Morgunblaðið - 26.06.2005, Page 31

Morgunblaðið - 26.06.2005, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 2005 31 milljónum, jafnvel milljarði ef ekki meiru í ein- staka tilvikum. Hvaðan koma þessir peningar. Hvar fá fyrir- tækin peningana til þess að borga bönkunum svo háar þóknanir, að ekki sé talað um þegar um mjög skuldsett kaup er að ræða? Þau geta ekki fengið peningana frá öðrum en viðskiptavinum sínum og ná þeim af þeim með einum eða öðrum hætti. Fjárfestingarbankastarfsemi hér gæti verið verðugt rannsóknarefni í þeim mörgu við- skiptaháskólum, sem hér hafa orðið til á seinni árum. Áhrif þeirra á viðskipta- og atvinnulíf eru ekki ljós. Hefur starfsemi þeirra orðið til góðs eða …? En stóra spurningin í tengslum við umræðu- efni þessa Reykjavíkurbréfs er kannski sú, hvort og þá hvaða áhrif bankarnir hafa á hlutabréfa- markaðinn hér og verðmat hans. Bankarnir eru sjálfir skráðir á markaði hér. Þeir eiga sjálfir hluti í fyrirtækjum, sem eru skráð á markað og þeir lána peninga til hlutabréfakaupa, sennilega í stórum stíl. Þeir eiga með öðrum orðum mikilla hagsmuna að gæta í sambandi við verðmæti hlutabréfa. Og þá er ekki óeðlilegt þótt spurt sé hvort þeir eigi þátt í því að halda uppi verði hlutabréfa á þessum litla markaði? Í bók, sem Robert Reich, vinnumálaráðherra í fyrri ríkisstjórn Bill Clintons, skrifaði eftir reynslu sína af ráðherrastörfum í Bandaríkjun- um lýsti hann því, hvernig hann, Hillary Clinton og aðrir umbótasinnar í liði forsetans höfðu hvað eftir annað orðið að lúta í lægra haldi fyrir hags- munum Wall Street í átakamálum innan ríkis- stjórnarinnar. Fjármálaráðherrann þurfti ekki að segja annað en að Wall Street mundi ekki líka þetta eða hitt til þess að horfið væri frá því. Frá- sögn Roberts Reich sýndi hvaða lykilstöðu bandaríski hlutabréfamarkaðurinn hefur í bandarísku efnahagslífi. Getur verið að hlutabréfamarkaðurinn hér sé að ná sömu stöðu? Það eru miklir hagsmunir í húfi ef veruleg lækkun verður á verði hlutabréfa. Bankarnir eiga mikilla hagsmuna að gæta. Við- skiptavinir þeirra eiga mikilla hagsmuna að gæta. Verðfall á hlutabréfum hefur í för með sér keðjuverkanir. Verðið lækkar. Bankarnir kalla eftir innborgunum frá þeim, sem þeir hafa lánað fé til hlutabréfakaupa. Í sumum tilvikum geta þeir hinir sömu ekki borgað. Bankarnir hafa lán- að þeim peninga, sem þeir sjálfir hafa tekið að láni og verða að borga o.s.frv. Það getur verið stutt í stórvanda ef svona þróun fer af stað. Það er ekki nema rúmur áratugur síðan alvarleg bankakreppa kom upp á Norðurlöndum, sérstak- lega í Noregi og að einhverju leyti í Svíþjóð. Um leið og hlutabréf byrja að lækka í verði er hægt að stöðva þá þróun eða snúa henni við með því að einhver annar aðili fari að kaupa. Sl. haust mátti sjá athyglisverða þróun á verði hlutabréfa í einu fyrirtæki á markaðnum hér. Að morgni hóf fyrirtæki að selja bréf, sem lækkuðu ört fram að hádegi. Þá kom stór aðili og keypti og eftir há- degið var haldið áfram að kaupa þangað til bréfin höfðu náð sama verði og þau voru í þegar sala þeirra hófst við upphaf viðskipta að morgni. Lög- legt – en hvað var verið að gera? Er þetta skýr- ingin á háu hlutabréfaverði hér – nánast hinu hæsta í heimi? Nú er engin ástæða til að ætla mönnum að stunda viðskiptahætti, sem ekki þættu góðir við- skiptahættir. Ástæðan fyrir þessum vangavelt- um er hins vegar þessi: í árdaga íslenzka hluta- bréfamarkaðarins var hægt að skýra hátt verð og miklu meiri hækkanir en á öðrum mörkuðum með því að þetta væri ungur markaður, sem væri að ná áttum. Það er varla hægt að nota þá skýr- ingu nú. Hvað veldur þá háu mati á íslenzkum hlutabréfum, þegar erfitt er að sjá rökin fyrir því háa verðmati hjá öðrum fyrirtækjum en bönk- unum sjálfum og kannski jafnvel ekki þeim, ef verðmæti þeirra á markaðnum hér er borið sam- an við verðmat banka í nálægum löndum? Að mörgu leyti er hlutabréfamarkaðurinn hér kannski lykillinn að því að skilja þá velmegun, sem hér ríkir. Ef honum er haldið uppi með handafli er augljóst að þessi mikla velmegun er ekki á bjargi byggð. Ef hins vegar markaðurinn starfar með eðlilegum hætti er mikil ástæða til bjartsýni. Opnara eftirlit Hvernig er hægt að skapa hjá fólki þá til- finningu að allt sé með felldu mitt í allri velmegun okkar? Fyrst og fremst með því að starfsemi eftirlitsstofnana sé gagnsærri og opnari. Gagnsemi Fjármálaeftir- litsins er mjög takmörkuð. Í raun og veru vita mjög fáir, hvort stofnunin hefur skilað góðu verki eða engu. Ástæðan er sú, að Fjármálaeftirlitið starfar nánast fyrir luktum dyrum. Það er sjald- gæft að skýrt sé frá því hvað það hafi fyrir stafni eða hverjar niðurstöður þess hafa orðið. Það er ekki við starfsmenn þess að sakast. Þeir starfa í samræmi við þann starfsramma, sem þeim hefur verið settur. Þetta er óþægileg staða fyrir Fjár- málaeftirlitið. Þetta er óþægileg staða fyrir frá- farandi forstjóra þess, Pál Gunnar Pálsson, sem er að hverfa til annarra mikilvægra starfa. Það er kannski fámennur hópur innan fjármálakerfis- ins, sem hefur einhverja hugmynd um hvort þessi stofnun hefur staðið sig vel eða illa. Almenningur verður að hafa vissu fyrir því, að stofnun á borð við Fjármálaeftirlitið sinni hlut- verki sínu og verkefni. Almenningur verður að hafa vissu fyrir því, að Fjármálaeftirlitið og Kauphöll Íslands fylgist með því, hvort verið sé að handstýra hlutabréfaverði á íslenzka hluta- bréfamarkaðnum. En hvernig er hægt að búast við því að Kauphöllin geri það, þegar hagsmuna- aðilar eiga aðild að stjórn hennar? Á þetta hefur Ágúst Einarsson prófessor bent hvað eftir ann- að. Ef horft er á umhverfi okkar hér út frá bjart- sýnu sjónarhorni er myndin sem við blasir þessi: Okkur hefur tekizt það, sem lagt var upp með fyrir fjórum áratugum, þegar samið var um ál- verið í Straumsvík og ákvörðun tekin um Búr- fellsvirkjun, þ.e. að skjóta fleiri stoðum undir efnahags- og atvinnulíf okkar. Við erum ekki háðir sjávarútveginum eins og við vorum í krepp- unni 1967–1969, sem skall á vegna aflabrests á síldveiðum og vetrarvertíð fyrir Suðurlandi og vegna verðlækkana á fiski á erlendum mörkuð- um. Nú er áliðnaðurinn orðinn önnur meginstoð- in undir afkomu þjóðarbúsins ásamt sjávarút- veginum. Ferðaþjónustan er á góðri leið með að verða þriðja stoðin og útrás íslenzku fyrirtækj- anna til annarra landa sú fjórða. Það er útrásin, sem er að skapa ný verðmæti, sem eiga þátt í þeirri miklu velmegun og uppgangi, sem ríkir. Svartsýna sjónarhornið er þetta: þessi velmeg- un er óskiljanleg. Sjávarútvegurinn er bundinn af kvótatakmörkunum og í spennitreyju vegna gengis. Áliðnaðurinn gengur að vísu vel. Útrásin er fjármögnuð með gífurlegri skuldsetningu og ekki þarf annað en verulega röskun á núverandi efnahagsjafnvægi á Vesturlöndum til þess að hún hrynji og þá hrynur margt með. Sennilega fer það eftir upplagi og aðstöðu hvers og eins, að hvorum kostinum hann hallast. En hitt er víst, að þjóðin mundi kunna því afar illa ef brestur kæmi í velmegunina. Morgunblaðið/Árni Torfason ma hvæsti eilítið þegar ljósmyndarinn hætti sér of nærri. En ungunum virtist vera sama. Hvar er þá auðs- uppsprettan? Í ferðaþjónustu? Þar eru mikil umsvif en þau eru ekki skýr- ingin á því að við höfum skipað okkur í sveit með ríkustu þjóðum heims. Útrásin? Það er ekki hægt að útiloka það. En er hún nú þegar farin að skapa svona mikil verðmæti? Ís- lenzku fyrirtækin hafa verið að kaupa fyrirtæki í öðrum löndum á allra síð- ustu árum og miss- erum. Yfirleitt er þar um mjög skuld- sett kaup að ræða og ekki enn komið í ljós, hvernig gengur að reka þau … Laugardagur 25. júní 2005

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.