Morgunblaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2005 25
NÝTT TÓNLISTARHÚS
LÝSING ER
MIKILVÆGUR
ÞÁTTUR Í
HÖNNUN
S. Guðjónsson er í fremstu röð í sölu á raf- og lýsingarbúnaði á Íslandi og
býður upp á heimsfræg vörumerki, t.d. GIRA, Bticino, Modular, Kreon og Regent.
Auðbrekku 9-11
200 Kópavogur
Sími: 520 4500
Fax: 520 4501
sg@sg.is
www.sg.is
F
A
B
R
IK
A
N
Þ
etta er tilraun til að skýra
klæðninguna á húsinu,“
segir Ólafur Elíasson og
bendir á lítið líkan af
samskonar efni og vænt-
anlegt tónlistarhús í Reykjavík verð-
ur klætt með. Ólafur, sem er list-
rænn hönnuður hússins, leggur sem
sagt til í hönnun sinni á tónlistarhús-
inu að það verði klætt eins konar
kápu úr gleri. Líkanið hefur smærri
glugga en húsið, þar sem gert er ráð
fyrir að þeir verði um 1,80 metra háir
í raun, en gerð þess er eins; krist-
alslaga gluggar í tvöföldum stál-
römmum endurvarpa ólíkri birtu eft-
ir því hvernig ljós fellur á þá.
„Ég hef unnið með glerið sem and-
lit hússins og hvernig það muni taka
sig út á mismunandi árstíðum og
ólíkum tímum dagsins. Á Íslandi er
ljósið mjög breytilegt; á veturna skín
sólin mjög lágt og lýsir þannig á gler-
ið að það endurspeglast allt öðruvísi
en að sumri þegar sólin er miklu
hærra á lofti,“ segir Ólafur og bætir
við að hann vilji gjarnan koma hug-
myndunum þannig frá sér að þær
séu framkvæmanlegar, í stað þess að
vera einungis hugmyndir að útliti. Til
þess hefur hann meðal annars fengið
í lið með sér sérfræðinga á sviði
burðarþolsfræða.
Handbragð Ólafs
Tónlistarhús í Reykjavík kemur
sem sagt til með að líta út á ólíkan
hátt eftir því hvaða tími dagsins eða
ársins er hverju sinni. Þannig gæti
byggingin verið allt frá því að vera
rauðglóandi yfir í að vera ísblá, eftir
tíðarfari og tíma. Ólafur bendir enn-
fremur á að á kvöldin, þegar ljós
verði kveikt í byggingunni, muni enn
eitt útlitið bætast við, þegar ljós staf-
ar innan úr glerklæddri bygging-
unni.
Hönnun hússins virðist vissulega
ætla að bera handbragð Ólafs með
sér, ekki síst þegar hafðir eru í huga
ljósaskúlptúrar sem hann gerði fyrir
nýopnað óperuhús í Kaupmanna-
höfn, en þeir endurkasta einmitt
ólíku ljósi eftir því hvar horft er á þá
og hvernig birtan fellur á þá. Þess
má einnig geta, að sömu arkitektar
og að nýja óperuhúsinu í Kaup-
mannahöfn, teiknistofa Hennings
Larsens, eiga einnig heiðurinn af
arkitektúrnum í væntanlegu tónlist-
arhúsi.
„Já, ég hef unnið mikið með krist-
alsformið,“ svarar Ólafur aðspurður
hvort hönnuninni nú svipi til þess
sem hann hefur áður gert og fengist
við. „Kristallinn er form sem kemur
úr náttúrunni, eins og við þekkjum til
dæmis úr stuðlabergi hér á Íslandi.
Hins vegar hefur hönnun byggð á
henni oft verið fremur þung að mínu
mati, til dæmis Hallgrímskirkja –
eins frábær og hún er – sem er mjög
hástemmd. Ég reyni frekar að draga
fram tilfinninguna um úða eða silki
og nota samt þennan sama strúktúr.“
Ekki útópísk klæðning
Ólafur segist hlakka til að vinna
við frekari hönnun hússins. „Það er
gaman að koma að hönnun húss frá
upphafi, í stað þess að bæta við í þeg-
ar frágengnar byggingar smáhlutum
á borð við teppi eða annað. Það er
gaman að gera hlutina alveg sjálfur
og ég held að þetta geti orðið mjög
sérstakt, enda hefur svona klæðning
held ég aldrei verið notuð utan á hús
áður. Að því leyti er þetta mjög
spennandi,“ segir hann.
Hann neitar því ekki að fram-
kvæmdin verði bæði flókin og kostn-
aðarsöm. „Það þarf mikla vinnu,
bæði listræna og verkfræðilega, til
að framkvæma þetta. En ég hef verið
í nánu sambandi við glerfyrirtæki,
límfyrirtæki og skrúfuframleiðendur
í ferlinu til að komast að því hvernig
hægt er að gera þetta, enda þætti
mér leiðinlegt að vinna að einhverju
sem væri svo ekki hægt að fram-
kvæma. Það kostar allt peninga og
þetta er kannski ekki ódýrasta húsa-
klæðning sem gerð hefur verið hér á
landi, en hún er ekki útópísk. Það lít-
ur kannski þannig út, en hún er það
ekki,“ segir Ólafur að síðustu.
Ólafur Elíasson er listrænn hönnuður
Allt frá því
að vera
rauðglóandi
yfir í ísblátt
Morgunblaðið/Kristinn
„Það er gaman að koma að hönnun húss frá upphafi, í stað þess að bæta við
í þegar frágengnar byggingar,“ segir Ólafur Elíasson.
Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur
ingamaria@mbl.is
Forsalur Tónlistarhússins. Séð af annarri hæð niður á þá fyrstu, sem verður almenningssvæði.
Glerhjúpur Ólafs Elíassonar er gerður úr sexstrendum sívalningum, sem
varpa lit og ljósi á innviði byggingarinnar, og minna á stuðlaberg.