Morgunblaðið - 25.06.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.06.2005, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Margrét Eiríks-dóttir fæddist á bænum Stafnesi í Miðneshreppi í Gull- bringusýslu 3. des- ember 1948. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsa- vík 15. júní síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Eiríkur Eyleifsson, bóndi á Nýlendu, f. 28. sept- ember 1914, d. 1. apríl 1997, og Jóna Guðríður Arnbjörns- dóttir, húsmóðir, f. 21. febrúar 1926. Systkini Mar- grétar voru Sigurbjörg, f. 29. maí 1947, Arnbjörn Rúnar, f. 26. júlí 1950, Guðrún Jónína, f. 16. febrúar 1954, Laufey Þóra, f. 20 maí 1955, og Dagbjört Hulda, f. 24. nóvem- ber 1965. Margrét giftist 27. des 1969 Gunnari Sveini Hallgrímssyni, múrarameistara, f. 14. nóvember 1947, d. 17. október 1980. Dætur þeirra eru: 1) Anna Margrét, f. 21. september 1970, þroskaþjálfi, í sambúð með Pétri Berg Eggerts- syni, f. 1. september 1968, raf- eindavirkja, og eiga þau tvö börn, Gunnar Svein, f. 30. janúar 1998, og Andreu, f. 31. október 2000. 2) Dagbjört Erla, f. 13. ágúst 1972, snyrtifræðingur, í sambúð með foreldrum sínum við almenn hús- störf. Hún sótti Barna- og ungl- ingaskólann í Sandgerði og árið 1963, þá 15 ára gömul, hóf hún nám við Héraðsskólann á Laugar- vatni og lauk þaðan gagnfræða- prófi tveimur árum síðar. Margrét hélt þá til Reykjavíkur og réð sig til starfa við almenn afgreiðlslu- störf, m.a. hjá Vogue. Hún stund- aði um hríð nám við Myndlista- og handíðaskólann í Reykjavík sam- fara vinnu. 1964 kynntist Margrét Gunnari Sveini og hófu þau bú- skap í Hafnarfirði og bjuggu síðar í Reykjavík. Þegar leiðir þeirra skildu árið 1977, réð Margrét sig sem ráðskonu í Borgarfjörð og dvaldi þar eitt sumar. Veturinn eftir réð hún sig sem ráðskonu til Hafliða Jónssonar, sem þá var ekk- ill á Húsavík. Margrét og Hafliði bjuggu allan sinn hjúskap í Höfða- brekku 18 á Húsavík og stundaði Margrét ýmis störf á þeim tíma, m.a. við síldarvinnslu og almenn afgreiðslustörf, auk þess sem hún stundaði verklegt nám í fótaað- gerðum við snyrtistofuna Hilmu. Árið 1989 lauk Margrét námi í fótaaðgerðum við Heilbrigðisskól- ann í Ármúla og setti á stofn fóta- aðgerðastofuna Tána og rak hana í um 15 ár. Í millitíðinni stofnaði Margrét gjafavöruverslunina Ta- möru á Húsavík, auk þess að taka að sér fótaaðgerðir og snyrtingar í nærsveitum Húsavíkur. Síðstu ár bjó Margrét ásamt Agli í Grundar- garði 5 á Húsavík. Útför Margrétar verður gerð frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ágústi Hermannssyni, vélfræðingi, f. 29. október 1971, og eiga þau tvær dætur, Huldu Ösp, f. 23. apríl 1999, og Agnesi Björk, f. 7. september 2004. Margrét og Gunnar slitu samvist- um árið 1977. 10. apríl 1980 giftist Margrét, Hafliða Jónssyni, málara- meistara frá Húsavík, f. 9. desember 1938. Saman áttu þau eina dóttur: Huld, f. 5. sept- ember 1981, nemi við Háskóla Ís- lands. Börn Hafliða frá fyrra hjónabandi eru: 1) Ari, f. 1. apríl 1959. 2) Dóra, f. 1. október 1961, gift Ingólfi Hjaltalín, þau eiga fjögur börn: Hafliða, Evu, Olgu og Ingunni. 3) Rut, f. 20. nóvember 1969, gift Ingólfi Arnarsyni og eiga þau þrjú börn: Arndísi, Hauk og Hafþór. Leiðir Margrétar og Hafliða skildu árið 1996. Eigin- maður Margrétar síðustu ár var Egill Halldór Egilsson, veitinga- maður, f. 7. maí 1952, hann á fyrir þrjár dætur. Margrét ólst upp á bænum Ný- lendu í Miðneshreppi ásamt systk- inum sínum, foreldrum og móður- foreldrum. Hún var önnur í röð sex systkina og ung hjálpaði hún Nú legg ég bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Elsku mamma mín. Ég kveð þig með miklum söknuði, alltof snemma. Huggun mín er sú að þér líður bet- ur, þú ert á góðum stað. Elsku mamma, þú kenndir mér svo margt. Þú kenndir mér að njóta náttúrunnar og dýranna, þú kenndir mér að biðja bænirnar mínar og þú sagðir mér frá Guði og englunum. Litlu mannakornin þín úr Biblíunni, sem þú hafðir alltaf við höndina, og bænirnar sem þú kenndir mér eru mér ekki bara hugljúf minning um þig, heldur einnig mín stærsta hjálp í dag. Elsku mamma, með baráttu þinni kenndir þú mér að gefast ekki upp, þótt á móti blási, en síðast en ekki síst kenndir þú mér að dæma ekki aðra. Ég bið og vona að ég megi tileinka mér allt það góða sem þú hafðir til að bera. Þú varst svo örlát á það sem þú hafðir að gefa, heillaðist af öllu sem var fallegt, það var alltaf svo fallegt í kringum þig og það sem þú tókst þér fyrir hendur gerðir þú svo vel og fallega. Allar englamynd- irnar þínar sem þú hafðir yndi af að safna, frá því þú varst lítil, lýsa þér svo vel. Elsku mamma, áður gættu englar Guðs þín, núna ertu komin til þeirra. Ég veit að þér líður vel. Elsku mamma mín, þegar ég hugsa um engla, þá hugsa ég til þín. Minningin um þig lifir í hjartanu mínu. Takk fyrir allt. Þín Huld. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. jafnvel þótt, ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur huggar mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Sofðu rótt, sofðu rótt, nú er svartasta nótt. Sjáðu sóleyjarvönd geymdu’hann sofandi í hönd. Þú munt vakna með sól. Guð mun vitja um þitt ból. Góða nótt, góða nótt, vertu gott barn og hljótt. Meðan yfir er húm situr engill við rúm. Sofðu vært, sofðu rótt, eigðu sælustu nótt. ( Jón Sig. frá Kaldaðarnesi) Við vottum föður okkar, börnunum og aðstandendum dýpstu samúð okk- ar. Minning um góða konu mun lifa. Með bestu kveðju. Ásdís Magnea og Aldís Ósk Egilsdætur. Í dag þegar sumarið stendur sem hæst verður til grafar borin systir mín Margrét Eiríksdóttir. Það er svolítið táknrænt, því fáa hef ég þekkt sem hafa haft þvílíkt dálæti á rósum og alls konar blómum. Og þótt rósirnar hafi þyrna halda þær samt fegurðinni. Og ekki er lífið alltaf dans á rós- um. Það fékk hún systir mín að reyna líkt og svo margir aðrir. Margrét fæddist 3. desember 1948 á Austur-Stafnesi í Stafneshverfi í Miðneshreppi, nú Sandgerðisbæ. Tveim árum seinna flutti hún með foreldrum sínum, eldri systur (mér) og nýfæddum bróður Arnbirni (Bjössa) í nýbyggt hús í Nýlendu í sama hverfi. Þar sleit hún barns- skónum. Sem fullorðin manneskja sé ég að við höfum notið forréttinda að alast upp á slíkum stað. Við lékum okkur í fjörunni og heiðinni, við byggðum heilu búin því nóg var af grjótinu. Svo vorum við líka fljótlega látin læra að hjálpa til. Reka kýrnar, já, við voru kúrekar! Og svo lærðum við fljótlega að mjólka. Þá voru ekki til mjaltavélar. Alla vega ekki hjá okkur. Á tímabili bjuggu á heimilinu móðurforeldrar okkar og var þá margt um manninn. Efa ég ekki að við lærðum margt nytsamlegt af þeim og væri örugg- lega mörgum hollt í dag að fá að hafa afa og ömmu í svo mikilli nálægð. Æskuár okkar systkina liðu og okkur leið vel. Á átta árum vorum við systkinin orðin fimm. Því var líka nóg að gera við að gæta þeirra yngri, Dúnu og Laufeyjar. Seinna þegar við Magga vorum fluttar að heiman bættist við sjötta barnið, Dabbý. Hún var okkur svona eins og dúkka. Það voru tíu ár á milli yngstu systr- anna. Magga gekk í Barna- og unglinga- skólann í Sandgerði sem hét svo þá og lauk þaðan unglingaprófi. Leið hennar lá svo á Héraðsskólann á Laugarvatni þar sem hún lauk gagn- fræðaprófi. Flutti svo til Reykjavíkur og vann nokkur ár í Vouge. Hún var tvo vetur í Handíða- og myndlista- skólanum enda hafði hún ótvíræða listamannshæfileika. Í Reykjavík kynntist hún Gunnari Sveini Þór Hallgrímssyni múrarameistara .Þau giftu sig 27. desember 1969. Á tíma- bili bjuggu þau í Svíþjóð þar sem Gunnar starfaði tímabundið. Síðan fluttu þau til Reykjavíkur. Þau eign- uðust tvær dætur, Önnu Margréti og Dagbjörtu Erlu. Ekki auðnaðist þeim að búa í löngu hjónabandi og leiðir skildu 1977. Um sumarið gerðist hún ráðskona að Högnastöðum í Þverárhlíð í Borg- arfirði. Síðar fór hún ráðskona til Hafliða Jónssonar málarameistara á Húsavík, sem þá var ekkjumaður með þrjú börn, þau Ara, Dóru og Rut. Hafliði og Magga giftu sig svo 10. apríl árið 1980. Þetta sama ár í október gerðist það svo að Gunnar fyrri maður hennar fórst. Hann tók út af Náttfara á loðnuveiðum norð- vestur af Vestfjörðum. Þetta var gríðarlegt áfall fyrir dæturnar og venslafólkið og stóð Hafliði eins og klettur við hlið þeirra eins og svo oft síðar. Magga vann ýmis störf fyrstu árin á Húsavík. Hún vann í versl- uninni Búrfelli um tíma. 5. septem- ber 1981 eignuðust þau hjónin dótt- urina Huld. MARGRÉT EIRÍKSDÓTTIR Það er svo ósann- gjarnt þegar yndisleg- asta fólkið þarf að fara. Þau sem vilja öllum svo vel og gera allt fyrir alla, eins þú gerðir, eiga að fá að vera með okkur hinum áfram til að leiðbeina okkur í rétta átt í lífinu. Þú helgaðir nánast líf þitt kennsl- unni þar sem þú án vafa í okkar huga gast miðlað reynslu þinni og visku til ungu kynslóðarinnar sem er á leið út í hinn harða heim. Og hvar var hægt að fá betri og yndislegri manneskju heldur en þig til að leiðbeina því fólki á rétta braut í lífinu, Alda? Við bræður gleymum aldrei þeim stundum sem við áttum saman. Þar ber kannski hæst þegar við komum í heimsókn til þín í Keflavík í nokkrar nætur þegar þú varst að passa húsið hjá Halldóri bróður ykkar. Við vor- um bara litlir prakkarar og fannst ALDA STEINUNN JENSDÓTTIR ✝ Alda SteinunnJensdóttir fædd- ist á Eyrarbakka 16. september 1939. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja 15. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Keflavíkur- kirkju 23. júní. rosalega gaman og spennandi að fá vera hjá frænku að passa hús þar sem við gátum heyrt í öllum flugvélun- um taka á loft. Hvað þá þegar þú óðst út í ána á eftir hundi sem þú varst að passa í sum- arbústaðarferðinni í Flókalundi. Þú komin með vatn upp að mitti og hélst að hundurinn væri á háska, en það varst þú sem lentir í háskanum því hundur- inn synti bara í land, og pabbi þurfti að vaða út í á eftir þér. Þetta lýsir Öldu frænku okkar vel, hún lagði sjálfa sig í hættu til að bjarga öðrum. Okkar stundir saman hefðu getað verið fleiri, en þær sem við bræður upplifðum með þér gleymast aldrei. Við hittumst kannski ekki aftur en við vitum að þú munt alltaf fylgja okkur og vera góði engillinn sem sit- ur á hægri öxl okkar og beinir okkur í rétta átt í lífinu í gegnum súrt og sætt. Alda frænka, þú varst yndisleg manneskja. Með ástar- og saknaðarkveðjum. Þínir frændur, Hans og Jens.Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, MINNU ELÍSU BANG, Aðalgötu 19 (gamla apótekinu), Sauðárkróki. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Sauðárkróks. Aðstandendur. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR SÆMUNDSSONAR Álftamýri 25, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Elínborg Sveinbjarnardóttir, Sæmundur Guðmundsson, Bryndís Th. Auðardóttir, Þórhildur Guðmundsdóttir, Ásberg K. Ingólfsson og barnabörn. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar systur okkar og mágkonu, JÓFRÍÐAR ÓLAFSDÓTTUR, Staðarhrauni 3, Grindavík. Guð blessi ykkur öll. Jón Ólafsson, Agnes Jónsdóttir, Pálína Ólafsdóttir, Ísleifur Haraldsson, Gísli Örn Ólafsson, Njála Vídalín, Magnús Ólafsson, Ragnheiður Arngrímsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.