Morgunblaðið - 25.06.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.06.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2005 37 MINNINGAR ✝ Arent PjeturEggertsson fædd- ist í Reykjavík 28. febrúar 1987. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Ísafirði 15. júní síð- astliðinn. Móðir hans er Berglind Sveins- dóttir, f. 20.4. 1963, maki Pálmi Ólafur Árnason, f. 2.7. 1968, búsett á Ísafirði, og faðir Eggert Hjartar- son, f. 15.6. 1961, maki Gríma Huld Blængsdóttir, f. 29.6. 1960, búsett í Reykja- vík. Systkini Arents eru: Kristrún Sif Gunnarsdóttir, f. 2.2. 1983, Jóna Sigurlína Pálmadóttir, f. 26.5. 1993, Sveinn Jóhann Pálmason, f. 10.10. 1997, öll bú- sett á Ísafirði, Lára Ósk Eggertsdóttir, f. 18.10. 1990, og Gunnar Smári Egg- ertsson, f. 23.1. 1993, búsett í Reykjavík. Arent átti einn syst- urson: Bjarka Birki- sson, f. 31.7. 2004, móðir Kristrún Sif. Arent dvaldi síðustu ár ævi sinnar á sam- býlinu Bræðratungu á Ísafirði. Arent verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elskulegur sonur, stjúpsonur og bróðir. Það er okkur öllum erfitt að þurfa að kveðja þig svo snemma en í okkar huga ertu og verður alltaf litli Arent Pjetur, drengurinn okkar sem öllum þykir svo vænt um. Við eigum svo margar góðar minningar um þig og okkar stundir saman sem munu varðveitast um alla tíð í hjarta okkar. Og stundin sem þú kvaddir okkur 15. júní eftir langa og erfiða baráttu við veikindi var friðsæl og falleg þó að hún hafi verið okkur mjög erfið því það er alltaf erfitt fyrir móður og fjölskyldu að missa barnið sitt. Við munum alltaf vera þakklát fyrir að hafa getað verið hjá þér, haldið í hönd þína, strokið þér um vangann og kysst þig þessi síðustu og erfiðu andartök þín í þessu lífi. Það var sárt að heyra síðasta andardráttinn og missa þig endanlega frá okkur en um leið vissum við að þú hafðir loksins eftir 16 ár fengið friðinn og orðið laus við þjáningar. Við eigum margar minningar um Arent Pjetur okkar sem gleðja okk- ur og færa okkur bros á vör þegar við hugsum til hans. Arent Pjetur var kraftmikill en feiminn drengur. Hann undi sér lengi með bílana sína á gólfinu og þeir voru hans uppá- halds leikfang. Hann var alltaf til í að elta systur sína í hennar uppátækj- um og voru þau oft bestu leikfélagar þrátt fyrir fjögurra ára aldursmun. Arent hafði ungur mjög góða mat- arlyst og hans uppáhaldsmatur var skyr og nammi, oftar en ekki hristist bíllinn með Arent í aftursætinu þeg- ar keyrt var framhjá sjoppu; nammi nammi nammi heyrðist úr aftursæt- inu. Hann lærði að labba um eins árs aldurinn og lét gifs á fæti ekki aftra sér í því. Tveggja og hálfs árs var hann búinn að ferðast víða, innan- lands og erlendis. Allar þessar minn- ingar um lítinn heilbrigðan dreng eru grafnar svo djúpt í hjarta okkar og við munum aldrei gleyma þeim. Eftir slysfarir árið 1989 hófst ann- að líf fyrir Arent og hans fjölskyldu. Við tók löng dvöl á sjúkrahúsi og eft- ir það dvaldi Arent á Bræðratungu á Ísafirði í eitt ár og þaðan fór hann á Kópavogshæli þar sem hann var í nokkur ár áður en hann fluttist til Ísafjarðar árið 1997. Arent Pjetur hefur verið mikill sólargeisli í lífi allra sem umgengust hann, frá honum geislaði kraftur og lífsorka. Arent hefur orðið þess að- njótandi að hafa átt marga að og hef- ur fengið bestu umönnun sem mögu- legt er. Þó einkenndi það hann að hversu mikið sem maður gaf frá sér, gaf hann alltaf svo miklu meira til baka og erum við viss um að allt þetta fólk hafi fundið þann kærleika. Arent þótti mjög gaman að hlusta á tónlist og var uppáhaldslagið hans Snert hörpu mína. Arent lauk skóla- göngu frá Grunnskólanum á Ísafirði árið 2003 og naut þess að vera innan um jafnaldra sína. Eftir það fór hann í Menntaskólann á Ísafirði og náði tveimur vetrum þar. Æ, hvar er leiðið þitt lága, ljúfasti bróðir? Þar sem þú tárvota vanga á vinblíða móður mjúklega lagðir, er lífið lagði þig, bróðir minn kæri, sárustu þyrnunum sínum, þótt saklaus þú værir og góður. Æ, hvar er leiðið þitt lága? Mig langar að mega leggja á það liljukrans smáan, því liljurnar eiga sammerkt með sálinni þinni og sýna það, vinur minn besti, að ástin er öflug og lifir, þótt augun í dauðanum bresti. (Jóhann Sigurjónsson.) Að liðnum þessum þrautum þessum þrotlausu erfiðleikum þessum endurteknu vonbrigðum þessum hverfulu gleðistundum spyrjum við þrátt fyrir allt þegar því er skyndilega lokið: Hversvegna ekki einn dag enn, aðeins einn dag? (Halldóra B. Björnsson.) Elsku Arent, bróðir okkar. Við elskum þig svo mikið og munum allt- af gera. Þú gafst okkur svo margar fallegar minningar og þær geymum við djúpt í hjarta okkar. Þú hefur loksins fengið þá hvíld sem þú átt skilið. Með sárum söknuði kveðjum við þig. Elsku barnið okkar. Við fengum að kveðja þig og kyssa í síðasta sinn. Við vitum að þú hvílir á góðum stað. Við elskum þig og söknum þín sárt. Ástarkveðja. Mamma og Pálmi, Kristrún, Jóna og Sveinn. Þú, sem að harmi þrungin(n) stynur og þreytist undir byrði kífs, treystu því, að hinn tryggi vinur, er tímum ræður hels og lífs, þín muni græða sorgarsár og sérhvert þerra harmatár. Þó að þér félli þungt að skilja við þinn í æsku náinn son, gefðu þig undir Guðs þíns vilja og gleddu þig í þeirri von, að þú hann munir síðar sjá sælunnar helga landi á. Þar sem að geisla bjartur bjarmi blikar um skæra himinslóð og alskínandi ástarvarmi alsæla gerir jarðarþjóð, í þeim sólbjarta sælugeim sjást þeir, sem skilja hér í heim. (Kristján Jónsson.) Ég sendi Eggerti, Beggu og fjöl- skyldum mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Þín frænka, Soffía Kristín (Dobba). Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Elsku Arent, svona byrjar uppá- haldslagið þitt, Kvæðið um fuglana eftir Davíð Stefánsson og Atla Heimi Sveinsson. Þetta lag mun ætíð minna okkur á þig. En nú ertu farinn og ekki annað hægt að gera en að þakka þér fyrir árin sem við höfum fengið að vera hluti af þínu lífi. Kolbrún kynntist þér fyrst og ári síðar kynntist Helga þér. Það leið ekki á löngu þar til móðir okkar, hún Ása, bættist í hópinn. Við erum allar jafn ánægðar með að hafa fengið að kynnast þér enda erum við ríkari eft- ir þessi kynni. Já, Arent, þú varst og ert þvílíkur gullmoli, yndislegur drengur sem okkur þykir innilega vænt um. Við munum ætíð varðveita þær minningar sem við eigum um þig og þær verða geymdar á góðum stað í hjörtum okkar. Þú áttir stóran þátt í því að Kol- brún lærði þroskaþjálfun og var það yndislegt að heyra lagið þitt spilað við brautskráninguna. Það er margt annað sem hægt er að þakka þér fyr- ir. Við vitum að þrátt fyrir allt er hægt að gleðjast á milli stríða og brosa í gegnum tárin. Því að þrátt fyrir allt sem hefur drifið á þína daga þá lýsti bros þitt upp umhverfið og hlátur þinn var stórkostlegur. Það var alltaf svo gaman að vera nálægt þér og þér fannst gaman þegar verið var að syngja fyrir þig. Þá skipti engu máli hvort maður var falskur eða ekki því falskur söngur gat nú fengið þig til þess að hlæja. Þér þótti svo innilega vænt um fjölskyldu þína og sýndir það stund- um á mjög sterkan hátt. Með þessu móti kenndir þú okkur að orð segja ekki alla söguna því maður verður líka að sýna tilfinningar sínar og það gast þú gert með sóma. Tvær línur úr uppáhaldslagi þínu lýsa þér vel en í þessum línum ert þú í hlutverki sól- arinnar. En sólin gyllir sund og bláan fjörð og sameinar með töfrum loft og jörð. Elsku Begga, Pálmi, Eggert, Gríma, systkini Arents og aðrir að- standendur. Við viljum votta ykkur okkar dýpstu samúð. Megi guð vera með ykkur. Og elsku Arent Pjetur, nú kveðjum við þig í hinsta sinn og þökkum þér fyrir allt. Ásgerður, Kolbrún og Helga Rebekka. Fallinn er frá kær vinur okkar Arent Pjetur og komið er að kveðju- stund. Stundir þær sem við áttum saman eru okkur mjög dýrmætar og ógleymanlegar. Þú sýndir okkur með baráttuvilja þínum hvað lífið er dýrmætt og hvað litlir hlutir geta skipt miklu máli. Það sem er sjálf- sagt hjá sumum getur orðið þrek- virki hjá öðrum og þú vannst hetju- dáð á hverjum degi. Við vottum fjölskyldu þinni okkar dýpstu samúð og um leið þakkir fyrir góð kynni í gegnum árin. Við kveðjum þig með söknuð í hjarta með þessu ljóði: Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó ég fugla skar og líka’ úr smiðjumó. Í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjörn, og sumir verða alltaf lítil börn. En sólin gyllir sund og bláan fjörð og sameinar með töfrum loft og jörð. Ég heyri’ í fjarska villtan vængjaþyt. Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stef.) Kær vinakveðja. Leiðbeinendur og stuðnings- fulltrúar hjá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra Vestfjörðum. Gæðum lífsins er misskipt milli mannfólksins og enginn skilur hinstu rökin þar að baki. Arent Pjetur Egg- ertsson átti þess ekki kost að lifa venjulegu lífi. Hann lifði í 18 ár – saga hans var stutt og átakanleg, en í henni voru líka fallegir kaflar. Hann átti við alvarlega fötlun að stríða eft- ir hörmulegt slys sem hann varð fyr- ir tveggja ára gamall og eftir það varð ekkert eins og áður, hvorki fyr- ir hann né hans nánustu. Frá þeirri stundu var hann bundinn við hjóla- stól, ófær um hreyfingar og mál. Arent Pjetur kom til skólavistar við Menntaskólann á Ísafirði haustið 2003 og var því að ljúka öðru ári námsdvalar sinnar nú í vor. Þrátt fyrir ótrúlega erfiða fötlun og hefta möguleika á samskiptum duldist engum sem á annað borð kynntist Arent Pjetri að hann var sterkur og glaðsinna persónuleiki. Skertur til máls og hreyfinga átti hann engu að síður gefandi samskipti við þá sem næst honum stóðu. Hann naut þess að hlýða á tónlist og eiga samvistir við þá sem voru honum kærastir. Falleg nærvera, blíð snerting – það voru lífgæðin sem buðust þessum ljúfa, brosmilda dreng sem á sinn hógværa og óútskýranlega hátt náði einatt að laða fram það besta í þeim sem umgengust hann –líkastur stillt- um ljósgeisla sem logar í hógværð. Sigríði Kristinsdóttur, stuðnings- fulltrúa, sem annaðist Arent Pjetur á meðan á skóladvöl hans stóð færi ég þakkir menntaskólans fyrir hennar góða og alúðlega starf. Foreldrum og ástvinum votta ég hluttekningu frá starfsfólki og nemendum skól- ans. Blessuð sé minning Arents Pjet- urs Eggertssonar – hann hvíli í friði. Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari. ARENT PJETUR EGGERTSSON Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elsku móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, RAGNHILDAR ÞORGEIRSDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Álfaskeiði 49, Hafnarfirði. Kærar þakkir fyrir góða umönnun á Hrafnistu Hafnarfirði. Guð blessi ykkur öll. Þorgeir Sæmundsson, Margrét Guðmundsdóttir, Helgi Sæmundsson, Guðbjörg Harðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir hlýhug og kveðjur við andlát og útför okkar ástkæru, KRISTÍNAR STEFANÍU MAGNÚSDÓTTUR, Kirkjuvegi 1, Keflavík. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks, sem sýndu henni ómetanlega manngæsku, hjálp og stuðning í erfiðum veikindum. Kærar kveðjur til sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur, söngvara, tónlistar- manna og útfararstjóra, sem gerðu útför hennar að hlýrri og fallegri kveðjustund. Guð blessi ykkur öll. Magnús Þór Helgason, Einar Magnússon, Ingibjörg Bjarnadóttir, Grétar Magnússon, Margrét Borgþórsdóttir, Guðríður Magnúsdóttir, Magnús Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.