Morgunblaðið - 25.06.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.06.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2005 33 UMRÆÐAN PÁLL Skúlason, fráfarandi rekt- or, útskrifar í dag sína síðustu kandídata frá Háskóla Íslands. Á þeim átta árum sem Páll hefur gegnt stöðu rektors hefur Háskólinn farið í gegnum eitt mesta breytingatímabil í sögu skólans og breyst frá því að vera háskóli á grunnstigi yfir í öfl- ugan rannsóknarháskóla sem er í stöðugri þróun í takt við nútímaþjóð- félag. Í byrjun næsta mánaðar tekur svo nýr rektor við stjórntaumunum og mun leiða starf Háskólans næstu ár. Á þessum tímamótum er því kjörið að staldra örlítið við og skoða hvað það er sem gerir menntun okk- ar stúdenta verðmæta og hvernig við getum unnið að því að auka verð- mæti hennar. Hvaða aðferðir skila okkur stúdentum mestum árangri? Þeir stúdentar sem fá próf- skírteini úr höndum rektors í dag hafa margir lagt dag við nótt til að uppskera vel. Til þess að vel eigi að takast er því ljóst að öll aðstaða og aðbúnaður skiptir miklu máli til þess að ná árangri – og nemendur þurfa að geta nýtt þessa aðstöðu. Bygg- ingar Háskólans eru vinnuaðstaða nemenda og því mjög mikilvægt að þeir geti nýtt sér þær til fulls. Að frumkvæði stúdentaráðsliða Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, var þrýst á háskólayfirvöld að lengja opnunartíma bygginga í síðustu prófatíð. Í fyrstu voru háskóla- yfirvöld efins um að auka opn- unartímann vegna þess að umgangi hefur í gegnum tíðina verið ábóta- vant þegar opnunartími hefur verið lengdur. Til þess að telja háskólayfirvöld á að lengja opnunartím- ann fengum við stúd- enta í lið með okkur til að vakta byggingar og halda þeim snyrti- legum – við keyptum jafnvel fleiri rusla- tunnur þar sem þær vantaði. Það er ljóst að þessi samtakamáttur tryggði árangur og á honum má byggja kröfur um enn lengri opnunartíma. Þetta er dæmi um aðferð sem við teljum skila miklum árangri. Það er þó ekki nóg að einungis byggingarnar séu opnar stúdentum. Með aukinni samkeppni þarf Há- skóli Íslands að vera tæknivæddur og framsækinn skóli. Fartölvur eru orðnar helstu vinnutæki nemenda, sem gera kröfur um að aðstaða fyrir slík vinnutæki sé góð. Á und- anförnum árum hefur Vaka náð miklum árangri með því að gera há- skólayfirvöldum grein fyrir kröfum nemenda í tæknimálum. Þráðlaust net hefur verið sett upp víðast hvar á háskólasvæðinu, ljósritunarvélar eru nú komnar í helstu byggingar, hægt er að prenta úr fartölvum víð- ast hvar um háskólasvæðið og fjöldi raftengla hefur stóraukist. Á næst- unni mun einnig verða sett upp þráðlaust net á allri Þjóðarbókhlöð- unni – bestu lestraraðstöðu stúd- enta. Við teljum að með því að bæta að- stöðu okkar til náms séum við að bæta Háskólann í heild. Þannig náum við stúdentar betri árangri og verðum betur búin undir framtíðina. Ef Háskóli Íslands verður talinn slakur eftir tuttugu ár er ljóst að menntun þaðan verður ekki metin mikils. Ef hinsvegar Háskólinn er talinn vera afburðagóður eftir tutt- ugu ár er ljóst að menntun úr þeim skóla verður mikils virði. Menntun okkar verður þeim mun verðmætari eftir því sem skólinn verður öflugri – og það er nákvæmlega með þessum aðferðum og þessu frumkvæði sem hér var lýst sem við stúdentar get- um gert skólann okkar og menntun verðmætari. Vaka leggur mikið upp úr því að vera jákvæð og sýna frumkvæði og hrífa þannig með sér háskólayfirvöld og stjórnvöld í að gera Háskóla Ís- lands að öflugra menntasetri. Við viljum þakka Páli Skúlasyni kærlega fyrir öflugt starf í þágu skólans og bjóða Kristínu Ingólfsdóttur, verð- andi rektor, velkomna til starfa. Við óskum henni alls hins besta í starfi og vonum að samstarfið við stúdenta verði gott og farsælt. Stúdentar og verðmæti menntunar Andri Heiðar Kristinsson og Hrefna Lind Ásgeirsdóttir fjalla um menntamál ’Vaka leggur mikið uppúr því að vera jákvæð og sýna frumkvæði og hrífa þannig með sér háskóla- yfirvöld og stjórnvöld í að gera Háskóla Íslands að öflugra mennta- setri.‘ Hrefna Lind Ásgeirsdóttir Höfundar eru fulltrúar Vöku í hagsmunanefnd stúdentaráðs. Andri Heiðar Kristinsson FYLGISMENN H-tillögu í kosn- ingum um skipulag á Seltjarnarnesi kynntu nýlega málstað sinn í Morgunblaðinu. Kynning þeirra leiddi í ljós, að sá mál- staður byggist á veik- um grunni, sem ein- kennist um margt af rangfærslum og sýnd- arrökum. Berum sam- an fullyrðingar fylgis- manna og staðreyndir málsins. a) Fullyrt er, að ekki sé skorið af grænu svæði skv. H-tillögu. Þetta er rangt. Opna vallarsvæðið við Valhúsaskóla, sem jafngildir grænu svæði, fer undir byggð og umtalsverð rönd af Græna treflinum svokallaða lendir undir blokk. Afgangurinn verður að eins konar bakgarði fyrir blokk- irnar. Einnig er þjarmað að Val- húsaskóla sem af óskiljanlegum ástæðum verður útundan í um- hyggju H-manna fyrir skólabörn- um. b) Fullyrt er, að væntanlegar blokkir við Suðurströnd verði nú ekki lengur háreistar. Þetta er villandi. Þær eru reistar ofan á bílageymslur og skaga skv. sniðmynd hátt upp undir hæð Val- húsaskóla sem stendur miklu ofar í hallanum. Og á húsunum verða leyfð „sólskýli“, sem mynda í raun eina hæð til viðbótar. Útsýni úr milliblokkinni verður að mestur yfir til hinna tveggja og sú sem er næst sundlauginni hefur mest útsýni í átt til hennar. c) Fullyrt er, að íþróttavöllur á Hrólfsskálamel verði í betri tengslum við öll íþróttamannvirkin þar. Þetta er rangt. Það munar engu fyrir fullhrausta knattspyrnumenn, unga jafnt sem eldri, að ganga þá ekki nema um 200 metra sem nú eru á völlinn úr norðurenda íþrótta- miðstöðvarinnar. Líka er innan- gengt gegnum sundlaugarhúsið. Er ekki í raun gert lítið úr íþróttafólki með því að tala um þetta sem vandamál? En svo er hitt að sturtu- og búningsklefar, sem sagt er að verði hag- kvæmt að samnýta, eru enn óbyggðir! Hægur vandi væri því að hafa þá þeim megin í íþróttamiðstöðinni sem nær er núverandi velli við Suðurströnd, ef máli skiptir. Á Suðurströnd er hægt, ef S-tillaga sigr- ar, að byggja upp glæsilegt íþróttasvæði fyrir fjölmargar keppnisíþróttir og al- menningsíþróttir, þ.á m. skokk, sem útilokað er að gera í þrengslum á Melnum. d) Fullyrt er, að skv. H-tillögu þurfi börn ekki að fara yfir neina umferðargötu til að fara úr skóla eða tónlistarskóla og til hvers kon- ar íþróttaiðkunar. Þetta er mjög villandi. Börn þurfa ekki að fara yfir neina um- ferðargötu til þess að komast úr skólanum á núverandi íþróttavöll – en ef byggt væri á núverandi vall- arstæði skv. H-tillögu ykist umferð um Suðurströnd sem mörg barnanna verða að fara yfir á leið sinni til skólasvæðisins og frá því. e) Fullyrt er, að nýtt vallarsvæði á Melnum verði bein framlenging af leiksvæði Mýrarhúsaskóla. Þetta er villandi. Á milli leik- svæðis og vallar verður kantur, sem myndar 3–4 metra þverhnípi. Spurning er, hvort ekki skapist hætta af þessu fyrir börnin. Það er líka vafasamt að skólabörn muni hafa mikil afnot af gervigrasi Gróttu, ef miðað er við reynslu annarra sveitarfélaga. Gervigras- völlur fyrir 80–120 milljónir króna er líka væntanlega meira mál en svo að notagildi hans metist út frá því hvort hann geti verið viðbót við skólaleiksvæði yngstu barnanna. Hins vegar er þagað yfir því að leiksvæði Mýrarhúsaskóla mun stækka verulega, ef S-tillaga sigrar og líklegt að það svæði nýtist börn- unum mun betur. f) Fullyrt er, að með auknum fjölda lítilla íbúða á Seltjarnarnesi sé tryggt að samsvarandi fjöldi stærri húsa á Seltjarnarnesi losni handa ungu barnafólki, þar sem eigendur þeirra flytji sig um set. Fullyrt er í hinu orðinu að ungt fólk sé líklegt til að kaupa þessar íbúðir. Þetta er villandi eða beinlínis rangt. Seltirningar njóta einskis forgangs að nýju íbúðunum. Þær verða seldar á samkeppnismarkaði, sem nær yfir landið allt. Ekkert er því hægt að fullyrða um að ögn meira framboð lítilla íbúða skv. til- lögu H, lækki meðalaldur íbúa. g) Fullyrt er, að takmörkuð land- svæði nýtist betur skv. tillögu H án þess að umhverfinu sé ofgert á nokkurn hátt. Þetta er rangt. Aðþrengdur knattspyrnuvöllur, sem stendur við hús aldraðra á miðbæjarsvæði á Hrólfsskálamel er vond nýting á landi, og stefnir verslun í bænum í hættu, því að hún rúmast væntan- lega ekki öll á Eiðistorgi. Mann- virki vallarins setja ljótan svip á að- komu í bæinn. Umhverfi er ofgert með 90 íbúða háreistum íbúðar- húsum á aðeins hálfum melnum. Aukin bílaumferð inn eftir Suður- strönd er til baga á álagstímum. h) Fullyrt er, að H-tillaga gefi bænum miklu meiri tekjur og möguleika til að nýta þjónustu- stofnanir sínar án þess að það kosti neitt á móti. Þetta er villandi. Munur á íbúa- fjölda skv. tillögum H og S er 110 manns, sem er tæplega 2,5% af nú- verandi fjölda íbúa. Fráleitt er að halda því fram að þessi smávægi- lega aukning skipti sköpum um fjárhag bæjarins, hvað þá tryggi heppilegustu aldursdreifingu í ein- stökum bekkjardeildum skólanna. Þótt íbúum fækkaði skv. spám um 3–400 manns á næstu tuttugu árum sýnir reynslan að slík lítilsháttar fækkun sl. ár hefur ekki hindrað stórvaxandi tekjur bæjarfélagsins. Nýlega aukið frelsi í skólamálum þýðir líka að nemendur geta komið úr nágrannabyggð ef skólarnir hafa laust rými og aðdráttarafl. Kjarni málsins liggur því í að hagræða og aðlaga rekstur bæjarfélagsins að- stæðum. i) Fullyrt er, að íbúaþing hafi mótað tillöguna um fótboltavöll á Hrólfsskálamel og um þá tillögu ríkt góð samstaða. Þetta er rangt. Á heimasíðu íbúa- þingsins www.ibuathing.is/snes/ sést að engin tillaga var tekin fram yfir aðra hvað varðar staðsetningu knattspyrnuvallar. j) Fullyrt er, að ýmsir eldri borg- arar vilji gjarnan fá knattspyrnu- völl fyrir framan hús sitt til að forðast bakhliðar á blokkum. Þetta er villandi. Stuðningsmenn S-tillögu hafa lagt ríka áherslu á, að haldið verði opnu útsýni frá húsi aldraðra. Þá er þagað um þá há- reysti sem stafar af knattspyrnu- leikjum og ekkert minnst á það hvort að eldri borgarar hafi áhuga á þeim tveimur háreistu blokkum sem skv. H-tillögu loka að miklu leyti af sjónlínunni í þá átt. Skv. til- lögu S verður mun meira svigrúm til að tryggja útsýni eldri borgara, þegar endanleg hönnun bygginga á sér stað, þar sem rýmra verður um þær byggingar. k) Fullyrt er, að einbýlisfólkið á Suðurströnd vilji ekki fá blokkar- fólk við hliðina á sér af annarlegum ástæðum. Þetta er rangt. Hér er al- ið á einhvers konar stéttafordómum sem eru Seltirningum með öllu framandi. Málið snýst um miðbæ Seltjarnarness, sem kallað er eftir í Staðardagskrá 21 samþykktri af sjálfri bæjarstjórninni á sínum tíma, miðbæ sem bæinn sárlega skortir. Málið snýst líka um stað- setningu knattspyrnuvallarins. l)Fullyrt er, að skemmtilegra sé að búa á Suðurströnd en í roki á Hrólfsskálamel. Þetta er mótsagnakennt. H-menn segja í öðru orðinu að flytja þurfi knattspyrnuvöllinn af Suðurströnd vegna þess hve mjög hann sé „áveðurs“, en telja þó lítt búandi á Hrólfsskálamel því þar sé eilíft rok. Er þetta ekki kallað að aka seglum eftir vindi? m) Fullyrt er, að Grótta þurfi ekki að stofna fleiri deildir en fyrir knattspyrnu, handbolta og fimleika. Nálægð við KR tryggi að frjáls- íþróttavöllur sé óþarfi. Þetta er villandi, en lýsir einnig metnaðarleysi. Það þarf enginn að ana út í neitt þó að aðstaða fyrir frjálsíþróttamenn komi á Nesið. Þó að Grótta sé nálægt stórveldinu í Vesturbænum þá hefur KR ekki rekið frjálsíþróttadeild í mörg ár. Þarna er því mjög spennandi sókn- arfæri fyrir Seltirninga og Vestur- bæinga, auk þess sem völlurinn nýtist enn betur til íþróttakennslu í skólum ef möguleiki er á fleiri og fjölbreyttari íþróttum en knatt- spyrnu. Niðurstaða þessa yfirlits frá a-m talar skýru máli. Höfnum rökleys- um, styðjum tillögu S fyrir Sel- tjarnarnes. Fullyrðingar og staðreyndir um skipulagsmál á Seltjarnarnesi Sigmundur Magnússon fjallar um skipulagsmál á Seltjarnar- nesi ’… sá málstaður bygg-ist á veikum grunni, sem einkennist um margt af rangfærslum og sýndar- rökum. ‘ Sigmundur Magnússon Höfundur er læknir og býr á Seltjarnarnesi. Sturla Kristjánsson: Bráðger börn í búrum eða á afgirtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyr- irmunað og þau munu trúlega aldrei ná þeim greindarþroska sem líffræðileg hönnun þeirra gaf fyrirheit um. Kristján Guðmundsson: Því miður eru umræddar reglur nr. 122/2004 sundurtættar af óskýru orðalagi og í sumum til- vikum óskiljanlegar. Sigurjón Bjarnason gerir grein fyrir og metur stöðu og áhrif þeirra opinberu stofnana, sem heyra undir samkeppn- islög, hvern vanda þær eiga við að glíma og leitar lausna á hon- um. Þorsteinn H. Gunnarsson: Nauðsynlegt er að ræða þessi mál með heildaryfirsýn og dýpka umræðuna og ná um þessi málefni sátt og með hags- muni allra að leiðarljósi, bæði núverandi bænda og fyrrver- andi. Dr. Sigríður Halldórsdóttir: Skerum upp herör gegn heim- ilisofbeldi og kortleggjum þennan falda glæp og ræðum vandamálið í hel. Svava Björnsdóttir: Til þess að minnka kynferðisofbeldi þurfa landsmenn að fyrir- byggja að það gerist. Forvarnir gerast með fræðslu almenn- ings. Jóhann J. Ólafsson: „Lýðræð- isþróun á Íslandi hefur, þrátt fyrir allt, verið til fyrirmyndar og á að vera það áfram.“ Pétur Steinn Guðmundsson: „Þær hömlur sem settar eru á bílaleigur eru ekki í neinu sam- ræmi við áður gefnar yfirlýs- ingar framkvæmdavaldsins, um að skapa betra umhverfi fyrir bílaleigurnar.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.