Morgunblaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2005 31 UMRÆÐAN MÓTMÆLI gegn framkvæmdum við Kárahnjúka hafa vakið nokkra at- hygli. Það er ekki að- eins, að íslenskir mót- mælendur hafi verið að verki á virkj- unarsvæðinu heldur hefur einnig verið þar nokkur hópur erlenda mótmælenda, nokkurs konar atvinnumót- mælendur. Í fyrstu var um friðsamleg mót- mæli að ræða en síðan breyttust aðferðirnar og mótmælendur unnu nokkurt tjón, einkum með því að trufla fram- kvæmdir m.a. með því að hlekkja sig við stórvirkar vinnuvélar. Slíkum að- ferðum er ekki unnt að mæla bót. Ár- angur hefði áreiðanlega orðið meiri af mótmælunum, ef þeir hefðu haldið sig við löglegar aðferðir. Vill sem flestar álverksmiðjur! Mótmælendur sögðust vera um- hverfisverndarsinnar, sem berðust gegn spjöllum á íslenskri náttúru. Það kann vel að vera rétt. Atburðirnir við Kárahnjúka leiða hugann að því á hvaða vegi Íslendingar eru staddir í virkjana- og stóriðjumálum. Það er búið að reisa margar álverksmiðjur hér á landi og ekkert lát virðist þar á. Núverandi iðnaðarráðherra virðist vilja fá sem flestar álverksmiðjur og til þess þarf mikla raforku, margar virkjanir. Atvinnulífið fjölbreyttara nú Þegar fyrsta álverk- smiðjan var reist hér á landi í Straumsvík var mikill meirihluti lands- manna því hlynntur. Það vantaði þá tilfinnanlega fleiri stoðir undir íslenskt atvinnulíf. Við vorum þá of háðir sjávarútveginum og íslenskt efnahagslíf viðkvæmt fyrir öllum sveiflum í fiskveiðum og sölu á sjávarafla. En mik- ið vatn hefur runnið til sjávar síðan. 40 ár eru lið- in. Íslenskt atvinnulíf er í dag mikið fjölbreyttara en áður. Nýj- ar atvinnugreinar hafa vaxið upp, eins og hugbúnaðariðnaður. Ferðaiðn- aðurinn hefur blómgast. Ýmiss konar annar iðnaður hefur eflst, eins og lyfjaframleiðsla. Útrás íslenskra fyrirtækja Og á síðustu árum hefur fjármála- starfsemi orðið útflutningsvara. Á sviði hennar hafa íslenskir banka- menn gert útrás til útlanda ásamt öðr- um stórathafnamönnum, sem fjárfest hafa í fjölda fyrirtækja erlendis. Þeg- ar svona er komið er ekki þörf á því að reisa fleiri hráálsverksmiðjur hér á landi. Það er komið nóg. Nú þurfum við fremur að snúa okkur að úrvinnslu áls hér á landi. Og við þurfum að efla ýmis konar vinnslu úr íslenskum fiski til þess að skapa meira verðmæti úr fiskinum. Við skulum ekki reisa fleiri stórvirkjanir vegna hráálsverksmiðja. Æskilegra er að virkja gufuaflið úr iðrum jarðar. Það hefur minni nátt- úruspjöll í för með sér. Mengun og spjöll á náttúrunni Því verður ekki neitað, að stór- iðjuframkvæmdir og virkjanir í þeirra þágu hafa í för með sér nokkur nátt- úruspjöll. Nokkur mengun er einnig frá álverksmiðjum enda þótt gerðar hafi verið ráðstafanir til þess að draga úr slíkri mengun með góðum árangri. Norðmenn eru hættir að virkja sína fossa og stórfljót. Þeir vilja vernda náttúruna en þeir hafa einnig ennþá næga olíu og gas. Við skulum nú hafa kaflaskipti í stóriðjuframkvæmdum, ekki reisa fleiri stórar álverksmiðjur og ekki reisa fleiri stórvirkjanir í okk- ar fljótum og fossum. Virkjum heldur jarðhitann til hins ítrasta. Komið nóg af álverksmiðjum Björgvin Guðmundsson fjallar um stóriðju ’Við skulum nú hafakaflaskipti í stóriðju- framkvæmdum, ekki reisa fleiri stórar álverk- smiðjur og ekki reisa fleiri stórvirkjanir.‘ Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is MÉR BRÁ ekki lítið þegar ég las fréttir í Morgunblaðinu og á vef Vík- urfrétta um tillögu Náttúrustofu Reykjaness um að friða refinn á Mið- nesheiði. Í grein Víkurfrétta er eftir- farandi málsgrein. „Það er þekkt að tófan getur gert mikinn usla í varpinu hjá sílamáfi og hrakið hann á brott.“ Tilgangurinn með friðuninni kemur mér mjög á óvart. Málið er bara ekki svona einfalt. Ég spyr forsvarsmenn þessarar til- lögu, hvað voruð þið að hugsa ágætu menn? „Tófan getur gert usla í varpi sílamáfs.“ Ég staldraði við þessa setningu. Það er lagt af stað í friðunarherferð með orðinu „getur“. Sem sagt á getgátum byggt. Það er beinhörð staðreynd að mikil fjölgun sílamáfsins er vandamál. All- nokkur kostnaður hlýst við að halda honum í skefjum. Á að hætta að fækka sílamáfinum og láta tófuna sjá um málið næstu fimm árin? Annað sem mælir gegn þessu máli er að á umræddu svæði voru taldir 36.600 sílamáfar. Það þurfa því að vera nokkuð margar tófur á svæðinu til að halda þessum sílamáfaskara í skefjum. Á Miðnesheiðinni eru varla fleiri en 6 greni. Hver tófa elur að meðaltali af sér 4–6 yrðlinga. Þegar yrðlingarnir eru orðnir stálpaðir, rek- ur tófan þá burtu. Þessir yrðlingar koma ekki til með að búa sér greni á þessu svæði því það er þegar helgað svæði fullorðnu dýranna, sem líta á kynþroska yrðling sem keppinaut á sínu svæði. Þessir yrðlingar færa sig yfir á önnur svæði sem ekki eru frið- uð og skotnir þar. Ég sé tilganginn með þessu griðlandi frekar vafasam- an. Hvernig vita flutningsmenn þess- arar tillögu með vissu að tófan geri það sem þið ætlið henni að gera? Mér þykir þessi máltilbúningur óábyrgur. Er það gerlegt að leggja af allar veið- ar á tófu til að sjá hvort þetta mál gengur upp? Tófan er eins og flest rándýr mikill tækifærissinni. Étur flest ætilegt sem á vegi hennar verður og er ekki mat- vönd. Keflavíkurflugvöllur er miðstöð flugumferðar til og frá landinu bæði á borgaralegum og hernaðarlegum grundvelli. Það þarf ekki nema einn sílamáf til að lenda í hreyfli flugvélar til að verði stórtjón fyrir viðkomandi flugfélag vegna kostnaðar sem hlytist af töfum og viðgerðum. Enn frekar stóraukast líkur á alvarlegu flugslysi. Sílamáfinum hefur fjölgað veru- lega á sl árum og orðið að vandamáli. Flugvöllurinn og nálæg svæði lúta ströngum umgengniskröfum frá flugmálastjórn og ameríska hernum. Þar af leiðandi er umgangur háður takmörkunum viðkomandi umráða- aðila. Þarna skapast ákveðinn friður sem sílamáfurinn finnur og nýtir sér rétt eins og annað skynsamt dýr myndi gera. Þarna er því óvart komin kjörin uppeldisstöð fyrir sílamáfinn og matarkista fyrir þær fáu tófur sem þar eiga sitt svæði. Aðlögunarhæfni máfsins er mikil og flytur hann sig á þá staði sem hann finnur sig óhultari. Eltir tófan hann þangað? Og á þá að friða tófuna á því svæði, þar sem síla- máfinum dettur í hug að verpa næst? Það sem þarf er markviss fækkun sílamáfsins. Það er vitað hvar varp- stöðvarnar eru og hvenær varptíminn hefst. Máfsegg eru góður matur og væri gott efni til dæmis til fjáröflunar björgunarsveitanna að ganga um svæðið og tína egg og selja. Að friða tófuna til þess eins að halda sílamáfi í skefjum er mikil firra. Verði Miðnesheiðin miðpunktur frið- landsins má leiða að því getur að tóf- an sæki útfrá svæðinu og með aukn- um fjölda tófunnar krefst stækkandi hópur meira ætis. Öllu fuglalífi er stefnt í voða með þessari ráðstöfun. Ekki eru öll æðarvörp jafnvel stað- sett og hjá Páli Þórðarsyni í Sand- gerði. Ekki vera að gera fólki erfiðara fyrir sem leggur hart að sér að byggja upp æðarvarp á jörð sinni. Ég legg til að sest verði yfir rót- tækari og skipulagðari ráðagerðir með forsvarsmönnum bæjar og sveit- arfélags á hverjum stað. Ríkið komi til móts á kostnaðarliðnum og skot- menn fengnir til að farga máfinum á svæðum þar sem fjöldi máfsins er hvað mestur. Ekki fara út í vafasamar tilraunir sem óvíst er að skili neinum árangri en fleiri tófum. ÞRYMUR SVEINSSON, Heiðargerði 51, 108 Reykjavík. Friðland lágfótu Frá Þrymi Sveinssyni: Jónína Benediktsdóttir: Sem dæmi um kaldrifjaðan sið- blindan mann fyrri tíma má nefna Rockefeller sem Hare tel- ur einn spilltasta mógúl spillt- ustu tíma... Sturla Kristjánsson: Bráðger börn í búrum eða á afgirtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyr- irmunað og þau munu trúlega aldrei ná þeim greindarþroska sem líffræðileg hönnun þeirra gaf fyrirheit um. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.