Morgunblaðið - 25.06.2005, Síða 10
MIKILVÆGT er að virkja ungt fólk til þátttöku í
starfi kirkjunnar og hún verður að leita leiða til að
svo megi verða. Þetta var meðal þess sem kom
fram á Kirkjuþingi unga fólksins, sem haldið var í
Iðnskóla Reykjavíkur í gær í tengslum við Kirkju-
daga á Skólavörðuholti. Þingið var nú haldið í ann-
að sinn og var öllum prófastsdæmum boðið að
senda þangað tvo fulltrúa á aldrinum 14-25 ára.
Fyrir þingið voru haldin sjö leiðarþing um allt
land, sem opin voru öllum ungmennum, en nið-
urstöður þeirra mótuðu efnisskrá þingsins. Á
þinginu eru rædd málefni ungs fólks, hvaða merk-
ingu trúin hefur fyrir það, hvernig það getur haft
áhrif og komið sjónarmiðum sínum á framfæri
innan kirkjunnar og hvað ungt fólk getur lagt til í
þágu kirkju og trúar.
Málstofa verður á Kirkjudögum í dag, um þing-
ið og niðurstöður þess.
Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, setti þing-
ið í Hallgrímskirkju og sagðist vona að þingið yrði
fastur liður. Þarna væri tækifæri fyrir ungt fólk
til að kynnast starfi kirkjunnar og koma skoð-
unum sínum á framfæri. „Við þurfum að láta
halda okkur við efnið“, sagði hann og lagði til að
Kirkjuráð unga fólksins yrði kjörið.
Stefán Már Gunnlaugsson er framkvæmda-
stjóri Kirkjudaga og upphafsmaður þingsins.
Hann sagði þingið 2001 hafa heppnast mjög vel og
stefnt væri að því að halda það a.m.k. á tveggja
ára fresti. „Það þarf átak til að fá ungt fólk til
þátttöku í kirkjustarfi, en það er með ferskar hug-
myndir og þetta hreyfiafl þurfum við að virkja,
ekki síst í ákvarðanatöku innan kirkjunnar“.
Á Íslandi hafa 16 ára og eldri kosningarétt inn-
an kirkjunnar og segir Stefán að Íslendingar séu
framarlega á því sviði. „Við viðurkennum þátt-
tökurétt ungs fólks í lýðræði kirkjunnar“.
Þingið hófst með því að fundarmenn kynntu
hver annan og skapaðist léttur og skemmtilegur
andi. Friðþjófur Þorsteinsson, starfsmaður þings-
ins, hélt síðan opnunarerindi og sagði mikilvægt
að vinna skipulega til að sýna að ungu fólki væri
jafn mikil alvara og því eldra í kirkjustarfinu.
Þarna væri lagður grunnur að ungmennalýðræði
innan kirkjunnar í framtíðinni. Tveir fundarmenn,
ásamt Friðþjófi, héldu síðan erindi en eftir hádegi
var unnið í nefndum tengdum efni þeirra. Til-
lögum eða ályktunum þingsins verður komið á
framfæri við rétta aðila, en þar voru loks kjörnir
áheyrnarfulltrúar á Kirkjuþing og fulltrúar sem
vinna að næsta ungmennaþingi.
„Hva, ertu trúaður eða...“?
Framsögumenn héldu erindi í samræmi við
þrjú meginstef þingsins, en þau voru mál sem
skutu að sögn Friðþjófs nær undantekningarlaust
upp kollinum á leiðarþingunum.
Kolbjörn I. Matthíasson talaði um helgihald og
trúarlíf og sagði hann það ekki svara trúarþörf
ungs fólks. Hann lýsti því hvernig hin hefðbundna
messa lítur út í augum unglingsins og benti á að
aðrir möguleikar yrðu að standa til boða. Nefndi
hann sem dæmi þemamessur, léttmessur og
óhefðbundnari tónlist. Fundarmenn voru sam-
mála en lögðu þó áherslu á að varðveita yrði gaml-
ar hefðir í kirkjustarfi.
Kolbjörn og Jónína S. Eyþórsdóttir, sem flutti
erindi um Ungmennastarf kirkjunnar, nefndu
bæði að trú og kirkjustarf þætti ekki töff meðal
JÓNAS Margeir Ingólfsson var fundarstjóri
Kirkjuþings unga fólksins. Hann hefur unnið í
æskulýðsstarfi Dómkirkjunnar í þrjú ár, og
hefur meðal annars séð um sunnudagaskóla,
fermingarnámskeið og leikjanámskeið. Hann
segir að kirkjan sé íhaldssöm og þar sé eldra
fólk við stjórnvölinn, sem hafi lítið velt æsku-
lýðsstarfi fyrir sér.
„Kirkjan og ríkið verða aðskilin og það dæm-
ist á mína kynslóð og þá næstu að stýra því
hvað verður um kirkjuna, hvort hún haldi
áfram eða ekki; hvort þetta verði trúlaust sam-
félag eða ekki“. Hann sagði jafnframt að mark-
miðið væri að koma skoðunum ungs fólks á
Ungt fólk þarf að koma sér á framfæri
framfæri til þess að kirkjan
gæti komið til móts við þær, í
þeim tilgangi að efla æsku-
lýðsstarf auk áhuga og þátt-
töku í kirkjustarfi.
„Kirkjan er mjög opin og
jákvæð í garð unga fólksins
og mjög reiðubúin að gera
allt til að koma til móts við
það. Ungt fólk þarf bara að
koma sér á framfæri. Það er
verið að vinna mikið starf til að efla þátttöku
þess og það er tilgangurinn hér. Þetta er
skemmtilegt og allir mega taka þátt sem vilja“.
Jónas Margeir
Ingólfsson
10 LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Leikjadagur á
Árbæjarsafni
LEIKJADAGUR verður á Árbæjar-
safni á morgun, sunnudag. Kynntir
verða leikir fyrr og nú.
Hestakerra verður á svæðinu,
fimleikaflokkur frá Fylki sýnir æf-
ingar, Skátafélagið Árbúar stendur
fyrir ratleik. Messa verður í gömlu
torfkirkjunni klukkan 14 og te og
kaffi á boðstólum í Dillonshúsi.
DAGLEGT samband Íslendinga
við útlönd komst á þann 26. júní
fyrir hundrað árum. Þá barst
hingað til lands fyrsta loftskeytið.
Loftskeytið barst frá Englandi
til loftskeytastöðvarinnar Marcon-
ı́s Wireless Telegraph Company á
Rauðará (nú Höfði). Umboðsmaður
var Einar Benediktsson. Stöðin
var rekin fram til hausts 1906 en
þá höfðu íslensk stjórnvöld gert
samning um ritsíma við Stóra nor-
ræna ritsímafélagið í Kaupmanna-
höfn.
Í fréttatilkynningu frá Og Voda-
fone segir: „Í tilefni þess að 100 ár
eru liðin frá upphafi frjálsra fjar-
skipta hér á landi verður afhjúp-
aður minningarskjöldur við
Höfða.“ Athöfnin verður klukkan
14 á morgun, sunnudag.
100 ár frá fyrsta
loftskeytinu
FRESTUR til að skila inn umsókn-
um um starf forstjóra Neytenda-
stofu rann út 16. júní sl. Níu manns
sóttu um. Þau eru: Egill Heiðar
Gíslason, verkefnisstjóri, Ingibjörg
Björgvinsdóttir, ferðamálafræð-
ingur og líffræðingur, Ingólfur
Oddgeir Georgsson, rafmagnsverk-
fræðingur, Jóhannes Þorsteinsson,
sérfræðingur hjá EFTA, Jón Egill
Unndórsson, viðskiptafræðingur,
Jón Magnússon, hæstaréttar-
lögmaður, Leo J.W. Ingason, for-
stöðumaður, Páll Haraldsson, for-
stöðumaður og Tryggvi Axelsson,
forstjóri.
Níu sóttu um
stöðu forstjóra
Neytendastofu
KVEIKT verður á nýjum umferð-
arljósum á gatnamótum Breiðholts-
brautar, Selásbrautar og Hunda-
vaðs í dag, laugardaginn 25. júní.
Þangað til verða ljósin látin blikka
á gulu ljósi. Þetta eru umferð-
arstýrð ljós þannig að gangandi
vegfarendur geta þurft að ýta á
hnapp til að fá grænt ljós yfir
Breiðholtsbrautina að norðan-
verðu. Ökumenn eru beðnir að sýna
aðgát og tillitssemi á meðan.
Ný umferðarljós í
Norðlingaholti
„HVERNIG komum við grundvall-
aratriðum kristinnar trúar til skila í
nútíma samfélagi?“ var spurningin
sem séra Kristján Valur Ingólfsson
lagði fyrir prestastefnu í umræðum
um helgisiði kirkjunnar í fyrradag.
Um þessar mundir er unnið að
endurskoðun á Handbók kirkjunnar,
en helgihald fer fram samkvæmt
henni.
„Hjón eru karl og kona“
Í fyrradag fjölluðu prestarnir í
hópvinnu um ólík umfjöllunarefni,
svo sem almenna messu og hjóna-
vígslu. Kristján segir útkomuna lofa
mjög góðu. „Ég hef verið í þessu
mjög lengi og þarna fannst mér kom-
ið svona augnablik að „nú gæti ég dá-
ið rólegur, eða nú eru jólin“. Við
skynjum svo vel að við hrærumst í
mjög ört breytilegum heimi þar sem
þarfirnar breytast þótt kirkjan eigi
alltaf sama erindi.“
Kristján segir stærstu spurning-
arnar hafa snúist um hjónavígsluna
og þá með tilliti til samkynhneigðra.
„Á að vera sams konar form fyrir
gagn- og samkynhneigða eða öðru-
vísi? Það kom fram hjá þeim hópi
sem fjallaði um hjónabandið, ósk um
að kirkjan svaraði þessu fyrst. Fólk
var almennt ekki tilbúið að nota orð-
ið hjón um aðra en karl og konu,“
sagði Kristján og benti á að málið
þyrfti að skoða í víðtækara sam-
hengi, svo sem tengt fjölskyldu-
stefnu kirkjunnar sem einnig sé í
endurskoðun.
„Á málinu eru skiptar skoðanir og
minn skilningur að betra sé að fara
hægt og ná sameiginlegri lendingu.
Málið er í farvegi innan kirkjunnar
og við reynum að taka eitt og eitt
skref í einu til að fara a.m.k. áfram
en ekki afturábak. Aðal atriðið er að
þvinga ekki fram niðurstöðu sem
kirkjan getur ekki staðið vörð um.“
Að poppa upp messur
Mikið var rætt um tónlistina í
guðsþjónustunni yfirleitt og segir
Kristján engan vafa á að þar sé að
verða töluvert mikil breyting líka.
„Spurningin er hvort rétt sé að opna
kirkjulegar samkomur fyrir dægur-
lögum? Aðalmálið er hvert hlutverk
tónlistar er við ákveðnar athafnir en
við lítum svo á að hún hafi mikið
gildi.“ Kristján segir að í vaxandi
mæli komi inn tónlist, t.d. við hjóna-
vígslur, sem þjónar tilefninu en sé
ekki sálmatónlist í eðli sínu.
„Við höfum litið á það af skilningi
en maður sér það samt þannig fyrir
sér að fyrst hjónavígslan er kirkju-
leg á annað borð, hljóti inntak henn-
ar að vera að einhverju leyti kirkju-
legt. En kirkjan verður þó að fagna
því að fólk vilji eiga sína hjónavígslu í
trúarlegu samhengi.“
Varðandi almennar messur segir
Kristján möguleikunum hafa fjölgað
gífurlega. Boðið sé upp á djass-,
gospel-, Tómasar-, kolaports- og
þjóðlagamessur svo dæmi séu tekin.
Það sé jákvætt, þó ekki sé meiningin
að tónlistarval hafi úrslitaáhrif á
kirkjusókn einstaklinga. „Það þarf
samt ekki bara að syngja sálma
samda í Þýskalandi á sextándu öld,“
segir Kristján og jafnframt að ekk-
ert undarlegt sé að einhver breyting
verði. Það séu alveg hreinar línur að
samkoma í kirkjunni hljóti að gerast
núna, fyrir samfélagið núna og á for-
sendum fólksins sem er núna.
„Helgisiðirnir lifa ekki sjálfstæðu
lífi, þá er ekkert líf í kirkjunni.“
Geta samkynhneigðir orðið hjón?
Umræða um helgisiði
kirkjunnar á prestastefnu
Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur
aps@mbl.is
ungmenna og sagði Kolbjörn að viðbrögð sem
hann fengi við þátttöku sinni í þinginu væru
gjarnan: „Hva, ertu trúaður eða...“? Lögð var
áhersla á að þessu þyrfti að breyta.
Jónína sagði að margir færu bara í kirkju einu
sinni á ári, en að æskulýðsstarf gerði kirkjuna
hluta af daglegu lífi. Starfið væri mikilvægt á mót-
unarárunum og lagði áherslu á félagslega hlið
þess. „Við erum framtíðin“, sagði hún og það voru
orð að sönnu. Friðþjófur talaði síðan um ungt fólk
og stjórnsýslu kirkjunnar og sköpuðust líflegar
umræður. Fundarmenn voru sammála um að auk-
ið fjármagn væri grundvallaratriði til að halda úti
virku æskulýðsstarfi og benti Friðþjófur á að ríkið
hefði gefið 60 milljóna króna steindan glugga í
Grafarvogskirkju, sem gjöf til unga fólksins.
Veltu viðstaddir fyrir sér hvað mátt hefði gera
fyrir slíka upphæð. Hugmyndaauðgi var áberandi
og margar athyglisverðar ábendingar komu frá
þingmönnum eins og:
„Hvernig eigum við að vita af fundum í kirkj-
unni; þeir eru bara auglýstir á RÚV“?
Leikmannastefna einnig haldin
Leikmannastefna íslensku þjóðkirkjunnar var
einnig haldin í Iðnskólanum í gær. Hún er vett-
vangur almennra skoðanaskipta um málefni leik-
manna og faglegur samráðsvettvangur aðila.
Þar er fjallað um málefni leikmanna, eða þeirra
sem ekki eru vígðir innan kirkjunnar, hlutverk og
störf sókna og sóknarnefnda, starf kristilegra fé-
lagasamtaka og aðra þjónustu kirkjunnar við
söfnuði landsins.
Kirkjuþing unga fólksins haldið í annað sinn
Unga fólkið er framtíðin
Eftir Hrund Þórsdóttur
hrund@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sunginn var sálmur við setningarathöfnina
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Friðþjófur Þorsteinsson og Stefán Már
Gunnlaugsson.
FÉLAGSMENN 44 stéttarfélaga
hafa nú samþykkt kjarasamninga
sem gerðir voru við Launanefnd
sveitarfélaga undanfarið. Launa-
nefndin og fulltrúar 40 stéttarfélaga
skrifuðu undir nýjan kjarasamning í
lok síðasta mánaðar
Forsvarsmenn þriggja bæjarstétt-
arfélaga slitu sig hins vegar frá sam-
flotsviðræðunum en náðu síðar sam-
komulagi um nýja kjarasamninga
sem samþykktir hafa verið af fé-
lagsmönnum. Launanefnd sveitarfé-
laga staðfesti alla þessa samninga á
fundi sínum hinn 15. júní sl.
Samningar við 44
félög samþykktir
HERJÓLFSBÆJARFÉLAGIÐ í
Vestmannaeyjum heldur fund
fimmtudaginn 30. júní kl. 18 í Dríf-
anda. Þar verður fjallað um bygg-
ingu Herjólfsbæjar í Herjólfsdal.
Ráðgert er að hefjast handa á næstu
mánuðum um byggingu bæjar, sam-
kvæmt rústauppgreftri frá 10. öld.
Herjólfsbæjar-
fundur í Eyjum