Morgunblaðið - 25.06.2005, Side 43

Morgunblaðið - 25.06.2005, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2005 43 Mótorhjól Til Sölu Honda Shadow Sabre 1100, árgerð 2000, ekið 2.900 mílur. Verð 970 þúsund. Upplýsingar í síma 663 8662. Hjólhýsi Fullbúið 30 fm hús. Stöðuhjól- hýsi, sem skiptist í stofu, eldhús, barnaherbergi, hjónaherbergi, snyrtingu og sérbað. Stærð 3x10 m. Hús með öllu til afhend- ingar á höfuðborgarsvæðinu. Sími 893 6020. Bílar aukahlutir Speglar fyrir fellihýsi og tjaldvagna. Verð kr. 1.750 kr. GS varahlutir, Bíldshöfða, sími 567 6744. Byssur Tilboð á byssuskápum. Stærðir á skápum: 6-10 byssur, verð kr. 28.900. 8-13 byssur, verð kr. 37.900. Vesturröst, Laugavegi 178, s. 551 6770, vesturrost.is Hreingerningar Fyrirtæki, stofnanir og heimili Við hreinsum allar tegundir af gardínum. Gerum tilboð. Upplýsingar í síma 897 3634. Þjónustuauglýsingar 5691100 FJARLÆGJUM STÍFLUR VALUR HELGASON ehf. Sími 896 1100 - 568 8806 Röramyndavél til að skoða og staðsetja skemmdir í frárennslislögnum DÆLUBÍLL úr vöskum, wc-lagnir, baðkerum, niðurföllum, þak- og drenlögnum Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl É mbl.is FRÉTTIR BRÚÐKAUP þeirra Risarækju Al- freðsdóttur og Skuldahala Steinunn- arsonar fór fram á fimmtudags- kvöldið og leiddu ungir sjálfstæðis- menn skötuhjúin saman, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá SUS. Fór athöfnin fram í Grasa- garðinum. Eins og sjá má á myndinni klæddu tveir ungir sjálfstæðismenn sig í búning risarækju og skuldahalans en hinn síðarnefndi er mörgum í fersku minni eftir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins árið 2002. Í tilkynningunni segir að Risa- rækja og Skuldahali séu fjölgetin af- kvæmi þeirra sem hafa farið með meirihlutavald í stjórn borgarinnar frá árinu 1994. Risarækja og Skuldahali í hnapphelduna NÝ þjónustustöð ESSO verður opn- uð í dag í Fossvogi, á Kringlumýr- arbraut 100. Á stöðinni er öll almenn eldsneytisafgreiðsla, þæginda- vöruverslunin Nesti, Burger King- veitingastaður og Kaffitár. Bílalúga verður bæði fyrir Nesti og Burger King. Auk þess verður á stöðinni þvottaplan fyrir bíla, ryksuguað- staða og nýr búnaður til að mæla og setja loft í dekk. Stöðin verður opin allan sólarhringinn. Í tilefni opnunarinnar er boðið upp á kaffi og bakkelsi fyrir gesti og gangandi. Starfsfólk stöðvarinnar mun opna stöðina formlega kl. 9.50. Stöðin er 385 fermetrar að stærð og líkist hún stöðvum félagsins í Há- holti í Mosfellsbæ og í Borgartúni og Ártúnshöfða í Reykjavík. Arkitekta- stofan ASK teiknaði stöðina og ÍAV annaðist byggingarframkvæmdir en að verkinu komu fjöldi undir- verktaka. Listaverkið „Drengurinn með fiskinn“ sem er eftir Axel Helgason, en hann stofnaði Nesti árið 1957, hefur verið sett vestanmegin við stöðina en þar mun verða aðstaða fyrir útivistarfólk til að setjast niður. Olíufélagið hefur komið fyrir skildi við styttuna í Fossvogi og einnig við styttuna „Pissustrákinn“ sem stend- ur við þjónustustöð ESSO á Bílds- höfða til minningar um Axel. Lista- verkin eru í eigu erfingja listamannsins en eru í umsjón Olíu- félagsins ehf. Ný þjónustustöð ESSO opnuð í Fossvogi NÝ stjórn Hvatar, sjálfstæðisfélags kvenna í Reykjavík, var kjörin á að- alfundi félagsins þann 14. júní sl. Camilla Ósk Hákonardóttir var kjörin formaður. Auk hennar eru í stjórn Unnur Valborg Hilmars- dóttir, Hanna Kristín Skaptadóttir, Kolbrún Hauksdóttir og Dröfn Snorradóttir. Í varastjórn voru kjörnar Jórunn Frímannsdóttir, Helga B. Bjargardóttir og Ingunn Guðbrandsdóttir. Ný stjórn Hvatar ALÞJÓÐLEGUR dagur Sameinuðu þjóðanna til stuðnings fórnar- lömbum pyntinga er sunnudaginn 26. júní. Eitt af meginmarkmiðum Amnesty International er að binda enda á pyntingar. Í síðustu árs- skýrslu samtakanna komu fram upplýsingar um pyntingar í 104 löndum. Af þessu tilefni stendur einn hóp- ur deildarinnar fyrir uppákomu á Austurvelli 26. júní kl. 13–17. Þar verður vakin athygli á þeim aðferð- um sem beitt er gagnvart föngum í fangabúðunum í Guantanamo á Kúbu og fá vegfarendur tækifæri til að kynna sér þær aðferðir sem þar er beitt og skrifa undir áskorun til bandarískra yfirvalda vegna Guantanamo, segir í fréttatil- kynningu. Dagur SÞ til stuðnings fórnarlömbum pyntinga NÝVERIÐ var úthlutað í fyrsta sinn úr Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur. Að þessu sinni var úthlutað samtals rúmlega 61 millj- ón kr. til alls 178 verkefna. Styrk- irnir skiptust eins og hér segir: Menning, leiklist og sjónlist: 19,8 milljónir króna til 39 aðila. Tónlist: 9,6 milljónir króna til 29 aðila. Heil- brigðismál, forvarnir og mannrækt: 12,8 milljónir króna til 29 aðila. Íþróttir og menntamál: 5,8 milljónir króna til 18 aðila. Námsstyrkir: 13,5 milljónir króna til 63 aðila. Formaður sjóðsstjórnar, Björg- ólfur Guðmundsson, afhenti styrk- ina við hátíðlega athöfn í Listasafni Íslands. Samtals bárust sjóðnum 540 umsóknir. Markmið Minning- arsjóðs Margrétar Björgólfsdóttur er að auka almannaheill og bæta mannlíf á Íslandi með öflugra menningar-, lista- og íþróttalífi. Samkvæmt stofnskrá er úthlutað úr sjóðnum tvisvar á ári. Næst verður auglýst eftir umsóknum í október á þessu ári. 178 hlutu styrki úr Minningar- sjóði Margrétar Björgólfsdóttur HÁSKÓLINN í Reykjavík útskrifaði 17. júní sl. 24 erlenda nemendur og 22 íslenska úr alþjóðlegu MBA-námi. Nemendurnir stunduðu nám á svo- kallaðri GEM-línu (Global Executive Management) í meistaranámi í stjórnun og rekstri (MBA), þar sem lögð er áhersla á alþjóðaviðskipti og nemendum gefinn kostur á að læra og takast á við verkefni í fjölda framúrskarandi samstarfsháskóla. Erlendu nemendurnir voru frá Við- skiptaháskólanum í Kaupmanna- höfn, Norska viðskiptaháskólanum í Bergen, Erasmus-háskóla í Rotter- dam, Kölnarháskóla og Monterrey Tech-háskóla í Mexíkó. Alþjóðleg MBA- útskrift frá HR RÚSSNESK mótorhjól verða til sýn- is í dag og á morgun kl. 13 – 17. URAL-umboðið á Íslandi mun hafa hjól til sýnis á Hólshrauni 7, 220 Hf. (bakvið Fjarðarkaup). Hjólin eru óvanaleg útlits þar sem þau hafa nánast haldið sínu upp- runalega útliti, en þau komu fyrst á markað í Rússlandi árið 1939. Hjólin koma með og án hliðarvagns, og nokkur koma útbúin drifi á hlið- arvagni. Hjólunum fylgir diskur með sýnikennslu á því hvernig má þjónusta hjólin sjálfur, segir í frétta- tilkynningu. Nánar upplýsingar á www.ural.is. Sýna rússnesk mótorhjól KANADÍSKI blaðamaðurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Barrie Zwicker flytur fyr- irlestur í Norræna húsinu í dag, laug- ardag, kl. 14 um at- burðina 11. sept- ember 2001 í sögu- legu samhengi. Zwicker hefur starfað við marga helstu fjölmiðla Kanada og m.a. sinnt fjölmiðlagagnrýni hin síðari ár. Hann hefur nýverið framleitt kvikmynd um atburðina 11. sept- ember þar sem færð eru rök fyrir því að ekki sé allt sem sýnist, ým- islegt sé athugavert við opinberar frásagnir af atburðum þessa dags og aðdraganda þeirra. Myndin kom út í fyrra og heitir á ensku The Great Conspiracy: the 9/11 News Special You Never Saw. Titill fyrirlesturs Zwickers á laugardag er The Events of 9/11 in Historical Perspective and their Implications for Humanity’s Future. Aðgangseyrir að fyrirlestrinum er 800 krónur, að því er kemur fram á vefsíðunni www.gagnauga.is en að- standendur hennar standa fyrir fyrirlestrinum. Fyrirlestur um atburðina 11. september 2001 Barrie Zwicker SVÞ – Samtök verslunar og þjón- ustu hafa sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu, þar sem mótmælt er stækkun Fríhafnarkomuverslun- ar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar (FLE) og stórauknu vörufram- boði hennar: „Þessi framkvæmd er í algjörri andstöðu við stefnu stjórnarflokk- anna og einnig þau skilaboð um fríhafnarverslun, sem ábyrgir að- ilar í utanríkisráðuneytinu hafa borið samtökunum og hafa verið rædd í stjórn samtakanna. Það fer ekki á milli mála að komuverslunin í FLE er á inn- lendum markaði enda starfar hún þannig. Verðtökufólk verslunar- innar skráir verð í verslunum í Reykjavík og auglýsingum henn- ar í innlendum auglýsingamiðlum er beint til sama markaðar og inn- lend verslun þjónar. Um þetta er ekki deilt. Ríkið á og rekur þessa verslun, en sérstök stjórn og fram- kvæmdastjóri stýra rekstrinum í umboði utanríkisráðuneytis sem fer með málefni flugstöðvarinnar og flugvallarins. Stjórnskipulega er utanríkisráðuneytið eigandi og rekstraraðili stærstu snyrtivöru- verslunar landsins. Breytingin sem nú var gerð á komuversluninni felst í auknu húsrými og auknu vöruframboði, einkum snyrtivörum. Þessi versl- un er m.a. auglýst í FLE með aug- lýsingu á gólfi sem komufarþegar fara um þar sem stendur „Up to 50% lower than city prices“. Stór hluti verðmunar er virðis- aukaskatturinn og síðan vörugjöld og tollar. Einnig er ljóst að svona stór verslun, sem jafnframt er ríkisverslun, nýtur stærðarinnar og eignarhaldsins við innkaup og nær þannig lágu innkaupsverði sem getur endurspeglast í lágu smásöluverði. Með auglýsingum sínum er Fríhöfnin (=ríkið) að hvetja fólk til að greiða ekki skatta og tolla eins og innlend verslun þarf að standa ríkinu skil á. Þetta er óþolandi samkeppni ríkisins við innlenda verslun og ber tafarlaust að afleggja hana í samræmi við stefnu stjórnar- flokkana. SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu hvetja utanríkisráðu- neytið til að hefja nú þegar und- irbúning að lokun þessarar komu- verslunar og einkavæðingu versl- unar sinnar fyrir brottfararfar- þega í FLE og álíka flugstöðvum.“ Mótmæla stækkun komuverslunar í Leifsstöð FRÉTTIR Misritun Í grein minni um lýðræðið og Evr- ópu í Morgunblaðinu hinn 23. júní sl. notaði ég orðið Efnahagsbandalagið og skammstöfunina EB í stað Evr- ópusambandsins og ESB. Ég biðst velvirðingar á þessu. Ég var einvörðungu að tala um Evrópu- sambandið í greininni. Gústaf Skúlason. LEIÐRÉTT Og Vodafone hefur hleypt af stokk- unum nýrri útgáfu af vef fyrirtæk- isins, ogvodafone.is. Með uppfærsl- unni eru upplýsingar um vörur og þjónustu fyrirtækisins enn aðgengi- legri blindum og sjónskertum með nýrri tækni. Hún auðveldar blind- um og sjónskertum notendum að lesa vefsíður. Þetta er hluti af við- leitni Og Vodafone að tryggja við- skiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu, segir í fréttatilkynningu. Einnig hefur leiðarkerfi og að- gengi að öllum upplýsingum verið endurhannað frá grunni. Eftir sem áður er hægt að sækja hringitóna í GSM-síma, senda HópSMS, fá send- ar SMS-áminningar af dagatali og nálgast uppl. um niðurhal í ADSL. Ný útgáfa af vef Og Vodafone

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.