Morgunblaðið - 25.06.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.06.2005, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Ástkær vinkona og fyrrum samstarfskona er fallin frá í blóma lífs- ins. Þessi lífsglaða og bjartsýna kona var greind með hinn illvíga sjúkdóm í ágúst á sl. ári. Lét hún ekki bugast og kepptist við að fá það mesta út úr þeim mánuðum sem henni voru gefnir. Á sínum yngri árum var hún við störf og leik í Danmörku og hafði hún sérstakar taugar til þess lands. Henni auðnaðist að skreppa þangað fyrr á þessu ári og hafði löngun til að fara aðra ferð þangað síðar á árinu, en sú ósk rættist ekki. Þau hjónin ferðuðust mikið í gegn- um tíðina, jafnt innanlands sem utan. Voru þau, ásamt okkur, í vikuferð á Mallorca og naut hún þess að geta verið í sólinni og skroppið í smá inn- kaupaferðir þótt helsjúk væri. Er heim kom var svo af henni dregið að sjúkrahúsvist varð ekki umflúin og kvaddi hún okkur sautján dögum síðar. Síðustu starfsár sín var hún við verslunarstörf þar sem hún starfaði í Rammagerðinni á Nordica-hótelinu. Ekki spillti það fyrir að hún var ein- staklega fín í tauinu og snyrtileg. Vakti hún athygli hvar sem hún kom. Sárt er til þess að hugsa, að henni auðnaðist ekki að fá að sjá sitt fyrsta barnabarn, sem kemur til með að sjá dagsins ljós í ágúst. Náin vinátta hin síðari ár var okk- ur mikils virði. Söknum við góðrar og tryggrar konu og óskum henni Guðs blessunar í nýjum heimkynnum. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. EDDA SNORRADÓTTIR ✝ Edda Snorra-dóttir fæddist í Reykjavík 23. júlí 1952. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 13. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 21. júní. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Kæri Sigurberg, þinn missir er mikill. Sendum við þér, Jó- hanni, Katrínu og öðr- um ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Hulda Magnúsdóttir, Garðar Halldórsson. Elsku vinkona. Ekki hefði ég trú- að því að þú færir svona fljótt frá okkur. En svona er lífið, öll fáum við okkar tíma í þessu jarðneska lífi. Hvað hann er langur vitum við ekki, en þú nýttir þinn tíma vel eins og við reynum flest að gera. Okkar kynni hófust þegar þú byrj- aðir að vinna á sama vinnustað og ég. Þú þekktir engan þar. Minn vinahóp- ur sá fljótlega að þú mundir eiga þar vel heima þannig að þú varst boðin velkomin í hann. Þú varst sjómannskona eins ég, sást um börn og bú þannig að við átt- um margt sameiginlegt. Við fórum saman í ógleymanlegar utanlands- ferðir og einnig í sumarbústaði í gegnum árin. Það var aldrei nein lognmolla í kringum okkur. Þú varst alltaf glöð og kát, hvort sem við sát- um og spjölluðum eða fórum út að dansa saman. Margar stundirnar höfum við set- ið saman og spjallað um allt og ekki neitt. Í góðum vinskap er það nær- veran sem skiptir máli og þín nær- vera var góð. Mikið á ég eftir að sakna þess að geta ekki slegið á þráðinn til þín til að spjalla um daginn og veginn eða að deila saman því sem var að gerast í okkar lífi hverju sinni. Þú áttir von á þínu fyrsta barna- barni í ágúst. Þú varst svo ánægð með að nú værir þú að verða amma. Sárt þykir mér að þú fáir ekki tæki- færi til að njóta þeirrar stundar. En þú munt örugglega fylgjast með því úr fjarlægð. Að leiðarlokum þakka ég trygg- lyndi og góðar stundir. Ég bið góðan guð að gefa Sigur- bergi, Jóa, Kötu, tengdadóttur, móð- ur og systkinum Eddu styrk í sorg- inni. Megi algóður guð blessa minningu þína, elsku Edda mín. Fagrar stundir fengum, vina, frá oss enginn tekur þær. Hvað sem yfir okkur dynur æ þín minning lýsir kær. (D. Gests.) Sæunn Sigursveinsdóttir. Elsku Edda mín. Mig langar að minnast þín hér í fáum orðum nú þegar þú ert horfin frá hinu jarð- neska lífi hér á jörð. Við vorum vinnufélagar og vin- konur til margra ára og fljótt sá ég að þú hafðir að geyma frábæran per- sónuleika. Þú varst heiðarleg, lífs- glöð, skynsöm, dugnaðarforkur og mikill húmoristi, þannig að oft var glatt á hjalla og mikið hlegið. Ég vil þakka fyrir að hafa fengið að kynn- ast þér á lífsleiðinni, Edda mín. Nú ertu farin og eftir sitja ljúfar minningar um þig sem ég geymi með mér. Ég veit að þú ert í góðum hönd- um hjá algóðum guði og gegnir öðru hlutverki, þar sem hæfileikar þínir fá að njóta sín. Því vil ég trúa. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur þín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Ég votta Sigurbergi, börnum og öðrum nánum aðstandendum mína dýpstu samúð. Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Þín vinkona, Kristín S. Pétursdóttir. Ég er svo heppin að hafa fengið að kynnast Eddu móðursystur minni einstaklega vel því hún kom svo oft á æskuheimili mitt í Þykkvabænum. Frá barnsárum mínum til fullorðins- ára gerði Edda sér far um að forvitn- ast um mína hagi og sýndi þeim allt- af jafnmikinn áhuga, hversu lítilfjörlegir sem þeir stundum voru. Reyndar held ég að fátt hafi gerst innan fjölskyldunnar sem fór framhjá henni. Hún gladdist innilega með mér á gleðistundum og reyndist öllum í stórfjölskyldunni stoð og stytta þegar aðstoðar var þörf í und- irbúningi og tiltekt. Eftir að ég hafði dvalið langdvöl- um erlendis bað hún um að fá að koma og bjóða mig velkomna sam- dægurs, vildi fylgjast með mér taka upp úr töskum, heyra ferðasögur og samgleðjast. Hún var ein af þeim frænkum sem varð að fá að sjá frændbörnin sín reglulega til að fylgjast náið með þroska þeirra og hafði hún með eindæmum gaman af því að fá þau til þess að spjalla við sig. Hún gat ekki haldið niðri í sér hlátrinum þegar þau sögðu eitthvað skemmtilegt. Edda hafði sérstaklega gaman af áramótaboðunum okkar í Þykkvabæ og mættu þau stundvíslega, jafnvel of stundvíslega, og varð oft uppi fót- ur og fit í Þykkvabænum þegar hratt og ákveðið göngulag Eddu heyrðist í anddyrinu, enda gestgjafarnir vart undirbúnir fyrir gesti. Stundvísi Eddu sýndu allir skilning enda lyft- ist brún allra þegar hún lét sjá sig og með árunum færðist undirbúningur áramótanna framar og afrekuðu Edda, Sissi og krakkarnir að flýta boðinu. Edda hafði ekki bara áhuga á því að sækja boð heldur var hún frábær gestgjafi, eldaði mat eins og sannur matgæðingur sem hennar nánustu vissu að svo var ekki. Hún var ein af fáum sem geta búið til afbragðsmat sem hún sjálf gat ekki hugsað sér að smakka. Þarna er fórnfýsi hennar best lýst. Ég mun alltaf varðveita minning- ar mínar um Eddu sem einlæga, kærleiksríka og lífsglaða frænku. Sissi, Kata, Jói og Hildigunnur, missir ykkar er mikill. Megi Guð vaka yfir ykkur og hjálpa ykkur að yfirstíga sorgina. Birna. Elsku pabbi okkar, tengdafaðir og yndislegur afi, VÍKINGUR ÞÓR BJÖRNSSON, fyrrv. eldvarnaeftirlitsmaður, Munkaþverárstræti 2, Akureyri, lést á heimili sínu þriðjudaginn 21. júní sl. Kristján Víkingsson, Guðrún Óðinsdóttir, Björn Víkingsson, Þórunn Árnadóttir, Guðrún Björg Víkingsdóttir, Pálmi Stefánsson, Þóra Víkingsdóttir, Snorri Snorrason, Finnur Víkingsson, Steinunn Ragnarsdóttir og barnabörn. Útför okkar hjartfólgnu, PÁLU ELÍNBORGAR MICHELSEN, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 28. júní kl. 15.00. Anna Lísa Michelsen, Sigurbjörn Samúelsson, Sigurbjörn Sigurbjörnsson, Auður Björg Árnadóttir, Hjalti Einar Sigurbjörnsson, Eva Þórarinsdóttir, Eyþór Bjarki Sigurbjörnsson, Guðrún Birna Ólafsdóttir, Hildur Karen Sigurbjörnsdóttir, Hilmar Elísson, Hugrún Pála Sigurbjörnsdóttir, Gísli Jón Magnússon, og börn. Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, SKÚLI GARÐARSSON, Þverbraut 1, Blönduósi, lést miðvikudaginn 22. júní. Útförin auglýst síðar. Sigþrúður Guðmunda Sigfúsdóttir, Guðni Rúnar Skúlason, Eydís Berglind Baldvinsdóttir, Hanna Dís Skúladóttir, Bergur Ingi Ásbjörnsson, Garðar Freyr Skúlason, Guðmunda Rán Skúladóttir. Hjartkær eiginmaður minn, fósturfaðir, faðir, bróðir og afi, ANTON ÓFEIGUR ANTONSSON, útskurðarmeistari, (Tony trélist) Munkaþverárstræti 11, Akureyri, verður jarðsunginn mánudaginn 27. júní kl. 13.30 frá Hvítasunnukirkjunni á Akureyri. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á reikning ABC Hjálparstarfs nr. 0515-14-110000, kt. 690688-1589. Fyrir hönd aðstandenda, Hanna Rúna Jóhannsdóttir. Okkar ástkæri HAFSTEIN ÁRMAN ÍSAKSEN (Steini), til heimilis að Kirkjuvegi 5, Keflavík, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 23. júní sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Hafstein B. Hafsteinsson, Ragnhildur Margeirsdóttir, Guðríður Hafsteinsdóttir, Kristmann Hjálmarsson, Sigurður P. Hafsteinsson Avril Hafsteinsson, Hans Markús Hafsteinsson, Jónína Sigurðardóttir, Ómar Hafsteinsson, Jónína B. Ólafsdóttir, og fjölskyldur. Sonur minn og bróðir okkar, RÚNAR GUNNARSSON, Kleppsvegi 106, Reykjavík, lést þriðjudaginn 21. júní síðastliðinn. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd systkina og annarra ættingja, Gunnar R. Pétursson. Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista Innilegar þakkir til allra, sem sýnt hafa mér hlýju og vinarhug við andlát og útför ÞÓRARINS PÁLSSONAR bónda, Seljalandi, Fljótshverfi. Guð blessi ykkur öll. Málfríður Pálsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.