Morgunblaðið - 26.06.2005, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 26.06.2005, Qupperneq 19
salatbarnum. Það bendir allt til þess að það virki. Þá tekur við fimm ára ferli markaðssetningar og að koma því í neytendapakkningar.“ Íslenskt smjör gekkst undir strangar prófanir hjá innkaupastjóra WFM-verslananna. Það var borið saman við úrvalssmjör frá öðrum löndum og notað til eldunar, bakst- urs og sem viðbit. „Niðurstaða konu sem stýrir smjörinnkaupunum var sú að íslenska smjörið væri besta smjör sem hún hefði prófað. Það reyndist betur til steikingar en aðrar smjör- tegundir og bragðgæði þess þóttu einstök,“ segir Baldvin. Smjörið verður selt undir vörumerkinu SMJÖR og þar er treyst á að Ö-ið sé orðið þekkt úr listamannsnafninu heimsþekkta Björk. Farið verður að selja íslenskt smjör í Bandaríkjunum á næstu vikum. Viðunandi verð fyrir afurðir Baldvin segist telja að íslenskir framleiðendur séu almennt ánægðir með verðið sem fæst fyrir landbún- aðarafurðir á Bandaríkjamarkaði. „Þrátt fyrir lágt gengi dollarsins náum við svipuðu verði og fæst í Morgunblaðið/Guðni Einarsson Anthony A. Williams, borgarstjóri Washington DC, og Baldvin Jónsson á hátíðarkvöldverði samtaka veitinga- húsa í Washington DC í byrjun júní. myndin er að búa til sterka ímynd skyrs á næstu fimm árum. Það er framleitt úr mjólk sem á sér engan líka, er fitusnautt og próteinríkt, veitir góða munn- og magafylli og hefur mikla hollustueiginleika sem sífellt koma betur í ljós. Við höfum gefið fólki að bragða á skyrinu og reynum að fá það til að kaupa það í fá umfjöllun, því við höfum ekki efni á stórum auglýsingaherferðum í út- breiddum fjölmiðlum. Svo höfum við unnið „maður á mann“ og fengið lyk- ilfólk til að koma hingað til lands og kynnast íslenska bóndanum og sjó- manninum. Food and Fun-verkefnið hefur laðað hingað meira en fimmtíu matreiðslumeistara frá Evrópu og Bandaríkjunum sem hafa kynnst ís- lenska eldhúsinu. Við treystum á orð- sporið sem við sköpum okkur.“ Vöruheitin Smjör og Skyr Nú er verið að athuga um útflutn- ing á skyri, ostum, smjöri, laxi og bleikju. Einnig kemur til greina að flytja út súkkulaði úr íslensku mjólk- urdufti. Baldvin nefnir einnig smyrsl og snyrtivörur úr náttúrulegum ís- lenskum efnum, fæðubótarefni og fleira sem hér er framleitt með sjálf- bærum hætti. Um miðjan þennan mánuð var far- ið að kynna og selja skyr í verslun WFM í Washington DC undir vöru- heitinu SKYR. Til að byrja með er það selt í lausu úr hlaðborði, eða sal- atbar. „Skyr er ný afurð sem enginn þekkir í Bandaríkjunum. Hug- MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 2005 19                                  !"  #$ %!  

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.