Morgunblaðið - 26.06.2005, Page 44

Morgunblaðið - 26.06.2005, Page 44
44 SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sig.) Elskuleg móðir mín hefur nú kvatt þennan heim eftir snarpa lokaárás þessa illvíga sjúkdóms krabbameins, sem fyrst kvaddi dyra fyrir rúmum 23 árum og hafði herjað á hana oftar en einu sinni síðan þá. Alla tíð tók hún hetjulega á þeim þjáningum og erfiðleikum sem hann hafði í för með HANNA REGÍNA HERSVEINSDÓTTIR ✝ Hanna RegínaHersveinsdóttir fæddist í Reykjavík 26. ágúst 1933. Hún lést á Landspítalan- um við Hringbraut 18. júní og var útför hennar gerð frá Fossvogskapellu 23. júní. sér og harkaði af sér nánast í það óendanlega eins og sást best á því hve langt sjúkdómurinn var genginn þegar hún loksins fékkst til að leita læknis. Svo í lokin þegar hún vissi hvert stefndi sýndi hún alveg einstakt hugrekki og æðruleysi. Hún var alltaf dul, bar ekki tilfinningar sín- ar á torg, hvorki gleði né sorg. „Sumir skrifa í öskuna öll sín bestu ljóð.“ Lífið var henni ekki alltaf auðvelt en á hverju sem gekk sýndi hún óbil- andi dugnað og ósérhlífni. Það eru heldur ekki nema hetjur sem þora að horfast í augu við alkóhólisma á efri árum, takast á við hann og sigra. Hvíl í friði, elsku mamma mín, megi Guð geyma þig og blessa minn- ingu þína. Þóra. Fanney Gísladóttir, kær vinkona okkar hjóna, er látin. Á þriðja aldursári varð hún fyrir þeirri miklu sorg að missa móður sína. Fanney fór þá að Miðkoti í Fljótshlíð til hjónanna Sveins bónda og smiðs Jónssonar og konu hans Margrétar Guðna- dóttur. Ísleifur sonur hjónanna og kona hans Ingibjörg Kristjánsdótt- FANNEY GÍSLADÓTTIR ✝ Fanney Gísla-dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 16. desember 1914. Hún lést á LSH í Fossvogi 10. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Kópavogs- kirkju 20. júní. ir, móðursystir Fann- eyjar, tóku við búi í Miðkoti árið 1922 og var Fanney hjá þeim fram á árið 1927. Þá fór hún sem vinnu- stúlka að Guðnastöð- um til foreldra minna, hjónanna Guðlaugs Ólafssonar og Júlíu Jónasdóttur. Fanney gekk í barnaskóla í Fljótshlíðinni og í far- skóla á Lágafelli eins og venja var í þá tíð og fermdist frá Kross- kirkju. Fanney var á Guðnastöðum fram á haustið 1932 að hún fór til Vestmannaeyja. Eftir það var hún nokkrum sinnum í skamman tíma að sumri til á Guðnastöðum. Hún var í miklu uppáhaldi hjá foreldrum mínum og milli þeirra Guðnastaðasystkina og Fanneyjar varð ævilangur vinskap- ur. Árið 1937 fór Fanney til Reykja- víkur til systur sinnar Sigríðar, og manns hennar Ólafs Jónssonar, sem var þá forstöðumaður loft- skeytastöðvarinar á Vatnsenda. Hún flutti með þeim í Kópavog 1945 og hefur átt þar heima síðan. Fanney var smekkvís og vand- virk að hverju sem hún gekk, sér- lega myndarleg varðandi handa- vinnu. Fanney var vel fróð og minnug á fólk og atburði liðins tíma. Hún fylgdist vel með fólkinu sem bjó á æskuslóðunum, sérstak- lega í Fljótshlíðinni og Austur- Landeyjum. Þar þekkti hún hvern bæ og vissi ótrúlega mikið um ábú- endur. Var ánægjulegt að fara með Fanneyju um þessar slóðir og rifja upp fyrri tíma. Skyldfólki og vinum vottum við dýpstu samúð og þökkum tryggð og góðar stundir. Jónas og Dóróthea. Hjartanlegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför EINARS VIGFÚSAR JÓNSSONAR, Köldukinn 20, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólk Sólvangs í Hafn- arfirði fyrir frábæra umönnun. Halldóra Guðbjörg Jónsdóttir, Guðni Jónsson, Berta Björgvinsdóttir, Jóhannes Jónsson, Guðrún Lárusdóttir, María Jónsdóttir, Jón Pálmi Skarphéðinsson. Innilegar þakkir fyrir hlýhug við andlát og útför elskulegrar frænku okkar, GUÐNÝJAR FJÓLU ÓLAFSDÓTTUR frá Múlakoti í Fljótshlíð, Viðarrima 42, Reykjavík. Innilegar þakkir til allra þeirra sem hafa annast hana fyrr og síðar. Sérstakar þakkir til starfsfólks í Drekavogi 16 og Viðarrima 42. Guð blessi ykkur öll. Hrefna Jónsdóttir, Guðbjörg Hjörleifsdóttir, Ingibjörg Ásgeirsdóttir. Innilegar þakkir fyrir allan hlýhug og samúð vegna fráfalls móður okkar og systur, ERLU MAGNÚSDÓTTUR, Þórðarsveig 5, Reykjavík. Magnús Víðir, Bryndís Róbertsdóttir, Margrét Magnúsdóttir, Guðmunda Marsibil Magnúsdóttir. Innilegt þakklæti sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ÁSKELS BJARNASONAR. Katrín Guðmundsdóttir, Halldóra Áskelsdóttir, Aron Þór Sigurðsson, Halldóra Áskelsdóttir, Dagbjört Bjarnadóttir, Jens Bjarnason. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURVEIG BJÖRGVINSDÓTTIR, Hamrahlíð 40, Vopnafirði, lést á Hjúkrunarheimilinu Sundabúð, Vopna- firði, föstudaginn 24. júní. Jarðarförin fer fram frá Vopnafjarðarkirkju fimmtudaginn 30. júní kl. 13.00. Guðrún K. Ármannsdóttir, Sigurbjörn Á. Ármannsson, Hreinn Ármannsson, Rósa Ármannsdóttir, Hannes Haraldsson, Sigurvin Ármannsson, Sonja Þorsteinsdóttir, Guðbjörg Ármannsdóttir, Skæringur Sigurjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Nú er nafni minn, frændi og vinur fallinn frá langt fyrir aldur fram. Kynni okkar byrjuðu í sveitinni hjá afa og ömmu okkar á Laugum í Reykjadal. Þar var margt skemmti- legt brallað og áttum við ófáar ánægjustundirnar í leik á bæjarhóln- um, í hlöðunni og við kúarekstur. Seinna þegar ég hóf nám í Iðnskól- anum í Reykjavík leigði ég herbergi í Mávahlíðinni á æskuheimili hans og okkar kynni héldu áfram og farið í ófáar bíóferðirnar á þeim árum, og seinna fórum við saman í ferðalög til Rodos og Spánar. Hann var líflegur og skemmtilegur ferðafélagi. Við fór- um saman á fótboltavöllinn, hann var einlægur Framari og Poolari og hélt alltaf tryggð við sín félög. Hann gaf síðan syni mínum sinn fyrsta Liver- pool-fótboltabúning svo hann héldi nú ÁSKELL BJARNASON ✝ Áskell Bjarnasonfæddist í Reykja- vík 27. október 1965. Hann lést í Dan- mörku 6. júní síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Foss- vogskirkju 16. júní. örugglega með réttu liði og tryggði með því enn einn stuðningsmann Liv- erpool. Þegar Áskell svo hóf sambúð með mágkonu minni Katrínu minnkuðu tengslin ekki heldur. Þau fluttu svo seinna til Dan- merkur og stofnuðu fal- legt heimili á Tommer- pladsvejen í Fred- riksværk og var alltaf ánægjulegt að heim- sækja þau því þau tóku svo vel á móti manni og af mikilli gestrisni. Þar eignuðust þau hana Halldóru dóttur sína. Áskell var hæfileikaríkur maður, penni góður, nægir þar að minna á skrif hans á vefinn liverpool.is. Hann var músíkalskur og spilaði hann bæði á gítar og bassa og hélt mikið upp á Stones og fórum við saman á eftir- minnilega tónleika með þeim í Lond- on. Áskell hafði mikinn áhuga á tölvum og öllu sem viðkom þeim og hafði sjálfmenntað sig á því sviði og starfaði við það og var eftirsóttur tölvari. Ég vil að lokum votta hans nánustu mína dýpstu samúð. Áskell Sigurðsson. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef út- för hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skila- frests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áð- ur en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandend- ur senda inn. Þar koma fram upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl- ast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningar- greinar Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐRÚN INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR frá Ytri-Veðrará, sem lést þriðjudaginn 14. júní, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 28. júní kl. 15. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minn- ingarsjóð Sunnuhlíðar. Viðar Sigurjónsson, Ólöf Jónsdóttir, Gunnhildur Sigurjónsdóttir, Þórður M. Adolfsson, Anna Ásgeirsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.