Morgunblaðið - 26.06.2005, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 26.06.2005, Qupperneq 28
28 SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ S krifari lauk fyrri pistli með því að vísa til vel- gengni sígildra miðla í myndlist um þessar mundir, þar með er hann þó síður en svo að gefa í skyn að markaðshyggja skipti máli í sköp- unarferli myndverka. Allt annað mál að opið gagnsætt framboð hefur drjúgu hlutverki að gegna um miðlun og útbreiðslu hvers konar framsæk- innar myndlistar, skoðanaskipta og skoðanamyndana. Mikilvægt að að- gengi áhugasamra sem og almennings sé sem skilvirkast, þannig að hverjum og einum gagnist sem best má verða til aukins sjónræns þroska. Heims- borgirnar leggja og mikinn metnað í að rækta þetta sem best má verða og gefa fólki fjölþætta valmöguleika. Listahátíð 2005 vekur upp margar áleitnar hugleiðingar um stöðu mynd- listar hér á landi, jafnframt raun- sönnu aðgengi almennings að öllum hliðum hennar, vangaveltur sem eiga ekki að liggja í þagnargildi né vera einsleit samræða undir rós. Þrennt má vera mikilvægast um heilbrigða döngun markaðsins; hlut- lægni, stuðningur og uppörvun. Inni ber að dreifa öllum tegundum gildrar listsköpunar út í þjóðfélagið, styðja einarðlega við bakið á metnaðarfullri listsköpun, loks umbuna gerendum að verðleikum. Alla einsleitni og ein- angrun ber að forðast, listin er hvorki eign né einkamál fárra, sveigjanleiki og fjölbreytni er það sem gildir ásamt réttinum til að velja og/eða hafna. Alþjóðahyggja markast ekki af að liggja á fjórum fótum fyrir fjar- stýrðum listastefnum stóru og ríku listhúsanna úti í heimi, ei heldur ut- angarðslist og þjóðfélagshyggju. Svo komið er aðferðafræði listhúsanna ná- kvæmlega hin sama og tískuhúsanna í París, London og New York, og eins og margur veit úreldist ekkert hraðar en tískan. Markaðsrisunum í hag að nýtt eldist með hraði og skapi um leið þörf á snöggum og reglubundnum umskiptum. En langt fram á síðustu öld hverfðist hins vegar kjarni þess sem á endurreisnartímanum var skil- greint sem list um traust og varanleg gildi, og þannig séð og skoðað er allt markvert og safaríkt sköpunarferli tímalaust. Helstur styrkur þess á al- þjóðagrunni öðru fremur er að það sé í góðum samhljómi við staðbundna fjölbreytni mannlífsins og sköp- unarverksins allt um kring. Líkt og margur veit eru nátt- úrusköpin harður húsbóndi og það er listin líka. Höfuðskepnurnar eiga það til að bregða á óformlegan leik ynd- isþokkafullan sem nöturlegan og lista- menn draga gjarnan dám af hvoru- tveggja í vinnubrögðum sínum. Á stundum er talað á hástemmdum nót- um um þann vitsmunalega þroska sem maðurinn hafi fram yfir önnur dýr jarðar sem og náttúruna, en þá er spurn hvort ekki leynist nokkrir óáþreifanlegir vitsmunir í sjálfri raf- magnaðri verundinni, og hvar mað- urinn væri staddur án þeirra? Naum- ast er mannskepnan afsprengi heimsku, þótt ýmsir telji hana hálf- gerðan moldarklump, að hún kunni sig ekki í sköpunarverkinu, sé óæski- legur og hættulegur hliðarvöxtur sem ógni öllu lífi á jörðinni. Tilgangslausa sjálfseyðingarhvöt skortir hana ber- sýnilega ekki, þvert á móti ríkulegar gædd henni en flestar aðrar dýrateg- undir, við offjölgun eyða þær sér sum- ar til hags viðgangi stofnsins ef nátt- úran sjálf hefur gleymt þeim þætti þróunarkeðjunnar og ber vott um eðl- isbundna framsýni. Anganvangurinn græni svo ekki skynlaust fyrirbæri heldur mettuð heild grómagna og margþættra dulinna afla og skynjana, sem aftur hreyfa ríkulega við skyn- færum og vitsmunum okkar sjálfra, hvorutveggja ósýnileg en býsna áhugaverð fyrirbæri. Ekki meira um slíkan orða-vaðal né heimspeki, en égtel rétt að minna á þettaallt í ljósi þessa einangraða fyrirbæris sem nefnist hugmynda- fræðileg list og fer víða mikinn nú um stundir. Um er að ræða eins konar uppvakning frá ný-dada áttunda ára- tugarins, í lok hans voru mörg heims- þekkt listhús beggja vegna Atlantsála á barmi gjaldþrots. Áhrifamiklir kenningasmiðir, áttavilltir af blindri þráhyggju ásamt viðhengjum þeirra töldu sig engu að síður vera með nafla heimsins í lúkunum, bólusett og heila- þvegin kynslóð fylgdi grandlaus í kjöl- farið. Einangruðu og eignuðu sér fljótlega hugtakið samtímalist, þótt það liggi í augum uppi að kórrétt skil- greining hlýtur að marka alla lífræna nýsköpun í samtímanum án tillits til vinnuferlis eða þeirra efnisþátta sem gerendur hafa hverju sinni handa á millum. Þá er fráleitt að mögulegt sé að útiloka tjámiðla til hags fyrir aðra í þeim mæli sem menn höfðu tilhneig- ingu til að gera. Sækir að stórum hluta fyrirmynd í niðurrif skynlauss múgs á menningarverðmætum for- tíðar í nafni almannaheilla í Sovétríkj- unum, löngu seinna menningarbylt- ingarinnar í Kína. Í báðum tilvikum með hörmulegum afleiðingum sem með ári hverju koma skýrar upp á yf- irborðið. Hin svonefnda 68-kynslóð, líka nefnd sjálfhverfa kynslóðin, sótti mikið til fyrirmynd sína til menningarbyltingarinnar og rauða kvers Maós sem út kom 1966. Eins og í austrinu tók hún að rústa viðteknum þjóðfélagslegum gildum í vesturheimi, einkum menntakerfinu, þá ekki síst í listaháskólum og listakademíum. Þetta vita þeir sem vita vilja, og alveg rétt að margt mátti stokka upp á tíma- skeiðinu, umtalsverðar hræringarnar raunar merkjanlegar áratug áður, hafi þær ekki staðið í aðskiljanlegri mynd frá stríðslokum. Til að mynda reglulegum uppstokkunum listgilda allan sjötta og sjöunda áratuginn þó án múgæsinga og skemmdarverka fram til 1968. Einkennandi fyrir þessi hvörf í listum; abstraktið, óformlega málverkið, strangflatalistina, atburð- arrásarmálverkið (action painting), flúxus og poppið, er að í kringum þau og aðra hliðargeira mynduðust ákveðnir harðir kjarnar. Mismikið bar á þeim í heimslistaborgunum, þar eitt og annað framúrstefnulegt samtímis á döfinni. Þróunin var hins vegar til muna altækari í smærri samfélögum, einkum ef einn geiri varð ráðandi og þrýsti öðrum niður, aldrei af hinu góða þegar eitthvað afmarkað er gert að stórasannleik, allt utan hans van- metið og lítilsvirt, verður eðlilega hemill á opna og heilbrigða fram- vindu. Áralangar deilur um óhlutlæga og hlutlæga list reyndust er fram liðu stundir léttvægar enda reistar á röng- um forsendum, voru þó í takt við tíð- arandann, lífið sjálft nefnilega mikið til abstrakt og þó í hlutvöktum bún- ingi. Veruleikinn er afstæður; sitji mað- ur til að mynda í lest æðir jörðin neð- an gluggans með ofsahraða í gagn- stæða átt, beini maður sjónum lengra frá sér til landlagsins hægir til muna á hraðanum, merkilegast þó að litið til sjónhringsins fylgir hann í sömu átt! Hér er komið skýrt dæmi um sjón- rænt afstæði tímans í rýminu og til- verunnar um leið – vitundin um þrenninguna; tímann, rýmið og til- veruna, aflið sem knúði þekkingarleit áfram í mannheimi frá fyrstu menn- ingarskeiðum. Einkennandi fyrir áhangendur hins harða geira samtímalista er sjálfhverf vissan, sem berlega kom fram á nýaf- staðinni listahátíð, undanskilið er þó lífsverk Dieters Roth þrátt fyrir alla naflaskoðun í þeim ranni, Ólafur Elíasson og Finnbogi Pétursson hvor á sinn hátt sér á báti. Dieter Roth var barn síns tíma og sjálfum sér sam- kvæmur til hins síðasta, ryksuga á nú- listir og nýhugmyndir samtímans. Hins vegar vandast málið þegar kem- ur að sporgöngumönnunum, verk þeirra virka tíðum sem lúnar óupplif- Meira kringum Listahátíð Dieter Roth: Miðlægt sólarlag 1968, sósa á pappír í plastumbúðum, 27 9/16 x 27 11/16. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson aðar endurtekningar dada og ný dada hvað sem öllum samruna listgreina og viðbótum nýtæknimiðla viðvíkur. Samruninn hefur fátt gert raunhæfar en að fjarlægjast upprunaleg grund- vallaratriði myndlistarinnar og í þeim mæli að hann hefur framkallað nýjan afmarkaðan listgeira; fjöltækni. Skilin á milli eru á stundum jafn alger og hvað varðar fagurbókmenntir og djassballett. Ristir grunnt að halda því fram, að allir þeir sem hugnast síður þessi þró- un séu á móti hinum nýju viðhorfum, heimalningar í heimslistinni. Við blas- ir einfaldlega að stefnumörkin sækja stöðugt minna til myndlistar, fjar- lægjast upphaflega hugtakið. Væri allt eins hægt að kalla þetta flótta og uppgjöf fólks sem hefur ekki tilfinn- ingu fyrir litum, línum og formrænni mótun; málverki, höggmyndum, riss- um sem og hliðargeirum miðlanna. Málið líka að myndlistarmenn fylgj- ast margir hverjir fordómalaust og af stakri athygli með framvindunni, meðan hinir snúa baki við gömlu að- ferðunum, loka að sér og láta ekki sjá sig á söfnum og sýningum nema þar sé eitthvað uppi sem varðar þá sjálfa, viðhorfin virðast jafnvel orðin kennslugrein í listaskólum, hér gildir að vera „trendy“. Úreldist þó seint að takast á við gömlu tjámiðlana, upp í hugann kemur framslátturinn marg- frægi: Fígúran er dauð, allir viðlíka sleggjudómar sannanlega dæmdir til að lifa sig. Hinn hreini og ómengaði myndheimur býr yfir óþrjótandi möguleikum (til að); fanga sinnið og minnið og hverja æð, – tíminn glitrar og draumurinn er þekking, svo vitnað sé í ljóðlínur tveggja skálda; Einars Benediktssonar og Paul Valerys, í samhengi til hliðar. Myndheimurinn í blæbrigðaríkidómi sínum ígildi tón- listar fyrir augað á líkan hátt og tón- list er víðáttumikill heimur hljóm- rænna fyrirbæra, í báðum tilvikum er höfðað til þroskaðs skynheims njót- andans, síður vitsmuna. Og svo minnst sé á tónlistinavar hún enn einu sinni sig-urvegari Listahátíðar bæðihvað varðar athygli al- mennings og fjölbreytni. Táknrænt að listahátíð endaði með tónleikum Önnu Sofie von Otter, einstefnunni ekki fyrir að fara hjá þeirri dívu. Að baki hvorki grunnfært gaman, flipp, hipp né hopp, heldur gífurleg vinna, takmarkalaus metnaður og atorka. Hugmyndafræðileg einstefna ein- kenndi hins vegar „myndlist“ á Listahátíð 2005, sem spegla skyldi nú- viðhorf um þessar mundir. Við slíkum vinnubrögðum snýr jafnt áhugamað- urinn sem almenningur baki. Marg- reynt í útlandinu og virðist bersýni- lega vera að gerast hér þrátt fyrir litríka markaðssetningu hvar lófa- klappið var ekki sparað, einangraðist þó aðallega við framkvæmdaaðila og viðhlæjendur þeirra. Markaðs- setningin þannig aldrei meiri ef ekki hatramari en að þessu sinni, var líkast sem öll fyrri viðleitni um miðlun myndlistar til almennings hafi verið harla léttvæg, naumast til. Áherslu- þunginn slíkur að til að mynda var á óþyrmdarlegan hátt litið framhjá framlagi fyrrum ritstjóra Lesbókar sem allt frá upphafi Listahátíðar 1970 og til loka starfsferils síns var jafn- aðarlega í viðbragðsstöðu um skil- virkni hvað myndlistina snerti. Að öllu samalögðu lítur þannig út fyrir að skoðanalegt trúboð hafi verið meg- inveigurinn að þessu sinni, öllu tjald- að í nafni alþjóðavæðingar. Sjálfsagt óumdeilt að mikil þörf er á markaðs- væðingu íslenskrar myndlistar sem gerist helst með innrás, að menn líti í eigin barm og styrki hinar veiku grunnstoðir heima fyrir. – Að öllu samanlögðu eru tilburð- irnir þannig helgaðir útrás íslenzkra núlista á heimsmarkað undir mörgum formerkjum teiknum og erlendri leið- sögn, hér á ferð einangrað fyrirbæri sem helst mætti nefna „Samtímalist Group“. Ber að sjálfsögðu að óska hópnum velfarnaðar, en minna um leið á að Palli var ekki einn í heiminum, sömu- leiðis ár og dagar síðan heita vatnið var fundið upp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.