Morgunblaðið - 25.06.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.06.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2005 39 MINNINGAR Ragnar Heiðar Bergsson, Háaleitis- braut 50, Reykjavík, er sjötugur í dag. Hann er sonur hjónanna sr. Bergs Björnssonar prófasts og Guðbjarg- ar Pálsdóttur frá Staf- holti. Hann hefur löngum dvalist á heimili for- eldra sinna og reynst þeim hin styrkasta stoð RAGNAR BERGSSON í sjúkdómsstríði þeirra. Á þessum merku tímamótum á æviför okkar kæra frænda og vinar þökkum við hon- um hugljúf kynni, drengskap og hlýju í okkar garð, árnum honum heilla og giftu og biðjum honum Guðs blessunar í bráð og lengd. Sjöfn og Björn. AFMÆLI ALLT frá því að skákforrit komu fyrst til sögunnar spáðu menn því að þau myndu verða betri en bestu skákmenn heims. Mikhail Botvinnik, sem var heimsmeistari í skák í 13 ár á tímabilinu 1948-1963, hætti tafl- mennsku árið 1970 til þess að hanna skákforrit sem gæti teflt eins og maður. Það verkefni meistarans lukkaðist aldrei en hinsvegar virðist sem hönnuðir skákforrita nútímans beiti samskonar hugmyndum til að gera forritin öflugri. Þannig er frægt að Dimmblá tölva IBM hafði verið mötuð af sterkum stórmeist- ara til að auðvelda henni að taka stöðulegar ákvarðanir þegar hún lagði Garry Kasparov að velli í 6 skáka einvígi árið 1997. Síðar tefldi Garry tvö einvígi við sterk forrit og hélt jöfnu, 3-3. Um þessar mundir fer fram 6 skáka einvígi milli eins sterkasta skákmanns heims, Michael Adams (2.741), og tölvunnar Hydra. Að mati samtaka skákforrita er Hydra öfl- ugasta skáktölva heims. Örgjörvi tölvunnar jafnast á við 200 venjuleg- ar heimilistölvur en svo virðist sem hún samanstandi af 64 tölvum sem tengjast í einni heild. Hönnun skák- forrits tölvunnar hefur tekið nokkur ár og kostað milljónir dollara. Sér- fræðingar í smíði tölva og hugbún- aðargerð hafa komið að gerð vélar- innar ásamt því að þýski stór- meistarinn Christopher Lutz (.2614) hefur aðstoðað við að bæta skákfor- ritið. PAL Group sem hefur aðsetur í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum fjármagnar verk- efnið og er móðurtölvan hýst þar á rammgerðum stað. Á síðasta ári vann forritið stórmeistarann Evg- eny Vladimirov (2.623) með 3½ vinn- ingi gegn ½ í einvígi. Síðan þá hefur það verið bætt með ýmsu móti og fullyrða aðstandendur tölvuskrímsl- isins að það hafi aldrei tapað fyrir manneskju í skák. Einnig er athygl- isvert að þeir fullyrða að tölvan hafi í minninu bara fyrstu tíu leikina í hverri byrjun og að upp frá því tefli hún sjálf. Í einvíginu gegn Adams undirbýr Lutz hana fyrir hverja skák. Í fyrstu skákinni gegn Adams hafði tölvan hvítt og eftir 23. leik hennar kom upp eftirfarandi staða: Adams tefldi rússneska vörn og þegar hér var komið við sögu var staða hans orðin eilítið þröng. Næsti leikur gerir að verkum að staðan kemst á vonarvöl. 23. – Hc7? Bent hefur verið á að 23. – cxd4 hafi veitt svörtum færi á að halda taflinu gangandi þó að hvítur standi betur eftir 24. Dxc8 Dxc8 25. Bxc8 Hxc8 26. Bf4 eða 26. Rd3. 24. Bxf5! Bxe5 25. dxe5 Hxf5 26. Dxe4 Hvítur er nú peði yfir og hefur öfl- ugan frelsingja sem gerði út um skákina. 26. – Bg6 27. Hb6! Hf8 28. De3 Hcf7 29. Hd6 Da5 30. e6 He7 31. Ba3 Hfe8 32. Bxc5 Dxa2 33. Hd2 og svartur gafst upp. Í annarri skákinni lokaðist taflið og þó að tölvan ynni skiptamun gat hún ekki fært sér það í nyt svo að keppendur skildu jafnir. Tölvan af- greiddi Adams snyrtilega í þriðju skákinni. Hvítt: Hydra Svart: Michael Adams (2.741) 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. d4 Bg4 10. d5 Ra5 11. Bc2 c6 12. h3 Bc8 Sjaldgæfur leikmáti sem hefur í för með sér að svartur leikur sömu mönnunum oft og mörgum sinnum í byrjuninni. 13. dxc6 Dc7 14. Rbd2 Dxc6 15. Rf1 Be6 Svartur virðist hafa komið ár sinni vel fyrir borð en tölvan finnur leið til að angra hann. 16. Rg5! Bd8 17. Re3 Bd7 Svartur tekur þann kostinn að víkja mönnunum sínum til baka og boðar það sjaldan gott. 18. a4! h6 19. Rf3 Hc8 20. axb5 axb5 21. Rh4 Rc4 22. Rxc4 bxc4 23. Ba4 Dc7 24. Bxd7 Dxd7 25. Rf5 d5 26. Ha6! Db7 27. Hd6 Be7 Svo virðist sem svartur hafi ekki gert mörg mistök í þessari skák en þrátt fyrir það þvingar hvítur hann til uppgjafar í næsta leik. 28. Bxh6! og svartur gafst upp. Uppgjöfin virðist vera snemma á ferðinni en við nánari skoðun er svo ekki. 28. – gxh6 væri svarað með 29. Df3! og eftir 29. – Re8 30. Hxh6 Bg5 31. Dg3 væri fátt til varnar hjá svörtum. 28. – Bxd6 yrði svarað með 29. Bxg7 og hvíta sóknin er óstöðv- andi þar eð eftir 29. – Db3 kæmi 30. Df3! og svartur yrði snarlega mát ef hann léki 29. – Be7 30. Bxf6 Bxf6 31. Dg4+ Kh7 32. He3. Einvíginu lýkur mánudaginn 27. júní og geta áhuga- samir fylgst með því á heimasíðu þess, http://www.hydrachess.com. Hannes fyrir ofan miðju á EM Gengi íslensku keppendanna í Evrópukeppni einstaklinga hefur ekki verið eins og best hefði verið á kosið í síðustu umferðum. Hannes Hlífar (2.567) gerði jafntefli með hvítu gegn Alexander Beljavsky (2.630) í fjórðu umferð en tapaði slysalega gegn rússneska stórmeist- aranum Sergei Rublevsky (2.645) í þeirri fimmtu. Hannes hafði hvítt í skákinni og fékk ívið betra tafl eftir byrjunina. Hann kaus að sækja strax að andstæðingnum en það veitti honum færi á gagnsókn. Með snjallri skiptamunsfórn náði Rúss- inn frumkvæðinu og hefði Hannes getað náð jafntefli með nákvæmri vörn. Honum voru hinsvegar mis- lagðar hendur og rússneski björninn fór með sigur á hólmi. Í sjöttu um- ferð gerði Hannes jafntefli með svörtu gegn króatíska alþjóðlega meistaranum Ante Birkic (2.477) og hefur hann því 3½ vinning af sex mögulegum og er í 50.–100 sæti en alls eru 229 keppendur á mótinu. Stefán Kristjánsson hefur unnið tvo stigalága Svía á mótinu en tapað fyr- ir fjórum stórmeisturum. Bragi Þor- finnsson byrjaði vel á mótinu en tap- aði svo tveimur skákum í röð gegn sterkum stórmeisturum. Hann hef- ur svo gert tvö jafntefli gegn stiga- lægri andstæðingum og hefur því tvo vinninga eins og Stefán. Efstur á mótinu er svissneski stórmeistarinn Vadim Milov (2653) með 5½ vinning en þrír stórmeistarar koma næstir með 5 vinninga. Vefsíðan www.skak- .is færir lesendum sínum upplýsing- ar um mótið en heimasíða þess er http://www.eurochamp.pl/. Lenka hefur lokið keppni á EM kvenna Lenka Ptácníková (2.277) fékk 5½ vinning af 12 mögulegum á Evrópu- meistaramóti kvenna sem lauk fyrir skömmu í Chisinau í Moldavíu. Ár- angur hennar samsvarar því að hún hafi teflt undir 2.130 stigum sem þýðir að gengi hennar var ekki með besta móti. Hún endaði í 98.–115 sæti en alls voru keppendurnir 164 talsins. Efstar á mótinu urðu Kate- ryna Lahno (2.467) og Nadezhda Kosintseva (2.459) með 9 vinninga. Nánari upplýsingar um keppnina er að finna á vefsíðunni http:// eiwcc2005.chisinau.md/. 3. mót Eddusyrpunnar fer fram sunnudaginn 26. júní Þriðja mótið í bikarsyrpu Eddu útgáfu og Hellis fer fram á skák- þjóninum ICC sunnudaginn 26. júní. Mótið hefst kl. 20.00 og er öllum vel- komið að taka þátt. Tefldar verða hraðskákir og hægt er að skrá sig til leiks rétt áður en keppnin byrjar. Nánari upplýsingar um mótið er að finna á vefsíðunni www.skak.is. Mun Adams liggja kylliflatur fyrir tölvu? SKÁK London, England EINVÍGI ADAMS OG TÖLVUNNAR HYDRA 21. – 27. júní 2005 Helgi Áss Grétarsson daggi@internet.is Eftir þrjár skákir hefur Hydra tveggja vinninga forskot á Adams. Lenka Ptácníková. Félag eldri borgara, Gjábakka Það var spilað á 8 borðum 10. júní og í N/S riðli urðu Rafn Krist- jánsson og Oliver Kristófersson efstir með 201 og Auðunn Guð- mundsson og Bragi Björnsson í öðru sæti með 187. Í A/V urðu Guðjón Kristjánsson og Magnús Oddsson efstir með 224 og Einar Einarsson og Guð- mundur Magnússon í öðru sæti með 182. Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni var spiluð í Ásgarði í Glæsibæ mánudaginn 20. júní sl. Spilað var á 8 borðum. Meðalskor var 168 stig. Árangur N/S Alfreð Kristjánsson – Sigrún Pétursd.182 Sæmundur Björnss.– Oliver Kristóferss. 175 Þorsteinn Sveinss. – Gunnar Andréss.174 Árangur A/V Alda Hansen – Jón Lárusson 195 Björn Pétursson – Oddur Halldórsson 194 Magnús Oddsson – Magnús Halldórsson 171 Tvímenningskeppni var spiluð í Ásgarði Glæsibæ 13. júní og var spilað á 7 borðum. Meðalskor 168 stig. N-S Alda Hansen – Jón Lárusson 193 Örn Sigfússon – Jón Hallgrímss. 192 Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss.186 Árangur A-V Björn Pétursson – Ragnar Björnsson 204 Eysteinn Einarsson – Kári Sigurjónss. 183 Elín Jónsdóttir – Soffía Theodórsd. 182 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Nokkru síðar tók Magga sig til og lærði fótaaðgerðafræði á snyrtistof- unni Hilmu og Heilbrigðisskólanum við Ármúla. Hún stofnaði síðan heima í bílskúrnum í Höfðabrekk- unni Fótaaðgerðastofuna Tána. Við- skiptavinunum fjölgaði og bjartsýni ríkti. Hún ákvað að auka við starf- semina og setti á stofn verslunina Tamara. Þar rak hún blómabúð auk snyrtivöruverslunar og fótaaðgerða- stofu. Aftur er ég komin að blóm- unum hennar systur minnar. Oft þegar ég heyrði í henni var hún að gera skreytingar eða kransa þennan klukkutímann og svo átti einhver pantaðan tíma í fótaaðgerð þann næsta. Já, þarna held ég að hún hafi verið á tindinum blessunin,vildi öll- um vel og fór vel með flesta nema sjálfa sig. Af og til í lífinu höfðu óveðursský gert vart við sig. Og það seig á ógæfuhliðina dálítið ört. En alltaf reis prinssessan Margrét Ei- ríksdóttir upp. Hafliði og Magga slitu samvistir árið 1996. Hún seldi verslunina Tamara og helt ótrauð áfram með Tána fótaaðgerðastofu. Og systir mín átti tryggan hóp viðskiptavina sem aldrei sneru við henni baki þó veikindi gerðu starf hennar svolítið slitrótt um tíma. Hún hélt áfram starfi sínu. Vann við fætur eldri sem yngri. Fólk sagði að hún hefði engla- hendur. Sannarlega tek ég persónu- lega undir það. Hún fluttist um tíma á höfuðborgarsvæðið. En hún fór margar ferðirnar norður til Húsa- víkur og nágrannabyggðanna og sinnti sínu fólki. Hún giftist Agli H. Egilssyni veit- ingamanni 18. október 2001. Þau börðust bæði við þennan vágest sem engu eirir. Reyndu hvað þau gátu að forðast hann en hann krafsaði, eyði- lagði og truflaði allt í kring um sig. Þau fluttu til Húsavíkur og Egill vann mikið í Hótel Reykholti, bæði sem næturvörður og matreiðslumað- ur. Magga fór um landið með tækin sín til vina og vandamanna. Alls staðar var henni tekið fagnandi. Það var beðið eftir henni. En í nóvember sl. fyrir nákvæm- lega sjö mánuðum kom í ljós að lungnakrabbi hafði heltekið hana. Í hönd fóru alls konar rannsóknir og meðferðir en allt kom fyrir ekki. Við hjónin heimsóttum Möggu og Egil um páskana. Þá sáum við það sem við vissum fyrir að hann bar hana á höndum sér í eiginlegri og óeigin- legri merkingu. Hún var svo heppin að hafa dæturnar líka í kring um sig þessa síðustu mánuði. Þær viku varla frá henni síðustu vikurnar. En ég verð að segja hafi Egill þökk fyr- ir sinn þátt þessa síðustu mánuði í lífi systur minnar sem aðeins 56 ára er fyrst bekkjarsystkina sinna hér í Sandgerði til að yfirgefa þetta líf. Og nú er komið að kveðjustund. Lífið er ferðalag. Himinninn er áfangastaður. Hafðu þökk fyrir allt það góða sem þú gafst af þér. Guð blessi og styrki yndislegar, vel menntaðar dætur þínar og fjölskyld- ur, móður okkar sem á fáum dögum hefur misst dóttur og ungan son- arson, Hafliða, stórfjölskylduna og síðast en ekki síst Egil sem hefur misst svo mikið. Hvíl í friði, elsku Magga mín. Þín systir, Sigurbjörg (Silla). Magga mín, mikið sakna ég þín. Við vorum báðar fæddar heima á Stafnesi, bræðradætur og nöfnur. Pabbi þinn og mamma bjuggu hjá foreldrum mínum meðan þau byggðu Nýlendu, þú fædd 3. des. en ég í mars, en áramótin á milli okkar. Þér fannst þú vera miklu eldri þegar þú fórst í skóla ári á undan mér, ég var ekki alveg sátt, en seinna var ég miklu yngri. Það streyma fram minningar frá æskuárunum. Alltaf var sól og við að skottast um allt, reka kýrnar og í boltaleikjum á tún- unum, fjöruferðir í búaleik, fara í eggjaleit og tína ber, veiða síli og busla í sjónum. Þú fórst snemma að heiman, fyrst á Laugarvatn í gagnfræðaskóla og eitt sumar varstu kaupakona í Hreppunum. Svo fórst þú að vinna í Vouge. Magga, þú varst alltaf frekar róleg, hlý og góð, þú varst listræn, fjölhæf og samviskusöm, og þú fórst í myndlistarskólann um tíma. Ég man þegar þú byrjaðir með Gunna þínum og þú gast hlegið svo mikið að gríni hans eins og við öll. Þú fórst svo til Svíþjóðar. Þar var Gunni að vinna, og svo fæddust stelpurnar þínar, Anna og Erla. Síðar fórstu til Húsavíkur. Þar kynntist þú Hafliða og þú eignaðist Huld. Þar lærðir þú fótaaðgerðafræði og settir upp stofu heima, seinna blómabúð. Reglulega komst þú suður með englahendurn- ar til taka okkar fætur í gegn. Oft var hringt og spurt: ,,Er ekki Magga að koma bráðum í bæinn?“ Síðustu árin hafa verið þér erfið vegna veikinda þinna, kæra frænka, og ég veit þú vildir njóta lífsins á annan hátt. Þakka þér samferðina og góðu stundirnar og ég bið að heilsa öllum hinum megin. Huggum okkur við að nú líður þér betur og ert laus við erfiðleikana. Kæra Jóna, Egill, Anna, Erla, Huld og fjölskyldur. Innilegar sam- úðarkveðjur. Guð geymi þig, elsku Magga mín. Þín frænka Margrét Guðjónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.