Morgunblaðið - 25.06.2005, Síða 25

Morgunblaðið - 25.06.2005, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2005 25 DAGLEGT LÍF | FERÐALÖG Vika íDanmörku hertzerlendis@hertz.is 19.350 kr. - ótakmarkaður akstur,kaskó, þjófavörn, flugvallargjaldog skattar.*Verð á viku miðað við 14 daga leigu.* Opel Corsa eða sambærilegur ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 27 70 7 03 /2 00 5 50 50 600 Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta Hjólhýsi Eigum nokkur hjólhýsi á frábæru verði frá Fáið besta verðið án allra milliliða. Persónuleg og góð þjónusta. Nánari uppl. í síma 455-7980 og í tölvupósti island@pt.lu Ólafur Ólafsson, Luxemborg ÁSuðureyri gefst ferðamönnumnú tækifæri til að fara í róðurmeð Guðmundi Svavarssyni skipstjóra á hraðfiskibátnum Golunni ÍS. Sjóferðin er liður í ferða- mannanýjung sem inniheldur líka skoðunarferð í fiskvinnsluna Íslands- sögu, en þar geta ferðamennirnir séð hvað verður um aflann. Skoðunarferð og kvöldverður, þar sem á matseðl- inum er fiskur sem gestirnir hafa sjálfir aflað fyrr um daginn, er í boði um kvöldið auk sundferðar og gist- ingar með morgunverði á Veg- gistingu. Suðureyri er 350 manna byggða- kjarni innan Ísafjarðarbæjar sem byggir á sjávarútvegi. Að sögn Elíasar Guðmundssonar, sem rekur gistiheimilið og veit- ingareksturinn ásamt konu sinni Jó- hönnu Þorvarðardóttur, var gerð til- raun með sjóferðirnar síðasta sumar og gáfu þær góða raun því ferðamenn, sem þetta prófuðu, komu til baka með eitt sólskinsbros, segir Elías. „Ferðir þessar heilla útlendinga meira en Ís- lendinga, en við erum að leyfa gestum okkar að taka þátt í atvinnumenning- unni okkar með því að fara á sjó með alvöru sjómönnum í alvöru sjóferð á línuveiðar.“ Hér er um að ræða samstarfsverk- efni skipstjórans, fiskvinnslunnar og gistiheimilisins. Tveir sjómenn eru á bátnum og því er ekki hægt að taka fleiri en tvo ferðamenn í hverja ferð. „Við sjáum um að taka við pöntunum og hjálpum viðskiptavinunum við að upplifa íslenskt sjávarþorp með þátt- töku og fræðslu um íslenskan sjávar- útveg,“ segir Elías og bætir við að heildarupplifunin kosti rúmar 16.450 krónur. Bjóða ferðamönnum að koma með í róður  SUÐUREYRI Tómas, ferðamaður frá Ungverjalandi, bograr yfir fiskikari á Golunni ÍS ásamt Daníel Viðari Elíassyni. TENGLAR .......................................................... sudureyri.is gistiheimili@sudureyri.is Elías Guðmundsson, gistihúsaeigandi á Suðureyri, ásamt syni sínum, Daníel Viðari, um borð í Golunni ÍS. Helsinki hefur upp á margtað bjóða og í Aftenpost- en gefa fjórir Finnar ábend- ingar um tólf staði sem ferða- menn ættu að heimsækja í höfuðborg Finnlands.  Dómkirkjan Tuomiokirkko trónir yfir miðbæ Helsinki og að mati Liisa Wilkman er hún fallegasta byggingin. Liisa gengur þangað og borðar hádegismatinn á ein- hverju af 48 steinþrepunum fyrir framan kirkjuna.  Sami Hautakoski mælir með stað í næsta nágrenni kirkjunnar, þ.e. háskóla- bókasafninu. Þar er sér- stakt andrúmsloft og gott kaffihús.  Sveaborg er staður sem ferðamenn ættu að heim- sækja, að mati Leena Virt- ala-Pulkkinen, starfsmanns upp- lýsingaskrifstofu ferðamála. Stundarfjórðungsbátsferð er út í eyjuna þar sem hægt er að skoða gamlar hallir, rústir og bruggverk- smiðju.  Tallinn, höfuðborg Eistlands, er 17-18 mínútur í burtu, ef þyrla er valin sem ferðamáti en slík ferð kostar 89 evrur aðra leið. Með hraðbát tekur ferðin 90 mínútur.  Mörg góð kaffihús eru í Helsinki. Kafé Moskva í Eerikinkatu er í uppáhaldi meðal íbúa Helsinki.  Sasso er einn af fínu veitingastöð- unum og Demo er annar vinsæll veitingastaður.  Innfæddir mæla einnig með heim- sókn á markaðinn við höfnina. Ferskur fiskur, grænmeti og skinnhúfur er á meðal þess sem hægt er að kaupa.  Finnsk hönnun er þekkt víða um heim og í Helsinki er hægt að kaupa ýmislegt. Stockmann er deildaverslun og nokkrar Mari- mekko-verslanir eru í miðbænum.  Klúbbar og skemmtistaðir í Hels- inki eru af ýmsum toga. Zetor er klúbbur þar sem stemningin er sérstök og traktorar skreyta stað- inn.  Göngutúr í kringum Tölöviken er skemmtileg upplifun að mati heimamanna. Vatnið er í miðri borginni og inni í garði. Tónlistarhúsið Finlandia eftir Al- var Aalto verður á vegi manns á leiðinni. Alvar Aalto er þekktasti arkitekt Finna og verslunin Artek selur húsgögn sem hann hefur hannað. Margar byggingar í Hels- inki eru eftir hann, m.a. Akadem- íska bókaverslunin og Aalto Café.  Lautarferð á einhverri af eyjunum utan við Helsinki er góð leið til að eyða deginum. Á eyjunni Uun- insuu er veitingastaður og gufubað með góðu útsýni.  Í Helsinki eru að síðustu mörg fal- leg hús og byggingarstíllinn er blanda á milli austræns og vest- ræns stíls. Mælt er með gönguferð um borgina til að skoða arkitektúr. Tólf staðir til að heimsækja  HELSINKI Morgunblaðið/Steingerður Dómkirkjan Tuomiokirkko trónar yfir miðbæ Helsinki og að mati Liisa Wilkman er hún fallegasta byggingin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.