Morgunblaðið - 25.06.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.06.2005, Blaðsíða 44
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÉG SKIL EKKI ÞESSA GÁTU SVO SNÝR SVARIÐ ÖFUGT NÚNA SNÝR SVARIÐ RÉTT EN GÁTAN ER Á HVOLFI ÉG ÆTTI AÐ KOMA MÉR! ÉG OG PEGGY FLEMING SKAUTUÐUM OFT SAMAN... ... ÁÐUR EN ÉG VARÐ STJARNA! MÉR ER MÁL! VIÐ VORUM AÐ STOPPA RÉTT ÁÐAN, GETURÐU EKKI HALDIÐ Í ÞÉR EÐA HUGSAÐ UM EITTHVAÐ ANNAÐ NEI, ÉG GET BARA HUGSAÐ UM ÁR OG FOSSA NÚ ER MÉR MÁL NÆST FER ÉG EINN Í FRÍ STÍGÐU ÚT ÚR BÍLNUM OG REYNDU AÐ SKRÍÐA SKRYKKJÓTT ÆTLUM VIÐ AÐ KYNNA HARRY STRAX FYRIR NÝJA KETTINUM? NEI, MAÐUR Á AÐ HAFA ÞÁ Í SITTHVORU HER- BERGINU TIL AÐ BYRJA MEÐ... ... SVO ÞEIR VENJIST HVOR ÖÐRUM OG NÁI AÐ SLAKA Á HVENÆR HELDURÐU AÐ ÞEIR FARI AÐ SLAKA Á ÉG ÞARF AÐ TALA VIÐ FANGA HVERNIG VITUM VIÐ AÐ ÞÚ ERT HINN SANNI KÓNGULÓAR- MAÐUR SÁUÐ ÞIÐ MIG EKKI KLIFRA UPP VEGGINN NEI, OG SVO GETUR HVER SEM ER KEYPT REIPI EÐA SOGSKÁLAR GETUR HVER SEM ER GERT ÞETTA! ÉG ER HRÓLFUR HRÆÐILEGI!! ÉG BÝ YFIR SNERPU BLETTATÍGURSINS... ...STÖÐUGLEIKA STEIN- GEITURINNAR... ...OG ÞETTA ERU ALLT KOSTIR SEM GERA ÞIG HÆFAN TIL AÐ FARA ÚT MEÐ RUSLIÐ ... OG STYRK BJARNARINS Dagbók Í dag er laugardagur 25. júní, 176. dagur ársins 2005 Víkverji er, líkt ogsvo margir borg- arbúar, dreifbýlis- maður í aðra röndina, „dreifari“ eins og stundum er sagt. Kannski af þeim or- sökum hefur Víkverji sterkari taugar til landsbyggðarinnar en þeir sem teljast hrein- ræktaðir malarbúar. Og kannski þess vegna fer það sér- staklega mikið í taug- arnar á Víkverja hvað fjölmiðlamenn geta stundum verið þröng- sýnir; átt erfitt með að greina nokk- uð annað en sitt nánasta umhverfi. Fyrir utan þá augljósu staðreynd að allt fréttnæmt virðist gerast eða eiga að gerast á höfuðborgarsvæð- inu – auðvitað til hagræðis fyrir bróðurpart íslenskra fjölmiðla sem eiga aðsetur á höfuðborgarsvæðinu – þá verður fátt hvimleiðara en þeg- ar fjölmiðlamenn líta til veðurs. Þá virðist ekki annað til greina koma en að líta út um gluggann og sleikja á sér vísifingurinn og reka hann svo upp í loftið. Því ef taka á mið af út- varpsmönnum sérstaklega þá er veðrið á höfuðborgarsvæðinu það sama og veðrið á Íslandi og allt ann- að aukaatriði – nema yfir hásumar þegar borgarbúar taka sig til og glíma við þjóðveg- inn. x x x Vissulega var Vík-verji hundfúll yfir því að þurfa endilega að hafa asnast til að bruna norður yfir heiði, einmitt þegar heitasti þjóðhátíðar- dagurinn frá stofnun lýðveldisins gældi við höfuðborgarbúa. Auð- vitað var það svekkj- andi fyrir Víkverja og alla þá sem ekki voru staddir á suðvesturhorn- inu, en það sem var sýnu verra var gegndarlaus sjálfumgleði útvarps- manna sem töngluðust á hvílík endemis veðurblíða léki við þá og þeirra. Og ekki leið sú setning hjá þeim annars ágætu útvarpsmönnum á Rás 2 öðruvísi en þeir kæmu að hvurslags lukkunnar pamfílar þeir væru nú. Svo vogum við höfuðborgarbúar okkur að senda norðanmönnum tón- inn þegar þeir dirfast að láta þess getið endrum og sinnum að sólin sýni sig stundum svolítið oftar þar en fyrir sunnan. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is         Borgarleikhúsið | Í vikunni fór fram leiklistarnámskeið fyrir börn í sam- starfi Sönglistar og Borgarleikhússins. Á námskeiðinu var unnið með leiklist, söng og dans en 24 börn á aldrinum 8–13 ára, í tveimur aldurshópum, tóku þátt. Myndin hér að ofan var tekin á sýningu þar sem foreldrar, forráða- menn, vinir og vandamenn fengu að sjá afraksturinn. Enn eru laus pláss á námskeið sem hefjast 4. júlí, 11. júlí, 18. júlí og 25. júlí. Hægt er að skrá sig á netinu og í miðasölu Borgarleikhússins. Morgunblaðið/Þorkell Börn bregða á leik MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Mig langar, að þeir uppörvist í hjörtum sínum, sameinist í kærleika og öðlist gjörvalla auðlegð þeirrar sannfæringar og skilnings, sem veitir þekkinguna á leyndardómi Guðs, Kristi. (Kól. 2, 2.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.