Morgunblaðið - 25.06.2005, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.06.2005, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2005 9 FRÉTTIR Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið mán.-fös. frá kl. 10-18, lau. kl. 10-15 Gallabuxur í útileguna TILBOÐ Á ÖLLUM SPORTFATNAÐI 20% AFSLÁTTUR Opið frá 10-22 alla daga vikunnar Verið velkomin Tilboðsdagar frá fimmtudegi til sunnudags Kringlunni s. 568 1822 afsláttur af öllum vörum20% tískuvöruverslun, Laugavegi 82 Útsalan hefst í dag 40% afsláttur af allri útsöluvöru LJÓST er að lítið hefur breyst í við- ræðum um endurskoðað stjórnkerfi hvalveiða í atvinnuskyni eftir ársfund Alþjóðahvalveiðiráðsins sem lauk í Suður-Kóreu í gær, samkvæmt fréttatilkynningu frá sjávarútvegs- ráðuneytinu. Þar sem Íslendingar hafa lagt mikla áherslu á að ná fram- gangi í viðræðum við aðildarríki ráðs- ins er niðurstaða ársfundarins nokk- ur vonbrigði, að sögn Stefáns Ásmundssonar formanns íslensku sendinefndarinnar. Sagðist hann ekki gefa úrslitum málsins háa einkunn þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Ekkert bendir til þess að fram- gangur verði í viðræðum um endur- skoðað stjórnkerfi atvinnuveiða í fyrirsjáanlegri framtíð. Á fundinum unnu Íslendingar að því að koma á samstarfi við nokkrar þjóðir hval- veiðiandstæðinga sem vildu frekar að veiðarnar færu fram samkvæmt ströngu kerfi innan hvalveiðiráðsins heldur en þær yrðu áfram stundaðar án nokkurrar stjórnunar ráðsins. Framan af virtist sem þessar viðræð- ur gætu skilað árangri en þegar unnið var að því að fá aukinn stuðning við þá nálgun sem Norðurlöndin höfðu kom- ið sér saman um varð á endanum ljóst að hörðustu andstæðingar hvalveiða höfðu náð að hindra að nógu stór hóp- ur hófsamari ríkja kæmi til liðs við þau ríki sem leiddu þetta starf. Við afgreiðslu málsins á ársfund- inum lögðu Danmörk og Suður-Kórea fram tillögu sem gerði ráð fyrir áframhaldi sama viðræðuferlis. Til- lagan var samþykkt með 25 atkvæð- um gegn 3, en 28 ríki, þar á meðal Ís- land, sátu hjá. Á fundinum komu veiðiheimildir frumbyggja sem ákveðnar eru til 5 ára í senn ekki til endurnýjunar. Vegna skorts á vísindalegum upplýs- ingum hafði vísindanefnd Alþjóða- hvalveiðiráðsins hvatt til þess að tímabundið yrðu ekki veiddar fleiri en 10 langreyðar við Vestur-Grænland. Árlegur kvóti Grænlendinga er 19 dýr. Heimastjórn Grænlands hefur lýst því yfir að ekki verði leyfðar veið- ar á fleiri en 10 dýrum á næstu vertíð. Þá voru hrefnuveiðar Íslendinga í vísindaskyni ekki gagnrýndar. Af hálfu Íslands sátu fundinn, auk Stefáns, Ásta Einarsdóttir, Ragnar Baldursson, Gísli Víkingsson, Krist- ján Loftsson og Jón Gunnarsson. Árni Finnsson framkvæmdastjóri Náttúruverndarsamtaka Íslands seg- ir niðurstöðu fundarins sýna að nú sé tímabært fyrir íslensk stjórnvöld að hætta að þrýsta á hvalveiðiráðið með vísindaveiðum, enda séu þær dýrar og tilgangslitlar. Styðji frekar við hvalaskoðun Árni er þeirrar skoðunar að nú sé ástæða fyrir íslensk stjórnvöld að styðja frekar við þróun á hvalaskoðun og nýta hvalina á þann hátt. Hann segir það ennfremur hafa komið nokkuð á óvart hversu lítinn stuðning Japanar fengu frá nýjum aðildarríkj- um ráðsins, flestum frá V-Afríku sem búist hefði verið við að myndu standa með Japönum. „En það sem Náttúruverndarsam- tök Íslands hljóta að gagnrýna er stuðningur Íslands við þá tillögu Jap- ana að leyfa leynilegar atkvæða- greiðslur í ráðinu. Það er ekki til marks um lýðræðisleg og gagnsæ vinnubrögð,“ segir hann. „Japanar fóru almennt ekki vel út úr þessum fundi og því til viðbótar má segja að hvorki þeir né Norðmenn hafi haft raunverulegan áhuga á samþykkt á endurskoðuðu stjórnkerfi hvalveiða sem er forsenda þess að hvalveiði- bannið verði afnumið, því það myndi þýða strangari reglur fyrir hvalveiðar Japana og Norðmanna.“ Hvalveiðar í atvinnu- skyni enn bannaðar Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is Reuters Frá setningu ársfundar Alþjóðahvalveiðiráðsins í Ulsan í Suður Kóreu fyrr í vikunni. ÁFORM Ólínu Þorvarðardóttur, skólameistara Menntaskólans á Ísa- firði, um að láta kalla til óháðan aðila til þess að skoða próf Ingibjargar Ingadóttur, enskukennara við skól- ann, frá því í maí hefur leitt til þess að Félag framhaldsskólakennara sendi í vikunni menntamálaráðu- neytinu stjórnsýslukvörtun. Aðalheiður Steingrímsdóttir, for- maður Félags framhaldsskólakenn- ara, segir það ekki vera tilviljun að Ólína skuli taka próf þessa ákveðna kennara fyrir enda hafi Ingibjörg staðið í dómsmáli við skólann fyrr á þessu ári sem lauk með dómssátt. Hún segir að þetta sé ekkert annað en hreint og klárt einelti. „Það er augljóst að skólameistari þolir ekki þá tilhugsun að hafa orðið að láta í minni pokann í þessu fyrra áminningarmáli, í þá veru að hún dró þessa boðuðu áminningu til baka.“ Hún segir að skólameistari megi ekki taka vorprófin til skoðunar því þá sé hún að ganga í störf kennara sem beri meginábyrgð á námsmati. Engar kvartanir hafi borist, hvorki frá samkennurum, nemendum né foreldrum, um störf Ingibjargar. Toppurinn á ísjakanum „Þetta mál er toppurinn á ísjak- anum. En það er svo óskaplega margt annað sem þarna er í megn- asta ólestri og ámælisverð atriði varðandi stjórnsýslu og framgöngu skólameistara,“ segir Aðalheiður. Ekki náðist í Ólínu Þorvarðardótt- ur í gær. Skólameistari sakaður um einelti gagnvart kennara  SIGURBJÖRG Sigurgeirsdóttir varði hinn 23. maí sl. doktorsritgerð í stjórnsýslufræði við London School of Economics and Political Science (LSE). Ritgerðin ber yfirskriftina „Health Policy and Hospital Mergers: How the impossible became possible“, og er íslenskur titill ritgerð- arinnar „Heil- brigðisstefna og sameining sjúkrahúsa: Hvernig það ómögulega varð mögulegt“. Í rannsókn sinni skoðar Sigur- björg aðdragandann að ákvörð- uninni um sameiningu Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítala árið 1998, en skoðar jafnframt ákvörðun um sameiningu tveggja kennslu- sjúkrahúsa í miðborg Lundúna árið 1993, þ.e. um sameiningu St. Thom- as’ og Guy’s Hospitals, sem í póli- tísku tilliti átti margt sameiginlegt með því íslenska. Í báðum tilvikum var litið svo á að það væri pólitískt ógerlegt að taka ákvörðun um sam- einingu þessara sjúkrahúsa vegna langvarandi og mikillar andstöðu starfsmanna, einkum lækna. Með samanburði á sögulegum og pólitísk- um aðdraganda þessara ákvarðana eru dregnir fram þættir sem skýra hvers vegna það var hægt að taka þessar ákvarðanir á tíunda áratugn- um en ekki þeim níunda. Í fréttatilkynningu kemur fram, að í ritgerðinni beinist athyglin eink- um að samskiptum ríkisvaldsins og sjúkrahúsanna sem að mestu snér- ust um efnahagslegar aðhalds- aðgerðir ríkisins frá lokum áttunda áratugarins og fram á miðjan þann tíunda, og hvernig sífellt hertari að- gerðir kölluðu fram afdrifaríkar breytingar innan sjúkrahúsþjónust- unnar. Í rannsókninni er stuðst við nýlegar kenningar í stjórnmálafræði sem skýra meiriháttar stefnubreyt- ingar í málefnum hins opinbera, þar sem meðal annars er lögð áhersla á breyttar hugmyndir í stjórnun, hlut- verk einstaklinga og það hvernig einstaka stjórnmálamenn geta feng- ið aukið svigrúm til athafna og þar með til að taka umdeildar ákvarð- anir mitt í átökum stríðandi fylk- inga. Ritgerðin er í níu köflum og hafa meginkaflarnir að geyma ítarlega frásögn og greiningu á framvindu mála í Lundúnum og Reykjavík árin fyrir sameiningarnar þar sem ein- staklingar sem að málinu komu með afgerandi hætti eru nafngreindir og hlutverk þeirra skýrð. Tekin voru tæplega eitthundrað viðtöl við rúm- lega sextíu stjórnmálamenn, hátt- setta embættismenn, stjórnendur og fagfólk í Bretlandi og á Íslandi á ár- unum 2001 til 2003. Hefur ritgerðin að geyma mikinn sögulegan fróðleik um áhrif stjórnvalda á þróun og mótun heilbrigðiskerfanna í borg- unum tveimur. Leiðbeinandi Sigurbjargar var Julian Le Grand, prófessor í Health and Social Policy við LSE, sem jafn- framt hefur verið nánasti ráðgjafi forsætisráðherra Breta, Tony Blairs, í þeim breytingum sem nú standa yfir innan bresku heilbrigð- isþjónustunnar. Þá naut Sigurbjörg einnig ráð- gjafar hjá Theodore Marmor, pró- fessor í Public Policy og Political Science við Yale University í Banda- ríkjunum, en þar dvali Sigurbjörg í eitt misseri við rannsóknir og skrif. Andmælendur við vörnina voru Rudolf Klein, prófessor í Social Pol- icy við Bath University og höfundur bókarinnar „The New Politics of the NHS (British National Health Serv- ice)“, og Jean de Kervasdoué, pró- fessor í hagfræði og stjórnun við Conservatoire National des Arts et Métiers í París og fyrrverandi yfir- maður sjúkrahúsmála í Frakklandi. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir er fædd á Litlu-Fellsöxl í Skilmanna- hreppi árið 1955. Hún var í áratug yfirmaður öldrunarmála hjá Reykja- víkurborg en býr auk þess að margra ára starfsreynslu af ýmsum sviðum félags-, heilbrigðis- og grunnskólaþjónustu. Hún lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1976, prófi í félagsráðgjöf við Diakonhjemmets Socialhögskole í Ósló 1979, ársnámi í heilsu- hagfræði við Endurmenntunar- stofnun Háskóla Íslands 1997 og M.Sc.-gráðu í stjórnsýslufræði við London School of Economics 1999. Með doktorsnáminu í LSE hefur Sigurbjörg tekið að sér stjórn- sýsluráðgjöf fyrir Alþjóðabankann í Washington. Foreldrar Sigurbjargar eru Sigurgeir Jóhannsson bóndi á Litlu- Fellsöxl sem lést árið 1960 og Ingi- björg Guðmundsdóttir bóndi og síð- ar sjúkraliði á Akranesi og í Reykja- vík. Stjúpfaðir Sigurbjargar er Sigmar Hróbjartsson, fyrrum múr- arameistari í Reykjavík. Sigurbjörg var gift Sigursteini Gunnarssyni tannlækni er lést í Reykjavík 1997. Sigurbjörg er nú búsett í Lund- únum. Sambýlismaður hennar er Robert Hunter Wade, ættaður frá Nýja-Sjálandi og starfandi prófess- or í stjórnmála- og þróunarhagfræði við London School of Economics. Doktor í stjórnsýslufræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.