Morgunblaðið - 26.06.2005, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 26.06.2005, Qupperneq 40
40 SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NÍU manns voru á föstudag komnir á svæðið skammt frá Sauðárfossi vestan Jöklu, þar sem til stendur að reisa alþjóðlegar mótmælabúðir vegna Kárahnjúkavirkjunar. Tvö tjöld höfðu verið reist í fyrradag, en verið var að flytja þau og annan búnað innar á svæðið, þar sem þau höfðu verið sett upp skammt frá námu sem verið er að taka í notk- un af framkvæmdaaðilum virkjunarinnar. Búðasvæðið, sem er um 3 km frá stíflustæði Kárahnjúkastíflu og í lónstæði Hálslóns, er á bakka Jöklu á þokkalega grónu grasstykki. Þær Helena Stefánsdóttir og Sunna Jó- hannsdóttir sátu utan við tjald sitt í blíðviðri á meðan aðrir úr hópnum leituðu hentugs gras- bala til að flytja búðirnar á. „Mér finnst mjög sorglegt að verið sé að eyðileggja landið hér,“ sagði Helena í samtali við Morgunblaðið. „Það er bæði hræðilegt og rangt. Mig langar að sýna þá skoðun mína með því að njóta þess að vera hér úti í þeirri náttúru sem fer undir virkjunina. Það er hörmulegt að eyðileggja þetta land fyrir peninga. Ég skil það ekki.“ Helena kom á fimmtudag og ætlar að stoppa stutt að þessu sinni, en koma með barn sitt og eiginmann síðar í sumar til lengri dval- ar. „Okkur langar að ganga um svæðið og til dæmis verður leiksýning hér í byrjun júlí sem okkur langar að sjá.“ Öskruðu ókvæðisorð Sunna segir svipuð sjónarmið uppi hjá sér. „Það er svo margt sem mælir gegn virkj- unarframkvæmdinni. Það virðist vera blásið á alla þá vísindamenn sem hafa lagt fram gild rök og mótmælt þessum framkvæmdum. Jarðfræði og dýralíf eru þar ríkir þættir. Á þetta eftir að borga sig? Það var skrítin upp- lifun í nótt þegar allir voru farnir að sofa og við Helena stóðum utan við tjaldið að bíll kom keyrandi hér framhjá og út úr honum öskruðu einhverjir útlendingar, á pólsku að ég held, að við skyldum hypja okkur. Útlendingar að reka okkur af okkar eigin landi. Það var rosalega súrt.“ Hún segir upplifun þeirra af svæðinu tví- skipta. Annars vegar sé fögur náttúra og góð- ur andi og hins vegar framkvæmdirnar. „Við vorum á útsýnispallinum og horfðum yfir stífl- una og það líkist helst Mordor úr Hringa- dróttinssögu; það er eitthvað svo illt að horfa þarna yfir. Maður fær vonda tilfinningu. Mað- ur hefur heyrt fólk segja að þetta svæði sé ekkert sérstakt, en raunin er sú að það er stórt og maður þarf aðeins að labba til að sjá. Hér er fullt af grænum skikum, fallegum foss- um, heitar lindir, trjágróður, mikið dýralíf og annar gróður. Það er ekkert að marka að aka hér í gegn þar sem búið er að ryðja öllu úr vegi og eyðileggja.“ Þær segja að von sé á hópi fólks nú um helgina og fleirum á þriðju- dag, bæði innanlands frá og með Norrönu að utan. Um sé að ræða einhverja tugi fólks. Þá sé væntanlegur um 30 manna hópur lista- og kvikmyndagerðarfólks í lok mánaðarins. „Ég sé fyrir mér litríkar sumarbúðir; tjald- búðir með allskonar fólki og list, þvott á snúr- um og lífi og fjöri,“ segir Helena. „Fullt af lit- um. Við sýnum hug okkar með því að vera hér og okkar vilji stendur ekki til annars en frið- samlegra mótmæla.“ „Fólkið sem stendur að virkjuninni, hefur skipulagt hana og barist fyrir henni, notar all- ar aðferðir sem það getur til að telja öðrum trú um allskonar hluti,“ segir Sunna og bætir við að nú sé búið að telja Austfirðingum trú um að virkjunin sé nauðsynleg til að þeir geti búið áfram á Austfjörðum. „Ég held að Aust- firðingar eigi eftir að koma í þessar búðir, annaðhvort til að forvitnast, rífast við okkur eða vera með. Skoðanirnar eru jafnmargskipt- ar á Austurlandi eins og annars staðar.“ Undanfarnar vikur hefur verið gerð gang- skör í að afmarka öll vinnusvæði virkjunar- innar enn frekar en verið hefur og búið að setja upp nokkur öryggishlið. Er þetta sam- kvæmt upplýsingum Landsvirkjunar ekki síð- ur gert vegna vaxandi fjölda ferðamanna á svæðinu. Lögreglan á Egilsstöðum hefur auga á mót- mælendum og að sögn Landsvirkjunar eru menn þar á bæ rólegir vegna búðanna, þess verður gætt að fólkið fari ekki inn á lokuð framkvæmdasvæði virkjunarinnar og fari sér ekki að voða, en að öðru leyti ekki fjargviðrast vegna fyrirhugaðra búða. Vefsíða mótmæla- búðanna er savingiceland.org og er talsmaður mótmælenda Ólafur Páll Sigurðsson. Okkar vilji stendur ekki til ann- ars en friðsamlegra mótmæla Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Þær Helena og Sunna vonast eftir litríkum sumarbúðum þar sem fólk tjái hug sinn með því að dvelja á svæðinu og skoða það. Alþjóðlegar mótmælabúðir við Kárahnjúka eru farnar að taka á sig mynd Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá Samtökum verslunar og þjónustu: „Í fjölmiðlum undanfarna daga hafa birst upplýsingar frá OECD varðandi það að styrkir til landbúnaðar á Íslandi séu þeir hæstu sem þekkjast í veröldinni eða sem nemur 69% af framleiðsluverði íslenskra landbúnaðarvara. Af þessu tilefni hefur talsmaður landbún- aðarráðuneytisins upplýst að Ísland verði e.t.v. á næsta ári knúið til þess að lækka vernd- artolla á innfluttum landbúnaðarvörum um 50–70% vegna aðildar að Alþjóðavið- skiptastofnuninni WTO þar sem nú fara fram samningar um alþjóðaviðskipti. Markmið þeirra samninga er að auka fríverslun og jafna aðstöðu sk. þróaðra landa og þróunarlanda til viðskipta með vörur og þjónustu. SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu hafa margsinnis krafist þess að kvótasala og vernd- artollar á innfluttar landbúnaðarvörur verði lækkaðir í áföngum auk þess sem dregið verði úr markaðsbjagandi styrkjum til innlends landbúnaðar og samráð sem er ólöglegt sam- kvæmt samkeppnislögum, en þrífst í þessum geira undir vernd stjórnvalda, verði aflagt. SVÞ hafa í þessu sambandi áréttað að ís- lensk stjórnvöld geti hvenær sem er ákveðið breytingu á þessu kerfi sem muni þá hafa mikil áhrif á verðlag matvöru hér á landi og jafn- framt á framboð innfluttra vara. Ekki þurfi að bíða eftir því að alþjóðastofnanir knýi stjórn- völd til aðgerða að þessu leyti. Það er afar óeðlilegt á tímum vaxandi sam- keppni á öllum sviðum, innan landa sem á milli landa, að viðhalda hér á landi óhagkvæmu kerfi í landbúnaði. SVÞ hvetja stjórnvöld til að hefja nú þegar skipulega breytingu á þessu kerfi sem lækkar verð matvöru í landinu og er hagfelld fyrir allan þorra landsmanna. Jafn- framt þarf að aðstoða landbúnaðinn við að um- breytast í sjálfbærar og rekstrarlega hag- kvæmar einingar á sem skemmstum tíma.“ Óeðlilegt að viðhalda óhagkvæmu kerfi í landbúnaði JÓN Ársæll Þórðarson sjón- varpsmaður mun ekki ljá rödd sína lengur í auglýsingar fyrir Útvarp Sögu. Á fundi hjá 365 ljósvakamiðlum var þess óskað að hann hætti öllu slíku enda Útvarp Saga sjálfstæð útvarps- stöð sem heyrir ekki undir 365 ljósvakamiðla. Jón Ársæll staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið. „Það er ekki ætlast til að starfsmenn Stöðvar 2 séu í annarri launa- vinnu og þeir sem eru áberandi séu að birtast annars staðar, sæll myndi hætta því sem og varð raunin. Hann segir regl- una í samningum hjá Stöð 2 vera þá að ekkisé heimilt að lesa inn á auglýsingar nema með samþykki Stöðvar 2. Arnþrúður Karlsdóttir, út- varpsstjóri Útvarps Sögu, segir mikinn missi vera að Jóni, en hann hefur verið andlit út- varpsstöðvarinnar frá upphafi stöðvarinnar. Unnið sé að því að fá nýja aðila til þess að lesa inn á auglýsingar, bæði konu og karl. t.d. í auglýsingum,“ segir Jón Ársæll og bætir því við að hann skilji vel afstöðu stjórnenda 365 ljósvakamiðla. „Nú er komið að leiðarlokum í þessu og ég kveð Útvarp Sögu með söknuði, og óska stöðinni alls hins besta.“ Páll Magnússon, sjónvarps- stjóri 365 ljósvakamiðla, segir að sér hafi fundist það vera óviðeigandi að dagskrárgerð- armaður hjá Stöð 2 skuli hafa verið að lesa inn á auglýsingar hjá öðrum fjölmiðli. Því hafi hann óskað eftir því að Jón Ár- Jón Ársæll ekki lengur rödd Útvarps Sögu ÞAÐ er sjálfsagt mikið hnusað á sýningu Hundaræktarfélags Íslands sem nú stendur yfir í reiðhöll Gusts við Álalind í Kópavogi. Sýningin hófst á föstudag og lýkur síðdegis í dag, sunnudag. Alls verða sýndir um 400 hundar af fjölmörgum tegundum. Hundalíf á sýningu Morgunblaðið/ÞÖK TALSVERÐAR reyk- og sót- skemmdir urðu á einbýlis- húsi við Holtastíg í Bolung- arvík á föstudagskvöld þegar eldur kviknaði í heitri feiti á potti. Að sögn lög- reglu fór sót og reykur um alla íbúð. Fólk var heima við þegar eldurinn kviknaði og tókst því að slökkva eldinn með handslökkvitæki. Skemmdir frá eldi í potti PERSÓNUVERND komst að þeirri niðurstöðu í nýlegum úrskurði sínum að ekki hefði verið heimilt að dreifa myndbandi úr eftirlits- myndavél en myndbandið mátti um tíma m.a. nálgast á heimasíðunni b2.is. Á myndbandinu mátti sjá par stela fartölvu og í meðfylgjandi texta á heimasíðunni voru þeir sem töldu sig vita eitthvað um parið beðnir að hafa sam- band. Forsaga málsins er sú að eigandi fartölv- unnar hafði sett sig í samband við umsjón- armenn eftirlitsmyndavélanna á svæðinu og fengið afhent myndbandið, til þess að koma því til lögreglunnar, að eigin sögn. Hann hafði hins vegar fyrst ákveðið að dreifa myndband- inu meðal vina og kunningja sinna til að at- huga hvort þeir þekktu til viðkomandi. Per- sónuvernd taldi ágreiningsefnið vera hvort umsjónaraðila eftirlitsmyndavélanna hefði verið heimilt að afhenda eiganda fartölvunnar myndbandið. Þrátt fyrir að sú rafræna vöktun sem færi fram með eftirlitsmyndavélum á svæðinu væri að mati Persónuverndar mál- efnaleg var talið að miðlun myndbandsins til óviðkomandi aðila hefði verið ólögmæt. Óheimilt að dreifa myndbandi úr eftirlitsmyndavél HERFERÐ Amnesty International gegn pyntingum og annarri niðurlægjandi og ómannúðlegri meðferð hefst í dag í tilefni af alþjóðlegum degi Sameinuðu þjóðanna til stuðnings fórnarlömbum pyntinga. Félagar í Íslandsdeild Amnesty verða af þessu tilefni með uppákomu á Austurvelli milli 13 og 17 þar sem athygli verður vakin á þeim aðferðum sem er beitt gegn föngum í fangabúðunum í Guantanamo á Kúbu. Í herferðinni beina samtökin sérstaklega athygli sinni að pyntingum og niðurlægjandi meðferð í „stríðinu gegn hryðjuverkum.“ Amnesty hvetur bandarísk yfirvöld til að efna til óháðrar rannsóknar á yfirheyrsluað- ferðum, aðbúnaði og meðferð fanga í Bagram í Afganistan, Abu Ghraib í Írak, Guantanamo á Kúbu og annars staðar þar sem fólki er haldið vegna stríðsins gegn hryðjuverkum. „Einnig krefjast samtökin þess að greint verði frá leynilegum fangelsum þar sem fólki er haldið án dóms og laga. Amnesty Inter- national hvetur til þess að Guantanamo búð- unum á Kúbu verði lokað og þeir sem þar eru í haldi fái réttláta málsmeðferð og ef engar ákærur eru á hendur þeim verði þeir leystir úr haldi tafarlaust,“ segir í tilkynningu. Amnesty í herferð gegn pyntingum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.