Morgunblaðið - 26.06.2005, Page 36

Morgunblaðið - 26.06.2005, Page 36
36 SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Fjólugata - Rvk. sérh. Nýkomin í einkasölu sérlega falleg 156 fm sérhæð á tveimur hæðum í Þingholtunum. Eignin skipist í aðalhæð með eldhúsi, stofum, herbergi o.fl., neðri hæð með tveimur rúmgóðum svefnherbergjum, baði, þvotta- húsi, geymslum og o.fl. Mjög fallegur garður, hiti í stéttum. Frábær staðsetning. Verð 33,5 millj. Laugavegi 170, 2. hæð. Opið virka daga kl. 8-17. Sími 552 1400 ● Fax 552 1405 www.fold.is ● fold@fold.is Þjónustusími eftir lokun er 694 1401. Skaftahlíð 10 - 105 Reykjavík Viðar Böðvarsson, viðskiptafr. og lögg. fasteignasali. Glæsileg 110 fm 4ra herb íbúð. Tvö góð svefnherbergi. Rúmgóð stofa og borðstofa. Fallegt baðherbergi. Vönduð og falleg gólfefni. Auðvelt að bæta við aukaherbergi. Björt og glæsileg eign með frábæra stað- setningu. LAUS STRAX. Verð 20,5 millj. 6743 Sími 575 8500 Fax 575 8505 Síðumúla 11 • 2. hæð • 108 Reykjavík Jón Ellert Lárusson, lögg. fasteignasali Vorum að fá til sölumeðferðar söluturn við Síðumúla í Reykjavík. Ágætlega tækjum búinn og með fína viðskiptavild. Velta svipuð allt árið um kring. Nánari upp- lýsingar gefur Gunnar á Fasteignamiðlun í síma 575 8508. SÖLUTURN - TÆKIFÆRI OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 9-18 Eiðismýri 20 - Raðhús OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 16-18 Ólafur B. Finnbogason, sölumaðu Vorum að fá í einkasölu fallegt og vel skipulagt 204 fm raðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr á þessum vinsæla stað á Seltjarnarnesi. Eignin skiptist í rúmgott eldhús og góða stofu með útgengt á svalir í vesturátt. Tvö baðherbergi og þrjú mjög rúmgóð svefnherbergi. Úr hjóna- herbergi er gengið út á verönd og þaðan út í garð í vesturátt. Rúm- góður innbyggður bílskúr og rúmgott geymsluloft í risi. Parket, flísar og dúkur á gólfum. GÓÐ EIGN Í MJÖG BARNVÆNU UMHVERFI. Ólafur Finnbogason sölumaður DP FASTEIGNA, S: 822 2307, tekur á móti gestum ásamt Brynju, eiganda, á milli 16-18 í dag, sunnudag. Sími 595 9000 Höfum áhugaverðar bújarðir í sölu. Hafið samband við sölumann bújarða. Seljaland í Lækjarhvammslandi Til sölu er góður um 41 fermetra sumarbústaður nærri Laugarvatni. Bústaðurinn stendur á um 5.000 fermetra ræktaðri eignarlóð. Á lóðinni eru leiktæki fyrir börn og tilbúinn grunnur að litlu húsi, ásamt byggingarefni. Bústaðurinn selst með öllu innbúi og fleiri tækjum. Góðir stækkunarmöguleikar á bústaðnum. Sölumaður, Jón Hólm Stefánsson, sýnir bústaðinn milli kl. 16:00 og 18:00 sunnudaginn 26. júní. Ásett verð 8,5 milljónir eða tilboð. Jón bóndi í Ölfusi veit hvað hann syngur þegar kemur að sölu bújarða Ef þú ert að leita að bújörð þá ertu í traustum höndum með Jón þér við hlið Til þjónustu reiðubúinn í síma 896 4761 Jón tekur á móti viðskiptavinum Hóls samkvæmt samkomulagi á Skúlagötu 17. Franz Jezorski, hdl. og lögg. fasteignasali Hóll er landsþekkt fyrir fagleg vinnubrögð og úrvalsþjónustu í á annan áratug. Taktu enga áhættu með þína fasteign. Skiptu við heiðarlega og ábyrga fasteignasölu sem hefur hagsmuni þína að leiðarljósi. Einna fremstir í bújörðum Höfum til sölu landspildur og sumarbústaðalóðir í Árnes- og Rangárvallasýslum. Upplýsingar hjá sölumanni bújarða. Óskum eftir greiðslumarki í mjólk og sauðfé fyrir ákveðna kaupendur, einnig bújörðum í fullum rekstri, svo og hlunnindajörðum hvers konar. Hafið samband við sölumann bújarða. Höfum ýmsar jarðir á söluskrá. Hafið samband við sölumann bújarða. Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Hér er um að ræða 2.743 fm fiskvinnsluhúsnæði sem auðvelt er að skipta upp í minni einingar og nýta á ýmsan hátt. Hluti húsnæðisins er í leigu fyrir ca 250 þús á mánuði. í húsinu er rekin fiskvinnsla og selst húsnæðið með eða án tækja. Atvinnuhúsnæði á Eyrarbakka - Gott verð UM ÁRABIL hef ég leitast við að andmæla þeirri áköfu mála- fylgju sem íslenskir sam- bandsríkissinnar viðhafa í um- ræðum um svonefnt samrunaferli Evrópu. Í ákafa sínum ganga sam- bandsríkissinnar (federalistarnir) út frá því að Evrópa sé óskipt menningarheild með sameig- inlegan fortíðararf, sem nýta beri sem hugsjónagrundvöll alríkis í álfunni. Ganga sumir ræðumenn og greinahöfundar fram í þeirri trú að ríkjasamtök, sem í fyrstu nefndust Evrópubandalag, en nú Evrópusamband, hafi „friðað“ þessa fornkunnu ófrið- arálfu með tilveru sinni síðastliðin 40– 50 ár. Sú trú á sér reyndar ótrausta stoð. Sá friður, sem haldist hefur milli hinna fornu fjenda meðal stórríkjanna, á sér áreiðanlega aðrar og veigameiri skýringar. Ofurkenningin um sameiginlegan menningararf Evr- ópubúa er reist á býsna völtum stoðum. Menningarmunur í Evr- ópu hefur raunar vaxið hin síðari ár með fjölg- un innflytjenda. Ekki ætla ég mér þá dul að ég geti gert þessum fullyrðingum mínum um menningarmun Evr- ópubúa ítarleg skil í stuttri blaða- grein. Þó stenst ég ekki mátið að leiða hugann að einum þætti þessa efnis, þ.e. trúmálum, trúar- brögðum og kirkjuskipan í álfunni. Tilefni slíkra hugleiðinga af minni hálfu er reyndar fráfall páfa, allt það fréttaflóð, útfarar- umstang og persónuupphafning sem láti hans fylgdi. Skylt er að viðurkenna að rómversk-kaþólsk trúarbrögð eru mjög útbreidd í Evrópu. Áhrifavald páfans í Róm er því mikið í álfunni, en ekkert alveldi. Á það er líka rækilega minnt í fréttaflóðinu að um milljarður manns telst til Rómarkirkjunnar víðs vegar um heim. Páfadómur er þó hvorki einingarafl kristninnar né sannkristnin sjálf. Hafi Róm- arkirkjan verið slík sameining- arstofnun fyrir þúsund árum, þá er það löngu liðin tíð. „Hin al- menna kirkja“ er ekki til í raun og veru, hún er bara óskilgreint hug- tak, setning í nærri 17 alda gam- alli trúarjátningu sem enn er lesin í lúterskum kirkjum og oft kölluð messujátning. Miðaldakirkjan klofnaði með af- drifaríkum hætti árið 1054 (liðlega hálfri öld eftir kristnitöku á Ís- landi) og skiptist þá í stórum dráttum í „vesturkirkju“ og „aust- urkirkju“ með tilheyrandi and- stæðum um skipulag, kenningu og trúarsiði. Heimsmynd Evrópubúa er hvorki ein né algild. Evrópa er ekki rómversk-kaþólsk heild. Evr- ópsk kristni er fjölþætt og marg- greind eins og annað sem heyrir til evrópskri menningu. Óraunsæi samrunahugmynda Ef horft er til sögunnar fer ekki milli mála að rétttrúnaðarfólk á Grikklandi, Balkanskaga, Rúss- landi og víðar hefur um aldir verið sannfært í sinni trú og hollt sínum trúarsið. Þó vissulega hafi verið höggvin skörð í hóp trúariðkenda í löndum, þar sem kommúnismi réð ríkjum, hefur kirkjunni ekki verið útrýmt. Ef vænta má endur- reisnar kristni í þessum löndum, Evrópa er ekki óskipt menningarheild Ingvar Gíslason fjallar um evrópskan menningararf ’Áhrifavald páf-ans í Róm er því mikið í álfunni, en ekkert al- veldi.‘ Ingvar Gíslason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.