetta svæði. Hvað sem menn segja upphátt, þá dreymir meirihluta Hafnfirðinga um það að ekki þurfi til þessarar stækk- unar að koma,“ sagði hann. Þrengir ekki að Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, sagði að bæjar- félagið hefði þegar selt Alcan landið sem þyrfti vegna stækkun- ar álversins. Verðið hefði verið vel á annað hundrað milljónir króna. Þá hefði verið full samstaða innan bæjarstjórnar og í skipulags- og byggingaráði um málið, og hvaða markmið og skilyrði þyrfti að setja um stækkunina. Álit nefndarinnar væri því úr takti við það. Hann sagði að stækkunin þyrfti ekki að þrengja að framtíðarskipulagi byggðar í Hafnarfirði. Lögð væri áhersla á að þynningarsvæði ál- versins myndi ekki ná inn á bygg- ingarsvæði Hafnfirðinga. Hrannar Pétursson, upplýs- ingafulltrúi álversins í Straums- vík, sagði að álit umhverfisnefnd- arinnar væri hluti af þeirri umræðu sem þyrfti að fara fram um málið. Hann benti á að fallist hefði verði á umhverfismat vegna stækkunarinnar árið 2002 án þess að kærur hefðu borist. Umhverfisnefnd Hafnarfjarðar vill ekki stærra álver Hugsanlega kosið um stækkun álvers Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is    +' #  '  ,   '  8 0  ;## &# 5 (" )  # ( "# )& 1'      /5& ", & *"+,-.,/  & 9: ;:<=:  !"#$    GAMLI sáttmáli er ekki frá 1262 heldur er hann tilbúningur spunameistara fimmtándu aldar. Þetta eru niðurstöður bras- ilískrar konu, Patriciu Pires Bo- ulhosa, sem hefur skrifað dokt- orsritgerð við Cambridge-háskóla í Englandi. Áhugi Boulhosa á íslenzkum fræðum spratt upp úr lestri henn- ar á Egils sögu, sem íslenzk vin- kona hennar gaf henni. Í samtali við Morgunblaðið seg- ir Boulhosa, að Gamli sáttmáli sé alls ekki samhljóma ástandinu á Íslandi á þrettándu öld, en smell- passi hins vegar við Ísland á 15. öld. Þá sé hvergi minnzt á hann í lagatextum frá 13. og 14. öld, heldur spretti hann fram alskap- aður á þeirri fimmtándu. Og hún segir hann „skilgetið afkvæmi spunameistara fimm- tándu aldar, sem kölluðu allt gamalt til þess að gefa því meira vægi.“ | Lesbók Gamli sáttmáli verk spuna- meistara á fimmtándu öld NÝNEMAR verða ekki innritaðir í upplýsingatæknideild Háskólans á Akureyri í haust í sparnaðarskyni og námsframboð í auðlindadeild verður endurskoðað með það að markmiði að ná fram rekstrar- hagræðingu. Háskólaráð ákvað þetta í gær. Skólinn þarf að spara um 40 milljónir króna á ári, miðað við nú- verandi námsframboð, til þess að ná endum saman. | 22 Ekki innritað í upplýsingatækni- deild HA í haust MAGNÚS Sigurðsson er elsti útskriftar- neminn sem brautskráist frá Háskóla Ís- lands í dag en hann verður áttræður í haust. Magnús mun útskrifast með BA-próf í ís- lensku en hann hefur áður setið á skólabekk í HÍ er hann nam læknis- fræði við skólann á árunum 1949 til 1956. Magnús segir skólann hafa breyst mikið á þessum tíma, hann sé nú orðinn mun stærri í sniðum og námið fjölbreyttara en þá var. „Þá finnst mér athyglisvert hversu sérhæfðir prófess- orarnir eru hver á sínu sviði,“ segir Magn- ús. Innritaður í orðabókafræði Eftir að hafa lagt læknisstörfin á hilluna fyrir rúmum fjórum árum ætlaði Magnús sér að sitja námskeið í orðabókafræði. Það hafi hins vegar ekki staðið til boða á þeim tíma og því hafi hann innritað sig í íslensku. „Þetta námskeið verður hins vegar kennt í haust og ég hef nú þegar látið skrá mig í það. Dagurinn er fljótari að líða þegar mað- ur er önnum kafinn,“ segir Magnús en undanfarin tíu ár hefur hann í frístundum unnið að gerð orðabókar um hesta og hestamennsku. „Þetta hittist ágætlega á en ég þarf þá ekki að eiga við íslenskuna frek- ar, en ég sé ekki eftir þessu námi.“ Magnúsi fannst íslenskunámið áhugavert en þó hefði það verið einhverjum ann- mörkum háð fyrir mann á hans aldri. „Heyrnin var nú eitthvað að stríða mér en ég settist alltaf á fremsta bekk og gat því fylgst betur með því sem fram fór.“ Verður áttræður í haust og útskrifast frá HÍ „Sat alltaf á fremsta bekk“ Magnús Sigurðsson BJÖRGUNARAFREKSINS, þegar áhöfn togarans Egils rauða frá Neskaupstað var bjargað fyrir rúmum 50 árum, verður minnst nú um helgina. Togarinn strandaði að kvöldi 26. janúar 1955 undir Grænuhlíð. Í áhöfn skipsins voru 34 sjómenn, 15 Íslend- ingar og 19 Færeyingar, og fórust fimm þeirra en 29 var bjargað. Öllum sem til þekkja ber saman um að áhöfn og björg- unarmenn hafi drýgt þar mikla hetjudáð. Nokkrir sem enn eru á lífi úr áhöfn togar- ans og úr hópi björgunarmanna ætla að hitt- ast ásamt fleirum fyrir vestan um helgina og fara á vettvang björgunarafreksins. Margir þeirra hafa ekki komið á þessar slóðir frá því að björgunarafrekið var unnið. Skipstjórarnir Magni Kristjánsson úr Nes- kaupstað og Guðmundur Halldórsson úr Bolungarvík skipulögðu athöfnina. Staðnæmst undir Teistanum Farið verður frá Ísafirði á Gunnari Frið- rikssyni, björgunarskipi Slysavarnafélags- ins Landsbjargar, norður í Jökulfirði. Þar verður fyrst staðnæmst við það sem eftir er af flaki togarans undir Teistanum. Magni Kristjánsson, skipstjóri úr Neskaupstað, mun minnast þeirra fimm sjómanna sem fórust í slysinu. Þá verður komið við á Sléttu þar sem skipbrotsmenn og björgunarmenn leituðu skjóls. Loks verður farið til Hesteyr- ar þar sem leiðangursmenn munu gæða sér á hinni rómuðu Hesteyrarkjötsúpu. Endur- fundir undir Grænuhlíð  Björguðust úr brimrótinu | 28–29 ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.