Morgunblaðið - 25.06.2005, Side 28
E
itt frækilegasta björgunar-
afrek síðustu aldar hér á
landi var unnið þegar 29
mönnum úr áhöfn togarans
Egils rauða var bjargað 27.
janúar 1955. Þrjú mikil sjóslys urðu við
Vestfirði miðvikudaginn 26. janúar 1955.
Tveir breskir togarar, Roderigo og Lor-
ella, fórust með allri áhöfn, samtals um 50
manns, í foráttuveðri um 40 til 50 sjómílur
norðaustur af Horni. Fjöldi skipa leitaði
vars undir Grænuhlíð, þeirra á meðal Eg-
ill rauði frá Neskaupstað.
Samkvæmt fréttum frá Jóni Páli Hall-
dórssyni, fréttaritara Morgunblaðsins á
Ísafirði á þessum tíma, og fréttum Morg-
unblaðsins af sjóprófum vegna slyssins
strandaði Egill rauði um kvöldmatar-
leytið 26. janúar undir Teista, innst undir
Grænuhlíð, um eina sjómílu suðvestur af
Sléttu. Á strandstaðnum undir snar-
brattri Grænuhlíðinni var hvassviðri og
haugabrim. Gengu ólögin stöðugt yfir
skipið. Að sögn skipbrotsmanna voru
átökin þvílík að þetta sterkbyggða skip
brotnaði í tvennt eftir aðeins um tíu mín-
útur í brimrótinu.
Fjórir hurfu í hafið
Í áhöfn Egils rauða voru 34, 19 Færey-
ingar og 15 Íslendingar. Komust allir upp
í brú skipsins utan fjórir Íslendingar sem
horfnir voru í hafið. Ísafjarðarradíó og
togarinn Austfirðingur voru í sambandi
við Axel Óskarsson, loftskeytamann á
Agli rauða, og sagði hann um kl. 19.30 að
sjór væri kominn í loftskeytaklefann. Síð-
an rofnaði sambandið. Axel sagði í samtali
við Morgunblaðið 30. janúar 1955: „Þegar
ég yfirgaf loftskeytaklefann, en hann
fylltist af sjó skömmu eftir strandið, stóð
ég í sjó upp í mitti og hélt á tækjunum,
unz þau urðu óvirk.“
Nærstaddir togarar fóru þegar á vett-
vang, m.a. Elliði, Austfirðingur, Neptún-
us, Askur og breski togarinn Andanes.
Reynt var að komast að Agli rauða á
björgunarbátum og eins að láta fleka reka
að togaranum, en það reyndist ómögulegt
vegna óveðurs og brims. Björgun frá sjó
var talin útilokuð eins og aðstæður voru.
Björgunarsveit Slysavarnafélagsins fór
frá Ísafirði með Heiðrúnu ÍS strax um
kvöldið og varðskipið Ægir hélt þegar á
slysstaðinn. Heiðrún ÍS, togarinn Aust-
firðingur og Ægir komu nær samtímis til
Hesteyrar um nóttina. Fóru björgunar-
menn af skipunum þremur fótgangandi
með búnað áleiðis á slysstaðinn. Veður
var vont, norðaustan hvassviðri og gekk á
með dimmum hríðaréljum. Um svipað
leyti og þeir fóru frá Hesteyri héldu vél-
bátarnir Andvari frá Ísafirði og Páll Páls-
son á slysstaðinn. Í Morgunblaðinu segir
þannig frá atburðum:
„Í birtingu héldu bátarnir tveir upp
undir brimgarðinn, sem stóð þá 50 faðma
frá landi. Mönnunum á Andvara tókst að
skjóta taug yfir í Egil rauða. Og síðan
tókst bátunum tveim í sameiningu að
koma dráttartaug með björgunarstól á
milli flaksins og bátanna. Þegar skip-
brotsmenn höfðu fest dráttarvírinn sín
megin og björgunin sjálf gat hafizt, björg-
uðu bátarnir samtals 13 mönnum. Á há-
degi voru 5 menn af Agli rauða komnir yf-
ir í bátana, og síðan komu þeir hver af
öðrum. Var farið með 12 skipbrotsmanna
yfir í togarann Jörund frá Akureyri, en
einn mann um borð í Goðanes.“
Auk áhafnar Andvara voru einnig þar
um borð skipverjar af togaranum Goða-
nesi, þeirra á meðal Magnús Gíslason
skipstjóri, bróðir Ísleifs Gíslasonar, skip-
stjóra á Agli rauða. Fyrstu tilraunir til að
skjóta línu um borð í Egil rauða frá And-
vara mistókust. Fengu þeir fleiri skot og
liðsauka um borð í togaranum Jörundi.
Magnúsi tókst loks að hæfa stjórnpallinn
með línuskotinu. Þá var akkeri Andvara
látið falla um 150 til 200 metra frá togar-
anum. Braut bæði fyrir framan og aftan
bátinn. „Skipstjórinn á Andvara varð að
láta beita vélinni til hins ýtrasta mót veðri
og sjó, þar sem hann lá, til þess að hið
æðisgengna brimrót ekki sogaði bátinn
með sér upp í stórgrýtta fjöruna,“ skrifar
fréttaritari Morgunblaðsins.
Skipbrotsmennirnir voru dregnir í sjó
alla leið út í Andvara. Fengu þeir þurr og
hlý föt um leið og þeir komu um borð í
bátinn. Voru þeir síðan selfluttir í togara
fyrir utan með mótorbátnum Páli Páls-
syni og léttibáti varðskipsins Ægis. Einn
skipbrotsmaður losnaði úr björgunar-
stólnum og fórst.
Gríðarlega erfið björgun
Ferðalag þeirra sem fóru landleiðina frá
Hesteyri reyndist hin mesta þrekraun.
Helgi Hallvarðsson, fyrrverandi skip-
herra og yfirmaður gæsluframkvæmda
hjá Landhelgisgæslunni, var á þessum
tíma 2. stýrimaður á varðskipinu Ægi.
Helgi skrifaði um þennan atburð og birt-
ist frásögn hans í Morgunblaðinu 23. des-
ember 1962. Varðskipið lá fyrir akkeri á
Önundarfirði, enda vitlaust veður. Strax
og neyðarkall heyrðist frá Agli rauða var
haldið af stað á fullri ferð. Þegar kom út
úr firðinum þurfti að slá af vegna óveðurs-
ins þar til svo langt var komið inn í Djúp
að skjól fékkst af Ritnum.
Þegar Ægir kom á slysstaðinn var
reynd björgun af sjó sem mistókst vegna
óveðurs og brotsjóa. Þá var ákveðið að
taka land innar með ströndinni og reyna
björgun frá landi. Leitað var lendingar og
var talið mögulegt að lenda innarlega í
Hesteyrarfirði. Lögðust varðskipið Ægir
og togarinn Austfirðingur þar fyrir akk-
eri. Í sama mund kom björgunarsveitin
frá Ísafirði á vélbátnum Heiðrúnu ÍS og
lagðist hann að varðskipinu. Þá var klukk-
an um 3 að morgni 27. janúar. Veðrið var
vont, norðaustan tíu vindstig og stórhríð.
Eftir að hafa ráðslagað um aðgerðir
fóru 6 björgunarsveitarmenn frá Ísafirði,
11 úr áhöfn Austfirðings og Helgi úr
áhöfn varðskipsins í land. Helgi var með
litla talstöð svo hægt væri að hafa sam-
band við varðskipið. Leiðangurinn lagði af
stað þessa 6 km l
þungklyfjaður m
línur í tildráttart
fleira. Menn voru
klofhá stígvél. Fy
ganga í fjörunni
þá þurftu þeir að
fjallshlíð og óðu o
arnar blotnuðu o
á leið. Gísli Jónss
sögumaður og ru
vel staðkunnugu
Um kl. 10–11 u
angurinn kominn
Þar var kveikt up
menn fengu sér a
skipsins hafði útb
á Sléttu var hald
strandstaðinn. V
in um 12 vindstig
hlið en ekki lengu
„Leiðangursm
sljóir, en áfram e
slá efa í huga ým
sé á strandstað, s
og menn séu enn
ákveðið að hvílas
gefist upp og er s
með öðrum. Jafn
sendir áfram á st
farangurs til að k
Það verða því
bíða, og reyna að
drep, en það er e
standa upp á end
vinds og hríðar, s
Tíminn er lengi a
standa, og öllum
$5
>,
/5(6"
/ "'"
$
%&
%
$
&
'
"
(
)
*
")
(
%
)
%
(
%
*
) %
+
!
,
-
).
01
% 6
1
2
2
" '
+
)3
'
4
!
"#$
% &"#$
'
1,23,42 (,
Rúmlega hálf öld er liðin frá því að áhöfn Eg
Björguðust nau
28 LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
OLÍUVERÐ OG EFNAHAGSLÍF
Ef olíuverð helzt í þeim hæðum,sem það er nú, er óhjákvæmilegt
að það fari fyrr en síðar að hafa þung-
bær áhrif á íslenzkt efnahagslíf,
rekstrarstöðu fyrirtækja og afkomu
heimilanna.
Sjávarútvegurinn er mjög háður
olíuverði um afkomu sína. Fiskiskipin
eru knúin með olíu. Atvinnugreinin
stendur nú þegar höllum fæti vegna
hás gengis krónunnar. Það sem hefur
bjargað sjávarútveginum hingað til
er annars vegar mikil hagræðing á
undanförnum árum og hins vegar
hækkandi afurðaverð á erlendum
mörkuðum. Að óbreyttu fer hið háa
olíuverð að segja til sín.
Önnur atvinnugrein, sem á mikið
undir verði á eldsneyti er flugrekstur
og ferðaþjónusta. Ef verð á eldsneyti
verður til einhverrar frambúðar jafn
hátt og nú leiðir það óhjákvæmilega
til hækkunar fargjalda á milli landa,
fækkunar farþega og versnandi
rekstrarafkomu flugfélaganna.
Fækkun farþega hefur svo áhrif á alla
ferðaþjónustu hverju nafni sem nefn-
ist.
Benzínverð er nú þegar mjög hátt.
En jafnframt er ljóst að stórum bílum
hefur fjölgað mjög seinni árin, sem
eru dýrir í rekstri, þegar benzínverð
hækkar svo mjög, sem raun ber vitni.
Hærra benzínverð er fljótt að hafa
áhrif á afkomu heimilanna. Flestar
fjölskyldur hafa tekið á sig svo miklar
skuldbindingar að erfitt er fyrir fólk
að standa undir stórauknum kostnaði
við notkun á dýrum og þungum bílum.
Í sjálfu sér er ekkert, sem við get-
um gert í þessum efnum. Við getum
engin áhrif haft á þróun olíuverðs á
heimsmarkaði. Það eina, sem við get-
um gert er að reyna að draga úr þeim
áhrifum, sem sveiflur í olíuverði geta
haft á þjóðarbúskap okkar. Mikið
hefur áunnizt í þeim efnum. Miklu
fleiri hús eru nú hituð upp með heitu
vatni en var í olíukreppunni, sem
skall yfir okkur í byrjun áttunda ára-
tugarins og við lok hans. Þá skapaðist
hreyfing fyrir því að nota fyrst og
fremst bíla, sem eyddu litlu benzíni.
Mikilvægi þessa er löngu gleymt en
ekki ólíklegt að margir eigi eftir að
vakna upp við vondan draum. Nýrri
vélar í fiskiskipum eru áreiðanlega
sparneytnari en hinar eldri voru, sem
hjálpar til.
En það verður með engu móti kom-
ið í veg fyrir, að haldist núverandi
olíuverð til lengri tíma verði það
verulegt áfall fyrir þjóðarbúskap
okkar á næstu misserum.
Þeir sem fórust af Agli rauða voru Stef-
án Einarsson, 3. vélstjóri frá Neskaup-
stað, Atli Stefánsson, kyndari og sonur
Stefáns, Hjörleifur Helgason, kyndari
frá Neskaupstað, Magnús Guðmunds-
son, háseti frá Fáskrúðsfirði og Sofus
Skoradal, háseti frá Færeyjum.
Alls björguðust ellefu Íslendingar af
Agli rauða. Af þeim eru enn á lífi Axel
Óskarsson loftskeytamaður og Guð-
mundur Arason bátsmaður. Aðrir Ís-
lendingar sem björguðust en eru nú
látnir voru Ísleifur Gíslason skipstjóri,
Guðmundur Ingi Bjarnason, 1. vélstjóri,
Einar Hólm, 2. vélstjóri, Vilmundur
Guðbrandsson, bræðslumaður, Helgi
Jóhannesson, matsveinn, Guðjón Mar-
teinsson, 1. stýrimaður, Pétur H. Sig-
urðsson, 2. stýrimaður, Sofus Gögvra,
bátsmaður og Marteinn Hjelm, mat-
sveinn.
Af færeysku sjómönnunum 18 sem
björguðust eru fj
rálvur Mohr Olse
in Örvarodd og L
Aðrir sem björgu
hétu Jóhan Petur
ur Olsen, Vittus Z
Viderö, Adrian H
Ólavur Joensen,
Nielsen, Símun J
ansen, Símun Eli
Tausen og Jóhan
Sex skipverja enn á lífi
Togarinn Egill r
FUNDUR HVALVEIÐIRÁÐSINS
Hvalstöðin í Hvalfirði er frekareyðileg um þessar mundir ogvirðist fremur vitnisburður
um liðna tíð, en verstöð þar sem þess
er beðið að allt verði sett af stað. Í
Reykjavíkurhöfn liggja hvalbátar við
bryggju og hefur verið lögð í þá hita-
veituleiðsla eins og til að undirstrika
að á þeim er ekkert fararsnið. Hinum
megin við bryggjuna eru bátar, sem
siglt er á í hvalaskoðunarferðir.
Gamli tíminn og nýi tíminn hlið við
hlið og ekki útlit fyrir að það muni
breytast í bráð. Í gær lauk árlegum
fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins, sem
að þessu sinni var haldinn í gömlum
hvalveiðibæ, Ulsan í Suður-Kóreu.
Samkvæmt fréttum hrósuðu Japanar
sigri þegar upp var staðið og sögðu að
aldrei hefðu þeir notið meiri stuðn-
ings í baráttunni fyrir því að hefja
hvalveiðar í ágóðaskyni að nýju.
Hvalfriðunarsinnar hrósuðu hins
vegar happi að hafa haldið sínu.
Greinilegt er að Alþjóða hvalveiði-
ráðið er orðin ákaflega óskilvirk og
stöðnuð stofnun og í raun er hægt að
gagnrýna hana úr öllum áttum. Á
fundi þess mæta tveir hópar og hlust-
ar hvorugur á hinn. Að þessu sinni
tókst Japönum að tryggja sér fleiri
atkvæði en áður án þess þó að ná til-
skildum meirihluta til að knýja fram
afnám hvalveiðibanns. Andstæðingar
hvalveiða gagnrýndu vinnubrögð
Japana harðlega og líktu þeim við til-
raun til „fjandsamlegrar yfirtöku“.
Voru Japanar sakaðir um að lokka fá-
tæk ríki inn í hvalveiðiráðið rétt fyrir
upphaf fundarins og kaupa atkvæði
þeirra með þróunaraðstoð. Hyggjast
andstæðingar hvalveiða nú hefja
sama leik til að reyna fjölga skoðana-
systkinum sínum í ráðinu. Þess má þó
geta að á óvart kom hversu lítinn
stuðning Japanar fengu frá nýjum
aðildarríkjum ráðsins þegar upp var
staðið, eins og kemur fram í samtali
við Árna Finnsson, framkvæmda-
stjóra Náttúruverndarsamtaka Ís-
lands, í Morgunblaðinu í dag.
Hvalveiðar hafa sett mikinn svip á
stjórnmálaumræðu á Íslandi frá því
að þær voru bannaðar fyrir 19 árum.
Öll sú umræða hefur verið mjög eins-
leit og hafa andstæðingar hvalveiða
úr röðum stjórnmálamanna sjaldnast
hátt. Fjöldi ályktana hefur verið sam-
þykktur á Alþingi um að hefja hval-
veiðar að nýju, en stjórnvöld héldu
hins vegar markvisst að sér höndum
þar til ákveðið var að hefja vísinda-
veiðar á hrefnu. Því hefur ávallt verið
haldið fram að andstaða friðunar-
sinna við veiðar væri reist á tilfinn-
ingum en ekki rökum. Nú er svo kom-
ið að ýmsir hvalastofnar eru ekki
lengur í útrýmingarhættu og má því
spyrja hvers vegna ekki eigi að hefja
veiðar að nýju. Í þessu sambandi má
hins vegar ekki gleyma því að vega
verður alla hagsmuni íslensks efna-
hagslífs í þessu sambandi. Sjávarút-
vegur er uppistöðugrein í íslensku
efnahagslífi. Ferðaþjónusta verður
stöðugt mikilvægari. Ekki þarf mikil
röskun að verða í þessum atvinnu-
greinum til þess að það finnist í ís-
lensku efnahagslífi. Það er því aug-
ljóst að í spurningunni um hvalveiðar
þarf að gæta þess að fórna ekki meiri
hagsmunum fyrir minni. Þegar horft
er til hvalveiðiráðsins þarf að hafa í
huga að ekki er nóg að safna nægum
stuðningi við hvalveiðar. Það þarf
einnig að velta því fyrir sér hvaðan
hann kemur og hvernig hann er feng-
inn. Ef helstu viðskiptaþjóðir Íslands
eru eftir sem áður í hópi þeirra, sem
vilja halda áfram að banna hvalveiðar
ber að taka það alvarlega. Átökin í
hvalveiðiráðinu líkjast mest hana-
slag, en með því að sigra í bardag-
anum við friðunarsinnana gætu Ís-
lendingar rétt eins setið uppi með
svarta péturinn.