Morgunblaðið - 26.06.2005, Page 20

Morgunblaðið - 26.06.2005, Page 20
20 SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ heildsölu hér á landi. Þegar gengi dollarsins lækkaði bjargaði það út- flutningi lambakjötsins að nýjar geymsluaðferðir gerðu okkur kleift að flytja það með skipum í stað flug- véla. Það væri skemmtilegra að flytja landbúnaðarvörur til Bandaríkjanna og fá yfir 100 krónur fyrir dollarann, í stað þess að fá 65 krónur. Verði gengisbreyting þannig að dollar hækki í verði vonum við að sá ávinn- ingur skili sér til afurðastöðva og framleiðenda. Við sjáum þennan út- flutning sem vænlegan kost, því það er hægt að auka framleiðslu bæði í sauðfjárrækt og mjókurframleiðslu.“ Eftirlitskerfin markaðstæki Baldvin segir að ekki megi líta á eftirlitskerfi í sjávarútvegi og land- búnaði sem hvimleiðar hindranir, heldur megi nota þau til hagsbóta í útflutningi. „Að mati allra þeirra sem ég hef fengið hingað og hafa kynnst fiskveiðistjórnunarkerfinu þá er það talið eitt allra fullkomnasta eftirlits- kerfi með auðlindanýtingu sem um getur. Sama gildir um nýja gæða- stýringu í landbúnaði. Ávinningur kerfanna á að skila sér í hærra verði til þeirra sem bera mesta ábyrgð á auðlindunum, sjómanna og bænda. Ég sé eftirlitskerfin sem markaðs- tækifæri. Nú skrá sjómenn hvað þeir veiða og hvar. Það er hægt að nýta þannig að þegar viðskiptavinir standa við búðarborðið í erlendri matvöru- verslun geti þeir fengið upplýsingar um hvar og hvenær tiltekinn fiskur var veiddur við Ísland, hver veiddi hann, hvenær honum var landað, hvar hann var unninn og hvenær hann fór með flugi úr landi. Hvenær hann lenti og kom í verslunina. Einn- ig upplýsingar um bátana og jafnvel skipstjórana sem taka þátt í þessu. Gæðastýring í landbúnaði gerir kleift að rekja uppruna hvers lambs, frá hvaða bæ og bónda það kemur. Það er til fólk sem borgar meira fyrir svona afurðir. Öll markaðsfræði gengur út á að segja sögur, sögur sem eru sannar. Forsenda og saga byggðar í landinu byggist á bóndanum og sjómann- inum. Við skulum ekki gleyma því í kapphlaupinu um veraldlegu gæðin.“ gudni@mbl.is Íslenskir kjötiðnaðarmeistararfengu nýlega tækifæri til vera„innanbúðar“ hjá Whole Foods Market-verslun (WFM) í Washington, DC, í Bandaríkjunum í nokkra daga, auk þess að heim- sækja fleiri verslanir í þremur fylkjum. Þessar verslanir hafa ver- ið í fararbroddi í sölu á íslensku lambakjöti í Bandaríkjunum. Kjötiðnaðarmeistararnir eru þeir Ólafur Júlíusson, sölustjóri hjá Ferskum kjötvörum hf., og Óli Þór Hilmarsson, starfsmaður MATRA – matvælarannsókna á Keldnaholti (samstarfsverkefni Iðntæknistofn- unar og Landbúnaðarháskóla Ís- lands). Um þessar mundir eru starfs- menn MATRA að leggja lokahönd á nýtt námsefni fyrir Samtök versl- unar og þjónustu. Námsefnið er ætlað ófaglærðu starfsfólki kjöt- deilda og kjötborða í verslunum. Þetta er í fyrsta sinn sem sérhæft námsefni á þessu sviði hefur verið útbúið fyrir aðra en kjötiðn- aðarmenn. Sem sölustjóri Ferskra kjötvara fæst Ólafur Júlíusson einnig við leiðbeiningar og ráðgjöf til starfs- fólks í kjötborðum verslana. Þeir sögðu Morgunblaðinu frá því sem þeir urðu fróðari um í kynnisferð sinni bakvið kjötborðin í Ameríku. Eftirtektarverð tækni Ólafur segir að það hafi verið ný reynsla fyrir sig að fá að kynnast rekstri þessara verslana svo náið. Til þessa hafi menn ekki einu sinni fengið að taka ljósmyndir í svona verslunum vestanhafs. Óli Þór seg- ir að sér hafi þótt eftirtektarverð- ust tæknin sem notuð var í kjöt- borðunum. „Þeir eru með lokuð kjötborð, meðan við erum með opin kjötborð. Rýrnunin hjá þeim er mun minni en þekkist hjá okkur. Þá er miklu minni meðhöndlun á kjöt- inu. Eftir að kjötið er komið í borð- ið fer það yfirleitt ekki þaðan, nema til viðskiptavina.“ Ólafur tók eftir því að viðskipta- vinirnir völdu sér ekki bita úr borð- inu, heldur fengu þá kjötsneið sem var næst í röðinni. Óli Þór segir að skýringin á þessu sé sú að kjöt- borðið hafi verið svokallað skammtaborð. Allir skammtar í hverri tegund hafi verið jafnstórir. Hann nefnir til samanburðar ís- lensku lærissneiðarnar sem séu til í öllum stærðum. Íslendingar séu ekki farnir að hugsa í skömmtum. Hér sé kjöthakk afgreitt úr stórum bakka, en þarna hafi verið búið að deila hakkinu í punds þunga skammta, sem samt voru ópakkaðir og hægt að fá hluta úr skammti. „Þeir passa líka að skilja á milli allra kjötsneiða og bita með eins konar húðuðum smjörpappír sem leysist ekki upp. Þetta hef ég hvergi séð gert annars staðar. Þetta eykur geymsluþol kjötsins mikið ásamt stöðugri kælingu í kjötborðinu.“ Ólafur sagði að verðlagið, eink- um á nautakjötinu, hafi komið sér á óvart. „Við höfum verið annálaðir fyrir að vera með dýrt kjöt, ekki síst nautakjöt. Svo kemur maður í þessa hágæðaverslun, sem tilheyrir einni af vinsælustu verslanakeðj- unum í Bandaríkjunum, og sér að nautakjötið hjá þeim er í sumum til- vikum dýrara en hjá okkur. Þeir segja að nautið sem þeir selji sé „líf- rænt ræktað“, alið á grasi sem er mjög sambærilegt við okkar kjöt.“ Óli Þór segir að algengt verð á nautasteikum hafi verið 50 – 60 dal- ir á kíló (3.200 – 3.800 kr.) og jafn- vel tvöfalt hærra fyrir dýrustu bit- ana. Ísland hátt skrifað „Íslenska lambakjötið smell- passar inn í þessar verslanir,“ segir Óli Þór. „Það passar alveg inn í hugmyndafræðina og þessar versl- anir eru besta umgjörð um sölu á ís- lensku lambakjöti sem hægt er að hugsa sér.“ „Já, og viðskiptavinirnir eru farnir að bíða eftir lambakjötinu,“ segir Ólafur. „Þegar við sögðum að við værum frá Íslandi lyftist á þeim brúnin og þeir spurðu hvenær ís- lenska lambakjötið kæmi! Mér þótti gaman að heyra nánast hvern ein- asta viðskiptavin spyrja að þessu. Það var greinilegt að Ísland er mjög hátt skrifað og það aðallega út af lambakjötinu. Allir sem versla í þessum búðum tengja Ísland við lambakjöt og hreinleika.“ Ólafur segir að lambakjöt í þess- um verslunum sé skorið svipað og við þekkjum. Kótilettur, úrbeinuð og heil læri, hryggir skornir í kór- ónur þannig að skorið er frá rifja- beinunum. Þessa hugmynd hefðu þeir fengið frá Íslandi. Ólafur segir að Íslendingar, ekki síst kjötiðn- aðarmenn, hafi lengi heyrt talað um útflutning á íslensku lambakjöti og hvað hann sé mikilvægur. „Þeg- ar maður sér þann árangur sem hefur náðst þarna úti og fær hann Íslenska lambið selur landið Belgískar vöf Nýlega bættist við enn einn ljúffengur réttur í kaffiteríu Perlunnar. Bragðið á gómsætum nýbökuðum belgískum vöff lum í kaffiteríunni á 4. hæð. Næg ókeypis bílastæði! BELGÍSKAR VÖFFLUR Veitingahúsið Perlan - S: 562 0200 - perlan@perlan.is - www.perlan.is Hr in gb ro t Íþróttir á morgun Helgin öll…

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.