Morgunblaðið - 25.06.2005, Page 47

Morgunblaðið - 25.06.2005, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2005 47 DAGBÓK Félagsstarf Félagsstarf Gerðubergs | Vegna sumarleyfa er lokað frá föstudegin- um 1. júlí, opnað aftur þriðjudaginn 16. ágúst. Vetrardagskrá hefst 1. sept. Hraunbær 105 | Miðvikudaginn 6. júlí verður farið að Skógum, borðuð ís- lensk kjötsúpa með heimabökuðu brauði, og kaffi á eftir. Svo verða söfnin skoðuð. Leiðsögumaður verð- ur Jón R. Hjálmarsson. Verð 3.800 kr. Brottför kl. 10 frá Hraunbæ 105. Skráning á skrifstofu eða í síma 587 2888. Greiða verður í ferðina fyrir 1. júlí. Hraunsel | Pútt á Vallarvelli kl. 10– 11.30. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Morgunganga Háaleitis- og Laugardalshverfis árdegis alla laugardagsmorgna kl. 10. Boðið upp á teygjuæfingar, vatn og spjall að lok- inni göngu. Sniglarnir ganga á þriðju- dögum og fimmtudögum kl. 10. Sum- arferðir 22. júní, 7. júlí og 18. ágúst. Kirkjustarf Aðventkirkjan í Reykjavík | Biblíu- fræðsla fyrir börn og fullorðna. Sér- stök unglingadeild. Samkoma hefst á eftir biblufræðslunni kl. 11. Aðventkirkjan í Vestmannaeyjum | Biblíufræðsla fyrir börn og fullorðna kl. 10–11. Aðventsöfnuðurinn í Hafnarfirði | Guðsþjónusta/biblíufræðsla kl. 11. Sérstakar barnadeildir og unglinga- deild. Safnaðarheimili aðventista Keflavík | Kl. 10.45 Biblíufræðsla fyrir börn og fullorðna. Guðsþjónusta á eftir biblíu- fræðslunni. Safnaðarheimili aðventista Selfossi | Kl. 10 Biblíufræðsla fyrir börn og fullorðna. Guðsþjónusta á eftir biblíu- fræðslunni. Krossinn | Leiðtogi sígaunahreyfing- ar í Bandaríkjunum, stórpredikarinn og forstöðumaðurinn Hamlin Parker, ásamt Ike Forester frá Bandaríkjun- um, verða á samkomu í kvöld kl. 20:30. Mikil tónlist. Allir velkomnir. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos DRENGJAKÓR frá Fredericia í Danmörku er staddur á Íslandi og verður hér til 30. júní. Kórinn syngur í Hallgrímskirkju í fyrramálið kl. 11. Eftir guðsþjón- ustuna heldur kórinn stutta tón- leika í kirkjunni. Seinna um daginn gefst tækifæri til að hlýða á kórinn í Langholtskirkju og hefst dagskráin kl. 17:00. Þeir verða í Skálholti á Drengjakór frá Danmörku í heimsókn mánudaginn. Áhersla er lögð á klassíska tónlist hjá kórnum en góð- ur félagsskapur er, að þeirra sögn, lykillinn að góðum flutningi. Stjórn- andi kórsins er Hans Chr. Magaard. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 www.heimsferdir.is Ævintýri í Toscana Munið Mastercard ferðaávísunina Einstakar sérferðir Allra síðustu sætin í sérferðir sumarsins 21. - 28. júli - 6 sæti laus Rómantík, heilsulindir, smábæir, matur og menning. Toscana svíkur engan. Perlur Ítalíu 28. júli - 11. ágúst - 5 sæti laus Listir og menning á fegurstu stöðum Ítalíu í fylgd Ólafs Gíslasonar listfræðings. Fegurstu staðir Þýskalands 12. - 25. ágúst - 6 sæti laus Rín, Mósel og Bodensee, sigling og sæla í draumaveröld. Perlur Króatíu 8. - 22. sept. - 8 sæti laus Einstök ferð um fegurstu slóðir Mið- og Suður-Króatíu. Gönguferð í Cinque Terre 1. - 8. sept. - 3 sæti laus Vinsælasta gönguferðin í ár, síðustu sætin. Króatía - Slóvenía - Ítalía-Austurríki 25. ágúst - 8. sept. - 6 sæti laus Fjögurra landa sýn, ferðin sem sló svo rækilega í gegn í fyrra . Korsíka og ítalska rivíeran 1. - 15. sept. - 7 sæti laus Ein mest spennandi nýjungin í ár. Opna myndlistarsýningu í Halldórskaffi Vík laugardaginn 25. júní. Sýningin er opin til 5. júlí og er sölusýning. Erla Magna Alexandersdóttir. NESHAGI útgáfa hefur sent frá sér bókina Dauða- djassinn eftir Arne Dahl í þýð- ingu Kristjáns Kristjánssonar. Í kynningu um bókina segir: „Dauðadjassinn er mögnuð spennusaga þar sem sögusviðið er viðskiptaheimurinn í Svíþjóð. Valdamiklir og áberandi menn í sænsku viðskiptalífi eru myrtir á óhugnanlegan hátt hver af öðrum. Stofnaður er sérstakur úr- valshópur innan ríkislögreglunnar til að fást við málið. Við upphaf rann- sóknarinnar koma brestir í fagurt yfirborð kaupsýslumannanna. Óvenjulegt líferni, syndir og spilling í þerra röðum koma í ljós. Þegar tengsl kaupsýslumannanna við rúss- nesku mafíuna koma í ljós fer ógn- vænleg og æsispennandi atburða- rás af stað.“ Dauðadjassinn er fyrsta bókin um rannsóknarhóp innan sænsku ríkis- lögreglunnar. Í kynningunni segir um höfundinn: „Arne Dahl er einn vin- sælasti spennusagnahöfundur Norðurlanda. Bækur hans hafa verið þýddar á fjölda tungumála og setið á metsölulistum víða um Evrópu. Gagnrýnendur hefja Arne Dahl til skýjanna og margir lýsa honum sem besta spennusagnahöfundi Svía í dag. Þykja bækur hans um margt minna á hinar frábæru spennusögur eftir Sjöwall og Wahlöö.“ Spenna Sumarslemma. Norður ♠10873 ♥ÁK10954 N/NS ♦-- ♣G96 Suður ♠-- ♥72 ♦ÁK953 ♣ÁKD1054 Suður spilar sjö lauf eftir þessar sagnir: Vestur Norður Austur Suður -- Pass Pass 1 lauf 1 spaði 2 hjörtu 4 spaðar 6 lauf Pass 7 lauf Allir pass Hver er áætlunin eftir spaðaásinn út? Tvennt kemur til greina: (1) Fría hjartalitinn og nota laufgosann sem innkomu. (2) Trompa tvo til þrjá tígla í borði eftir þörfum. Skoðum báða möguleika. (1) Í grunninn byggist þessi leið á því að hjartað liggi 3-2 og trompið ekki verr en 3-1. Fyrirframlíkur á slíkri legu eru rúmlega 60%. (Sá aukamögu- leiki er fyrir hendi að vestur sé með stakt mannspil í hjarta og 1-2 tromp, en líkur á því eru hverfandi.) (2) Ef tígullinn er 4-4 er nóg að stinga tvo tígla í borði. Sé sú leið valin er best að taka fyrst ÁK, stinga tígul smátt. Fara næst heim með spaða- stungu og trompa tígul. Ef báðir fylgja eru trompin tekin og þá mega þau liggja 4-0. En ef tígullinn reynist vera 5-3, verður að trompa spaða heim til að stinga síðasta tígulinn og svo aftur til að taka trompin. En þá er suður kom- inn niður á tvö tromp og þarf á 2-2 legu að halda. (Annar möguleiki er að taka ÁK í hjarta þegar tígullegan sýnir sig, svo framarlega sem sá með þrílitinn í tígli hefur ekki hent hjarta.) Það er erfitt að meta nákvæmlega vinningslíkur samkvæmt síðari leið- inni. Spilið er skothelt ef tígullinn er 4-4 og ætti að vinnast í 5-3 legunni í um það bil helmingi tilfella. Og það skilar tæplega 60% heildarlíkum. Spilið kom upp í sumarspilamennsku BSÍ á mánudaginn og leit þannig út í heild sinni: Norður ♠10873 ♥ÁK10954 ♦-- ♣G96 Vestur Austur ♠ÁK964 ♠DG52 ♥DG3 ♥86 ♦107 ♦DG8642 ♣872 ♣3 Suður ♠-- ♥72 ♦ÁK953 ♣ÁKD1054 Slemman rúllar heim eftir báðum leiðum (ef sagnhafi tekur ÁK í hjarta þegar hann sér tígulleguna, eða djúp- svínar fyrir DGx). BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Á FJÓRÐU tónleikum sumartón- leikaraðar veitingahússins Jómfrúr- innar við Lækjargötu kemur fram Brasilíu-kvartett saxófónleikarans Óskars Guðjónssonar. Aðrir með- limir kvartettsins eru gítarleikarinn Ómar Guðjónsson og slagverksleikararnir Matthías Hem- stock og Þorvaldur Þór Þorvaldsson. Sérstakur gestur kvartettsins í hluta efnisskrárinnar verður brasil- íski söngvarinn og gítarleikarinn Ife Tolentino. Tónleikarnir hefjast kl. 16 í dag og standa til kl. 18. Leikið verð- ur utandyra á Jómfrúrtorginu ef veður leyfir, en annars inni á Jóm- frúnni. Aðgangur er ókeypis. Djass á Jómfrúnni SUNNUDAGINN 26. júní lýk- ur sýningunni „Skipholt“ eftir John Bock. Á sýningunni eru verk er tengjast myndinni Skipholt sem John Bock kvik- myndaði á Íslandi fyrr á árinu. Kvikmyndin, sem er sýnd í kjallararými Kling & Bang, er klukkustundarlöng og er sýnd á heila tímanum. Sýningin í Kling & Bang gallerí er hluti af Listahátíð Reykjavíkur. Kling & Bang gallerí er opið fimmtudaga til sunnudaga frá klukkan 14–18. Sýningu lýkur LISTAKONAN Erla Magna Alexanders- dóttir opnar myndlistarsýningu í Hall- dórskaffi í Vík í Mýrdal í dag. Þetta er sölusýning og verður hún opin í tvær vikur. Erla hefur verið nemandi í Myndlistarskóla Reykjavíkur og í einka- tímum hjá Roberto Cuabany og í sumar- akademíu í Salzburg Fortress hjá Prof. Irenu og fleiri þekktum listamönnum þar. Erla Magna með sýningu í Vík í Mýrdal

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.