Morgunblaðið - 25.06.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.06.2005, Blaðsíða 20
Mývatnssveit | Gísli Rafn Jóns- son í Víkurnesi var að koma úr fyrstu ferð sumarsins í Öskju. Vegagerðin opnaði inn eftir með veghefli á miðvikudag og Gísli fylgdi þeim fast eftir á rútu sinni með tug farþega. Hann er nú að hefja 22. sum- arið sitt í þessum ferðum, en Jón Árni faðir hans hóf áætl- unarferðir í Öskju fyrir nærfellt 30 árum. Þeir feðgar eiga skál- ann Hött við Drekagil og bjóða farþegum sínum þar gistiað- stöðu en algengt er að menn vilji dvelja þar innfrá í nokkra daga. Aðspurður segist Gísli hvergi kunna betur við sig í rútuakstri heldur en á Öskjuleið. Þó leiðin sé erfiður fjallvegur þá jafnast ekkert á við að vera á fjöllum. Gísli segir mjög snjólétt nú í Öskju, en nýfallinn snjór var þar innfrá á miðvikudaginn og er það ekki undarlegt eins og veðrið hefur verið hér að undan- förnu. Morgunblaðið/BFH Kann vel við sig á Öskjuleið Akstur Akureyri | Suðurnes | Árborg Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Bolvíkingar halda sinn árlega markaðs- dag um næstu helgi. Markaðsdagurinn hefur þróast í einskonar bæjarhátíð á seinni árum. Fjöldi fólks hefur sótt okkur heim á þessum degi enda ævinlega mikið fjör og markaðsstemningin allsráðandi.    Heldur betur verður lagt í dagskrána að þessu sinni. Hefst hún með kvöldvöku á föstudeginum í svo kallaðri Hreggnesa- gryfju þar sem boðið verður uppá grill og líflegan brekkusöng. Markaðstorgið verð- ur svo opnað kl. 13 á laugardag þar sem að venju verður fjöldi söluaðila sem bjóða margskonar varning, s.s. heimabakstur, handverk, harðfisk og fatnað, svo eitt- hvað sé nefnt. Jafnframt verður boðið uppá glæsilega skemmtidagskrá. Þar munu meðal annarra stíga á pall Stuð- menn og Hildur Vala idol-stjarna og Strákarnir á Stöð tvö sem sjá um kynn- ingar og fleira með sínum hætti. Þá munu skemmtikraftar úr hópi heimamanna einnig skemmta gestum á markaðs- torginu. Nóg verður við að vera fyrir börnin því upp verða sett fjölbreytt leiktæki eins og hoppikastalar, risarennibrautir, trampol- ín og fleira. Gera má ráð fyrir að mikið fölmenni verði á markaðsdeginum í ár enda mikið í lagt og ekki muna menn eft- ir öðru en að veðrið hafi skartað sínu feg- ursta á markaðsdegi í Bolungarvík öll þau ár sem til hans hefur verið efnt.    Í gær komu til bæjarins „Veraldarvinir“ sem er hópur ungmenna frá nokkrum þjóðlöndum sem ferðast milli landa og bjóða vinnu sína til samfélagslegra verk- efna. Í staðinn fá þau að kynnast sam- félaginu sem þau starfa í hverju sinni. Veraldarvinirnir sem hingað komu eru tuttugu og sjö talsins og munu þeir vinna næstu tvær vikur að gangstígagerð sem hefur verið á stefnuskrá bæjaryfirvalda að ráðast í, en einnig munu þau vinna að gróðursetningu, fegrun og snyrtingu í bæjarlandinu. Heimamenn munu leggja sitt af mörk- um til að hópurinn fái að kynnast bæjar- lífinu, sérkennum staðarins og menningu hans. Guðrún Stella Gissurardóttir, for- stöðumaður hjá Svæðismiðlun Vestfjarða, hefur unnið að undirbúningi komu þessa hóps til Bolungarvíkur. Úr bæjarlífinu BOLUNGARVÍK EFTIR GUNNAR HALLSSON FRÉTTARITARA Undanfarin sumur hafa verið hag-stæð fyrir brandugluna og sjástuglur nú víðar um land og meira af þeim heldur en elstu menn muna. Brandugluhjón sem eru með hreiður í Flóanum urpu í vor átta eggjum, sem er með því mesta sem þekkist. Sjö ungar komu úr eggjunum. Uglurnar lifa mest á hagamúsum en einnig taka þær smáfugla og litla unga. Hreiður branduglu er á jörðinni, en flest- ar uglur verpa í trjám eða jafnvel í klett- um. Hún er útbreidd á láglendi, en stofn- stærð er óþekkt, talinn vera nokkur hundruð hjón. Fuglarnir sjást oftast í ljósaskiptunum og á hinum nóttlausu ís- lensku sumrum eru þær á ferli allan sólarhringinn. Branduglan er eina uglan sem er útbreidd hérlendis. Ekki er vitað hvort snæugla, sem er sjaldgæf á hálend- inu og eyrugla, sem er sjaldgæf í skóg- lendi, verpi árlega. Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson Í lágflugi Ugla á sveimi yfir veiðilendum sínum. Þær sjást oft í ljósaskiptunum. Frjósamar uglur í Flóanum Verðlaunatillagagerir ráð fyrir síkifrá gömlu höfn- inni á Akureyri upp í Ská- tagilið, sem minnir á Ný- höfn í Kaupmannahöfn. Það varð yrkisefni Stef- áni Vilhjálmssyni við lag- boðann Ship-o-hoj í söng- dagskrá 17. júní fyrir norðan: Nýhöfnin, Nýhöfnin, nú verður líf og fjör, margur af öli ör ýtir þar bát úr vör. Nýhöfnin, Nýhöfnin, norðursins gleðibær, gerist þar margur glær ef gamanið kárna nær. Ship-o-hoj, ship-o-hoj, þar næturlífs njóta má. Ship-o-hoj, ship-o-hoj, við höldum á hafnarkrá. Á gondól á síkinu syngjum við kát því Samherjakvóta má færa’ á þann bát. Ship-o-hoj, ship-o-hoj, að stjaka við tökum til, Ship-o-hoj, ship-o-hoj, á skrið upp í Skátagil. Nýhöfn pebl@mbl.is Reykjanes | Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa samþykkt fyrir sitt leyti að bandarískir kvikmyndagerðarmenn geti tekið upp atriði í kvikmyndina Flags of our Fathers í Stóru- Sandvík sem er skammt frá Reykjanesvita. Fyrstu starfsmenn kvikmyndafyrirtæk- isins komu til landsins fyrr í vikunni til að undirbúa upptökur í Stóru-Sandvík sem til- heyrir Reykjanesbæ og Krýsuvík sem er í landi Hafnarfjarðarbæjar. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, sagði í samtali við blaðið Víkurfréttir að bærinn myndi veita framleiðendum myndarinnar alla þá aðstöðu sem þeir óskuðu eftir og aðstoð við undirbúning að töku myndarinnar í Reykja- nesbæ. Bjóða kvikmynda- gerðarfólk velkomið Grindavík | Kalli Bjarni söngvari gengur upp á fjallið Þorbjörn með þátttakendum í Jónsmessugöngu og tekur lagið þar við varðeld. Hin árlega Jónsmessuganga Bláa lónsins og Grindavíkurbæjar verður farin í dag, laugardag. Lagt verður af stað í gönguna frá sund- laug Grindavíkur kl. 20.30 og er áætlað að hún taki rúmar tvær klukkustundir. Göng- unni lýkur við Bláa lónið – heilsulind sem af þessu tilefni verður opin til klukkan eitt eftir miðnætti. Eins og venja er verður boðið upp á lifandi tónlist og í ár er það Eyjólfur Krist- jánsson sem mun sjá um að halda uppi stemningu fyrir gesti heilsulindar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Sætaferðir verða til Grindavíkur frá BSÍ klukkan 19.30 og frá SBK kl. 20. Sætaferðir verða frá Bláa lóninu til Grindavíkur, Reykjanesbæjar og Reykjavíkur klukkan eitt eftir miðnætti. Tekur lagið uppi á Þorbirni ♦♦♦ Fljótsdalur | Nýverið opnaði Svein- björg Hallgrímsdóttir grafíksýn- ingu í gallerí Klaustri að Skriðu- klaustri í Fljótsdal. Á sýningunni eru tréristur og er þema þeirra sótt í íslenska náttúru. Verkin eru öll unnin á vetrarmánuðum og fjalla um skammdegið, birtuna, veðrið og náttúruna sem er allt um kring. Sveinbjörg dvaldi í gestaíbúðinni Klaustrinu að Skriðuklaustri sl. haust. Hún hefur haldið átta einka- sýningar og tekið þátt í fjölda sam- sýninga heima og erlendis. Svein- björg býr og starfar á Akureyri þar sem hún rekur í Brekkugötu 3a vinnustofu og sýningarsalinn Svartfugl og Hvítspóa ásamt ann- arri listakonu. Hún fékk lista- mannalaun Akureyrarbæjar á sl. ári. Sýningin stendur til 14. júlí nk. Ljósmynd/SBG Þytur í Klaustri Selfoss | Jón Hjartarson lætur nú af störf- um sem framkvæmdastjóri Fræðslunets Suðurlands. Kom það fram við útskriftar- athöfn nema sem stunduðu fjarnám við Fræðslunetið. Jón hefur gegnt starfinu frá stofnun Fræðslunetsins árið 1999. Jón mun þó áfram starfa hjá Fræðslunetinu en Ás- mundur Sverrir Pálsson gegnir starfi framkvæmdastjóra þess næsta vetur. Þá kom einnig fram að Örlygur Karlsson mun í haust láta af formennsku í stjórn Fræðslunetsins. Lætur af stjórn Fræðslunets ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.