Morgunblaðið - 25.06.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.06.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2005 45 DAGBÓK Um þessar mundir stendur yfir listahá-tíðin Gullkistan á Laugarvatni en þarer m.a. hægt að berja augum Vin-átturefilinn svonefnda, alþjóðlegt vin- áttuverkefni sem á uppruna sinn á Álftanesi en nær til yfir tuttugu landa í fimm heimsálfum. Ragnhildur Jónsdóttir, listamaður á Álftanesi, er forvígiskona verkefnisins en það fæddist sem hugmynd í spjalli handverkskvenna á erlendri netsíðu í nóvember á síðasta ári. Þær sendu síðan inn grein um verkefnið á vef- síðuna www.nordicneedle.com sem á aðsetur í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum. Viðbrögðin hafa þegar orðið mikil, að sögn Ragnhildar. Hún segir að Vinátturefillinn virki þannig að handverkskonur um allan heim geri lítinn handavinnubút í póstkortastærð, sendi hann síðan til Íslands til Ragnhildar og hún setji hann saman. Nú hafa borist 206 bútar, frá yfir tuttugu löndum í fimm heimsálfum, að sögn Ragnhildar. Er Vinátturefillinn orðinn um fimm metrar á lengd og stendur yfir sýning á honum til 3. júlí en refillinn er til sýnis á Eddu-hótelinu á Laugarvatni. „Það hafa borist bútar frá Nýja-Sjálandi, Ástralíu, Suður-Afríku, nokkrum Evrópulöndum og alls 28 ríkjum Bandaríkjanna,“ segir Ragn- hildur. „Viðbrögðin hafa verið þannig að mér hefur fundist að það hafi hreinlega vantað að handverkskonur gætu fengið útrás fyrir vináttu- hugsun sína, það fór einfaldlega flóðbylgja af stað.“ Segir Ragnhildur að hugmyndin á bak við verkefnið sé vinátta án landamæra, ekki skipti máli á hvaða aldri þátttakendur séu, hvar þeir séu staddir né af hvoru kyni þeir séu. Fylgir sögunni að enn sem komið er hafi aðeins einn karl sent inn bút en Ragnhildur segir að það standi til bóta, hún viti af öðrum sem hyggist taka þátt. Þá segir Ragnhildur að þátttakendur til þessa hafi verið á bilinu sex til ríflega 90 ára. Þátttakendur eru af ýmsum toga, sumir eru listamenn eða hönnuðir að sögn Ragnhildar, aðr- ir byrjendur í handverki. „Þannig að þetta er all- ur skalinn. Það eru ekki heldur nein landamæri í þeim efnum,“ sagði Ragnhildur. Þrátt fyrir að Vinátturefillinn sé nú til sýnis hér á Íslandi þá verður áfram tekið við bútum og er áhugasömum bent á heimasíðu verkefnisins. Ragnhildur segist vonast til þess að geta farið með refilinn á sýningar erlendis, hún hafi þegar hlotið heimboð til flestra heimsálfa. Hún kveðst ekki hafa áhyggjur af þeim erfiðleikum sem kunni að skapast þegar refillinn verður orðinn 50 metrar á lengd. „Við höfum bara áhyggjur af því þegar þar að kemur,“ sagði hún. Handavinna | Vinátturefillinn svokallaði er til sýnis á Laugarvatni fram til 3. júlí Stefnt að sýningum erlendis  Ragnhildur Jóns- dóttir er umsjónar- maður Vinátturefilsins, alþjóðlegs vináttuverk- efnis. Hún býr á Álfta- nesi, lauk á sínum tíma námi frá málaradeild Myndlista- og handíða- skólans. Ragnhildur er gift Lárusi Vilhjálms- syni, framkvæmda- stjóra Nýlistasafnsins, og eiga þau þrjú börn, tvo hunda og fjóra ketti. Börn þeirra eru á aldrinum 15 til 26 ára og hafa öll tekið þátt í vináttureflinum, að sögn Ragnhildar.  www.internet.is/friendshiptapestry Góð landkynning ÉG var að skoða dagblaðið síðast- liðinn miðvikudag og þar var um- fjöllun um að Ferðahópur rann- sóknarlögreglumanna ætlaði eitthvað að setja sig upp á móti einhverju jarðraski vegna kvik- myndatöku Clint Eastwoods á Krýsuvíkursvæðinu. En eiga ekki Íslendingar að líta sér örlítið nær, t.d. held ég að Hrafn Gunnlaugsson hafi aldrei tekið til eftir sig, og má sjá ummerki eftir hans myndatökur víða. Ef eitthvað er held ég að Eastwood muni ganga frá þessu svæði í betra ástandi en hann tekur við. Finnst mér þetta góð landkynn- ing, hún gerist ekki betri. Aðdáandi Eastwoods. Endursýningar (e) MARGIR kannast kannski við þetta tákn (e), en það þýðir að tiltekinn þáttur, sem táknið er fyrir aftan, sé endursýndur. Ég sé þetta oft á textavarpinu ef ég skoða dagskrána hjá Skjá 1 (en þar eru líklega allir þættir endur- sýndir). Þar eru þættir sem ég hef t.d. misst af, gleymt, eða jafnvel séð áður, en það stoppar mig ekki að horfa á þá. En það gerðist núna nýlega að ég missti af „Aðþrengdum eigin- konum“ eða „Desperate House- wives“ en ég reyni að missa ekki af þeim þáttum, en það gerðist og þá fyrst tók ég eftir að það eru nánast engir svona þættir s.s. „Aðþrengdar eiginkonur“, „Sopranos-fjölskyldan“ eða þannig þættir endursýndir. Það eru bara formúlan, fótboltakvöldið og jafnvel barnaefnið sem er endur- sýnt. Þessir þættir eru mest eftir höfði karla og barna en ekki eftir höfði kvenna. Finnst mér að ríkissjónvarpið sé að senda konum skilaboðin: „Þið verðið að gjöra svo vel að vaka og muna eftir þáttum sem þið hafið gaman af.“ Mér finnst þetta vera bæði ósanngjarnt og óréttlátt að endur- sýna ekki svoleiðis þætti, og því spyr ég: Er ekki hægt að koma þessum endursýningum einhvers staðar inn, því það hlýtur að vera hægt. Ég myndi frekar kjósa að horfa á sama þáttinn af aðþrengd- um eiginkonum 3 sinnum heldur en að horfa á næsta þátt og vita ekki hvað gengur á. Sjónvarpsáhorfandi. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Árnaðheilla dagbók@mbl.is Gullbrúðkaup | Hjónin Ólafur Er- lendsson og Helen Hannesdóttir, til heimilis að Ketilsbraut 17, Húsavík, eiga 50 ára brúðkaupsafmæli í dag. 75 ÁRA afmæli. Í dag, 25. júní, er75 ára Sigurður Þ. Guðmunds- son, Eiðistorgi 13, Seltjarnarnesi. Hann verður að heiman á afmælisdag- inn (í golfi). 90 ÁRA afmæli. Í dag, 25. júní, erníræð Regína Sveinbjarnar- dóttir frá Skálabrekku í Þingvalla- sveit, fyrrverandi húsfreyja. Hún býr nú á Hrafnistu í Reykjavík. 1. d4 Rf6 2. Bg5 Re4 3. Bf4 d5 4. e3 c5 5. Bd3 Rc6 6. Bxe4 dxe4 7. Re2 cxd4 8. exd4 Bg4 9. h3 Bxe2 10. Dxe2 Dxd4 11. Rc3 e5 12. Be3 Db4 13. 0-0-0 Be7 14. Dg4 Kf8 15. Rd5 Da5 16. Rxe7 Rxe7 17. Dd7 Hc8 Staðan kom upp í Elítu flokki á minn- ingarmóti Capablanca sem lauk fyrir skömmu í Havana á Kúbu. Lazaro Bruzon (2.669) hafði hvítt gegn Baadur Jobava (2.637). 18. Bc5! He8 18. – Dxc5 gekk ekki upp vegna 19. Dd8+ og hvít- ur mátar. 19. Hd5! og svartur gafst upp enda ræður hann ekki við hótanir hvíts. Mjóddarmót Taflfélagsins Hellis fer fram í dag í göngugötunni í Mjódd. Nánari upplýsingar um mótið er að finna á vefsíðunni www.skak.is. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Listahátíð á Laugarvatni 17. júní – 3. júlí Laugardagur 25. júní Kl. 11 Staðarskoðun með Hreini Ragnarssyni, kenn- ara á Laugarvatni. Lagt verður af stað frá Hótel Eddu, ML, og endað við grunnskólann. Gangan tekur um eina klst. Kl. 13–16 Málþing um Hér- aðsskólann sem alþjóðlega listamiðstöð. Meðal frum- mælenda verða Eyrún Inga- dóttir sagnfræðingur, Þor- valdur Þorsteinsson, for- maður Bandalags íslenskra listamanna, og Pétur Ár- mannsson arkitekt. Matsal- ur Héraðsskólans. Kl. 21 Eg hef skárað engja- stör… Kveðskapur Laug- dælinga, heimamanna og skólafólks, karla og kvenna, lífs og liðinna, í gamni og al- vöru. Umsjón hafa Sigríður Jónsdóttir, Guðmundur Sæ- mundsson, Bjarni Þorkels- son og Berglind Pálmadótt- ir. Matsalur Hótels Eddu, ML. Gullkistan SKÓGRÆKTARFÉLAG Reykja- víkur heldur fjölskyldudag í Heið- mörk laugardaginn 25. júní en þá verða 55 ár liðin frá því að Heiðmörk var formlega vígð. Samkvæmt fréttatilkynningu er Fjölskyldudagurinn hugsaður sem vettvangur fyrir fjölskylduna til að koma í skóginn og leika sér saman. Börnin fá að tálga og mála birki- drumba, farið verður í víkingaleiki og ratleiki og allir fá að grilla pylsur á birkigrein. Hinir eldri fá kennslu í stafagöngu um svæðið. Fjölskyldudagurinn er öllum opinn og er kl. 13:30–16. Öðruvísi fjöl- skyldudagur Heiti Potturinn Trompmiði er auðkenndur með bókstafnum B en einfaldir miðar með E, F, G og H. Gangi vinningar ekki út bætast þeir við Heita pott næsta mánaðar. Birt með fyrirvara um prentvillur. 6. flokkur, 24. júní 2005 3737 B kr. 7.355.000,- 3737 E kr. 1.471.000,- 3737 F kr. 1.471.000,- 3737 G kr. 1.471.000,- 3737 H kr. 1.471.000,- Afmælisþakkir Hjartans þakkir til barna minna og fjölskyldna þeirra, sem héldu mér höfðinglega afmælis- veislu á 90 ára afmælinu mínu þann 16. júní. Innilegar þakkir fær einnig frændfólk og vinir hér heima og erlendis, fyrrum starfsfélagar og söngfélagar fyrir norðan og þið öll sem senduð mér hlýjar kveðjur með símtölum, blómum og gjöfum þennan dag. Blessunaróskir og kveðjur, Björg Baldvinsdóttir. Laugavegi 170, 2. hæð. Opið virka daga kl. 8-17. Sími 552 1400 ● Fax 552 1405 www.fold.is ● fold@fold.is Þjónustusími eftir lokun er 694 1401. Opið hús laugardag og sunnudag frá 11-18 Sveitasetur Kiðjaberg 801 Selfoss Viðar Böðvarsson, viðskiptafr. og lögg. fasteignasali. Sveitasetrið Kiðjaberg, 801 Selfossi - Stórglæsilegt nýtt 70 fm sumarhús með um 140 fm verönd. Þrjú svefnherbergi. Stór stofa og sérlega fallegt baðherbergi. Sérsmíðaðar innréttingar, halogen lýsing, brunavarnarkerfi, auka hljóðeinangrun í veggjum. Eikarparket og viðhaldsfríar náttúruflísar á gólfi. Bústaðurinn er mjög vel staðsettur og frá honum er stórfenglegt útsýni yfir Hvítá og til fjalla. Stutt er í golfvöllinn á Kiðjabergi, sem er einstaklega fallega staðsettur völlur, og í sund í Hraunborgum. Tækifæri til að eignast nýjan glæsilegan bústað á frábærum stað. Þorsteinn tekur á móti gestum, sími 899 3254.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.