Morgunblaðið - 26.06.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.06.2005, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is HJÁLPARLIÐASJÓÐURINN er algjör nauðsyn fyrir fatlaða ein- staklinga sem eru að fara til út- landa því fæstir hafa efni á að borga líka fyrir aðstoðarmann. Það er það sem Hjálparliðasjóð- urinn gerir. Því er það mjög mik- ilvægt að fólk styrki sjóðinn svo að allir geti ferðast. Ég dáist að Kjartani fyrir að sigla í kring- um landið til að hjálpa okkur að fá meira fé í sjóðinn. Einnig er Sumarvinna Ný-ungar (sem er ung- liðahreyfing Sjálfsbjargar) að vinna í þessu verkefni og vona ég að fólk taki vel í átakið og hjálpi okkur að safna fé í sjóðinn. Ég fór til útlanda með Ásgeiri sem er aðstoðarmaðurinn minn, Fannari æskuvini mínum, og Stein- unni, vini mínum, á tónleika í Hol- landi sem kallast „Arnhem Harcore Meeting“ yfir páskahelgina og ég fékk styrk frá Hjálparliðasjóði fyrir aðstoðarmann. Án styrks frá sjóðn- um hefði ég ekki getað farið í ferð- ina og er ég því mjög þakklátur. Þessi ferð var æðisleg. Þegar við vorum mætt til Hollands hittum við einn nágranna vinar okkar. Hann býr í Arnhem sem er bærinn sem við gistum í. Hefðum við ekki rek- ist á hann værum við örugglega ennþá týnd í Hollandi og vil ég þakka honum fyrir alla hjálpina. Það var komið síðdegi þegar við mættum hress á Arnheim- lestarstöðina. Tók svo við um tutt- ugu mínútna ganga í íbúðina sem við gistum í. Hollensk vinkona Sigga var svo elskuleg að lána okk- ur íbúðina sína þann tíma sem við vorum þarna gegn því að við sæj- um um köttinn hennar meðan hún væri í burtu. Vorum við mjög ánægð með þessa íbúð því hún var rúmgóð, hreinleg og gott aðgengi inn í hana. Næsta dag var farið í smá verslunarleiðangur og skoð- unarferð um miðbæ Arnheim. Þar var múgur og margmenni enda skínandi sól og dágóður hiti. Svo fórum við heim og slöppuðum af því tónleikarnir voru daginn eftir. Stóri dagurinn rann loks upp og við strax farin að hlakka til tón- leikanna. Mættum við fyrir utan tónleikasalinn eftir hádegið og var þá slatti af liði mætt. Hef ég aldrei séð svona margt fólk sem hlustar á sömu tónlist og ég. Loks komust við inn í salinn og blasti þá við okk- ur þessi tvö risastóru svið og var skipst á að spila á þeim. Eftir tón- leikana var maður algjörlega í sæluvímu og þetta mun lifa í minn- ingunni að eilífu. Daginn eftir var svo slappað af því þetta var síðasti dagurinn í Hollandi. Var tekinn smá göngutúr um svæðið og svo var borðað á þessum fína ítalska veitingastað. Rétt áður en við vor- um að fara að sofa var bankað all- hressilega hjá okkur. Furðuðum við okkur á því hver gæti verið þar á ferð en það var hann Siggi að segja okkur að það væri kominn sum- artími í Hollandi sem merkir að tíminn færðist fram um eina klukkustund. Vorum við ekkert sérstaklega ánægð með þessar fréttir því við vorum öll grútmygl- uð daginn eftir. Svo skelltum við okkur á flugvöllinn og komum heim til Íslands um hádegið. Er þetta ein besta utanlandsferð sem ég hef farið í og vil ég þakka Ásgeiri, Fannari, Steinunni, Sigga og öllu hollenska liðinu sem reddaði algjörlega þessari ferð. Sjálfsbjörg fær einnig þakkir frá mér fyrir að hafa reddað mér þessum styrk. Ef einhver vill styrkja Hjálp- arliðasjóðinn er söfnunarsíminn 908 2003. Einnig er hægt að fara inn á heimasíðu Sjálfsbjargar, www.sjalfsbjorg.is. Ef þið viljið líka fylgjast með Sumarstarfi Ný-ungar getið þið farið á www.ny-ung.is. ANDRI VALGEIRSSON meðlimur Ný-ungar sem er ungliðahreyfing Sjálfsbjargar. Reynsla mín af Hjálparliðasjóðnum Frá Andra Valgeirssyni Andri Valgeirsson KÆRU samstarfsfélagar og koll- egar: Við undirrituð lýsum yfir von- brigðum okkar með þá stefnu sem íslensk blaðamennska er að taka. Nýjasta hefti Hér og Nú fyllir að okkar mati mælinn. Umfjöllun um skilnað tónlistarmannsins Bubba Morthens og Brynju Gunn- arsdóttur, umfjöllun um ástæðu hans og eftirköst er hreint einelti og er eingöngu gerð til að meiða fjölskyldur þessara einstaklinga. Og þá þarf ekkert að segja „þau kölluðu þetta yfir sig sjálf... við er- um bara að segja frá staðreyndum“ því að það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að bjóða börnum þeirra upp á. Það er skoðun okkar að það hljóti að vera hægt að ná sama árangri/sölu án þess að stór- skaða mannorð fólks og sálarlíf saklausra barna. Að lokum vonumst við til að fjöl- miðlastéttin í heild sinni bíði ekki hnekki vegna yfirgangs þeirra fjöl- miðla sem slík vinnubrögð viðhafa. Með vinarþeli. Hallgrímur Thorsteinsson, Helga Vala Helgadóttir, Ragnheiður Gyða Jónsdóttir, Oddrún Vala Jónsdóttir, Sigurður G. Tómasson, Gunnhildur Kristjánsdóttir og Hans Steinar Bjarnason. Vér mótmælum Frá nokkrum starfsmönnum Talstöðvarinnar ARI Edwald framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins setti fram þá fullyrðingu fyrir nokkrum dögum að markaðurinn væri „kynblindur“. Sem sagt konur sem að jafnaði fá lægri laun en karlar á íslenskum vinnu- markaði eru minna virði en karlar. Stjórnendur fyr- irtækja á Íslandi sem í langflestum tilfellum eru karlar eru hæfari til að vera þar sem þeir eru, annars væru þeir ekki þar. Mark- aðurinn er „blindur“ á að kyn skipti máli því eru þetta augljósar staðreyndir. Ástæður þess að svo fáar konur komast í stjórnunarstöður á Ís- landi eru að þær eru „áhættufælnar, eiga erfitt með taka ákvarð- anir, nýta sér tengsl- anet sín í persónu- legum tilgangi í stað þess að nýta þau í al- vöru bísníss eins og karlar gera“. Nið- urstaða mastersritgerðar Kristínar Kristmundsóttur á viðhorfi kvenna í stjórnunarstöðum á Íslandi til kynsystra sinna. Síendurteknar rannsóknir sem birtar eru opinberlega leitast við að „skýra“ launamun kynjanna. Karl- ar hafa hærri laun en konur vegna þess að þeir vinna „lengur“, þeir hafa hærri laun en konur vegna þess að þeir eru miklu fleiri í ábyrgðarstöðum. Niðurstöður Svo fáar konur er að finna í stjórnunar- stöðum á Íslandi vegna þess að karlar eru hæf- ari en konur til þess að gegna slíkum stöðum. Launamunur kynjanna er svo mikill sem raun vitni vegna þess að karlar eru meira virði en konur. Kristján G. Arn- grímsson talar um klisjur í grein minni „Ég er kona…“ frá 19. júní síðastliðinn. Eins og sjá má af ofan- greindum dæmum úr umræðunni síðustu vikur er fullkomlega ástæðulaust að tala um klisjur í fyrr- nefndri grein. Það hlýtur að vera full ástæða til að taka mark á fólki í svo ábyrgðarmiklum stöð- um í samfélaginu eins og dæmi eru tekin um hér að ofan. Ástæða þess að staða jafnrétt- ismála er eins og hún er – einfald- lega vegna þess að karlar eru hæf- ari en konur og þeir eru meira virði en konur. Eru klisjur klisjur? Signý Sigurðardóttir fjallar um jafnréttismál Signý Sigurðardóttir ’Eins og sjámá af ofan- greindum dæmum úr umræðunni síðustu vikur er fullkomlega ástæðulaust að tala um klisjur …‘ Höfundur er verkefnisstjóri í flugfrakt. HINN þekkti fræðimaður dr. John Malcom Runowich, hefur greint stjórnarhætti í þrjá meg- inflokka: einræði, fulltrúalýðræði og beint þátttökulýðræði. Það þarf ekki að taka fram að við Íslendingar búum við það sem John Malcom Runowich flokkar sem fulltrúalýðræði. Engu að síð- ur getur orðræða hér, um mál sem nátengd eru lýðræði, tekið á sig svipað form og í samfélögum sem John Malcom Runowich hefði skilgreint sem einræðisríki. Hver getur ekki séð fyrir sér herra Ivan Ivanovich 1935 þar sem hann situr í matsal Gorkísamyrkjubúsins og segir við sjálfan sig og aðra: Saga hins nýja mikla Rússlands fæddist með félaga Stalín. Eða Stefan Bartoletti á kaffihúsi í Róm 1925: Saga svartnættis Ítalíu er að baki og Il Duce leiðir okkur inn í sólina. Eða Detlef Dietrich á ölkrá i Berl- ín 1936: Hið þýska 1000 ára ríki er staðreynd þökk sé sterkum leið- toga, þökk sé Der Führer. Réttum 70 árum eftir að Ivan Ivanovich sá fyrir sér fæðingu hins nýja Rússlands mátti heyra einræður Harðar Kormákssonar, verktaka, í heita potti sundlaugar Kópavogs: Fyrir tilstilli Gunnars I. Birgissonar hættu Kópavogsbú- ar að þurfa að skammast sín fyrir heimilisfang sitt. Þessar tilvitnanir eru tilbúning- ur en eiga að draga fram þá stað- reynd að manneskjan er sjálfri sér lík þótt hún búi við ólíkar póli- tískar og félagslegar aðstæður. Persónugerving sögunnar Persónugerving sögunnar af þessum toga brýtur sér leið inn í söguskilning ungs fólks. Í próf- úrlausnum framhaldsskólanema frá þessu vori gat að líta útlistanir eins og þessar: „Winston Churchill var hálf- gerð fyrirmynd bresku þjóðarinn- ar og gerði hana að því stórveldi sem hún er í dag.“ Um Jón Sig- urðsson: „Jón Sigurðsson var maður sem að við Íslendingar get- um þakkað fyrir að við fengum sjálfstæði.“ Og annar nemandi bætti um betur: „Einn af fræg- ustu mönnum okkar Íslendinga hér á landi er án efa Jón Sigurðs- son. Þvílíkur maður! Hann leiddi Íslendinga til sjálfstæðis.“ Þorleifur Friðriksson Þankar um lýðræði – Opið bréf til Kópavogsbúa Höfundur er sagnfræðingur. FORTÍÐARVANDI Landbún- aðarháskólans á Hvanneyri hefur mikið verið til umræðu í fjöl- miðlum að undanförnu. Undirritaður var starfsmaður Rannsóknastofnunar landbúnaðarins sem nú er ekki lengur starfandi, frekar en Landbúnaðarháskól- inn á Hvanneyri og Garðyrkjuskólinn á Reykjum. Þessar þrjár stofnanir sam- einuðust í nýrri stofn- un Landbúnaðarhá- skóla Íslands (LbhÍ), um síðustu áramót. Við starfsmenn rann- sóknastofnunarinnar gömlu erum nokkuð undrandi á umræðunni um fjár- hagsvanda Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri (LBH) og á hvern hátt nú virðist eiga að sliga nýja stofnun, Landbúnaðarháskóla Ís- lands, með fjárhagsvanda þeirrar stofnunar sem ekki er lengur til. Þegar gengið var til samein- ingar var lögð mikil áhersla að hér væri verið að búa til nýja og öfl- uga stofnun en það stæði ekki til að klastra öðrum stofnunum undir bjálka hins gamla landbún- aðarskóla á Hvanneyri. Rann- sóknastofnun landbúnaðarins var, fyrir þessa sameiningu, rekin af miklum myndarskap og með traustri fjármálastjórn um langa hríð. Hún var öflugust að manna- haldi og fjármagni hinna þriggja stofnana sem sameinuðust í Land- búnaðarháskóla Ís- lands og með miklar sértekjur. Starfsfólki sem kemur þaðan er það með öllu óskilj- anlegt af hverju það verður nú látið gjalda fyrir fjárhagsvanda gamla Landbún- aðarháskólans á Hvanneyri (LBH), sé það þá ætlunin, sem ég vona að sé mis- skilningur. Það er fullkomlega ótækt að hin nýja stofnun sitji uppi með skuldir ann- arrar stofnunar, jafnvel þótt skyldar séu. Þannig er ekki hægt að hefja starf nýrrar stofnunar. Og það er mikilvægt að skilja að slík stofnun þarf fyrst og fremst heimanmund, því sameining kost- ar sitt. Sú var raunin við nýlega sameiningu Háskólans í Reykjavík og Tækniháskólans, þar sem rausnarlega var staðið að málum. Einnig er ljóst að fjárframlög til háskólakennslunnar á Hvanneyri reis ekki undir kostnaði áður, og sá vandi eykst enn nú þegar fleiri nemendur sækja í skólann. Þennan ranga fjárhagsgrunn þarf vitaskuld að laga um leið og ný stofnun tekur til starfa. Fjár- hagsgrundvöllur þarf að vera tryggður. Það má ekki gleymast að hér er um nýja stofnun að ræða. Syndir þeirra er áður réðu varða því stór- an hluta starfsfólksins ekki neitt. Það tók ekki þátt í að skapa þenn- an fjárhagsvanda, heldur hefur starfað í öflugri rannsóknastofnun þar sem ríkti góður andi og styrk fjármálastjórn. Og ég spyr: Á að láta stjórnendur og starfsfólk Landbúnaðarháskóla Íslands, sem margt starfaði ekki fyrir gamla skólann á Hvanneyri, bera fulla ábyrgð á vanda sem það tók eng- an þátt í að skapa? Er ekki eitt- hvað athugavert við slíka stjórn- sýslu? Starfsfólk Rannsóknastofnunar landbúnaðarins gekk jákvætt til sameiningarinnar með loforð um að það mundi ekki gjalda vand- kvæða í rekstri annarra stofnana sem lagaðar voru í hina nýju stofnun. En það virðist nú ætla að verða, eða hvað? Ríkisendurskoðun hefur orðið tíðrætt um ábyrgð stjórnenda stofnana sem reknar eru með hallarekstri og að jafnvel komi til greina að halda eftir launum starfsmanna. Það er vitaskuld gamall siður höfðingja að láta sak- lausa smælingja gjalda synda ann- arra. Ekki er slíkt góður siður og hann á ekki að vera siður okkar þjóðar. Alþingi tók ákvörðun um stofn- un hins nýja Landbúnaðarháskóla Íslands. Það er einnig Alþingis að axla ábyrgð á þessari ákvörðun og búa svo um hnúta að skólinn hefji ekki starf sitt lamaður af fjár- hagsvanda, því þá á hann enga framtíð fyrir sér. Umræða um halla stofnunar sem ekki er til Ólafur Arnalds fjallar um sameiningu stofnana landbúnaðarins Ólafur Arnalds ’Það er fullkomlegaótækt að hin nýja stofnun sitji uppi með skuldir annarrar stofnunar, jafnvel þótt skyldar séu.‘ Höfundur er prófessor við Landbún- aðarháskóla Íslands og fyrrum sviðsstjóri umverfissviðs Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.