Morgunblaðið - 25.06.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.06.2005, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Sækjum styrk í íslenskt náttúruafl! „Ég hef teki› Angelicu jurtaveig í flrjú ár. Mér finnst Angelica gefa mér orku, sem ég flarf á a› halda bæ›i í vinnu og lang- hlaupum. Auk fless er hún kví›astillandi og ég fæ ég sjaldan kvef.“ Fjölbreytt virkni í einum skammti. Bryndís Magnúsdóttir Reykjavík Aukin orka og vellí›an, sjaldnar kvef Fæst í lyfja- og heilsuvöruverslunum.www.sagamedica.is Nú liggur við Sundahöfn í Reykjavík skip eitt stórvaxið sem heitir MV Explorer og vegur rúm 24.000 tonn, en þar um borð eru 540 ungmenni frá Bandaríkjunum á aldrinum 18 til 21 árs. Þetta eru háskólanemar sem hafa valið sem hluta af námi sínu að vera eina önn úti á sjó á þessu skipi og sigla á milli ólíkustu landa og læra um sögu og menningu þar sem þau koma í höfn. Ísland var annað stopp á leið þessara stúdenta sem höfðu áður staldrað við í Halifax en þau eiga eftir að fara til Noregs, Rússlands, Póllands, Belgíu, Bret- lands, Írlands og Spánar. Menntandi ferðalag Sumarönnin á MV Explorer er 65 daga sigling, en á vetrarönninni er siglt í 100 daga og þá er meðal ann- ars farið til Afríku, Indlands, Bras- ilíu, Cambódíu, Víetnam, Kína, Jap- an og Hawai. Á sumarönninni er stoppað í fjóra daga á hverjum við- komustað en á vetrarönninni eru það fimm dagar. Áður en komið er að hverju landi eru nemendur um borð búnir að læra heilmikið um viðkom- andi land, bæði menningu og sögu. En auk þess þurfa þau að velja sér þrjú námskeið í hinum ýmsu fræði- greinum og sitja í þeim um borð þeg- ar skipið er úti á hafi. Þessi nám- skeið eru metin á 12 einingar í námi þeirra. Með þessari önn á sjónum kynnast þau ekki aðeins umheim- inum og víkka sjóndeildarhringinn, heldur læra þau óneitanlega í leið- inni að kynnast sjálfum sér upp á nýtt, eins og vera ber í menntandi ferðalögum til framandi landa. Hver sem er, hvar sem hann býr í heim- inum, getur sótt um að sitja önn á sjó á MV Explorer. Fara víða um Ísland Hið alþjóðlega fyrirtæki Semester at sea, (Önn á sjó) hefur verið við lýði undanfarna fjóra áratugi og siglt með 40.000 stúdenta til 60 landa á þeim tíma. Skipið var áður skemmtiferðaskip en var breytt í skólaskip og því hefur spilavítissal- urinn Golden Room til dæmis breyst í bókasafn og aðrar vistarverur í kennslustofur og tölvuherbergi. Einnig eru um borð líkamsrækt, heilsugæsla, sundlaug og bar, svo eitthvað sé nefnt. Um hundrað manns eru um borð auk nemenda, og eru það prófessorar sem sinna kennslunni, starfsfólk skipsins og eins eitthvað af ættingjum krakk- anna. Íslenska fyrirtækið Allra handa eða Iceland Excursion, skipuleggur dagsferðir fyrir þessa stúdenta um Ísland. Þeim stendur til boða að fara að Gullfossi og Geysi, í Bláa lónið, í hvalaskoðun við Snæfellsnes sem og siglingu, hestaferðir, bæjarferðir, um Suðurströndina, í Þórsmörk, að Jökulsárlóninu, jeppaferð í Land- mannalaugar og fleira. Magnaðar bjartar sumarnætur En siglandi stúdentar voru ekki síður duglegir við að fræðast um nánasta umhverfið í Reykjavík og fengu m.a íslenskan lagaprófessor til að fara með sér í Hæstarétt og Há- skólann og svo á Þingvöll í framhaldi af því til að heyra allt um hið forna Alþingi. Eins voru þau mjög spennt fyrir Höfða og vissu allt um leiðtoga- fundinn sem þar hafði farið fram. Skipið sigldi að Íslandsströndum á sumarsólstöðum og þau horfðu á sólina setjast og koma skömmu síðar aftur upp og áttu ekki orð til að lýsa þeirri upplifun. Þeim fannst næt- urbirtan á Íslandi mögnuð og sögðu hana halda fyrir sér vöku.  MENNTUN|Skemmtiferðaskipið er nú háskóli sem siglir um heimshöfin Kennslustofur og tölvuver um borð Nokkrir nemendur voru að sinna náminu í tölvuherberginu. Kevin Spear var harla ánægður með háskólann fljótandi, sem sjá má hér að baki honum. „Mér finnst frábært að vakna á morgnana til að sitja á skóla- bekk á hafi úti og fara svo í land og skoða hvali eða eitthvað annað fram- andi. Þetta er dýrt, en sannarlega þess virði.“ Kevin sagði nemendur skips- ins hafa frjálsar hendur um helgina og hann var harðákveðinn í að fara út á lífið í Reykjavík, enda heyrt mikið um ágæti næturlífsins í borginni við sundin blá. Spilavítinu var breytt í veglegt skólabókasafn, en það fékk þó að halda gamla nafninu Gyllta herbergið eða Golden Room. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is www.semesteratsea.com 65 daga sumarönn kostar tæplega 10.000 dollara eða rúmar 600.000 íslenskar krónur. 100 daga vetrarönn kostar rúma 15.000 dollara eða tæpa milljón íslenskra króna. Þrjár máltíðir á dag eru þar innifaldar en nem- endur þurfa sjálfir að borga fyrir allar skoðunarferðir í landi. Hægt er að sækja um styrki til þessara ferða hjá Institute for Shipboard Education. Morgunblaðið/Eyþór Inngangurinn eða móttakan í MV Explorer er stórglæsileg eins og skipið allt, sem er þýsk gæðasmíði frá árinu 2002. FREGNIR af vefsíðunni This is London herma að nú þurfi ekki lengur að láta rándýra ilmvatns- framleiðendur segja sér eitt eða neitt um það hvaða ilmur virkar best fyrir konur til að draga að sér karlmenn. Maður nokkur, sem vinnur á stofnun vestur í Chicago og fæst við að rannsaka lykt og bragð, gerði rannsókn þar sem hann smurði hinum ýmsu ávöxtum og grænmeti á miðaldra konur og lét í framhaldi af því menn í návist þeirra giska á aldur kvennanna. Í lofnarblómi eða hrokkinmintu, en þegar kom að konum sem ilm- uðu af greipaldin, þá héldu karl- arnir ævinlega að þær væru þó nokkuð yngri en þær eru og að meðaltali héldu þeir að þær væru sex árum yngri. Nokkrum undr- um sætti að þegar dæminu var snúið við, kom í ljós að greipaldin gerði ekki sama gagn fyrir karl- menn. Þær konur sem vilja vera yngri en þær eru, ættu því að fjárfesta hið fyrsta í greipaldin og smyrja sem mestu á sinn kropp af þeim ágæta ávexti. ljós kom að mennirnir giskuðu oft- ast á réttan aldur þeirra kvenna sem ilmuðu af banana, spergilkáli, Ilmur greipaldins yngir konur  KYNIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.