Morgunblaðið - 25.06.2005, Page 20
Mývatnssveit | Gísli Rafn Jóns-
son í Víkurnesi var að koma úr
fyrstu ferð sumarsins í Öskju.
Vegagerðin opnaði inn eftir með
veghefli á miðvikudag og Gísli
fylgdi þeim fast eftir á rútu
sinni með tug farþega.
Hann er nú að hefja 22. sum-
arið sitt í þessum ferðum, en
Jón Árni faðir hans hóf áætl-
unarferðir í Öskju fyrir nærfellt
30 árum. Þeir feðgar eiga skál-
ann Hött við Drekagil og bjóða
farþegum sínum þar gistiað-
stöðu en algengt er að menn vilji
dvelja þar innfrá í nokkra daga.
Aðspurður segist Gísli hvergi
kunna betur við sig í rútuakstri
heldur en á Öskjuleið. Þó leiðin
sé erfiður fjallvegur þá jafnast
ekkert á við að vera á fjöllum.
Gísli segir mjög snjólétt nú í
Öskju, en nýfallinn snjór var
þar innfrá á miðvikudaginn og
er það ekki undarlegt eins og
veðrið hefur verið hér að undan-
förnu.
Morgunblaðið/BFH
Kann vel við sig á Öskjuleið
Akstur
Akureyri | Suðurnes | Árborg
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Bolvíkingar halda sinn árlega markaðs-
dag um næstu helgi. Markaðsdagurinn
hefur þróast í einskonar bæjarhátíð á
seinni árum. Fjöldi fólks hefur sótt okkur
heim á þessum degi enda ævinlega mikið
fjör og markaðsstemningin allsráðandi.
Heldur betur verður lagt í dagskrána að
þessu sinni. Hefst hún með kvöldvöku á
föstudeginum í svo kallaðri Hreggnesa-
gryfju þar sem boðið verður uppá grill og
líflegan brekkusöng. Markaðstorgið verð-
ur svo opnað kl. 13 á laugardag þar sem
að venju verður fjöldi söluaðila sem bjóða
margskonar varning, s.s. heimabakstur,
handverk, harðfisk og fatnað, svo eitt-
hvað sé nefnt. Jafnframt verður boðið
uppá glæsilega skemmtidagskrá. Þar
munu meðal annarra stíga á pall Stuð-
menn og Hildur Vala idol-stjarna og
Strákarnir á Stöð tvö sem sjá um kynn-
ingar og fleira með sínum hætti. Þá munu
skemmtikraftar úr hópi heimamanna
einnig skemmta gestum á markaðs-
torginu.
Nóg verður við að vera fyrir börnin því
upp verða sett fjölbreytt leiktæki eins og
hoppikastalar, risarennibrautir, trampol-
ín og fleira. Gera má ráð fyrir að mikið
fölmenni verði á markaðsdeginum í ár
enda mikið í lagt og ekki muna menn eft-
ir öðru en að veðrið hafi skartað sínu feg-
ursta á markaðsdegi í Bolungarvík öll
þau ár sem til hans hefur verið efnt.
Í gær komu til bæjarins „Veraldarvinir“
sem er hópur ungmenna frá nokkrum
þjóðlöndum sem ferðast milli landa og
bjóða vinnu sína til samfélagslegra verk-
efna. Í staðinn fá þau að kynnast sam-
félaginu sem þau starfa í hverju sinni.
Veraldarvinirnir sem hingað komu eru
tuttugu og sjö talsins og munu þeir vinna
næstu tvær vikur að gangstígagerð sem
hefur verið á stefnuskrá bæjaryfirvalda
að ráðast í, en einnig munu þau vinna að
gróðursetningu, fegrun og snyrtingu í
bæjarlandinu.
Heimamenn munu leggja sitt af mörk-
um til að hópurinn fái að kynnast bæjar-
lífinu, sérkennum staðarins og menningu
hans. Guðrún Stella Gissurardóttir, for-
stöðumaður hjá Svæðismiðlun Vestfjarða,
hefur unnið að undirbúningi komu þessa
hóps til Bolungarvíkur.
Úr
bæjarlífinu
BOLUNGARVÍK
EFTIR GUNNAR HALLSSON FRÉTTARITARA
Undanfarin sumur hafa verið hag-stæð fyrir brandugluna og sjástuglur nú víðar um land og meira
af þeim heldur en elstu menn muna.
Brandugluhjón sem eru með hreiður í
Flóanum urpu í vor átta eggjum, sem er
með því mesta sem þekkist. Sjö ungar
komu úr eggjunum.
Uglurnar lifa mest á hagamúsum en
einnig taka þær smáfugla og litla unga.
Hreiður branduglu er á jörðinni, en flest-
ar uglur verpa í trjám eða jafnvel í klett-
um. Hún er útbreidd á láglendi, en stofn-
stærð er óþekkt, talinn vera nokkur
hundruð hjón. Fuglarnir sjást oftast í
ljósaskiptunum og á hinum nóttlausu ís-
lensku sumrum eru þær á ferli allan
sólarhringinn. Branduglan er eina uglan
sem er útbreidd hérlendis. Ekki er vitað
hvort snæugla, sem er sjaldgæf á hálend-
inu og eyrugla, sem er sjaldgæf í skóg-
lendi, verpi árlega.
Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson
Í lágflugi Ugla á sveimi yfir veiðilendum sínum. Þær sjást oft í ljósaskiptunum.
Frjósamar uglur í Flóanum
Verðlaunatillagagerir ráð fyrir síkifrá gömlu höfn-
inni á Akureyri upp í Ská-
tagilið, sem minnir á Ný-
höfn í Kaupmannahöfn.
Það varð yrkisefni Stef-
áni Vilhjálmssyni við lag-
boðann Ship-o-hoj í söng-
dagskrá 17. júní fyrir
norðan:
Nýhöfnin, Nýhöfnin,
nú verður líf og fjör,
margur af öli ör
ýtir þar bát úr vör.
Nýhöfnin, Nýhöfnin,
norðursins gleðibær,
gerist þar margur glær
ef gamanið kárna nær.
Ship-o-hoj, ship-o-hoj,
þar næturlífs njóta má.
Ship-o-hoj, ship-o-hoj,
við höldum á hafnarkrá.
Á gondól á síkinu syngjum
við kát
því Samherjakvóta má færa’
á þann bát.
Ship-o-hoj, ship-o-hoj,
að stjaka við tökum til,
Ship-o-hoj, ship-o-hoj,
á skrið upp í Skátagil.
Nýhöfn
pebl@mbl.is
Reykjanes | Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ
hafa samþykkt fyrir sitt leyti að bandarískir
kvikmyndagerðarmenn geti tekið upp atriði
í kvikmyndina Flags of our Fathers í Stóru-
Sandvík sem er skammt frá Reykjanesvita.
Fyrstu starfsmenn kvikmyndafyrirtæk-
isins komu til landsins fyrr í vikunni til að
undirbúa upptökur í Stóru-Sandvík sem til-
heyrir Reykjanesbæ og Krýsuvík sem er í
landi Hafnarfjarðarbæjar. Árni Sigfússon,
bæjarstjóri í Reykjanesbæ, sagði í samtali
við blaðið Víkurfréttir að bærinn myndi
veita framleiðendum myndarinnar alla þá
aðstöðu sem þeir óskuðu eftir og aðstoð við
undirbúning að töku myndarinnar í Reykja-
nesbæ.
Bjóða
kvikmynda-
gerðarfólk
velkomið
Grindavík | Kalli Bjarni söngvari gengur
upp á fjallið Þorbjörn með þátttakendum í
Jónsmessugöngu og tekur lagið þar við
varðeld. Hin árlega Jónsmessuganga Bláa
lónsins og Grindavíkurbæjar verður farin í
dag, laugardag.
Lagt verður af stað í gönguna frá sund-
laug Grindavíkur kl. 20.30 og er áætlað að
hún taki rúmar tvær klukkustundir. Göng-
unni lýkur við Bláa lónið – heilsulind sem af
þessu tilefni verður opin til klukkan eitt eftir
miðnætti. Eins og venja er verður boðið upp
á lifandi tónlist og í ár er það Eyjólfur Krist-
jánsson sem mun sjá um að halda uppi
stemningu fyrir gesti heilsulindar, að því er
fram kemur í fréttatilkynningu.
Sætaferðir verða til Grindavíkur frá BSÍ
klukkan 19.30 og frá SBK kl. 20. Sætaferðir
verða frá Bláa lóninu til Grindavíkur,
Reykjanesbæjar og Reykjavíkur klukkan
eitt eftir miðnætti.
Tekur lagið
uppi á Þorbirni
♦♦♦
Fljótsdalur | Nýverið opnaði Svein-
björg Hallgrímsdóttir grafíksýn-
ingu í gallerí Klaustri að Skriðu-
klaustri í Fljótsdal. Á sýningunni
eru tréristur og er þema þeirra
sótt í íslenska náttúru. Verkin eru
öll unnin á vetrarmánuðum og
fjalla um skammdegið, birtuna,
veðrið og náttúruna sem er allt um
kring.
Sveinbjörg dvaldi í gestaíbúðinni
Klaustrinu að Skriðuklaustri sl.
haust. Hún hefur haldið átta einka-
sýningar og tekið þátt í fjölda sam-
sýninga heima og erlendis. Svein-
björg býr og starfar á Akureyri
þar sem hún rekur í Brekkugötu
3a vinnustofu og sýningarsalinn
Svartfugl og Hvítspóa ásamt ann-
arri listakonu. Hún fékk lista-
mannalaun Akureyrarbæjar á sl.
ári. Sýningin stendur til 14. júlí nk.
Ljósmynd/SBG
Þytur í Klaustri
Selfoss | Jón Hjartarson lætur nú af störf-
um sem framkvæmdastjóri Fræðslunets
Suðurlands. Kom það fram við útskriftar-
athöfn nema sem stunduðu fjarnám við
Fræðslunetið.
Jón hefur gegnt starfinu frá stofnun
Fræðslunetsins árið 1999. Jón mun þó
áfram starfa hjá Fræðslunetinu en Ás-
mundur Sverrir Pálsson gegnir starfi
framkvæmdastjóra þess næsta vetur. Þá
kom einnig fram að Örlygur Karlsson mun
í haust láta af formennsku í stjórn
Fræðslunetsins.
Lætur af stjórn
Fræðslunets
♦♦♦