Morgunblaðið - 26.06.2005, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 2005 39
AUÐLESIÐ EFNI
Bretaprins orðinn landfræðingur
Vilhjálmur Breta-prins, út-skrifaðist í
vikunni með meistara-gráðu í landa-
fræði frá Há-skóla heilags Andrésar í
Skot-landi. Fjöl-skylda prinsins fylgd-
ist með út-skriftinni, líka amma hans
Elísa-bet II Englands-drottning, sem
var með slæmt kvef. Prinsinn var
ánægður með daginn og langar nú að
vinna fyrir breska herinn.
Saddam Hussein er vinalegur
Í banda-ríska tíma-ritinu GQ segja 3
her-menn frá reynslu sinni af að vera
fanga-verðir Saddams Hussein, fyrr-
verandi for-seta Íraks. Þeir segja að
Saddam sé vina-legur og mál-glaður
maður með „hrein-lætis-æði“. Hann
sé viss um að hann sé enn for-seti
Íraks, og vill verða vinur George Bush,
for-seta Banda-ríkjanna.
Kona vara-for-seti Suður-Afríku
Phumzile Mlambo-Ngcuka er orðin
vara-forseti Suður-Aríku í stað Jacobs
Zuma. Mlambo-Ngcuka er fyrsta kon-
an til að gegna svo valda-miklu em-
bætti í Suður-Afríku. Hún var áður
auð-linda- og orku-mála-ráðherra.
Zuma var rekinn úr em-bætti vegna
spillingar-mála, og stjórnaði eigin-
maður nýja vara-for-setans rann-
sókninni á hendur Zuma. Því gæti út-
nefning hennar orðið um-deild.
Stutt
FYRSTA konan sór eið sem ráð-herra í
landinu Kúveit á mánu-daginn. Hún
heitir dr. Massouma al-Moubarak og
er ráð-herra í skipu-lags- og stjórn-
unar-málum. Hún var áður háskóla-
prófessor og mikil
baráttu-kona fyrir
réttindum kvenna.
Konur í Kúveit hafa
lengi barist fyrir því
að fá að taka þátt í
stjórn-málum í land-
inu og sagði Mas-
souma þetta sigur
fyrir lýð-ræðið.
Íslamskir bók-
stafs-trúar-menn á kúveiska þinginu
mót-mæltu þessu, og sögðu að hún
gæti ekki orðið ráð-herra þar sem hún
hefði ekki verið kjósandi þegar hún
bauð sig fram, en konur fengu ekki
kosninga-rétt í Kúveit fyrr en 16. maí
síðast-liðinn.
For-seti þingsins sagði hins vegar
að skipun al-Moubarak væri lög-leg.
Kven-ráð-herra
í Kúveit
Dr. Maasouma
al-Mubarak.
MICHAEL Campbell frá Nýja Sjálandi
sigraði á Opna banda-ríska meistara-
mótinu í golfi. Hann er 36 ára gamall
og þetta er fyrsti sigur hans á stór-
móti.
Tiger Woods frá Banda-ríkjunum lék
vel og á lokaholunum var hann nálægt
því að vinna annað stór-mótið á þessu
ári, en svo fór ekki.
Camp-bell fagnaði gríðar-lega eftir
að ljóst var að hann hafði sigrað,
enda höfðu fáir átt von á því að hann
myndi standa uppi sem sigur-vegari á
þessu öðru stór-móti ársins.
Camp-bell vann
Á FÖSTU-DAGINN fór af
stað ný íslensk sjón-varps-
stöð sem heitir Sirkus
Sjón-varp. Á stöðin að vera
skemmti-stöð fyrir ungt
fólk á öllum aldri.
Sirkus Sjón-varp er sent
út bæði á ör-bylgju og
breið-bandinu digital Ís-
land. 75% lands-manna ná
stöðinni en það mun bráð-
lega aukast.
Bæði gamlir og nýir er-
lendir þættir eru á dag-
skránni, en leggja á
áherslu á íslenska þætti.
Þar af má nefna Kvöld-
þáttinn, sem er frétta-
skýringa-þáttur. Unnur
Birna Vilhjálmsdóttir, ný-
krýnd ung-frú Ísland, er
með kvik-mynda-þáttinn
Sjáðu, og Jónsi úr Í svört-
um fötum kynnir svo viku-
lega 20 vin-sælustu lög
landsins í Íslenska popp-
listanum.
Ný sjón-varps-stöð
Unnur Birna er með kvik-
mynda-þátt á Srkus.
ÍSLANDS-MEISTARAR FH í
knatt-spyrnu unnu Skaga-
menn á fimmtu-daginn í
Lands-banka-deild karla.
Þetta er í fyrsta sinn sem
FH vinnur ÍA í 15 ár. Það var
seinast árið 1990 að þeir
unnu þá á Íslands-mótinu.
FH-ingarnir léku mjög vel,
fengu fullt af færum og
tvisvar fór boltinn í stöng-
ina, svo í raun hefði marka-
munurinn getað orðið meiri.
FH-ingar eru nú með 7
sigur-leiki eftir 7 um-ferðir
og eru því í efsta sæti deild-
arinnar. Vals-menn koma
næstir en Skaga-menn eru í
þriðja neðsta sæti.
Sigur-ganga FH
heldur áfram
FH og ÍA á Kapla-krika-
velli.
RÍKIS-ENDUR-SKOÐUN gagn-
rýnir í nýrri greinar-gerð að
ríkis-stofnanir eyði umfram
heimild, en upp-söfnuð út-
gjöld ríkis-stofnana voru 12,7
milljarðar króna í árs-lok
2004. Um fjórð-ungur stofn-
ana fór meira en 4% fram úr
heimildum, og sumar meira en
10%.
Ríkis-endur-skoðun vill að
greiðslur til ríkis-stofnana sem
fara meira en 4% fram úr heim-
ildum verði stöðvaðar þar til
reksturinn hefur verið lagaður.
Á meðan fengju starfs-menn
stofnunar-innar ekki greidd
laun. Ögmundur Jónasson, for-
maður BSRB segir gamal-dags
og órétt-látt að taka laun af
starfs-fólkinu. Ríkis-stofnanir
fari fram úr fjár-laga-heimildum
af ýmsum orsökum, oft óvænt-
um og órétt-látum.
Vilja frysta
greiðslur
ÁR-LEGUR fundur Alþjóða-
hvalveiði-ráðsins var haldinn
í Ulsan í S-Kóreu. Þar var
deilt um til-lögu Japana um
hvort ætti að leyfa tak-
markaðar hval-veiðar í at-
vinnu-skyni þannig að hver
þjóð fengi ákveðinn kvóta í 5
ár.
66 ríki sitja í ráðinu sem
bannaði veiðar á hvölum í at-
vinnu-skyni árið 1986. 29
ríki greiddu atkvæði gegn til-
lögu Japana. 23 ríki studdu
til-löguna og fulltrúar 5 ríkja
sátu hjá. Stefán Ásmunds-
son, for-maður íslensku
sendi-nefndarinnar, segir að
atkvæða-greiðslan hafi farið
eins og búist hafi verið við,
en að stuðningur við hval-
veiði-þjóðir væri að aukast.
Enn ríkir
hval-veiði-
bann
Hnúfu-bakur í Faxa-flóa.
MIKLAR deilur hafa staðið
innan Evrópu-banda-
lagsins (ESB) eftir að kjós-
endur í Frakklandi og Hol-
landi höfnuðu stjórnar-
skránni og aðildar-ríkjum
mis-tókst að semja um fjár-
lög.
Gerhard Schröder, kansl-
ari Þýsklands, og Jacques
Chirac, forseti Frakklands,
hafa sakað Breta um að
vilja hægja á sam-run-
anum.
Tony Blair, for-sætis-ráð-
herra Bretlands, ávarpaði
Evrópu-þingið í Brussel í
vikunni og sagði að Evrópu-
sam-bandið (ESB) yrði að
laga sig að breyttum að-
stæðum. Hann gagn-rýndi
það sam-félags-módel sem
Schröder þykir svo ágætt.
Blair sagði að gera yrði fé-
lags-legt kerfi ESB nútíma-
legra með minna atvinnu-
leysi og meiri fram-leiðslu
en í Banda-ríkjunum. Hann
sagði nútíma-legan efna-
Evrópu-ríkjanna um að efna
ekki loforð um fram-farir,
og efaðist að þeir hlustuðu
á fólkið. Viðbrögð þing-
mannanna voru mis-jöfn
við ræðu Blairs, en Bretar
taka við forystu ESB á
föstudaginn til 6 mánaða.
hag, almenna starfshæfni
og þróun upp-lýsinga-tækni
allt vera á niður-leið.
Hann sakaði leið-toga
Blair ávarpar Evrópu-þingið
Tony Blair leggur áherslu á orð sín.