Morgunblaðið - 25.06.2005, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 25.06.2005, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2005 47 DAGBÓK Félagsstarf Félagsstarf Gerðubergs | Vegna sumarleyfa er lokað frá föstudegin- um 1. júlí, opnað aftur þriðjudaginn 16. ágúst. Vetrardagskrá hefst 1. sept. Hraunbær 105 | Miðvikudaginn 6. júlí verður farið að Skógum, borðuð ís- lensk kjötsúpa með heimabökuðu brauði, og kaffi á eftir. Svo verða söfnin skoðuð. Leiðsögumaður verð- ur Jón R. Hjálmarsson. Verð 3.800 kr. Brottför kl. 10 frá Hraunbæ 105. Skráning á skrifstofu eða í síma 587 2888. Greiða verður í ferðina fyrir 1. júlí. Hraunsel | Pútt á Vallarvelli kl. 10– 11.30. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Morgunganga Háaleitis- og Laugardalshverfis árdegis alla laugardagsmorgna kl. 10. Boðið upp á teygjuæfingar, vatn og spjall að lok- inni göngu. Sniglarnir ganga á þriðju- dögum og fimmtudögum kl. 10. Sum- arferðir 22. júní, 7. júlí og 18. ágúst. Kirkjustarf Aðventkirkjan í Reykjavík | Biblíu- fræðsla fyrir börn og fullorðna. Sér- stök unglingadeild. Samkoma hefst á eftir biblufræðslunni kl. 11. Aðventkirkjan í Vestmannaeyjum | Biblíufræðsla fyrir börn og fullorðna kl. 10–11. Aðventsöfnuðurinn í Hafnarfirði | Guðsþjónusta/biblíufræðsla kl. 11. Sérstakar barnadeildir og unglinga- deild. Safnaðarheimili aðventista Keflavík | Kl. 10.45 Biblíufræðsla fyrir börn og fullorðna. Guðsþjónusta á eftir biblíu- fræðslunni. Safnaðarheimili aðventista Selfossi | Kl. 10 Biblíufræðsla fyrir börn og fullorðna. Guðsþjónusta á eftir biblíu- fræðslunni. Krossinn | Leiðtogi sígaunahreyfing- ar í Bandaríkjunum, stórpredikarinn og forstöðumaðurinn Hamlin Parker, ásamt Ike Forester frá Bandaríkjun- um, verða á samkomu í kvöld kl. 20:30. Mikil tónlist. Allir velkomnir. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos DRENGJAKÓR frá Fredericia í Danmörku er staddur á Íslandi og verður hér til 30. júní. Kórinn syngur í Hallgrímskirkju í fyrramálið kl. 11. Eftir guðsþjón- ustuna heldur kórinn stutta tón- leika í kirkjunni. Seinna um daginn gefst tækifæri til að hlýða á kórinn í Langholtskirkju og hefst dagskráin kl. 17:00. Þeir verða í Skálholti á Drengjakór frá Danmörku í heimsókn mánudaginn. Áhersla er lögð á klassíska tónlist hjá kórnum en góð- ur félagsskapur er, að þeirra sögn, lykillinn að góðum flutningi. Stjórn- andi kórsins er Hans Chr. Magaard. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 www.heimsferdir.is Ævintýri í Toscana Munið Mastercard ferðaávísunina Einstakar sérferðir Allra síðustu sætin í sérferðir sumarsins 21. - 28. júli - 6 sæti laus Rómantík, heilsulindir, smábæir, matur og menning. Toscana svíkur engan. Perlur Ítalíu 28. júli - 11. ágúst - 5 sæti laus Listir og menning á fegurstu stöðum Ítalíu í fylgd Ólafs Gíslasonar listfræðings. Fegurstu staðir Þýskalands 12. - 25. ágúst - 6 sæti laus Rín, Mósel og Bodensee, sigling og sæla í draumaveröld. Perlur Króatíu 8. - 22. sept. - 8 sæti laus Einstök ferð um fegurstu slóðir Mið- og Suður-Króatíu. Gönguferð í Cinque Terre 1. - 8. sept. - 3 sæti laus Vinsælasta gönguferðin í ár, síðustu sætin. Króatía - Slóvenía - Ítalía-Austurríki 25. ágúst - 8. sept. - 6 sæti laus Fjögurra landa sýn, ferðin sem sló svo rækilega í gegn í fyrra . Korsíka og ítalska rivíeran 1. - 15. sept. - 7 sæti laus Ein mest spennandi nýjungin í ár. Opna myndlistarsýningu í Halldórskaffi Vík laugardaginn 25. júní. Sýningin er opin til 5. júlí og er sölusýning. Erla Magna Alexandersdóttir. NESHAGI útgáfa hefur sent frá sér bókina Dauða- djassinn eftir Arne Dahl í þýð- ingu Kristjáns Kristjánssonar. Í kynningu um bókina segir: „Dauðadjassinn er mögnuð spennusaga þar sem sögusviðið er viðskiptaheimurinn í Svíþjóð. Valdamiklir og áberandi menn í sænsku viðskiptalífi eru myrtir á óhugnanlegan hátt hver af öðrum. Stofnaður er sérstakur úr- valshópur innan ríkislögreglunnar til að fást við málið. Við upphaf rann- sóknarinnar koma brestir í fagurt yfirborð kaupsýslumannanna. Óvenjulegt líferni, syndir og spilling í þerra röðum koma í ljós. Þegar tengsl kaupsýslumannanna við rúss- nesku mafíuna koma í ljós fer ógn- vænleg og æsispennandi atburða- rás af stað.“ Dauðadjassinn er fyrsta bókin um rannsóknarhóp innan sænsku ríkis- lögreglunnar. Í kynningunni segir um höfundinn: „Arne Dahl er einn vin- sælasti spennusagnahöfundur Norðurlanda. Bækur hans hafa verið þýddar á fjölda tungumála og setið á metsölulistum víða um Evrópu. Gagnrýnendur hefja Arne Dahl til skýjanna og margir lýsa honum sem besta spennusagnahöfundi Svía í dag. Þykja bækur hans um margt minna á hinar frábæru spennusögur eftir Sjöwall og Wahlöö.“ Spenna Sumarslemma. Norður ♠10873 ♥ÁK10954 N/NS ♦-- ♣G96 Suður ♠-- ♥72 ♦ÁK953 ♣ÁKD1054 Suður spilar sjö lauf eftir þessar sagnir: Vestur Norður Austur Suður -- Pass Pass 1 lauf 1 spaði 2 hjörtu 4 spaðar 6 lauf Pass 7 lauf Allir pass Hver er áætlunin eftir spaðaásinn út? Tvennt kemur til greina: (1) Fría hjartalitinn og nota laufgosann sem innkomu. (2) Trompa tvo til þrjá tígla í borði eftir þörfum. Skoðum báða möguleika. (1) Í grunninn byggist þessi leið á því að hjartað liggi 3-2 og trompið ekki verr en 3-1. Fyrirframlíkur á slíkri legu eru rúmlega 60%. (Sá aukamögu- leiki er fyrir hendi að vestur sé með stakt mannspil í hjarta og 1-2 tromp, en líkur á því eru hverfandi.) (2) Ef tígullinn er 4-4 er nóg að stinga tvo tígla í borði. Sé sú leið valin er best að taka fyrst ÁK, stinga tígul smátt. Fara næst heim með spaða- stungu og trompa tígul. Ef báðir fylgja eru trompin tekin og þá mega þau liggja 4-0. En ef tígullinn reynist vera 5-3, verður að trompa spaða heim til að stinga síðasta tígulinn og svo aftur til að taka trompin. En þá er suður kom- inn niður á tvö tromp og þarf á 2-2 legu að halda. (Annar möguleiki er að taka ÁK í hjarta þegar tígullegan sýnir sig, svo framarlega sem sá með þrílitinn í tígli hefur ekki hent hjarta.) Það er erfitt að meta nákvæmlega vinningslíkur samkvæmt síðari leið- inni. Spilið er skothelt ef tígullinn er 4-4 og ætti að vinnast í 5-3 legunni í um það bil helmingi tilfella. Og það skilar tæplega 60% heildarlíkum. Spilið kom upp í sumarspilamennsku BSÍ á mánudaginn og leit þannig út í heild sinni: Norður ♠10873 ♥ÁK10954 ♦-- ♣G96 Vestur Austur ♠ÁK964 ♠DG52 ♥DG3 ♥86 ♦107 ♦DG8642 ♣872 ♣3 Suður ♠-- ♥72 ♦ÁK953 ♣ÁKD1054 Slemman rúllar heim eftir báðum leiðum (ef sagnhafi tekur ÁK í hjarta þegar hann sér tígulleguna, eða djúp- svínar fyrir DGx). BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Á FJÓRÐU tónleikum sumartón- leikaraðar veitingahússins Jómfrúr- innar við Lækjargötu kemur fram Brasilíu-kvartett saxófónleikarans Óskars Guðjónssonar. Aðrir með- limir kvartettsins eru gítarleikarinn Ómar Guðjónsson og slagverksleikararnir Matthías Hem- stock og Þorvaldur Þór Þorvaldsson. Sérstakur gestur kvartettsins í hluta efnisskrárinnar verður brasil- íski söngvarinn og gítarleikarinn Ife Tolentino. Tónleikarnir hefjast kl. 16 í dag og standa til kl. 18. Leikið verð- ur utandyra á Jómfrúrtorginu ef veður leyfir, en annars inni á Jóm- frúnni. Aðgangur er ókeypis. Djass á Jómfrúnni SUNNUDAGINN 26. júní lýk- ur sýningunni „Skipholt“ eftir John Bock. Á sýningunni eru verk er tengjast myndinni Skipholt sem John Bock kvik- myndaði á Íslandi fyrr á árinu. Kvikmyndin, sem er sýnd í kjallararými Kling & Bang, er klukkustundarlöng og er sýnd á heila tímanum. Sýningin í Kling & Bang gallerí er hluti af Listahátíð Reykjavíkur. Kling & Bang gallerí er opið fimmtudaga til sunnudaga frá klukkan 14–18. Sýningu lýkur LISTAKONAN Erla Magna Alexanders- dóttir opnar myndlistarsýningu í Hall- dórskaffi í Vík í Mýrdal í dag. Þetta er sölusýning og verður hún opin í tvær vikur. Erla hefur verið nemandi í Myndlistarskóla Reykjavíkur og í einka- tímum hjá Roberto Cuabany og í sumar- akademíu í Salzburg Fortress hjá Prof. Irenu og fleiri þekktum listamönnum þar. Erla Magna með sýningu í Vík í Mýrdal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.